Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 58
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SASS 2000 haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars Þorvarður Hjaltason, framkvœmdastjóri SdS'S’ Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitar- félaga (SASS) 2000 var haldinn dagana 17. og 18. mars sl. á Kirkjubæjarklaustri. Meginefni fundarins auk venjulegra aðal- fundarstarfa var umfjöllun um stjórnsýslu sveitarfélaga, verkefni og Ijármál. Einnig lágu fyrir fundinum starfsskýrsla stjómar og framkvæmdastjóra, starfsskýrsla Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands og skýrsla stjómar Skóla- skrifstofu Suðurlands. Til fundarins komu 57 fulltrúar frá 25 sveitarfélögum auk gesta og starfsmanna. Fundarstjórar voru þau Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, og Jóna Sigurbjartsdóttir varaoddviti, en Halla Guðmundsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Gnúp- verjahreppi, ritaði fúndargerð. Starfsskýrslur Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra Ingunn Guðmundsdóttir, formaður SASS, flutti ágrip af skýrslu stjómar og Þorvarður Hjaltason ffamkvæmda- stjóri greindi frá rekstri stofnana á vegum SASS. Hann fór síðan yfir ársreikning SASS og skýrði einstaka liði og lagði frant fjárhagsáætlun fyrir SASS, Heilbrigðiseft- irlit Suðurlands og Skólaskrifstofú Suðurlands fyrir árið 2000. Starfsskýrsla heilbrigðiseftirlits Fyrst á dagskrá var starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sem Matthías Garðarsson, forstöðumaður stofnunarinnar, flutti. Leysti hann úr fyrirspumum varð- andi skýrsluna. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangár- vallahrepps, flutti skýrslu heilbrigðisnefndar Suður- lands. Taldi hann í ffamhaldi af því nauðsynlegt að skil- greina með skýrari hætti umboð nefndamianna og hlut- verk nefndarinnar með tilliti til laga og reglugerða. Hann ræddi síðan einstök atvik ffá starfí nefndarinnar og starfsmanna hennar á siðasta starfsári sem urðu til þess beint og óbeint að hann skilar nú umboði sínu sem formaður nefndarinnar til aðalfúndar SASS og segir sig úr nefndinni. Starfsskýrsla Skólaskrifstofu Suðurlands Þá var komið að skýrslu Skólaskrifstofu Suðurlands sem Ragnar S. Ragnarsson, for- stöðumaður skrifstofunnar, flutti. Aldís Haf- steinsdóttir, formaður stjómar Skólaskrifstofu Suðurlands, ræddi stefnu og viðhorf í skóla- málum og aukinn kostnað með breyttu skipu- lagi þeirra. Mikill metnaður er gagnvart þess- um málum bæði hjá starfsmönnum skrifstof- unnar og sveitarstjómarmönnum. Ávörp og erindi Fyrstur flutti erindi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjallaði hann um þróun í kjaramálum og fjármálum ríkisins og sveitar- félaganna, breytingar á skattalögum og áhrif ýmissa ákvarðana ríkisins á tekjur og tekjustofna sveitarfélag- anna. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum (SSS), ávarpaði fúndinn og flutti kveðjur sveitarstjómarmanna þar. I Ijósi þess að starfsvettvangurinn verður sameiginlegur í framtíðinni fagnaði hann tækifærinu til að koma á þennan fúnd. Dr. Grétar Eyþórsson stjómmálaffæðingur flutti ffóð- legt erindi undir liðnum Stjómsýsla sveitarfélaga, verk- efni og fjármál. Fjallaði hann ítarlega um könnun sem hann gerði á viðhorfum sveitarstjórnarmanna annars vegar og annarra íbúa hins vegar til forsendna með og á móti sameiningu. Þar kom fram sterk fylgni viðhorfa fólks eftir væntri stöðu eigin sveitarfélags eftir samein- ingu. Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, flutti erindi sem hann kallaði Stjómsýslu í dreifbýli. Rakti hann þar drög að stofnun og uppbyggingu landshlutasamtaka sveitarfélaganna sem öflugs áhrifavalds í hinum dreifðu byggðum. Taldi hann síst minni ástæðu til að vera vel á verði um hagsmuni þeirra eftir því sem tímar liðu og nýta vel sóknarfæri. Jón Kristjánsson alþingismaður, formaður nefndar um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga, tók næstur til máls. Rakti hann undangengna flutninga á verkefnum yfir til sveitarfélaganna og lög um tekjustofha sveitarfé- 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.