Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 JÓLIN BYRJA HJÁ O KKUR! – fyrst og fre mst ódýr! – komdu og g erðu frábær kaup ! Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ódýrasta spjaldtölva í heimi, Aa- kash, er komin á markað á Ind- landi og kostar þar að jafnaði 7.000 krónur. Indverska ríkið niðurgreiðir tölvuna til há- skólanema þar í landi og fá þeir hana á jafnvirði 4.000 króna. Eru uppi áform um að lækka tölvuna enn meira í verði, eða niður í 10 dollara, um 1.200 krónur íslenskar. Til sam- anburðar má geta þess að hér á landi er hægt að fá spjaldtölvur frá 30.000 og upp í 150 þúsund krónur, mismunandi að gæðum og tegundum. Indverska ríkið var með útboð á framleiðslu spjaldtölvanna og bauð breska fyrirtækið Datawind þar lægst. Aakash-tölvurnar eru hannaðar í Bretlandi en fram- leiddar á Indlandi. Örgjörvi og hugbúnaður í þær koma hins vegar frá bandaríska fyrirtækinu Conexant og þar er Sverrir Ólafsson framkvæmdastjóri, sem stýrði þróun hugbúnaðarins fyrir Aakash. Hjá Conexant í Kali- forníu starfa fjórir aðrir Íslend- ingar en fyrirtækið var með útibú á Íslandi frá 1994 til 2006. Conexant var áður hluti af hug- búnaðarafyrirtækinu Rockwell. Líklega á markað á Vesturlöndum Sverrir stýrir hluta af tækniþróun fyrirtækisins og stýrði þróun á hugbúnaði og hluta af örgjörvanum sem not- aður er í spjaldtölvuna frá Aa- kash. „Þessi spjaldtölva er svo sem ekki merkileg fyrir annað en að vera ódýr. Hún nýtir sér Android stýrikerfið sem hefur verið þróað fyrir snjallsíma og hefur ekki aðra eiginleika en nauðsynlegir eru til að nýta hana sem náms- tæki, en það er megintilgang- urinn. Hún er ekki eins öflug og iPad eða dýrir farsímar og snertiskjárinn byggist á ódýrri tækni, og virkar ekki eins vel og það sem er algengast í símum, en hún nýtist mjög vel sem náms- tæki,“ segir Sverrir. Að hans sögn ráðgerir Data- wind að markaðssetja tölvuna einnig á Vesturlöndum og er lík- legt að á næsta ári verði hægt að kaupa hana á netinu. „Það eru uppi áætlanir um að framleiða 100 þúsund tölvur í upphafi fyrir háskólastúdenta á Indlandi og ef það gengur upp þá milljón stykki í viðbót. Síðan verður framhaldið að koma í ljós,“ segir Sverrir, sem staddur var hér á landi ný- lega og hélt erindi á fundi Verk- fræðinga- og Tæknifræðinga- félags Íslands. Ódýrasta spjaldtölva í heimi  Íslenskur framkvæmdastjóri hjá Conexant stýrði hugbúnaðarþróuninni  Fimm Íslendingar starfa hjá fyrirtækinu í Kaliforníu  Kostar jafnvirði 7.000 króna á Indlandi og minna fyrir suma Reuters Indland Ánægðir háskólanemendur í Nýju-Delí á Indlandi með eintök af spjaldtölvunum, sem kosta aðeins um 4.000 krónur íslenskar. Sverrir Ólafsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það liggur á því að skýra sjávar- útvegsmálin og koma fram með frumvarp,“ segir Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra og formað- ur ráðherranefndar, sem hefur það verkefni að skoða vinnuskjöl sjávar- útvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Með Guð- bjarti í nefndinni er Katrín Jakobs- dóttir, menntamálaráðherra. Guð- bjartur vill ekki nefna tímasetningu um hvenær þau muni skila af sér. „Þetta er stórt mál, sem þarf að ná sátt um með einhverjum hætti,“ seg- ir hann. „Okkur hefur verið falið að greina og kortleggja helstu álitamálin, hvað flokkarnir eru sammála um og hvað þarf að skoða betur og setja þá í far- veg. Við munum fara yfir frumvarpið sem lagt var fram í vor, drögin eða kynningareintakið sem sett var inn á vef sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra og ýmis önnur gögn sem hafa bæst við síðan sáttanefndin svo- kallaða lauk störfum,“ segir Guð- bjartur, en hann var formaður þeirr- ar nefndar. Þyrfti þingsamþykkt Spurður hvort vinnunni ljúki með því að þau skili af sér unnu frum- varpi segir Guðbjartur að það þurfi ekki endilega að verða svo. Vinnan felist fyrst og fremst í því að greina stöðuna og gera þá tillögur um hvaða þætti eigi að skrifa inn í frumvarpið. Niðurstöðunum verði skilað til rík- isstjórnarinnar. „Málið er hins vegar klárlega á forræði sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra,“ segir Guðbjartur. „Það hefur ekki verið tekið af honum sem slíkt enda þarf þingsamþykkt til þess. Þetta er hefðbundin ráð- herranefnd og fleiri slíkar starf- andi á vegum ríkisstjórnarinn- ar.“ Ekkert með forræði að gera – En er ekki óhefðbundið að fagráðherra skuli ekki taka þátt í störfum nefndar sem þessarar? „Okkur er falið að fara yfir ágreining og álita- mál innan flokka og milli flokka og hefur ekkert með forræði málsins að gera,“ segir Guðbjartur. Hann segir að farið hafi verið yfir málið með sjávarútvegsráðherra og hann fái upplýsingar um hvernig vinnan gangi. Einnig hafi verið rætt við þingmenn úr stjórnarflokkunum. Vinnan sé þó komin skammt á veg enda annir í þinginu þessa daga við fjárlög og fleira eins og jafnan á þess- um árstíma. Greina og kortleggja helstu álitamálin  Velferðar- og menntamálaráðherra fjalla um stjórn fiskveiða Morgunblaðið/Ómar Í Grindavík Fjölmörg álitamál um stjórnun fiskveiða eru á borði velferðar- og menntamálaráðherra. Niðurstöðunum verður skilað til ríkisstjórnar. „Þetta er mjög góð tilfinning, það er alltaf gaman að fá verðlaun á Norð- urlandamóti,“ segir Kjartan Jónsson frá Klifurfélagi Reykjavíkur en hann hlaut um helgina silfurverðlaun á Norðurlandamóti ungmenna í grjót- glímu (e. bouldering) sem haldið var í Svíþjóð. Hann viðurkennir að hafa búist við verðlaunasæti enda hefur hann tvisvar áður keppt á mótinu og hlotið verðlaun í bæði skiptin, silfur í fyrra skiptið og brons í það seinna. Góður félagsskapur Til að undirbúa sig fyrir mót seg- ist Kjartan gera mikið af styrktar- æfingum auk þess að klifra mjög mikið, jafnvel klæddur þyngingar- vesti. Framundan er annað Norður- landamót í Danmörku í mars en Kjartan segir mótið nú í ár hafa ver- ið haldið óvenjuseint. Kjartan hefur klifrað í Klifurhús- inu síðan árið 2006 og segist hafa fundið sig í íþróttinni. „Þetta er æð- islegur félagsskapur og það er gam- an að vera með verkefni sem maður vinnur í því það eru settar upp leiðir, eins konar þrautir sem þarf að leysa, og maður þarf að spá mikið í hvernig maður ætlar að leysa hverja þraut,“ segir Kjartan. Það er því greinilegt að útsjónarsemi er góður mann- kostur í þessari íþrótt. „Maður þarf mikið að nota kollinn. Það getur skipt málið hvort þú setur fótinn 10 sentímetrum ofar en þú settir hann áðan.“ ylfa@mbl.is Styrkur og útsjónarsemi Ljósmynd/Hrefna Halldórsdóttir Klifrari Kjartan er ánægður með ár- angurinn á mótinu.  Lenti í 2. sæti á Norðurlandamóti Sjávarútvegsráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi 22. nóvember vinnu starfshóps um stjórn fisk- veiða og vinnuskjal, sem innihélt fullbúið frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, heildar- endurskoðun. Á ríkisstjórnarfundi 25. nóvember sl. var síðan „samþykkt tillaga forsætisráðherra um að skipuð yrði ráðherranefnd tveggja ráðherra, eins frá hvorum stjórnarflokki, sem fái það verk- efni að taka til skoðunar vinnu- skjöl sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða,“ eins og segir í skipunarbréfi. Velferðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru skipaðir í nefndina og var vel- ferðarráðherra falið að stýra fundum nefndarinnar. Daginn eftir, laugardaginn 26. nóvember, var umrætt vinnuskjal ásamt fleiri gögnum birt á heimasíðu sjávarútvegsráðuneyt- isins. Vinnuskjöl til skoðunar FISKVEIÐISTJÓRNUN Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.