Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Fyrir rétt um ári lést bekkjarbróðir okkar, Gulli, langt um aldur fram. Við minnumst hans sem góðs félaga úr Aust- urbæjarskóla. Okkur langar til að senda fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur með þessu fal- lega ljóði eftir Davíð Stefánsson. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Guðlaugur Pálsson ✝ GuðlaugurPálsson fædd- ist í Reykjavík 8. apríl 1965. Hann lést 7. desember 2010. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. (Davíð Stefánss. frá Fagraskógi.) Kæri bekkjarbróðir, það er von okkar og trú að nú sért þú á góðum stað þar sem draumar þínir rætast. Valgerður B. Ólafsdóttir og Arngrímur Sigmarsson. Aðeins örfá kveðjuorð. Ég man það ennþá er Gísli og fjölskylda komu að Syðri-Tungu. Það var sólskin og blíða og við fjölskyldan í Neðri-Hól biðum í kvíðabland- inni eftirvæntingu að fá nýja ná- granna – kvíðablandaðri vegna þess að túnin á bæjunum lágu saman, aðeins gamlar og lélegar girðingar á milli, allt annað en slægjuland var óskipt á milli jarðanna og því óhjákvæmlega mikill og náinn samgangur. En það kom fljótt í ljós að allur kvíði var óþarfur því betri og elskulegri nágranna er ekki hægt að hugsa Gísli Pálsson ✝ Gísli Pálssonfæddist í Beru- firði í Reykhóla- sveit 7. október 1924. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 10. nóvember 2011. Gísli var jarð- sunginn frá Stykkishólmskirkju 19. nóvember 2011. sér. Fátt er það sem ég hef notið betur en stundanna í eldhús- inu í Syðri-Tungu með nýlagað kaffi og nýbakaðar pönnu- kökur og hlýða á ykkur Dísu segja frá skondnum atvikum sem þið kunnuð öll- um betur að segja án græsku, slíku gleymir maður ekki. Það er svo geysimargt sem ég gæti minnst á að það myndi lík- lega fylla eitt Morgunblað svo ég ætla að láta þetta duga, ég mun alltaf minnast ykkar og þessara fyrstu kynna okkar. Við áttum eftir að eiga margt saman að sælda eftir þessi fyrstu kynni og alltaf var það í minni minningu gott og ánægjulegt. Hafðu heila þökk fyrir öll okk- ar kynni. Ég bið góðan Guð að styrkja og blessa alla afkomendur þína. Jónas Jónasson frá Neðri-Hól. Didda, vinkona mín til margra ára, er látin. Hún var ekkert gam- almenni í mínum huga. Hún var alltaf hress og skemmtileg og sátt við lífið. Það var gaman að tala við hana, við gátum hlegið og masað mikið. Hún var bæði fróð og vel gefin. Hún fæddist í Rauðsey í Breiðafirði. Móðir hennar Magda- lena Kristjánsdóttir var orðin ekkja með börnin sín fjögur þegar hún fluttist vestur á Patreksfjörð. Þar kunni hún vel við sig og gerð- ist ráðskona hjá góðum og elsku- legum manni sem líka var ekkill. Síðan giftust þau og áttu yndislegt líf saman í mörg ár. Með Magda- lenu voru tvær dætur hennar, Svava og Didda. Bróðir minn gift- ist Svövu og þá kynntumst við Didda en það var fyrir um 65 ár- um. Það hefur alla tíð farið vel á með okkur Diddu og kem ég til með að sakna hennar mikið. Hún flutti suður til Reykjavík- ur, kynntist þar manni sínum og lærði fatasaum. Með honum eign- aðist hún tvær elskulegar stelpur og síðan komu allir gullmolar hennar, barnabörnin. Hún geisl- aði af hamingju yfir fjölskyldu Kristjana Gísladóttir ✝ KristjanaGísladóttir fæddist í Rauðs- eyjum á Breiðafirði 23. janúar 1925. Hún lést á hjarta- deild Landspítalans 5. nóvember 2011. Útför Kristjönu fór fram frá Hall- grímskirkju 23. nóvember 2011. sinni en hún var ung að árum þegar mað- urinn hennar dó. Allt gekk þó vel hjá henni þar sem hún vann mikið til að framfleyta heim- ilinu. Hún var mjög iðin, aldrei iðjulaus. Hún var mikil lista- kona í handverkum. Hún var sannarlega gleðigjafi en nú á seinni árum höfum við ekki mikið sést en síminn hefur bjargað okk- ur við að halda sambandi og rifj- uðum við reglulega upp gamlar minningar. Ein slík sem kemur mér í hug er þegar ég var 44 ára en þá tók ég bílpróf og Didda varð sko ekki hrædd að fara í bíl með mér. Við ákváðum að keyra vestur, ég var taugaóstyrk. Hún bara hló og sagði að þetta myndi allt fara vel. Þannig bjargaði Didda ferðinni með því telja í mig kjark. Ferðin gekk vel en ég gat fyrst hlegið þegar við vorum komnar á leið- arenda. Ég varð svo hrædd á leið- inni að ég gleymi þessu aldrei. Elsku Didda mín, ég veit að þú ert umvafin blessun guðs. Það veit ég að er eins um ættingja þína, sem ég sendi samúðarkveðjur mínar. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himnesk björt og heið hún boðar náðina sína og Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína (Vigdís Einarsdóttir.) Elsa H. Þórarinsdóttir. Ingvi Guðmundsson, heiðurs- félagi UMF Stjörnunnar, er lát- inn. Ingvi er í raun hálfgerð goð- sögn innan Stjörnunnar. Hann var einn af eldhugunum sem gerðu félagið okkar að órjúfan- legum hluta bæjarlífsins í Garða- bæ. Hann var formaður og fram- kvæmdastjóri Stjörnunnar á árunum 1967-1973. Það má segja að hann hafi lagt allt undir í bók- staflegri merkingu, ekki bara all- ar sínar tómstundir heldur fór stór hluti starfsins fram á heimili hans og Ellenar, vistarverur heimilisins voru notaðar undir fundi og sem búningsklefar ef svo bar undir. Ungmennafélagið Stjarnan á Ingva skuld að gjalda. Hann var einn af örlagavöldum félagsins og fyrir hans tilstilli varð fyrsti al- vöru knattspyrnuvöllurinn til í Garðabæ, með mörkum sem hann smíðaði sjálfur. Völlurinn stóð fyrir framan eldhúsgluggann hjá Ingva og Ellen og þætti sjálfsagt í dag barn síns tíma. Það var því að vonum stór stund bæði fyrir Stjörnuna og Ingva þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að glæsilegu vallarhúsi við Stjörnu- völl 7. febrúar 2003. Það má því með sanni segja að aðstaða fé- lagsins hafi tekið stakkaskiptum á þessari rúmu hálfu öld sem liðin er frá stofnun félagsins. Ingvi Guðmundsson er stór hluti þeirr- ar sögu. Á seinni árum fékkst Ingvi m.a. við fluguhnýtingar, eftir hann liggja mörg meistaraverk á því sviði, m.a. „Stjörnuflugur“ sem hnýttar voru bæði með hefð- bundnum hætti og einnig með merki félagsins og í litum þess, til þess að bera til skrauts. Ingvi sýndi Stjörnunni alltaf mikla ræktarsemi og bar hag fé- lagsins ávallt fyrir brjósti. Hann var duglegur að mæta á leiki, sér- staklega í knattspyrnu. Það var mikill gleðidagur í herbúðum Stjörnunnar nú í lok sumars þeg- ar stelpurnar okkar í meistara- flokki kvenna í knattspyrnu urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Ingvi tók þátt í þeirri gleði með okkur og við sáum ekki betur en að það blikaði tár á hvarmi þegar hann faðmaði stelpurnar, bæði ungar og gamlar og óskaði þeim til hamingju með árangurinn. Ungmennafélagið Stjarnan færir Ellen eftirlifandi eiginkonu Ingva, börnum þeirra og öðrum afkomendum innilegar samúðar- kveðjur á sorgarstund. Höfðingj- anum sjálfum þökkum við sam- fylgdina. Blessuð sé minning Ingva Guð- mundssonar. F.h. UMF Stjörnunnar, Jóhann Steinar Ingimund- arson, formaður. Páll Grét- arsson framkvæmdastjóri. Fallinn er frá enn einn ástvin- ur af kynslóð foreldra okkar systkinanna. Í þetta sinn er það ástkær móðurbróðir okkar. Hann kvaddi lífið sáttur við Guð og menn, að sögn Dagmarar dóttur hans, en ekki án þess að berjast nánast til síðasta dags. Krabba- meinið, þessi fjandi sem hefur slegið og fellt of marga ástvini mína, vægir engum. Það var eng- in uppgjöf í Ingva frænda þegar ég hitti hann í síðasta sinn fyrir Ingvi Sv. Guðmundsson ✝ Ingvi Svein-björn Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 14. maí 1932. Hann lést á krabbameinslæk- ingadeild Landspít- alans 16. nóvember 2011. Ingvi var jarð- sunginn frá Víði- staðakirkju 24. nóvember 2011. nokkrum vikum og átti ég yndislegar stundir með honum og Ellen sem ég mun ævinlega minn- ast með hlýhug og þakklæti. Ingvi var lengi tengdur Stjörnunni í Garðabæ og fjórir bræður mínir stund- uðu íþróttir þar undir vökulum aug- um hans. Lengst áttu sennilega Ingvi og Tóti bróðir heitinn sam- starf og ég er þess fullviss að nú munu þeir félagar taka upp þráð- inn að nýju á nýjum stað. Mamma og hann munu örugglega eiga mörg samtöl ásamt Kristvini bróður þeirra og öðrum bræðrum sínum en eftirlifandi af systkina- hópnum er nú bara Rakel systir þeirra. Ingvi frændi var mikilvægur í lífi okkar systkinanna alla tíð og náið samband var á milli hans og mömmu, Auðbjargar, þótt stund- um hafi geisað smáskoðanaá- greiningur á milli þeirra systkina en þau voru bæði mjög skaprík og gáfu stundum seint eftir. Pabbi og Ellen sátu oft nálægt og sögðu fátt en höfðu jafnvel gam- an af. Systkinin gátu verið hörð og óvægin en samt var enginn með stærra hjarta og meiri sam- úð en þau þegar á reyndi. Það var engin lognmolla í kringum þau og þeirra verður sárt saknað af af- komendum, öðrum ástvinum og vinum. Okkur þótti báðum gaman að því að eiga það sameiginlegt að hafa sungið í kirkjukór. Hann hafði mjög fallega söngrödd sem tenór og átti gleðiríkar minningar um söngstundir á sínum yngri ár- um með kórnum sínum og rifjaði þær eitt sinn upp með mér. Ég mun minnast hans sérstaklega þegar ég syng með mínum kór. Það verður afar tómlegt án Ingva en áfram munum við eiga minningarnar, sterkar og lifandi, um góðan frænda sem fylgdist vel með öllum systkinabörnum sínum og fjölskyldum þeirra og vildi alltaf hag okkar sem bestan. Ég og fjölskylda mín sendum Ell- en, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum okkar dýpstu samúð og megi góður Guð ætíð gefa ykkur styrk og kærleik sinn. Sigrún Bryndís. Með örfáum orðum langar okkur feðga að minnast mæts manns, Ingva Guðmundssonar, sem nú er fallinn frá. Ingvi var frumherji á sviði íþróttamála í Garðabæ. Hann var einn þeirra sem stóðu að stofnun Stjörnunnar og var félagið hon- um afar kært. Lóð þau sem hann lagði á vogarskálar hins unga íþróttafélags í árdaga þess munu aldrei verða réttilega mæld eða honum fullþökkuð. Eftir stofnun félagsins einhenti Ingvi sér í að hrinda því í framkvæmd sem gera þurfti, þjálfa, dæma, merkja fótboltavelli, þrífa búninga, sjá um stjórnunarstörf; ekkert starf fyrir Stjörnuna var of stórt vexti þannig að hann tæki það ekki að sér og ekkert starf of smátt þann- ig að það tæki því ekki að hrinda því í framkvæmd fyrir Stjörnuna. Fyrir brautryðjendastarf Ingva Guðmundssonar þakka allir Stjörnumenn, stórir og smáir – ungir og gamlir. Ef ekki hefði verið fyrir hans tilstuðlan hefði staða félagsins ekki verið eins glæsileg og raun ber vitni . Ingvi var mikill hagleiksmaður – tók m.a. upp á því að hnýta veiðiflugur í litum íslenskra íþróttafélaga og honum þótti ákaflega vænt um að heyra þegar stórlax hafði verið dreginn að landi á „Stjörnuna“. Okkur feðg- um áskotnaðist fyrir nokkrum ár- um brjóstnæla Stjörnuflugunnar sem við erum ávallt með í barm- inum við veiðar. Þetta barmmerki – Stjörnuna – munum við nú bera af enn meira stolti en áður, til heiðurs minningu þessa góða fé- laga. Ingvi var ekki bara Stjörnu- maður í orði, heldur líka á borði. Hann mætti vel á leiki Stjörn- unnar og studdi liðið sitt með ráð- um og dáð – var leiður yfir töp- uðum stigum en gladdist mjög yfir sætum sigrum. Eftir alla þá áratugi sem Ingvi fylgdi liðinu sínu verður ekki annað sagt en að liðið hans hafi kvatt hann með stæl eftir alla þá fjölmörgu leiki sem hann sótti síðastliðið sumar, miðað við eftirtekjur sumarsins. Meistaraflokkur kvenna hampaði Íslandsmeistaratitli og meistara- flokkur karla vann marga glæsta sigra og spilaði leiftrandi skemmtilega knattspyrnu sem var Ingva að skapi. Þá var Ingvi að sjálfsögðu mættur á völlinn þegar 3. flokkur karla lék til úr- slita á Íslandsmótinu á haustdög- um og gladdist yfir Íslandsmeist- aratitli Stjörnunnar í þeim flokki – örugglega ekki síður en hann gladdist yfir fyrsta kappleik Stjörnunnar, hvernig svo sem hann nú fór. Minningu Ingva Guðmunds- sonar mun verða haldið hátt á lofti um ókomna tíð – það gerir æska Garðbæinga dagsins í dag og morgundagsins í gegnum Stjörnuna. Brautryðjendurnir og heiðursfélagar Stjörnunnar þeir Ingvi og sr. Bragi Friðriksson ganga nú um nýjar lendur og fylgja örugglega félaginu sínu eftir hér eftir sem hingað til. Eftirlifandi eiginkonu, börn- um, afabörnum og öðrum ætt- ingjum færum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa minningu Ingva Guð- mundssonar. Ingvi! Við treystum svo að þú eigir víst gott sæti á næsta leik. Lúðvík Örn Steinarsson. Steinar J. Lúðvíksson. Ég kynntist Ingva Guðmunds- syni fyrst sem ungur drengur í knattspyrnuleik milli Reynis Sandgerði og Stjörnunnar frá Garðabæ líklega um 1967-1968. Mér er það ávallt minnisstætt frá þessum leik að búningsaðstaðan var heima í stofu hjá Ingva og hans fjölskyldu skammt frá nú- verandi aðalvelli i Garðabæ. Síðar lágu leiðir okkar saman í gegnum fótboltann og í áratugi áttum við ógleymanlegar stundir saman, félagar mínir og makar úr Knattspyrnudeild Grindavíkur á ársþingum KSÍ þar sem okkar maður var þingritari lengst allra. Á tímabili brást það ekki þegar KSÍ-þingin voru haldin að Ingvi var mættur fyrstur á Hótel Loft- leiðir ásamt Ellen eiginkonu sinni og beið okkar félaganna úr Grindavík á hótelinu og sagði skemmtilegar sögur. Ingvi lagði stund á fluguhnýt- ingar og hnýtti fyrir knattspyrnu- deildina í Grindavík glæsilegar flugur með merki félagsins í og þáði fisk í staðinn sem honum lík- aði vel. Helst vildi hann saltfisk- inn úr Grindavík. Eftir lifir minningin um góðan félaga sem við söknum sárt og þökkum samfylgdina. Vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Guð geymi ykkur og varð- veiti. Jónas Karl Þórhallsson, formaður Knattspyrnu- deildar UMFG. Þegar athafnamaðurinn Ingvi Guðmundsson hverfur á braut kemur svo margt upp í hugann og ekki síst hans óeigingjarna starf fyrir íþróttahreyfinguna. Hann var glímumaður og vann mikið fyrir Glímusambandið en einnig var hann mikill unnandi knattspyrnunnar og vann í mörg ár á Laugardalsvellinum. Ingvi var formaður Stjörnunnar í Garðabæ fyrstu ár félagsins. Alltaf var hægt að leita til Ingva hvort sem það var til að iðka íþróttir eða til að koma íþróttinni á framfæri við ráða- menn bæjarins. Þjálfara- og dóm- aramál voru honum líka hugleik- in. Ingvi var alltaf tilbúinn að hlusta og koma málum áfram og gafst aldrei upp. Fastur þing- fulltrúi var hann á þingum UM- SK, KSÍ og UMFÍ og var oftar en ekki fenginn til að vera þing- ritari og ritaði hann beint af rit- araborði en þá voru engar tölvur til. Ingvi bjó í Ásgarði 4 í Garða- bæ ásamt eiginkonu sinni og var heimili þeirra alltaf opið Stjörnu- fólki. Fyrstu árin hans sem for- maður Stjörnunnar, þegar félagið spilaði knattspyrnuleik þá opn- uðu þau hjónin Ingvi og Ellen heimili sitt og gerðu forstofuna að búningsherbergi. Aldrei heyrði maður annað en þetta væri sjálf- sagt mál. Fyrstu ár Ingva sem formaður Stjörnunnar var hann hvatamaður í öllu starfi félagsins en Ingvi var hugsjónamaður eins og þeir gerast bestir. UMSK þakkar Ingva fyrir öll þau störf sem hann vann fyrir sambandið en Ingvi hlaut allar þær viðurkenningar sem sam- bandið veitir félagsmönnum sín- um fyrir vel unnin störf. Við vottum Ellen og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. F. h. stjórnar Ungmennasam- bands Kjalarnesþings, Valdimar Leó Friðriksson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma, SIGRÍÐUR GÚSTAFSDÓTTIR frá Kjóastöðum, Biskupstungum, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási sunnu- daginn 27. nóvember, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju föstudaginn 9. desember kl. 14.00. Jarðsett verður í Haukadalskirkjugarði. Aðstandendur vilja koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði fyrir einstaka umhyggju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Áss, sími 480 2000. Sigríður Jónasdóttir, Gústaf Svavar Jónasson, Sigríður Kristjánsdóttir, Ólafur Þór Jónasson, Guðrún Mikaelsdóttir, Karl Þórir Jónasson, Þórlaug Bjarnadóttir, Svanhvít Jónasdóttir, Stefán Ó. Guðmundsson, Þórey Jónasdóttir, Þórir Sigurðsson, Halldóra Jóhanna Jónasdóttir, Geir Sævar Geirsson, Guðrún Steinunn Jónasdóttir, Haraldur Hinriksson, Eyvindur Magnús Jónasson, Kristín Ólafsdóttir, Loftur Jónasson, Vilborg Guðmundsdóttir, Þorvaldur Jónasson, Agnes Böðvarsdóttir, Guðmundur Jónasson, Katrín Guðjónsdóttir, Ágústa Halla Jónasdóttir, Ingi Eggertsson, Egill Jónasson, Kolbrún Sæmundsdóttir, Bárður Jónasson, Halldóra S. Árnadóttir Sigþrúður Jónasdóttir, Jón Bergsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.