Morgunblaðið - 10.11.2011, Page 27

Morgunblaðið - 10.11.2011, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 ✝ Íris LinneaTryggvadóttir fæddist ásamt tví- burasystur sinni Idu Anitu á Land- spítalanum í Reykjavík 30. jan- úar 2003. Hún lést af slysförum í Bollebygd í Svíþjóð 23. október 2011. Foreldrar henn- ar eru Ragnhild Kristina Andersson, f. 19. ágúst 1970 og Tryggvi Leifur Ótt- arsson, f. 17. maí 1964. Dætur Tryggva af fyrra sambandi eru Saga, f. 1989 og Tekla, f. 1992. Foreldrar Kristinu eru Anita Andersson og Nils Bertil And- ersson. Bræður Kristinu 1) Karl Magnús, kvæntur Karinu, sonur þeirra er Markus og 2) Róbert, kvæntur Kristinu, þeirra börn eru Johan og Sanna Linnéa. Foreldrar Tryggva Leifs eru Guðlaug Íris Tryggvadóttir og Óttar Svein- björnsson. Systkini Tryggva Leifs eru 1) Ásbjörn, eig- inkona hans er Margrét Scheving, þeirra synir eru a) Friðbjörn, sam- býliskona hans er Soffía Elín Egils- dóttir, þeirra barn er Ásbjörn, b) Gylfi, c) Óttar. 2) Júníana Björg Ótt- arsdóttir, eiginmaður hennar er Jóhann Pétursson. Börn þeirra eru a) Guðlaug Íris, b) Pétur Steinar, c) Brynjar Ótt- ar. Íris Linnea bjó ásamt fjöl- skyldu sinni á Rifi og í Ólafsvík fram til ársins 2008 er fjöl- skyldan fluttist til Bollebygd í Svíþjóð þar sem þau reka eigið fyrirtæki, Grimsis AB. Útför Írisar Linneu fer fram frá Bollebygdskirkju í Svíþjóð í dag, 10. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Hvernig er hægt að kveðja lít- ið barn sem á augabragði er hrif- ið burt frá fjölskyldu og ástvinum í hræðilegu slysi? Elsku litla ljósið okkar, svo fal- leg og yndisleg, kvaddi ömmu sína og afa með stóru faðmlagi fyrir mánuði síðan með vissu um að hitta okkur, ásamt fjölskyldu sinni um áramótin eins og und- anfarin ár. Ljóst er að ekkert er víst í þessum heimi og af þeim endurfundum verður ekki. Íris Linnea var einstaklega glatt og orkumikið barn. Hún skaraði all- staðar framúr, hvort sem var í námi, íþróttum eða öðru því sem hún tók sér fyrir hendur og var hún ætíð í fararbroddi hvar sem hún var. Hún var einstaklega vel af Guði gerð og öllum mikill gleði- gjafi sem henni kynntust. Amma og afi geyma allar góðu minningarnar um hana í hjarta sínu og biðja Guð og alla vætti um að varðveita Idu Anitu sem má segja að hafi verið annar hluti af henni. Þær systur voru einstak- lega samrýmdar og var alltaf tal- að um þær í sama orðinu. Við biðjum einnig góðan Guð um að styðja og styrkja Kinu, Tryggva, Sögu, Teklu og okkur öll sem nú berjumst við sorgina við fráfall hennar. Við kveðjum litla engilinn okk- ar með bæninni sem við fórum svo oft með saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Amma Íris og afi Óttar. Elsku litli engillinn okkar. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka þér hvað þú gafst okkur alltaf mikið með þinni fallegu og hlýju nærveru. Þessir dagar frá slysinu eru bún- ir að vera erfiðir hérna úti hjá okkur öllum og kemur þú oft upp í huga okkar með þitt fallega bros og glettnu augu. Nóg eigum við af fallegum og góðum minningum um þig þó ævi þín hafi verið alltof stutt. Þú varst svo lífsglöð lítil stelpa sem hreifst okkur með þér í gleðina sem þú vildir óspart deila með okkur hinum. Það er svo óendanlega sárt að hugsa til þess að þessi litli sólargeisli fái ekki að vaxa og lifa því lífi sem hugur hennar stóð til. Eitt það fyrsta sem hún gerði þegar hún og Ída tvíburasystir hennar komu í heimsókn til okkar var að fara í leyndóskápinn með Ása frænda og komu þær til baka með úttroðna vasa af nammi, for- eldrum sínum til lítillar ánægju. Íris Linnea var um margt sér- stakt barn, hún hafði sterkan persónuleika, var bráðgreind, fróðleiksfús og einstaklega fé- lagslynd. Það lýsti hennar góða hjartalagi að hún gat ekki skilið nokkurn útundan og þar nýttust hennar forystuhæfileikar þegar þurfti að miðla málum, eins og hún skrifaði í dagbókina sína þá skiptir ekki máli hvernig maður er í útliti heldur hvernig mann- eskja maður er. Íris Linnea var áhugasöm og dugleg í starfi og leik. Sögðum við hjónin oft okkar á milli að hún ætti eftir að skara framúr í hverju því sem hún tæki sér fyrir hendur. Allt sem hún gerði, gerði hún vel. Það höfum við séð þegar við vorum að skoða skólabækurnar hennar, var hún t.d. löngu búin með reiknings- bókina úr skólanum, sem átti að klára á áramótum og voru dæmin öll rétt í henni. Nú er hennar jarðneska lífi lokið sem okkur þykir bæði óréttlátt og ansi hart þegar almættið leggur svona þungar byrgðar á foreldra, systk- ini og aðra ástvini .Við höldum í þá trú að hennar hafi verið meiri þörf á æðri stöðum. Nú er Íris Linnea orðin engill á himnum og verður vel tekið á móti henni af öllum þeim ástvinum sem eru farnir á undan henni. Hún á eftir að gleðja alla engla með sínum einstöku persónutöfrum. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Við sem eftir sitjum geymum minningu Írisar Linneu í hjörtum okkar og biðjum Guð að vaka yfir elskulega bróður mínum Tryggva Leifi, Kristinu, Ídu Anítu, Sögu, Teklu og öðrum að- standendum á þessum erfiðu tím- um. Ásbjörn Óttarsson og Margrét G. Scheving. Elsku hjartans engillinn minn, aldrei höfum við upplifað jafn erf- iðan og sársaukafullan tíma og undanfarna daga. Við erum svo harkalega minnt á hversu óvægið og sárt lífið getur verið. Aðra stundina er lífið eins gott og fullkomið og hugsast getur en í einni svipan breytist það og verður sárara en hægt var að ímynda sér. Hér er allt svo hljótt. Ég sit heima á Häradsvägen með mynd af þér og kertaljós, umvafin blómum, svaf með sæng- ina þína og koddann í nótt og reynum við að hugga hvert annað og styðja í þessari óbærilegu sorg. Þú varst sannkallaður gleðigjafi hvar sem þú komst og snertir alla með glaðlegri og óbeislaðri framkomu, umvafðir alla mikilli hlýju og hafðir svo mikið að gefa. Það var mikið hlegið í síðasta samtali okkar á Skype-inu þar sem þið systur birtust með nælonsokka á höfð- inu og var hlegið svo mikið að það var lítið hægt að tala saman. Nú hittum við þig ekki aftur hér í þessu lífi, elsku Linnea mín, og það er sárara en orðum er hægt að koma að. Við verðum að bíða lengur og hittast á öðrum stað þar sem allt er svo bjart og fallegt. Þið Ída Aníta hafið verið svo stór hluti af lífi okkar frá því að þið komuð í þennan heim og erum við svo óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa svo margar gleðistundir með ykkur. Engan er jafngott að sækja heim og ykkur fjölskylduna og yfirleitt tár á hvarmi í hvert sinn er við kvöddumst. Á milli ykkar systranna og Guðlaugar Írisar og Péturs Steinars hefur alltaf verið svo sterkur strengur líkt og með systkinum frekar en systkina- börnum og upplifa þau nú svo mikla sorg og söknuð. Pétur Steinar kom svo glaður heim frá ykkur í lok ágúst eftir að hafa fengið að dvelja hjá ykkur og erum við svo þakklát fyrir þær stundir, ekkert finnst honum eins skemmtilegt og að fá að vera hjá ykkur í Bollebygd. Linnea hafði svo marga hæfileika sem er svo sárt að fái ekki að njóta sín í kom- andi framtíð. Þau eru ófá símtölin sem ég hef fengið frá stoltum föð- ur þar sem var sagt frá hversu mörg mörk Linnea skoraði í fót- boltaleiknum eða hversu vel Ída söng með barnakórnum sínum, ástin og umhyggjan í fyrirrúmi. Það er sárara en hægt er að koma orðum að, að horfa upp á þá sem maður elskar ganga í gegn- um eins dimman dal og þið gerið nú, elsku Diddi og Kina, en við verðum að trúa því að það birti aftur til. Við pössum vel upp á Ídu okkar núna sem hefur misst sinn annan helming og foreldra og systur sem eru að feta þyngri spor á lífsleiðinni en nokkur á að þurfa að ganga í gegnum. Elsku rósin mín, við elskum þig út af lífinu og munum hugsa til þín alla daga og biðja góðan guð og alla englana um að taka vel á móti þér. Þitt glaðværa eðli, þín gefandi hönd, gladdi okkar hjörtu, batt vináttubönd. En böndin ei rofna þó burt fari önd og berst síðan tær yfir frelsarans lönd. Við munum þig ávallt og minningin þín með okkur lifir, er stjarna sem skín. Þinn kærleikur ríkti svo heill og svo hlýr. Hann í oss lifir og að eilífu býr. (Höf. ókunnur) Ástarkveðja, Júníana (Júna), Jóhann (Jói), Guðlaug Íris, Pétur Steinar og Brynjar Óttar. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson) Elsku Diddi frændi, Kristina, Ída Aníta, Saga, Tekla og allir aðrir aðstandendur. Í huga okkar ríkir sorg, örvænting og van- máttur, við bræðurnir erum þakklátir fyrir allar góðu minn- ingarnar sem við eigum um Írisi Linneu. Við biðjum góðan guð að vaka yfir ykkur og styrkja á þess- um erfiða tíma. Blessuð sé minning yndislegu og fallegu frænku okkar. Hennar er sárt saknað. Friðbjörn Ásbjörnsson og fjölskylda, Gylfi Scheving Ásbjörnsson og Óttar Ásbjörnsson. Lítill fallegur engill er floginn frá okkur allt of fljótt. Iris Linnea hefði orðið níu ára 30. janúar á næsta ári. Níu ár er ekki langur tími en Iris Linnea nýtti hann vel. Hún var einstaklega vel af Guði gerð, skarpgreind og ætíð fremst meðal jafningja hvort heldur sem var í íþróttum eða námi. Þessi níu ár sem hún lifði auðgaði hún heiminn, gaf okkur svo mikið af kærleika, gleði, lífi og fjöri. Nú þegar ég með sorg í hjarta skrifa þessi fátæklegu orð minnist ég heimsóknar okkar Kristjáns til Bollebygdar í apríl í vor með Ara og Ásgerði Helgu. Þær minning- ar og allar myndirnar sem við tókum af börnunum í leik frá morgni til kvölds eru okkur svo dýrmætar og þær munu ylja okk- ur um aldur og ævi. Við munum aldrei gleyma Irisi Linneu Tryggvadóttur, við munum halda minningu hennar á lofti og segja þeim sem á eftir koma hversu frábær stúlka hún var. Elsku Kina, Tryggvi, Saga, Tekla, og Ida Anita, sorgin nístir í gegn um merg og bein. Und- urfalleg og hæfleikarík stúlka hefur verið hrifin burt frá frá- bærum foreldrum og fjölskyldu. Við Kristján biðjum þess að al- góður Guð hjálpi ykkur að vinna með sorgina og hann styrki ykk- ur og styðji um ókomin ár. Við kveðjum Irisi Linneu með þess- ari fallegu bæn sem hún og amma Íris fóru svo oft með fyrir svefn- inn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Steinunn, Kristján og fjölskylda. Elsku Tryggvi, Kristína, Saga, Tekla og Ida Anita. Maður spyr sig af hverju er litli, fallegi og hæfileikaríki gló- kollurinn hún Íris Linnea numin á brott svo skyndilega úr þessu jarðlífi ? Maður getur bara spurt en það er fátt um svör. Sorg ykk- ar er mikil sem engin orð fá bætt. Við biðjum algóðan guð að styrkja ykkur og vernda og leiða ykkur í minningunni um þennan litla engil sem þið áttuð allof stutt. Ég ætla að biðja vindinn að kveða þýtt við gluggann þinn. Ég ætla að biðja frostið að vefa rósavoð á rúðuna þína svo kuldinn komist ekki inn. Ég ætla að biðja mánann að strjúka mildum geisla mjúkt um þína kinn. Ég ætla að biðja svefninn að vefja um þig vökudrauminn minn. (Elísabet Geirmundsdóttir) Farðu í friði, litli engill, inn í land ljóssins. Edda og Sigríður Tryggva- dætur og fjölskyldur. Mann setur hljóðan þegar átta ára barn fellur frá í blóma lífsins. Hver er tilgangurinn? Hvernig getur svona gerst? Við verðum að trúa því að það sé einhver æðri tilgangur. Iris Linnea, frænka mín, var mikill fjörkálfur, bráðskýr og vel heppnað barn. Alltaf í góðu skapi og aðrir nutu þess að vera í návist hennar. Aldrei var lognmolla, alltaf fjör og skemmtilegt. Hún gaf mikið af sér. Átti stórt og hlýtt faðmlag. Hún var auga- steinn foreldra sinna ásamt tví- burasystur sinni, Ídu Anitu. Við fjölskyldan gistum oft á heimili þeirra þegar þau bjuggu á Snæ- fellsnesi og okkur langaði á heimaslóðirnar. Einnig fengum við oft sumarbústaðinn þeirra lánaðan. Ávallt var vel á móti okkur tekið. Elsku Tryggvi, Kina, Ida, Saga og Tekla: Missir ykkar er mikill og sérstaklega Idu Anitu, tvíburasystur hennar. Við fjöl- skyldan í Garðabænum vitum að frænd- og vinagarður ykkar er stór og allir halda vel utan um ykkur. Okkar dýpstu samúðar- kveðjur, elskulegu vinir. Bárður H. Tryggvason og fjölskylda. Hver lítur þá hryggð sem ég í hjarta mínu ber? Hver heyrir þau orð sem deyja á vörum mér? Ef tárin ekki falla, þau telja enginn má, þó titri þau og logi und harmþrunginni brá. Ég elska glaðan anda – ég elska káta lund – og ánægð hefı́ ég lifað svo marga glaða stund. En breytilegt er lífið, og lukkan brigðul er: nú liggur sorgin myrka svo þungt á huga mér. . . . Að gleðiboði geng ég – þar glymur kætin há – þá get ég líka hlegið, svo enginn vita má hvað hjarta mínu svíður, hvað harmur minn er sár, hvað höfði mínu þrengja hin óburtrunnu tár. (Undína) Elsku Íris Linnea. Það eru ekki til orð sem geta lýst þeirri sorg og söknuði sem hefur ríkt hjá okkur síðan þú fórst úr þessum heimi á vit nýrra ævintýra. Okkur fannst þú fara allt of fljótt enda ekki nema átta ára hnáta. Þú varst eins og lítill ljósálfur, vildir helst vera ber- fætt, brosandi og alltaf líf og fjör í kringum þig. Ég fylgdist með þér frá því að þú fæddist ásamt tví- burasystur þinni, þið uxuð hratt og það var yndislegt að fá að fylgjast með ykkur systrunum stækka og þroskast. Það var gott að heimsækja þig og fjölskyldu þína vestur í Ólafsvík þar sem þú bjóst í Sandholtinu. Það ríkti mikil gleði og væntumþykja. Silja Rún minnist ferðar sinnar í sum- arbústað foreldra þinna á Arnar- stapa þar sem gott var að koma og vera með ykkur, hlaupa út í móa hlæjandi og tína bláber, koma upp í bústað og fá þeyttan rjóma með bláberjum. Við hlökk- uðum alltaf mikið til þegar við áttum von á ykkur í heimsókn. Í sumar komuð þið í mat til okkar og það var sólskinsríkur og fal- legur dagur. Þið borðuðuð hum- arsúpu af góðri lyst og hlupuð út í sólskinið, ég man eftir því að þú vildir ekki vera í sokkum, vildir hlaupa berfætt út í sólina en ég lánaði þér peysu og það var í góðu lagi. Síðan kvöddum við ykkur, fengum stórt og mikið faðmlag og þið fluguð heim til Svíþjóðar. Þegar við fréttum af slysinu í kirkjugarðinum í Bollebygd þá brá okkur mikið og sorgin helltist yfir okkur. Tryggvi Snær sagði að þú værir bara sofandi á spít- alanum og að á morgun myndir þú vakna. Ég vildi óska að hann hefði haft rétt fyrir sér, en því miður var það ekki raunin, því að þú varst farin. En í skólanum hans Tryggva Snæs var kyrrðar- stund í minningu um þig, það var kveikt á kerti og Tryggvi Snær sagði skólasystkinum sínum frá slysinu, þau hlustuðu á hann með mikilli virðingu og vinur hans rétti honum glópagull-mola sem hann átti í vasanum sínum. Tryggvi lokaði augunum og ósk- aði sér en meðan ríkti djúp and- akt í bekknum hans til minningar um þig, elsku litla Íris Linnea. Þú ert farin, en eftir lifa ynd- islegar minningar um góða stúlku sem fékk að lifa alltof stutt en við trúum því að þín bíði önnur verkefni á öðrum stað en nú sitjir þú í notalegu faðmlagi ömmu Leifu. Sesselja Tómasdóttir og fjölskylda. Íris Linnea Tryggvadóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR frá Gjögri, Strandasýslu, áður til heimilis Kópavogsbraut 12, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks miðvikudaginn 2. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Þorsteinn B. Einarsson, Ester Grímsdóttir, Hrefna Einarsdóttir, Gylfi Jóhannesson, Hansína Bjarnfríður Einarsdóttir, Jón Rafn Högnason, Bryndís Einarsdóttir, Vigdís Rasten, Guðrún Agnes Einarsdóttir, Einar Jónsson, Fríða Björk Einarsdóttir, Einarína Einarsdóttir, Stefán Öxndal Reynisson, Gunnar Jens Elí Einarsson, Pálmi Einarsson, Oddný Anna Björnsdóttir, Olga Soffía Einarsdóttir, Brynjar Björn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN ERLA MARINÓSDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar aðfaranótt mánudagsins 31. október. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00. Sigurrós Sveinsdóttir, Sverrir Gíslason, Kolbrún Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs bróður míns og frænda okkar, ÓLAFS ÁRNASONAR múrarameistara, Patreksfirði. Erlendur Árnason og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.