Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 45

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 45
UMHVERFISMÁL Einkafyrirtæki / 1 annast umhverfisþjónustu Vesturbyggð Þjónustusamningurinn undirritaður á Radisson SAS Hótel Sögu hinn 26. júní sl. Á myndinni eru, taiið frá vinstri, Friðfinnur Einarsson, stjórnarformaður Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf., Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Lilja Pét- ursdóttir, framkvæmdastjóri félagsins. Myndina tók Gunnar G. Vigfússon fyrir Sveitar- stjórnarmál. Vesturbyggð hefur með fyrirtæk- inu Islensk umhverfístækni ehf. í Keflavík stofnað eignarhaldsfélag, Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf., og gert við það þjónustusamn- ing um umhverfisþjónustu í Vestur- byggð til tuttugu ára. Samningurinn felur í sér alla þjónustu við sveitar- félagið á sviði sorpmála, þ.m.t. fjár- mögnun og byggingu og rekstur endurvinnslustöðvar. Nýja fyrirtækið mun sjá um sorp- hirðu, endurvinnslu og sorpeyðingu frá öllum íbúum og fyrirtækjum í Vesturbyggð næstu 20 árin. Það mun reka varmaendurvinnslustöð þar sem sorp verður brennt við afar fullkomnar aðstæður. Varmaorka frá stöðinni verður m.a. nýtt til upp- hitunar á sundlaug. Utblástur frá brennslukerfum af þessari gerð er algerlega gagnsær og lyktarlaus og uppfyllir mun strangari kröfiir en til hans eru gerðar af heilbrigðisyfir- völdum hérlendis. Auk varmaendur- vinnslu mun fyrirtækið einnig stunda lifræna endurvinnslu með jarðgerð í lokuðum búnaði. Molta, sem er afurðin frá þessari vinnslu, verður nýtt til uppgræðslu í sveitar- félaginu. Auk þess verður brota- málmi safnað saman og hann fluttur til endurvinnsluaðila á höfuðborgar- svæðinu. Spilliefnamótttaka verður í endurvinnslustöðinni þar sem tekið verður við spilliefnum og þau búin til flutnings til viðurkenndra aðila. Með tilkomu endurvinnslustöðvar- innar munu um 90% þess sorps sem til fellur i Vesturbyggð fara í viður- kennda endurvinnslufarvegi. Verkeíhi þetta var boðið út i lok síðasta árs og tilboð opnuð hinn 13. janúar sl. Aðeins eitt tilboð barst í verkefnið og var það frá Islenskri umhverfistækni ehf. í tilboði fyrir- tækisins var sveitarfélaginu m.a. boðin þátttaka í sjálfstæðu fyrirtæki um verkið og hefur sú skipan nú komist á. Starfsemi hins nýja félags hefst í byijun næsta árs og mun kostnaður sveitarfélagsins vegna samningsins árlega verða um 16,5 millj. kr. á ári ffá og með því ári, en samanlagður undirbúnings- og stofnkostnaður vegna verkefnisins er áætlaður um 80 milljónirkróna. „ítarlegur samanburður sveitarfé- lagsins við aðra valkosti með sama þjónustustig hefur leitt í ljós að samningur þessi er sveitarfélaginu hagstæður, bæði hvað snertir kostn- að og umhverfismál," segir í ffétta- tilkynningu um þetta efni. Hér er um að ræða fyrsta samn- inginn hérlendis um stofnun einka- fyrirtækis til þess að annast um- hverfisþjónustu í sveitarfélagi. Að- spurður á fréttamannafundi þegar samningurinn hafði verið undirrit- aður, sagði Friðfinnur Einarsson, stjómarformaður fyrirtækisins, að líta megi á samningsgerðina sem fyrirmynd að hliðstæðu samkomu- lagi sem fyrirtækið gæti hugsað sér að gera við önnur sveitarfélög. 235

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.