Morgunblaðið - 07.12.2011, Page 13

Morgunblaðið - 07.12.2011, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Pósturinn minnir á að í dag, 7. des- ember, er síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka til landa utan Evrópu og 12. desember er síðasti öruggi dagurinn til að senda jólakortin til landa utan Evrópu. Jólapakkarnir til Evrópu þurfa að vera komnir til Póstsins 14. des- ember og jólakortin til Evrópu komin til Póstsins 16. desember. Til að vera viss um að jólapakkar og jólakort innanlands skili sér fyr- ir jól er mánudagurinn 19. desem- ber síðasti öruggi skiladagur. Á öllum pósthúsum landsins er tekið á móti jólapóstinum og allar upplýsingar er að finna á www.postur.is. Ljósmynd/Bernhard Kristinn Ingimundarson Pósturinn Nú fer hver að verða síðastur. Síðustu skiladagar Fyrsti fundur í fundaröð innan- ríkisráðuneytisins um mannrétt- indamál verður haldinn í Hörpu í Reykjavík föstudaginn 9. desember klukkan 11.30 til 14.15. Tilefni þessa fyrsta fundar er al- þjóðlegi mannréttindadagurinn, 10. desember. Á fyrsta fundinum verð- ur fjallað um fyrirtöku hjá mann- réttindaráði Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi í Universal Periodic Review-ferlinu og verður sérstaklega fjallað um þær athugasemdir sem íslenskum stjórnvöldum bárust. Meðal fyrir- lesara á fundinum er Johanna Nell- es, sérfræðingur Evrópuráðsins í jafnréttismálum. Fundurinn er öllum opinn og að- gangur ókeypis. Rætt um mannrétt- indi á fundi í Hörpu Sigurður Pétursson sagnfræðingur flytur fyrirlesturinn „Saga verka- lýðshreyfingar á Vestfjörðum 1890- 1930“ í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, fimmtudaginn 8. desember kl. 12:05. Fyrirlesturinn fjallar m.a. um þá umbyltingu við- horfa og aðstæðna sem fylgdi í kjöl- far nýrra þjóðfélagsaðstæðna um aldamótin 1900; myndun verkalýðs- félaga og pólitíska forystu jafnað- armanna á Ísafirði, sem leiddi til fyrsta rauða meirihlutans í bæjar- stjórn á Íslandi. Rauður meirihluti Hin árlega jóla- hátíð fatlaðra verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld, miðvikudag, kl. 20-22. Sem fyrr er það André Bachmann tón- listarmaður sem skipuleggur há- tíðina. Fjöldi landsþekktra skemmti- krafta kemur fram á hátíðinni og kynnar kvöldsins eru Edda Björg- vinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Sérstakir gestir verða Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra og kona hans Sigrún Ásmundsdóttir. Áhersla er lögð á það að aðstandendur mæti með sínu fólki. Jólahátíð fatlaðra verður haldin í kvöld André Bachmann STUTT Kjartan Kjartansson Anna Lilja Þórisdóttir Íslendingar veita sex milljónir króna til stuðnings og eflingar björgunarsveitum í Færeyjum. Tillaga forsætisráðherra þessa efnis var sam- þykkt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Annars vegar verður um að ræða fimm milljóna króna fjárframlag sem verður ráðstafað í sam- starfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg og björg- unarsveitir í Færeyjum. Fjárframlaginu er ætlað að styðja við þjálfun og æfingar færeyskra björg- unarmanna hér á landi, og einnig við nám- skeiðahald og æfingar í Færeyjum. Hins vegar verður veitt framlag sem nemur einni milljón króna til fjársöfnunar. Hún mun fara fram 11. desember næstkomandi og verða meðal annars haldnir tónleikar sem sendir verða út bæði í fær- eysku og íslensku sjónvarpi. Mikið mæddi á björgunarsveitum í Færeyjum fyrir skömmu og þóttu þær sýna þrekvirki þegar ofsaveður gekk þar yfir aðfaranótt 25. nóvember síðastliðins. Þök fuku af húsum og festar skipa losnuðu. Styðja færeyskar björgunarsveitir  Sex milljónir til björgunarsveita í Færeyjum  Tónleikar sendir út í Færeyjum og á Íslandi Ljósmynd/Niels Hammer Eyðilegging Óveðrið í Færeyjum olli miklu tjóni. islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Sértryggð skuldabréf í NASDAQ OMX Iceland hf. Útgefandi: Íslandsbanki hf., kennitala 491008-0160, Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík Íslandsbanki hefur birt grunnlýsingu, endanlega skilmála og viðauka við grunnlýsingu í tengslum við töku skuldabréfanna til viðskipta á skipulegan verðbréfamarkað, NASDAQ OMX Iceland hf. Grunnlýsingin, dagsett 4. nóvember 2011, endanlegir skilmálar, dagsettir 6. desember 2011 og viðauki við grunnlýsingu, dagsettur 6. desember 2011 eru gefin út á ensku og birt á vefsíðu bankans, http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/sertryggd-skuldabref/ Skjölin má nálgast á pappírsformi hjá útgefanda, Íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík næstu 12 mánuði frá 7. desember 2011. Nafnverð útgáfu Þegar hafa verið gefnir út og seldir 4.000.000.000 íslenskra króna að nafnverði. Til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland hf. Hinn 7. desember 2011 mun NASDAQ OMX Iceland hf. taka til viðskipta þegar útgefin og seld skuldabréf að fjárhæð 4.000.000.000 íslenskra króna að nafnvirði. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréfin eru verðtryggð með vísitölu neysluverðs og bera fasta 3,5% árlega vexti. Vextirnir greiðast eftir á, tvisvar á ári, 7. júní og 7. desember fram að lokadegi. Útgáfudagur er 7. desember 2011 og lokadagur er 7. desember 2016. Fyrsti vaxtagreiðsludagur er 7. júní 2012. Verðtryggður höfuðstóll skuldarinnar verður endurgreiddur með einni greiðslu 7. desember 2016. Auðkenni skuldabréfaflokksins Auðkenni skuldabréfanna í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland hf. verður ISLA CBI 16, ISIN númer skuldabréfanna er IS0000020758. Skuldabréfin eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í 10.000.000 kr. einingum. Birting grunnlýsingar og viðauka við grunnlýsingu Reykjavík, 7. desember 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.