Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 314. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Stækkar brjóstin… 2. Gæti þetta aldrei án kókaíns 3. Leituðu að slysi í nótt 4. Eiga von á barni númer 20… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gamanmyndin Okkar eigin Osló verður opnunarmynd alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Mannheim- Heidelberg í Þýskalandi og hefur ver- ið valin í aðalkeppni hátíðarinnar sem hefst í dag og lýkur 20. nóvember. Okkar eigin Osló opn- ar hátíð í Mannheim  Önnur bók með myndskreytingum Hugleiks Dags- sonar við ýmsar dægurlagaperlur er komin út og nefnist hún Po- pular Hits II. Í bókinni gefur Hugleikur ímynd- unaraflinu og kolsvartri kímnigáfunni lausan tauminn og má m.a. finna teikningar við lög á borð við „Blowing in the Wind“ og „Heartbreak Hotel“. Dægurlagaperlur og sótsvört kímnigáfa  Kvikmyndin Sumarlandið eftir Grím Hákonarson var frumsýnd í Nor- egi um sl. helgi og hefur hún fengið jákvæða gagnrýni í norskum fjöl- miðlum. Á vef norska ríkisútvarpsins segir m.a. að hún sé ferskur blær frá sögueyjunni og á vefnum Natt&dag fær myndin fimm stjörnur af sex mögu- legum. Sumarlandi Gríms vel tekið í Noregi Á föstudag Sunnan 5-10 m/s, en 8-13 vestast. Austlægari síðdeg- is. Bjartviðri N- og A-lands, annars skýjað og stöku skúrir en rign- ing S-til um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG 10-18 m/s með morgninum og rigning, tals- verð um tíma SA-til. Suðaustan 8-15 og þurrt að kalla NA-til. Sunn- an og suðvestan 8-15 í kvöld. Hiti 5 til 10 stig. VEÐUR „Ég er mjög ánægður með þetta og hugsa ekki um að fara eitthvað annað. Ég er hjá toppliði,“ sagði Arnór Atlason, landsliðsmaður í handknattleik sem fram- lengt hefur samning sinn við danska stórliðið AG Köbenhavn til ársins 2015. Hann hefur verið fyrirliði liðsins frá því að hann gekk til liðs við það vorið 2010. AG er bæði danskur meist- ari og bikarmeistari. »1 Arnór framlengir samning við AG „Það liggur ljóst fyrir að vinstri hornamaðurinn Henrik Lundström heldur heim til Svíþjóðar eftir tíma- bilið og við komum til með að fá leik- mann í hans stað,“ segir Alfreð Gísla- son, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Kiel, sem vill sem minnst segja um hugsanlega komu lands- liðsmannsins, Guðjóns Vals Sigurðssonar, til félagsins. »3 Alfreð er að leita að hornamanni Tvenn óvænt úrslit voru í 6. umferð úrvalsdeildar kvenna, Iceland Ex- press-deildinni, í gærkvöldi. Annars vegar unnu Haukar lið KR sem var taplaust í deildinni fyrir leikina í gær. Hins vegar lagði Hamar liðsmenn Vals á Hlíðarenda en Hamarsliðið fór afleitlega af stað í deildinni og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum. Njarðvík og Keflavík unnu sína leiki. »2 Tvenn óvænt úrslit í kvennakörfunni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján Jónsson kjon@mbl.is Nóvember hefur verið fremur ljúfur það sem af er, hitamet hafa verið sett á nokkrum stöðum en auðvitað hafa haustlægðirnar látið á sér kræla. Sigurður Þór Guðjónsson er að öðr- um ólöstuðum fremsti veðuráhuga- maður á landinu og heldur úti vin- sælli bloggsíðu, Allra veðra von, á Moggablogginu. Þar kemur fram að á elstu veðurstöð landsins, Stykk- ishólmi, hafi hitinn nýlega farið í 12,8 stig og ekki fyrr mælst þar svo hár í nóvember eða í um 150 ár. Og á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði hafi hann farið í 20,6 stig, nýtt nóv- embermet þar á bæ. Sigurður segir á blogginu að eftir þessi hitamet verði hann að éta ofan í sig „fyrri digurbarkalegar yfirlýs- ingar um almenn veðurómerkileg- heit“ nóvembermánaðar. Á hverjum degi frá 1967 „Allir veðurdagar eru auðvitað merkilegir en í nóvember er ekki kominn almennilegur vetur og í mars ekki farið að vora, þetta eru svona millimánuðir,“ segir Sigurður Þór. „Ég fékk áhuga á veðurfræði 1967 þegar ég var tvítugur. Sjón- varpið var að byrja með veðurfréttir, þar voru notuð veðurkort. Þetta hef- ur kannski síast inn í mann og ég hef fylgst með veðrinu á hverjum ein- asta degi síðan þá. Eiginlega er það mér ráðgáta að ég skyldi fá þennan mikla veð- uráhuga og að hann skuli hafa enst svona lengi! En netið hefur líka gert allt auðveldara og nú getur maður fylgst með veðrinu um allan heim á rauntíma.“ Þótt Sigurður bjargi sér á netinu segist hann ekki hafa fundið gott for- rit til að birta línurit og aðra grafík á blogginu og vonar að einhver leiðbeini sér. Hann byrjaði snemma að viða að sér fróðleik, notaði þá m.a. mán- aðarrit Veðurstofu Íslands, Veðrátt- una, sem komið hefur út frá 1920 en þar á undan birti danska veðurstofan upplýsingar alveg frá 1873. Sigurður segist hafa sökkt sér niður í þessi gömlu rit á Landsbókasafninu í heil- an vetur og skrifað ýmislegt hjá sér. Einnig las hann bækur um veð- urfræði eftir Jón Eyþórsson og Markús Á. Einarsson sem skrifaði að sögn Sigurðar einu bókina sem gefin hefur verið út um almennt veð- urfar hérlendis. „Ég man enn hvað ég varð glaður þegar Markús, sem ég þekkti þá ekki neitt, sendi mér rit sem hann hafði skrifað um hitafar á landinu.“ Sumir mánuðir eru hvorki né  Sigurður Þór Guðjónsson fylgist vel með veðrinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vetur? Blíðviðri var á Akureyri í gær. Anika Snædís fór að andapollinum með móður sinni og gaf öndunum brauð. Sigurður Þór hefur mörg önnur áhugamál en veðrið eins og sést á bloggsíðunni, einkum bókmenntir, tónlist, sagnfræði, heimspeki og vísindi. Hann lærði á sínum tíma nokkuð í bókmenntum og tónlist og var tónlistargagnrýnandi á blöðum í tvo áratugi, einnig hefur hann kynnt sér margvíslegan þjóðlegan fróðleik og birtir sumt á síðunni sinni. Nefna má frásögn af athafna- sömu þjófagengi á Suðurlandi sem var handsamað seint á 19. öld. Og ekki má gleyma fréttum af kettinum hans sem ber nafnið Mali. Sigurður Þór er ánægður með áhuga Morgunblaðsins á veð- urfari. „Mönnum sem eru með dellu fyrir einhverju finnst gaman þegar einhver sýnir dellunni þeirra áhuga,“ segir hann hlæj- andi. „Menn sem eru með dellu …“ MÖRG OG FJÖLBREYTILEG ÁHUGAMÁL AUK VEÐURSINS Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.