Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 59

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 59
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Ályktanir aöalfund- aríns Þjóðlendunefnd Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, telur að kröfunefnd ríkisins hafi farið offari í kröfum sínum á hendur landeigendum í Ámes- sýslu. Markmið þjóðlendulaganna, þ.e. laga nr. 58/1998, er að skera úr um eignarhald á landi sem enginn geti sannað eignarrétt sinn á en með kröfúgerð sinni gengur ríkisvaldið þvert á þinglýstar eignarheimildir og starfar þannig alls ekki í anda laganna. Aðalfúndur SASS skorar því á fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins að draga kröfúlínu ríkisins út fýrir þing- lýstar eignarheimildir þannig að óbyggðanefnd geti tekið til við að úrskurða um þau svæði sem nhenni er ætlað að fjalla um. Jafnframt leggur fundurinn til að þjóðlendu- nefndin verði endurskipuð og að fleiri ráðuneyti komi að skipan nefndarinn- ar. laga. Reynt er að meta áhrif yfirfærslu á fjárhag þeirra en í heild hefur komið í ljós að afkoman almennt hefur versnað undanfarin ár. Munu jöfn- unarsjóði m.a. verða tryggðir meiri fjármunir enda verður að tryggja sveitarfélögum tekjustofúa til að þau séu í stakk búin þess til að taka við nýjum verkefnum og leysa þau myndarlega sem þau hafa nú þegar tekist á hendur. Lagði hann áherslu á nauðsyn góðs samráðs rík- is og sveitarfélaga um alla þætti sem varða þessi mál þegar nýjar leiðir eru skoðaðar. Frá fundinum á Kirkjubæjarklaustri. Refa- og minkaveiðar Aðalfúndur SASS 2000 beinir þeim tilmælum til stjómvaldsins/umhverf- isráðuneytis að kostnaður við eyðingu refa og minka verði alfarið á hendi ríkisvaldsins. Jafnffamt verði stórauk- ið fjármagn í málaflokkinn. Fundarstjórnin. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftár- hrepps, Jóna Sigurbjartsdóttir, varaoddviti hreppsins, og Halla Guðmundsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Gnúpverjahreppi, sem var ritari. Verkefnaflutningur ríkisins út á land Aðalfundur SASS 2000 skorar á ríkisstjóm íslands að hún beiti sér í stórauknum mæli fyrir flutningi verk- efna á vegum ríkisins út á land. Með þeim stórstígu framförum sem hafa orðið í upplýsingatækni og rafrænum samskiptum á undanförnum árum hafa skapast gjörbreyttar aðstæður að 249

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.