Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 49
TÆKNIMÁL
Bláu fletirnir á myndinni sýna núverandi útbreiðslusvæði TETRA-þjónustu Stiklu. Þjónustusvæðið mun ná yfir allt landið fyrir árslok
2000.
sem boðkerfi með allt að 256
stafí í einu skeyti.
• Sending staðsetningarskilaboða
(GPS) með upplýsingum um
staðsetningu manna og farar-
tækja. Sumar TETRA-farstöðvar
eru fáanlegar með innbyggðu
GPS-tæki. Þessar upplýsingar er
hægt að setja í kortagrunn og fá
þannig á myndrænan hátt yfirlit
yfir staðsetningu manna og farar-
tækja.
• Til fjarmælinga og ijarstjómunar
(telemetry applications), hvers
konar mælinga á stöðu búnaðar
(viðnám, straumur, spenna, hiti,
þrýstingur, hæð, staðsetning
o.s.frv.) og fjarstjómun hans.
6. Stöðuskilaboð
Sending stöðuskilaboða sem em
skilaboð með fyrirfram skilgreind-
um upplýsingum sem oft þarf að
senda, t.d. á textaformi. Sem dæmi
um stöðuskilaboð má nefna, „Fór í
mat“, „Hringdu í mig“, „útkall Alfa
rauður" o.s.frv. Stöðuskilaboð eru
fyrst og fremst notuð til að senda
stöðluð skilaboð sem oft þarf að
senda, þannig að þau megi velja úr
minni farstöðvar og þau þurfí ekki
að slá inn í hvert skipti.
7. IP-staðallinn
Væntanleg samhæfing TETRA
við IP-internetstaðalinn mun gefa
notendum möguleika á að nýta sér
ýmsa þjónustu hvar sem þeir eru
staddir innan TETRA-þjónustusvæð-
isins hverju sinni. Um er að ræða
þjónustu eins og tengingu við Inter-
netið, tölvupóst, fjarvinnslu o.s.frv.
8. Neyðarhringing 112
Flestallar TETRA-farstöðvar em
með rauðum neyðarhnappi sem gef-
ur þeim beint samband við 112 -
Neyðarlínuna. Neyðarhringing hef-
ur alltaf forgang fram yfir önnur
samtöl í TETRA-kerfi. Þetta er mik-
ilvægur öryggisþáttur, því oft er á
örlagastundu erfítt að ná sambandi
við viðbragðsaðila með hefðbundn-
um símakerfum, sérstaklega þegar
álag á þau verður mikið.
9. Öryggi í samskiptum
TETRA-samskipti er ekki hægt
að hlera, hvorki tal né gagnasam-
skipti.
Sameiginlegar kröfur allra
TETRA-notenda
Það sem einkennir þarfir allra
239