Morgunblaðið - 10.11.2011, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.11.2011, Qupperneq 17
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sjálandsskóli í Garðabæ fékk Ís- lensku menntaverðlaunin 2011 sem voru afhent af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í gærkvöldi. Svo skemmtilega vildi til að athöfnin fór fram í Sjálandsskóla en búið var að ákveða það áður en ljóst var hvaða skóli fengi verðlaunin. Menntaverðlaunin eru veitt þeim skóla sem hefur sinnt vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslu- starfi. Edda Björg Sigurðardóttir er skólastjóri Sjálandsskóla og að von- um ánægð með verðlaunin. „Þetta gefur okkur drifkraft til að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið að fara. Þetta eru verðlaun alls starfshópsins, ekki bara kenn- aranna. Við höfum öll þjappað okkur saman um að þróa skólann í þá átt sem hann er kominn,“ segir Edda. Sjálandsskóli tók til starfa haustið 2005 og í honum eru 244 nemendur í 1. til 10. bekk. Í skólanum er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta, sveigjanlega og lýðræð- islega kennsluhætti, sköpun og tján- ingu. „Við leitum allra leiða við að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir og nemendurnir eru alltaf í brenni- depli,“ segir Edda. „Við höfum tekið þátt í allskonar þróunarvinnu, eins og í námsmatinu. Síðan erum við með mjög öfluga unglingadeild þar sem eru farnar nýjar og óhefð- bundnar leiðir, íslenska og stærð- fræði eru t.d. kennd í lotum og sam- félagsfræðigreinar í þemum.“ Edda segir það forréttindi að hafa fengið að taka þátt í að byggja upp þetta starf og vera hluti af þeim öfl- uga starfshópi sem er í skólanum. Hugsjónir og hæfileikar Íslensku menntaverðlaunin voru veitt í þremur öðrum flokkum. Gunnlaugur Sigurðsson hlaut verð- laun í flokki kennara sem hafa skilað merku ævistarfi eða á annan hátt skarað fram úr. Hann gegndi starfi skólastjóra í Garðaskóla í Garðabæ frá stofnun skólans árið 1966 og til ársins 2003 en þá lét Gunnlaugur af störfum. Í umsögn dómnefndar seg- ir að Gunnlaugur hafi á starfsferli sínum markað djúp spor í skólasögu Garðabæjar, sem og landsins alls. „Gunnlaugur er hugsjónamaður og hreif samstarfsfólk, foreldra og nemendur með sér í framfara- og til- raunastörfum,“ segir í umsögninni Karólína Einarsdóttir, kennari við Akurskóla í Reykjanesbæ, fékk verðlaun í flokki ungra kennara sem í upphafi kennsluferils hafa sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt. Nútímaleg nálgun á stærðfræði Fjórðu verðlaunin eru veitt höf- undi námsefnis sem stuðlað hefur að nýjungum í skólastarfi. Í þetta sinn fóru þau til Guðbjargar Pálsdóttur, Guðnýjar Helgu Gunnarsdóttur, Jónínu Völu Kristinsdóttur og Guð- rúnar Angantýsdóttur. Þær eru höf- undar Geisla, sem er heiti á náms- efnisflokki í stærðfræði fyrir miðstig grunnskóla. Í umsögn dóm- nefndar segir að í Geisla sé beitt fjölbreytilegri og nútímalegri nálg- un á stærðfræðinám og beitingu stærðfræði í daglegu lífi, framsetn- ing efnis og verkefna byggist á því að nemendur öðlist skilning á því sem þeir eru að fást við hverju sinni. Morgunblaðið/Kristinn Sjálandsskóli Skólastjórnendur og nemendur Sjálandsskóla taka hér við menntaverðlaununum í gærkvöldi. Íslensku menntaverð- launin gefa drifkraft  Fern verðlaun veitt fyrir störf í grunnskólum landsins Menntaverðlaunin » Íslensku menntaverðlaunin voru nú afhent í sjöunda skipti. » Þau eru einkum bundin við grunnskólastarfið og ætlað að hvetja og verðlauna þá sem stuðlað hafa að grósku í því starfi. » Lækjarskóli hlaut verðlaunin í fyrra í flokki skóla. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 „Þetta er eins og að fá eitt risastórt klapp á bakið,“ segir Karólína Ein- arsdóttir, myndmenntakennari við Akurskóla í Reykjanesbæ. Hún fékk Íslensku menntaverðlaunin 2011 í flokki ungra kennara sem í upphafi kennsluferils hafa sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt. Karólína útskrifaðist frá Kenn- araháskólanum vorið 2007 og hóf myndmenntakennslu um haustið við Akurskóla. Hún segist vera gáttuð á að fá þessa viðurkenningu. „Mér finnst eins og ég sé að keppa í maraþonhlaupi og aðeins búin að hlaupa tíu metra þegar ég fæ verð- laun,“ segir Karólína. Hún stundar nú mastersnám í listmenntun, lista- sögu og verkmenntun. Í umsögn dómnefndar Íslensku menntaverðlaunanna segir að Kar- ólína sé hugmyndaríkur frum- kvöðull í kennslu. Hún hafi verið í forsvari fyrir þróunarverkefni á sviði útikennslu og tengist það áhuga Karólínu á að samþætta myndlist og útikennslu við aðrar námsgreinar. „Með störfum sínum og framgöngu hefur Karólína Ein- arsdóttir sýnt að hún er verðugur fulltrúi ungra kennara sem leggja mikla alúð, fagmennsku og metnað í störf sín nemendum, samstarfs- mönnum og nærsamfélagi sínu til heilla,“ segir í umsögninni. Leiðarljós Karólínu í kennslunni er að nemandanum líði vel og að hann sjái námstækifæri í öllu. „Það er afskaplega ánægjulegt þegar nemendur finna sig í myndlist, finna að hún gæti hentað þeim og sjá nýjan heim opnast.“ Kennslustarfið hefur heillað Kar- ólínu upp úr skónum. „Það er miklu skemmtilegra en ég bjóst við að kenna. Starfið er rosalega gefandi og það gerir svo mikið fyrir mann sjálfan að vinna með börnum.“ Hugmyndaríkur frumkvöðull Morgunblaðið/Kristinn Myndmennt Verðlaunasteinninn tók í þegar Karólína Einarsdóttir mynd- menntakennari veitti sínum verðlaunum viðtöku úr hendi forseta Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.