Morgunblaðið - 10.11.2011, Side 20

Morgunblaðið - 10.11.2011, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nicolas Sar-kozy, for-seti Frakklands, hefur lýst þeim vilja sín- um að Evrópu- sambandið verði tvískipt, sam- bandsríki 17 evruríkja og ríkjasamband 27 ESB-ríkja. Hann sagði einnig að þessi þróun væri andstæð stækkun Evrópusambandsins, að því er segir í frétt á vef Evrópuvakt- arinnar. Með þessu er Sarkozy enn afdráttarlausari en áður um hvert Evrópusambandið skuli stefna, en þessi sjónarmið hans eru þó engan veginn á skjön við sjónarmið annarra ráðamanna innan Evrópusam- bandsins. Þvert á móti er um- ræðan öll í þessa átt þó að hún hafi farið framhjá þeim sem keyra umsóknina áfram af Ís- lands hálfu. „Við blasir tvískipt Evrópu- samband: hópur ríkja sem fara hratt í átt til samruna innan evrusvæðisins og hæg- fara hópur sem vill samstarf ríkja innan ESB,“ hefur Evr- ópuvaktin eftir forseta Frakk- lands. En þá vaknar óhjákvæmilega eftirfarandi spurning: Inn í hvaða Evrópu- samband er það sem rík- isstjórn Ísland vill að Ísland gangi? Ríkisstjórnin vill ekki svara þessu enda er hún í afneitun um ástandið í Evrópu og þró- un Evrópusambandsins. Menn geta hins vegar farið nærri um það hver vilji rík- isstjórnarinnar er þegar horft er til röksemdanna fyrir um- sókninni. Ein meginröksemd- in er sú að evran sé svo stöð- ugur og traustur gjaldmiðill – jafn sannfærandi og það nú er – að ekki aðeins krónunni heldur líka fullveldi þjóð- arinnar sé fórnandi fyrir hana. Þar með hlýtur ríkisstjórnin að vera að reyna að koma Ís- landi inn í sambandsríkið en ekki ríkjasambandið. Hvaðan telur ríkisstjórnin sig hafa fengið heimild til þess? Sarkozy vill að Evr- ópusambandið skiptist í sam- bandsríki og ríkja- samband} Umsókn um aðild að sambandsríki Við munumekki byggja aðra Kára- hnjúkavirkjun,“ sagði Guðbjartur Hannesson, vel- ferðarráðherra, meðal annars í svari við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þing- manns Framsóknarflokksins, um niðurskurð í velferð- armálum. Gunnar Bragi hafði spurt velferðarráðherra hvort hann væri sammála ályktun sem samþykkt var á nýlegum landsfundi Vinstri grænna um að ekki bæri að skera meira niður í heilbrigð- iskerfinu. Gunnar Bragi benti á að sá mikli niðurskurður sem verið hefði í heilbrigðiskerfinu væri afleiðing af því að ríkis- stjórnin hefði algerlega brugðist í því að auka tekjur með því að efla atvinnulífið. Athyglisvert er að Guð- bjartur Hannesson svarar í raun engu um afstöðuna til ályktunar samstarfslokksins, en kýs að svara spurningunni um niðurskurðinn á þann veg að ekki verði byggð önnur Kárahnjúkavirkjun. Þetta síðarnefnda er ekki síst at- hyglisvert í ljósi þess að rík- isstjórnin er nýbúin að hindra byggingu álvers á Bakka og hefur náð að stöðva framkvæmdir við álver í Helguvík. Staðreyndin er nefnilega sú að það er hægt að byggja aðra „Kára- hnjúkavirkjun“ ef stjórnvöld standa ekki gegn öllum slík- um framkvæmdum. Athafnir og athafnaleysi ríkisstjórnarinnar hafa nei- kvæðar afleiðingar og þær af- leiðingar verða engu skárri við það að ráðherrar séu með einhvern kjánagang og furðu- svör í ræðustóli Alþingis. Niðurskurðurinn í heil- brigðiskerfinu er mikið al- vörumál og getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. Rík- isstjórninni ber að leita allra leiða til að draga úr honum og ein helsta leiðin er að hleypa atvinnulífinu aftur af stað. Í því sambandi verður allt að vera undir, þar með taldar stórar iðnaðarframkvæmdir þó að ríkisstjórnin vilji frekar eitthvað annað. Grunnþjón- usta velferðarkerfisins verð- ur ekki varin með eitthvað annað-stefnunni í atvinnu- málum. Velferðarráðherra svarar út í hött þeg- ar hann er spurður um niðurskurð í vel- ferðarþjónustunni} Atvinnustefnan og velferðin F áar starfsstéttir hefur þjóðin í jafn litlum hávegum og stjórn- málamenn. Sjálfsagt er talið að fyrirlíta þá og afgreiða sem spillta fyrirgreiðslumenn eða illa gefna lýðskrumara. Afar ófínt þykir að bera traust til þeirra og í tísku er að tala eins og það sé þjóðþrifamál að losna við þá. Þannig er hinn harði veruleiki sem við getum ekki af- neitað. Þó búum við enn við þá farsæld að frá þessum nöturleika eru undantekningar, að vísu sorglega fáar en undantekningar þó. Það er til dæmis í algjörri andstöðu við tíð- arandann að hafa skoðun á því hvaða ein- staklingur eigi að leiða helsta stjórnmálaflokk landsins. Samt hefur mikill fjöldi manna ein- mitt skoðun á því, hvort sem þeir eru í Sjálf- stæðisflokki, öðrum flokkum eða eru óflokks- bundnir. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem for- mann Sjálfstæðisflokksins. Hvað kemur þeim sem ekki eru í Sjálfstæðisflokknum það val við? kunna innmúraðir og innvígðir sjálfstæðismenn að spyrja. Svarið er einfalt: ef það er einungis talið heppilegt að innmúraðir og inn- vígðir sjálfstæðismenn kjósi Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum þá er lítið við því að gera fyrir okkur hin. Við kjósum þá bara eitthvað annað. Maður hefði samt haldið að stjórnmálaflokkur sem hefur tök á því að sækja fylgi út fyrir eigin flokksraðir myndi grípa það tækifæri fegins- hendi. Stjórnmálamönnum hafa fallist hendur vegna þeirrar andúðar sem þeir verða fyrir. Engu er líkara en að þeir séu skelfingu lostnir. Þeir hafa lítið sem ekkert lagt á sig til að reyna að breyta viðhorfi almennings. Það er eins og þeir óttist að um leið og þeir opni munninn verði þeir púaðir niður. Þess vegna hafa þeir haldið sig til hlés. Um leið hefur hugmynda- skortur þeirra orðið æpandi og virðingin fyrir þeim fer enn þverrandi. Óhjákvæmilega verð- ur trúnaðarbrestur milli kjósenda og stjórn- málamanna. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir fólki sem kann best við sig þegar það er í felum? Sumir reyna þó. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur ásamt fleiri lagt fram tillögur sem eiga að styrkja virkt lýðræði í Sjálfstæðisflokknum. Hann segir að nauðsynlegt sé að auka þátttöku almennra flokks- manna og treysta virkt lýðræði í sessi. Um leið er vita- skuld hætta á því að almennir flokksmenn hafi aðrar áherslur en hinn innsti kjarni. Kristján Þór er tilbúinn að taka þessa áhættu – meira að segja með glöðu geði. Gott hjá honum! Það hljóta að vera góð tíðindi að til séu stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að tala fyrir nýjum hugmyndum og nýj- um aðferðum í stjórnmálum. Stjórnmálamenn sem eru þeirrar gerðar eru líklegri en aðrir til að ávinna sér traust meðal þjóðarinnar. Enginn stjórnmálaflokkur hefur efni á að hafna slíku fólki. kolbrun@mbl.is Pistill Traustir stjórnmálamenn Kolbrún Bergþórsdóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Þetta er einfaldlega efni semgert er í efnagerðum eðaefnaverksmiðjum og hafasömu eða svipaða verkun og tetrahýdrókannabínól,“ segir Jak- ob Kristinsson, sérfræðingur í eitur- efnafræði hjá Rannsóknarstofu Há- skóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, um það sem frétta- stofa Ríkisútvarpsins nefndi verk- smiðjuframleitt hass í fréttum sínum í vikunni. Ekki er hins vegar hægt að tengja efnið hassi eða öðrum teg- undum kannabiss á annan hátt en þann að það tengist sömu viðtökum í miðtaugakerfinu og tetrahýdrók- annabínól, eða THC, sem er virka efnið í kannabisplöntunni. Um er að ræða það sem nefnt hefur verið gervi-kannabínóðar (e. synthetic cannabinoids) og var það John William Huffman, prófessor í efnafræði við háskólann í Clemson, í Suður-Karólínu, sem þróaði þá flesta. Vinnan við það hófst á níunda áratug síðustu aldar eru gervi-kannabínóð- arnir orðnir um fimm hundruð. Þeir voru hins vegar aldrei ætlaðir mann- inum til notkunar, en til lækn- isfræðilegra rannsókna. Öfgafyllri áhrif Bandaríska fréttastofan ABC ræddi við Huffman í mars á síðasta ári. Þar segir að hann hafi fyrst heyrt af því að efni hans væri notað utan til- raunastofu fyrir nokkrum árum, en lyfið var selt sem vaxtaraukandi lyf fyrir plöntur í Kína og Kóreu. Síðan farið var að nota efnið sem vímuefni hefur Huffman ítrekað varað við því, enda hafi það öfgafyllri áhrif en af kannabis. Upp úr aldamótum fór að bera á efninu í Evrópu og vafalaust hafa ein- hverjir rekið augun í vöru sem inni- heldur efnið á ferðum sínum um álf- una á umliðnum árum. Efnið hefur nefnilega verið selt undir því yfirskini að um ilmblöndu, jafnvel reykelsi, sé að ræða. Þá er um að ræða blöndu af jurtum sem svo „kryddað“ hefur ver- ið með gervi-kannabínóðunum. Þessu rúlla menn svo upp og reykja eins og maríjúana. Fjölmargar tegundir eru til af slíkum ilmblöndum og undir jafn mörgum nöfnum. Algengt er að rætt sé um krydd (e. Spice) eftir þeirri tegund sem náði hvað mestri útbreiðslu. Aðrar tegundir eru K2, Kronic, Toast og Mr. Happy svo örfá- ar séu nefndar. Enn er afar auðvelt að finna „ilmblöndur“ af þessu tagi á netinu þó svo að tekið sé fram að þær hafi ekki að geyma nein efni sem eru bönnuð. Það þarf þó ekki að þýða að virknin sé ekki sú sama eða sambæri- leg, enda rætt um aðra og jafnvel þriðju kynslóð. Uppskriftinni er breytt eftir því hvaða gervi- kannabínóðar eru bannaðir. Dauðsföll af völdum Krypton Umfjöllunin í Ríkisútvarpinu snerist um fréttir frá Noregi þar sem borið hefur meira á umræddum „ilm- blöndum“ og að níu dauðsföll hafi verið rakin til neyslu þeirra í Svíþjóð. Þó svo að áhrif gervi-kannabínóða geti verið mun meiri en af maríjúana eða öðrum tegundum kannabiss, enda hægt að stýra styrkleikanum í gervi-kannabínóðum, var um annað efni að ræða sem nefnist Krypton. Þó vissulega sé Krypton fram- leitt í efnagerðum eða efnaverk- smiðjum á það meira skylt við ópíata en kannabínóða, og er hættan á of stórum skammti mikil. Í reglugerð um ávana- og fíkni- efni og önnur eftirlitsskyld efni má sjá að algengustu efnin í „ilmblönd- unum“ umræddu eru bönnuð hér á landi, líkt og í fjölmörgum öðrum löndum. Ilmefni Jurtablöndurnar sem markaðssettar eru sem ilmefni mátti meðal annars finna í verslunum í Amsterdam. Spornað hefur verið gegn sölunni. Selt sem ilmefni en notað sem kannabis Hvað er þetta „krydd“? Blanda af jurtum sem í er bætt efni svonefndir gervi-kannabí- nóðar en eru frekar kannabí- nóða-lík efni. Blandan er seld sem ilmefni og á pakkningunni segir að varan sé ekki ætluð til neyslu. Hvar er þetta selt? Hægt var að nálgast jurtablönd- urnar í ýmsum búðum sem selja vörur fyrir kannabisnotkun. Hins vegar hefur verið tekið fyrir söl- una víðast hvar, og blöndurnar bannaðar. Hún fer því fram að mestu í gegnum netið. Hvaða áhrif hefur neysla þess? Áhrifin eru svipuð eða sambæri- leg og við neyslu kannabisefna, en geta verið öfgafyllri. Meðal annars hefur orðið vart við of- skynjanir, uppköst, kvíða. Enn er þó margt á huldu með áhrifin og frekari rannsókna þörf. Er þetta notað á Íslandi? Ekki er hægt að útiloka að efnið hafi komið til landsins, en ekki hefur orðið vart við það. Líklegt er að fáir sjái sér hag í að flytja efnið inn á meðan framboð af maríjúana er jafn mikið hér á landi og raun ber vitni. Spurt&svarað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.