Morgunblaðið - 10.11.2011, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011
Það tók mig dálítið
langan tíma að losna
út úr þessum karli. 40
»
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Næstkomandi laugardag opnar Sig-
tryggur Bjarni Baldvinsson sýningu
í Listasafni ASÍ sem hann nefnir
Móðuna gráu – Myndir af Jökulsá á
Fjöllum. Á sýningunni eru olíu-
málverk, vatnslitamyndir og tölvu-
unnar ljósmyndir af Jökulsá á Fjöll-
um.
Sigtryggur hefur aðallega málað
straumvatn undanfarin ár og segir
að sér hafi þótt tími til kominn að
takast á við þessa stóru og miklu á
„sem ég hef verið skíthræddur við
frá því ég man eftir mér“, segir
hann. Hann segist þó ekki vera bú-
inn að fanga Jökulsá í myndum,
réttast væri að nefna sýninguna
fyrsta hluta, annað væri oflæti.
Á sýningunni eru myndir unnar
með þrennskonar tækni. „Meg-
inþráður í verkum mínum hefur
verið olíuverk, en svo hef ég líka
unnið með vatnsliti, brýt ána upp
með þeim og þétti litina, kemst
næst því að finna hvernig áin hreyf-
ir sig, kafa í þessa grámósku og
finn litina sem eru í henni. Svo er
ég með tölvuunnar ljósmyndir líka
þar sem ég spegla iðurnar og
straumköstin og ána og uppsker
merkilega hluti því við það birtast
náttúruvætti, allskonar furðulega fí-
gúrur. Í seríunni, sem ég kalla
„Jökulsárára“, Það er skemmtilegt
hvernig það slær hinu náttúrulega
annarsvegar og hinu yfirnáttúrlega
hinsvegar; myndir af þessari gráu
þungu iðu og síðan greinilegar and-
litsmyndir af einhverskonar fyr-
irbærum. Öðrum þræði er þetta
fyndið og skemmtilegt en á hinn
bóginn er þetta tilraun til að mynd-
gera þessa náttúrutrú sem er svo
djúp í lunganum af Íslendingum,
eitthvað sem er okkur sameiginlegt.
Það má segja að þetta sé tillaga að
nýjum náttúruvættum, nú er góður
séns að ná myndum af þessum
kvikindum.“
Tillaga að nýjum náttúru-
vættum í Móðunni gráu
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson glímir við Jökulsá á Fjöllum
Jökulsárárar Í iðum og straumköst-
um birtast náttúruvætti – ein mynda
Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar
sem sýndar verða í Listasafni ASÍ.
Íslenska óperan heimsækir Hof á
Akureyri í kvöld kl. 20.00 og flytur
þá tónlist úr óperum á borð við
Carmen, Gianni Schicchi, La trav-
iata, Kátu ekkjuna, Rakarann í Se-
villa og Perlukafarana í sviðsettri
söngdagskrá. Í dagskránni, sem er
eftir Ágústu Skúladóttur, er sagt
frá heimilisleysingjum sem leita
sér að mat í ruslatunnum en rek-
ast þá á perlur óperubók-
menntanna.
Söngvarar í sýningunni eru
Ágúst Ólafsson barítón, Gissur Páll
Gissurarson tenór, Hulda Björk
Garðarsdóttir sópran og Valgerður
Guðnadóttir sópran. Antonía He-
vesi leikur undir á píanó, leikstjóri
er Ágústa Skúladóttir, sviðs-
umgjörð annast Guðrún Öyahals,
búningar eru í umsjá Katrínar
Þorvaldsdóttur og Magnús Arnar
Sigurðarson sér um lýsingu
Íslenska óperan var síðast á ferð
á Akureyri í vor með Svanasöng,
þar sem einum af ljóðaflokkum
Schuberts var fléttað saman við
nútímadans og fluttu Ágúst Ólafs-
son barítónsöngvari og Gerrit
Schuil píanóleikari verkið með full-
tingi Láru Stefánsdóttur dansara.
Íslenska óperan Frá sýningu.
Perluportið
flutt í Hofi
Íslenska óperan
heldur til Akureyrar
Á morgun hefjast svonefndar
Föstudagsfreistingar Tónlist-
arfélags Akureyrar í samstarfi
við Menningarmiðstöðina í
Listagili og Goya Tapas bar.
Um er að ræða hádegistón-
leika sem fara fram í Ketilhús-
inu í Listagilinu fyrsta föstu-
dag í hverjum mánuði þar sem
boðið er upp á súpu, brauð og
kaffi á meðan hlýtt er á tónlist.
Á fyrstu Föstudagsfreisting-
unni, sem hefst kl. 12 á morgun, syngur Einar
Clausen tenór sönglög eftir Sigfús Halldórsson í
bland við ítölsk sönglög við undirleik Daníels Þor-
steinssonar píanóleikara.
Tónlist
Föstudagsfreist-
ingar í Gilinu
Einar
Clausen
Á laugardagskvöld hyggjast
nokkur skáld og aðrir lista-
menn frá Akureyri, Siglufirði,
Reykjavík og Belgíu leiða sam-
an vindáttir norðurs og suðurs
og kalla fram hrinu ljóða, tóna
og myndverka. Uppákoman
verður í Populus Tremula og
hefst kl. 21. Fram koma: Ás-
geir H. Ingólfsson, Bergþóra
Snæbjörnsdóttir, Bragi Páll
Sigurðarson, Gréta Kristín
Ómarsdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Jón Bjarki
Magnússon, Jón Örn Loðmfjörð, Nicolas Kunysz,
Sindri Freyr Steinsson, Solveig Pálsdóttir og Þor-
gils Gíslason. Aðgangur ókeypis.
Ljóðtónmyndlist
Vindáttir í Popu-
lus Tremula
Populus
Tremula
Þýska djasssöngkonan Winnie
Brückner er nú stödd hér á
landi vegna samstarfs hennar
við myndlistarkonuna Kristínu
Gunnlaugsdóttur. Hún er
stofnandi kvartettsins ninwie
og hefur unnið til margra við-
urkenninga og komið fram
víðsvegar í Evrópu. Sönghóp-
urinn flytur a cappella tónlist
en Winnie heldur einnig tón-
leika ein og hefur sérhæft sig í
að nota rödd sína í bland við rafeindatækni þar
sem hún býr til eigin margradda flutning. Hún
heldur tónleika í Fríkirkjunni næstkomandi
sunnudag kl. 17.
Tónlist
Winnie Brückner
í Fríkirkjunni
Winnie
Brückner
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta verk fjallar um það hvernig
líf okkar allra tengist á tímum síauk-
innar hnattvæðingar,“ segir Kristín
Eysteinsdóttir sem leikstýrir Gyllta
drekanum eftir Roland Schimmel-
pfennig í þýðingu Hafliða Arngríms-
sonar sem Borgarleikhúsið frum-
sýnir annað kvöld kl. 20.00.
Að sögn Kristínar hverfist verkið í
um íbúa í húsi einu þar sem rekinn
er kínverskur veitingastaður sem
nefnist Gyllti drekinn. Þar fær
starfsmaður, sem er ólöglegur inn-
flytjandi, heiftarlega tannpínu og í
kjölfarið fer af stað tilviljunarkennd
en jafnframt spennandi atburðarás.
Brechtísk nálgun höfundar
„Þetta er mjög spennandi verk og
margverðlaunað, var t.d. valið besta
nýja leikritið í Þýskalandi á síðasta
ári,“ segir Kristín og tekur fram að
sérlega skemmtilegt sé að vinna með
þá brechtísku nálgun sem skrifuð sé
inn í verkið. „Höfundur ögrar leik-
húsforminu og teygir það eins langt
og mögulegt er. Þarna eru 17 hlut-
verk í höndum fimm leikara, en þeir
leika aldrei rétt kyn, aldur eða kyn-
þátt, heldur þjóna hlutverki sögu-
manna sem stíga inn og út úr kar-
akter án þess að notast við einhver
sérstök gervi,“ segir Kristín. Tekur
hún fram að með þessari aðferð sé
höfundur líka að skoða samspil
kynjahlutverka og valds og ögra við-
teknum hugmyndum. „Þetta krefst
því mjög mikils af leikurunum
tæknilega séð þar sem þeir þurfa að
búa yfir mikilli snerpu í tempóskipt-
ingum á sama tíma og persónusköp-
un þarf að byggjast á fullkominni
einlægni,“ segir Kristín og bendir á
að í aðalatriðum snúist sýningin um
hluttekningu og samsömun, þ.e. að
jafnt leikarar sem og áhorfendur
geti sett sig í spor leikpersónanna.
Aðspurð segist Kristín myndu
lýsa verkinu sem tragíkómísku.
„Þetta er vandasamt umfjöllunar-
efni, þ.e. staða innflytjenda og
hvernig við tengjumst öll þó við vilj-
um ekki horfast í augu við það. Höf-
undinum tekst með þessari
skemmtilegu nálgunaraðferð og
formtilraunum sínum að fanga
áhorfendur. Þar sem gleðin og sorg-
in eru aðeins tvær hliðar á sama
peningi, þá eru áhorfendur mót-
tækilegri fyrir sorginni þegar þeir
eru fyrst búnir að opna hjarta sitt
og tengja við það sem gerist á svið-
inu.“
Ögrar leikhúsforminu með
skemmtilegum hætti
Þýskt verðlauna-
leikrit frumsýnt í
Borgarleikhúsinu
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Handagangur Hanna María, Sigurður, Halldór, Dóra og Jörundur.
Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir
Gyllta drekanum. Snorri Freyr
Hilmarsson hannar leikmynd og
búninga, Kjartan Þórisson lýs-
ingu og Árdís Bjarnþórsdóttir
leikgervi. Tónlist og hljóðmynd
annast Björn Kristjánsson. Leik-
arar eru Dóra Jóhannsdóttir,
Hanna María Karlsdóttir, Hall-
dór Gylfason, Jörundur Ragn-
arsson og Sigurður Skúlason.
Gyllti drekinn
LISTRÆNIR STJÓRNENDUR
Landgræðslan hefur gefið út bók-
ina Healing the land eftir Roger
Crofts sem fjallar um aldalangt
landgræðslustarf á Íslandi. Í tilefni
af útgáfunni efna Landgræðslan
og Landvernd til hádegisverð-
arfundar um alþjóðavæðingu land-
græðslustarfsins á Nauthóli á
föstudag kl. 12. Þar munu bók-
arhöfundur og fulltrúar frá Land-
græðslunni og Landvernd fjalla
um landgræðslustarfið í alþjóðlegu
samhengi.
Rogert Crofts er fyrrverandi
framkvæmdastjóri Scottish Nat-
ural Heritage en við vinnslu bók-
arinnar var stuðst við bók Friðriks
Olgeirssonar, Sáðmenn sandanna.
Crofts hefur ferðast mikið um Ís-
land og kynnt sér vel íslensk um-
hverfismál og haldið fyrirlestra.
Hann hefur unnið með Land-
græðslu ríkisins, Náttúruvernd
ríkisins (nú Umhverfisstofnun),
Landvernd og umhverfisráðuneyt-
inu og veitt margvíslega ráðgjöf á
sviði umhverfismála.
Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra veitir Landgræðslu-
verðlaunin 2011 í Gunnarsholti í
dag og við það tækifæri verður
henni afhent fyrsta eintakið af
bókinni.
Landgræðsla í al-
þjóðlegu samhengi
Hádegisverðarfundur á Nauthóli
Landgræðsla Roger Crofts, höf-
undur bókarinnar Healing the land.