Morgunblaðið - 10.11.2011, Page 35

Morgunblaðið - 10.11.2011, Page 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Sudoku Frumstig 2 8 6 1 4 5 4 6 2 8 5 6 9 8 9 1 1 5 7 7 6 1 4 9 1 2 5 9 4 8 5 8 3 2 3 8 4 5 6 3 2 4 7 9 7 8 9 2 3 8 6 6 7 5 9 2 6 5 9 8 4 2 8 5 5 4 3 1 4 9 1 3 2 6 8 2 3 4 9 8 6 7 5 1 1 6 9 3 5 7 8 2 4 5 8 7 4 2 1 6 9 3 6 7 5 2 1 3 9 4 8 8 9 1 6 4 5 3 7 2 3 4 2 7 9 8 1 6 5 9 1 8 5 7 4 2 3 6 7 5 3 1 6 2 4 8 9 4 2 6 8 3 9 5 1 7 1 8 4 3 7 6 5 9 2 9 3 2 1 4 5 7 6 8 7 5 6 8 2 9 1 3 4 5 1 3 4 6 7 8 2 9 4 6 7 9 8 2 3 5 1 2 9 8 5 1 3 4 7 6 6 2 1 7 3 8 9 4 5 3 4 5 2 9 1 6 8 7 8 7 9 6 5 4 2 1 3 8 7 3 9 1 6 4 5 2 5 6 9 4 2 8 7 3 1 2 1 4 7 3 5 9 8 6 4 9 1 3 6 7 8 2 5 3 5 6 2 8 9 1 4 7 7 8 2 5 4 1 3 6 9 6 3 7 8 9 2 5 1 4 9 2 8 1 5 4 6 7 3 1 4 5 6 7 3 2 9 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 10. nóvember, 314. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Víkverji ekur reglulega framhjáHörpu, tónlistar- og ráðstefnu- húsinu í Reykjavík, þakkar almætt- inu fyrir framsýnina og lofar hvern þann dag sem njóta má tónlistar í Eldborginni á verði sem almúginn setur ekki fyrir sig. x x x Verkefnin og viðburðirnir eruóþrjótandi, þegar Harpa er annars vegar og tónleikar við allra hæfi. Enginn vill til dæmis missa af 10 ára afmælistónleikum Frostrósa eða hátíðartónleikum sama hóps og öllum er gert það kleift með 6.990 - 13.990 kr. miðaverði, um 28 til 56 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Miðinn á Biophiliu, sérstaka tón- leika með Björk á Iceland Airwaves, kostaði 9.900 - 12.900 kr., um 40 til 52 þúsund krónur fyrir fjölskylduna. Það vafðist ekki fyrir nokkrum manni auk þess sem skemmtilegast er að sjá stjörnuna troða upp á heimavelli. Matur er mannsins megin og hver vill ekki borga 11.900 fyrir Bolly- wood, indverska dans- og mat- arveislu, á milli tónleika, um 48.000 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu? Elvis Costello er enginn venjuleg- ur Elvis og ekkert mál að snara út 6.900 - 12.900 kr. fyrir kvöldstund með kappanum. Um 28 - 52 þúsund kr. fyrir hópinn umrædda og svo má fara í bíó á undan og eftir ef vill, því kvöldið er langt. Í Hörpu vakna bjartar vonir í til- efni 100 ára afmælis Oddgeirs Krist- jánssonar og hvern munar um 4.990 - 8.900 kr. fyrir það? Skitnar 20 til 32 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskylduna. Tekur því varla að nefna það. x x x Þetta er aðeins lítið sýnishorn afframboðinu og hver vill fá harð- an pakka í jólagjöf þegar þennan mjúka og ljúfa pakka má fá fyrir allt að 240 þúsund krónur? Auk þess er ekkert mál að leggja bílnum í bíla- kjallara hússins fyrir aðeins 200 kr. á klukkutímann og fari maður mín- útu yfir tímann er sektin aðeins 5.000 krónur. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 lætur undan, 4 leyfi, 7 hreinsum, 8 kvendýr- ið, 9 lamdi, 11 framkvæma, 13 svara, 14 glaður, 15 verk- færis, 17 væna, 20 bók- stafur, 22 klagar, 23 sárar, 24 gerði rólegan, 25 líffærið. Lóðrétt | 1 djúp rödd, 2 óframfærni maðurinn, 3 raddar, 4 borg, 5 dáin, 6 snjóa, 10 messing, 12 keyra, 13 óhljóð, 15 bollok, 16 höggva smátt, 18 trylltar, 19 ákveð, 20 hrelli, 21 heiti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 galsafull, 8 ástar, 9 loðin, 10 ill, 11 annar, 13 afann, 15 flakk, 18 fræða, 21 afl, 22 ragan, 23 Óðinn, 24 gamansaga. Lóðrétt: 2 aftan, 3 sárir, 4 fella, 5 leðja, 6 fána, 7 unun, 12 ask, 14 fár, 15 ferð, 16 angra, 17 kanna, 18 flóns, 19 æfing, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Kóngsfórn svarað. Norður ♠10743 ♥62 ♦ÁG8432 ♣Á Vestur Austur ♠G52 ♠9 ♥D9753 ♥KG108 ♦K5 ♦D96 ♣764 ♣G10985 Suður ♠ÁKD86 ♥Á4 ♦107 ♣KD32 Suður spilar 6♠. Lew Stansby kom út með eitrað hjarta gegn John Hurd í undanúrslita- leik bandarísku sveitanna á HM. Hurd drap á ♥Á, tók ♣Á, fór heim á tromp og henti niður hjarta í hálauf. Hann stakk svo hjarta, fór aftur heim á há- tromp og stakk lauf. Nú var hann fros- inn í borði með ♦ÁG sjötta og varð að spila ás og meiri tígli. Stansby henti þá ♦K undir, sem varð til þess að makker hans gat tekið á ♦D og uppfært slag á trompgosann. Hvað gat sagnhafi gert? Hann gat lagt niður tígulásinn í þriðja slag. Ef vestur heldur í tígulkónginn verður ekkert af uppfærslunni á spaðagosa á síðari stigum. En ef vestur af- blokkerar? Ja, þá skiptir sagnhafi um áætlun og fríar slag á tígul: aftrompar vestur og spilar ♦10. 10. nóvember 1913 Alþingi samþykkti lög um friðun fugla og eggja. Merk- ustu nýmælin voru alfriðun arna en það var í fyrsta sinn sem örninn var friðaður í nokkru landi. 10. nóvember 1967 Strákagöng við Siglufjörð voru formlega tekin í notkun. Þau voru þá lengstu veggöng- in, um 800 metrar. Þar með komst bærinn í vegasamband allt árið. „Einangrun Siglu- fjarðar rofin,“ sagði Morg- unblaðið. 10. nóvember 1994 Eiður Smári Guðjohnsen gerði samning við PSV Eindhoven í Hollandi og varð þar með yngsti íslenski atvinnumað- urinn í knattspyrnu, rúmlega 16 ára. 10. nóvember 1999 Hiti mældist 22,7 stig á Dala- tanga við Mjóafjörð. Þá var slegið hitamet á landinu í þess- um mánuði frá sama degi og sama stað árið 1971. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Gylfi Ægisson, tónlistarmaðurinn, er fæddur 10. nóvember 1946 og er því 65 ára gamall í dag. Gylfi er á kafi í undirbúningi fyrir tónleika sem hann heldur í tilefni afmælisins í Salnum í Kópa- vogi á laugardaginn. Þar mun hann flytja bestu lögin sín í bland við gamanmál. „Ég verð þarna einn á sviðinu en það koma leynigestir líka. Af- mælisdagurinn fer að mestu í það að undirbúa tón- leikana en ég og konan förum samt örugglega út að borða um kvöldið,“ segir afmælisbarnið. Hann segist yfirleitt ekki halda upp á afmælin sín enda voðalega heimakær. Fjölskyldan hafi þó komið saman þegar hann varð fimmtugur og þegar hann varð sextugur fór hann í útsendingu á Rás 2. „Þá spiluðu Rúnar Þór vinur minn og Þórir Baldurs og Tryggvi og fleiri undir og Guðni spjallaði við mig. Ég held að það hafi verið spilað tvisvar í útvarpinu því það var hlegið svo mik- ið,“ segir Gylfi og bætir við að afmælisdagurinn í dag yrði líklega öðruvísi ef ekki væru tónleikar framundan. Spurður hvort hann eigi von á pökkum er Gylfi viss um það. „Ég fæ alltaf pakka en stærsti pakkinn var að frelsast frá víninu fyrir nærri 33 árum. Það var besta gjöfin af öllum gjöfum.“ ingveldur@mbl.is Gylfi Ægisson er 65 ára Heldur afmælistónleika Flóðogfjara 10. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.59 3,9 12.12 0,7 18.14 3,7 9.40 16.45 Ísafjörður 1.54 0,3 7.59 2,0 14.20 0,4 20.11 1,9 10.01 16.33 Siglufjörður 3.52 0,3 10.04 1,2 16.17 0,2 22.36 1,1 9.45 16.15 Djúpivogur 3.14 2,1 9.30 0,5 15.26 1,8 21.28 0,4 9.13 16.10 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ekki láta sjálfsgagnrýni ná tökum á þér, þó svo að orð séu látin falla sem staðfesta þínar verstu grunsemdir um sjálfa/n þig. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert eitthvað þung/ur núna svo kannski er best að þú sért ekkert að reka horn- in í aðra svona rétt á meðan. Skipuleggðu tíma þinn eins vel og kostur er. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er gaman að gleðjast í góðra vina hópi þegar aðstæður leyfa. Er einhver samkeppni í gangi? Ógnar skynsemi þín yf- irmanninum? Það gæti verið. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þetta er góður dagur til að skipuleggja ferðalag með vini þínum. Þér hefur verið treyst fyrir leyndarmáli og þú verður að standast all- ar freistingar til að skýra frá því. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er óhjákvæmilegt að liðin atvik skjóti upp kollinum, þegar þú þarft að fara í gegn um pappíra frá fyrri tíð. Gefðu þér því tíma til þess að ræða málin við rétta aðila. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Fólk virðist vilja fá svör frá þér sem þú veist ekki hvernig á að gefa. Leyfðu þeim að kynna hugmyndir sínar áður en þú leggur þín- ar fram og talaðu svo fyrir málamiðlun. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Gerðu ráð fyrir auknu annríki á heimilinu á næstu vikum. Þú þarft að halda vel á spöð- unum til að ljúka við allt í tæka tíð. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ekki er allt sem sýnist í sam- skiptum við þína nánustu. Viljastyrkurinn er lít- ill þessa dagana en ásetningurinn mikill. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Láttu ekki hanka þig á því að þú hafir ekki unnið heimavinnuna þína. Gerðu ekki ómannlegar kröfur til sjálfs/rar þín. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það þarf mikinn kjark til þess að viðurkenna að eitthvað sé ekki á manns færi. Gefstu samt ekki upp, því fyrr eða síðar stend- ur þú með pálmann í höndunum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú fyllist ánægju yfir þeirri ást sem umvefur þig dags daglega. Gleymdu því sem ekki gekk upp hjá þér á síðasta ári. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú heillast af einhverjum sem hentar þér ekki vegna aldursmunar eða ólíks bak- grunns. Brettu bara upp ermarnar og láttu ekkert stöðva þig. Stjörnuspá Árni Gærdbo klæðskerameist- ari verður átt- ræður 13. nóv- ember næstkomandi. Að því tilefni verður opið hús í sam- komusalnum á Skúlagötu 40 (gengið inn frá Bar- ónsstíg), laugardaginn 12. nóv- ember á milli kl. 17 og 19. Velunn- arar velkomnir. 80 ára 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6+ Rxf6 7. Bg5 Be7 8. Bd3 c5 9. 0-0 0-0 10. dxc5 Da5 11. De2 Dxc5 12. Had1 h6 13. Bh4 Hd8 14. Re5 Hd5 15. Hfe1 Bd6 16. Bg3 b5 17. Bxb5 Bb7 18. Bd3 Hd8 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir nokkru í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Stórmeist- arinn Zahar Efimenko (2.703) frá Úkraínu hafði hvítt gegn Norðmann- inum Fredrik Carl Ekeberg (2.270). 19. Rxf7! Bxg3 svartur hefði einnig tapað eftir 19. …Kxf7 20. Dxe6+ Kf8 21. Bg6 Dc7 22. Bxd6 H5xd6 23. Hxd6 þar sem eftir 23. …Hxd6 mátar hvítur eftir 24. De8+ Rxe8 25. Hxe8#. 20. Rxd8 og svartur gafst upp enda taflið tapað. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.