Morgunblaðið - 10.11.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.11.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur að eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Lítið sem ekk- ert eftirlit virðist þó vera með því hvort farið sé eftir þessu. Eina opinbera eftirlitið er í hönd- um heilbrigðiseftirlita sveitarfélag- anna. Þannig fer Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í mötuneyti skóla 1-2 sinnum á ári. „Við fylgjumst m.a. með því hvernig skömmtun fer fram, þrifum og innra eftirliti mötuneytanna,“ segir heil- brigðisfulltrúi eftirlitsins. „Einnig er tekið út hvernig maturinn er geymd- ur.“ Heilbrigðisfulltrúinn segir að ekki sé á starfssviði heilbrigðiseft- irlitsins að fylgjast með næring- arinnihaldi matarins. Í sama streng tekur Rósa Magnúsdóttir, deild- arstjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík. „Við fylgjumst með holl- ustuháttum við framreiðslu mat- arins. Maturinn sem slíkur er ekki á okkar könnu að öðru leyti en að hann sé geymdur við réttar aðstæður og meðhöndlaður á réttan hátt, en það er gríðarlega mikilvægt,“ segir Rósa. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa allar skóla- máltíðir þar verið framreiddar sam- kvæmt ráðleggingum frá Landlækn- isembættinu undanfarin ár. Elva Gísladóttir hjá embætti Landlæknis segir að þar séu settar fram ráðlegg- ingar fyrir mataræði í skólum en að embættið hafi ekki eftirlit með því hvað sé á matardiskum grunnskóla- barna. Það sem boðið sé upp á í mötuneytum grunnskóla sé á ábyrgð viðkomandi skólastjóra, því eftirlit með gæðum skólastarfs og þar með skólamáltíða sé á ábyrgð skólans. Ekkert eftirlit „Það er ekkert eftirlit með því hvað boðið er upp á í skólamöt- uneytum,“ segir Margrét Gylfadótt- ir, en hún er ein þriggja mæðra reyk- vískra grunnskólabarna sem hafa látið málið til sín taka og gerðu þær m.a. könnun á skólamáltíðum í Reykjavík. „Eina eftirlitið felst í at- hugun á hitastigi á kæliskápum.“ Margrét vakti máls á þessu í vor ásamt Sigurveigu Káradóttur og Sig- urrósu Pálsdóttur. Hún segir að gagnrýninni hafi verið vel tekið og þær m.a. boðaðar á nokkra fundi með menntaráði og borgarstjóra. „En það hefur ekkert breyst síðan þá,“ segir Margrét. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru innkaup á mat- vöru samræmd, þ.e. keypt er inn í einu lagi fyrir alla grunnskóla borg- arinnar. Margrét segir þetta vera hluta vandans. „Kokkarnir í grunn- skólunum mega bara kaupa af til- teknum birgjum og ef maður skoðar matseðla grunnskólanna í borginni, þá sést hvað er á tilboði hverju sinni. Það er t.d. ekki möguleiki á að kaupa beint af fisksalanum eða grænmet- isbóndanum.“ Erum við kannski að varpa allri ábyrgð á skólana? Íslensk börn eru vissulega meðal feitustu barna Evr- ópu, en varla fitna þau bara í skól- anum. „Skólarnir eru uppeld- isstofnun, þar á að sýna gott fordæmi og það er varla gert með því að bjóða börnum upp á næringarsnauðan mat,“ segir Margrét. Ekkert eftirlit með gæðum skólamáltíða Morgunblaðið/RAX Skólamötuneyti Gagnrýnt hefur verið að máltíðir í grunnskólum uppfylli ekki manneldismarkmið. Ekkert eftirlit er með því hvort svo sé. Að sögn Margrétar segja mat- seðlarnir, sem birtir eru á vef- síðum skólanna, oft ekki nema hálfa söguna. „Til dæmis er ekki sama kjötbolla og kjötbolla. Matur getur heitið sama nafni, en innihaldið verið gjörólíkt,“ segir Margrét. „En það er ekkert eftirlit með þessu.“ Hún segir að oft telji for- eldrar matinn miklu hollari og næringarríkari en hann sé í rauninni. Hún nefnir sem dæmi fiskrétti, sem innihaldi flest annað en fisk. „En það kemur aldrei fram hvað maturinn inni- heldur. Hann getur verið stút- fullur af salti og jafnvel búinn að glata miklu af næringarefn- unum vegna þess að hann er búinn til fyrirfram og síðan hit- aður upp,“ segir Margrét. Telja matinn hollari ÓLJÓST INNIHALD FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með www.gabor. is Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki Ný sending af náttfatnaði og velúrgöllum, mikið úrval Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Laugavegi 63 • Sími 5514422 HÁTÍÐIN NÁLGAST 20% AFSLÁTTUR FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS BASIC DRAGTIN ALLTAF KLASSÍSK, ALLTAF FLOTT Frábær glæsidragt jafnt í veisluna sem vinnuna Mörg snið stærðir 36-48 Nú extra síð pils 105 cm Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli. Dóra Dröfn Skúladóttir, geðhjúkrunarfræðingur, hefur opnað samtalsmeðferðarstofu að Skipholti 50b. Með Diploma í Hugrænni atferlismeðferð. Viðtalspantanir alla daga í síma 841 7010. Netfang: hamir@simnet.is. HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM, símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna. Við hringjum fljótlega í þig. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Íslenska sveitin tapaði með minnsta mun gegn Serbum í sjöundu umferð Evrópumóts landsliða í skák sem fram fór í Grikklandi í gær, með 1,5 gegn 2,5 vinningum. Björn Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson töpuðu sínum skákum. Henrik Danielsen hafði lengi vel örlítið betri stöðu á fyrsta borði en náði þó aðeins jafntefli. Bragi Þorfinnsson náði þó í einn vinning fyrir Ísland en hann átti skák dagsins þegar hann vann glæsilegan sigur á stórmeist- aranum Branko Damljanovic. Eru Íslendingar nú í 27. sæti af 38 sveitum með sex stig. Þrátt fyrir tapið í gær er sveitin næstefst Norðurlandanna á mótinu en sænska sveitin er efst þeirra með sjö stig. Aserar efstir á mótinu Andstæðingar Íslendinga í dag eru ólympíumeistarar Úkra- ínumanna en þeir töpuðu afar óvænt, 3-1, gegn sveit Svisslend- inga í gær. Eru Úkraínumennirnir því í 26. sæti, einu sæti á undan ís- lensku sveitinni. Aserar rúlluðu yfir Búlgara, 3,5- 0,5, og eru efstir á mótinu sem stendur með tólf stig. Armenar, sem unnu Frakka, og Rúmenar, sem héldu jöfnu gegn Þjóðverjum, hafa 11 stig og deila öðru sætinu. Tap fyrir Serbum í sjöundu umferð  Tefla við ólympíumeistarana í dag Ljósmynd/Gunnar Björnsson Evrópumót Bragi Þorfinnsson skákmaður á EM í Grikklandi. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.