Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 10
Kaolin listmunagallerí er öðruvísi gallerí í Ingólfsstræti sem samanstendur af sölugalleríi og sýningarrýmum sem eru leigð út til myndlistarmanna. Átta keramikerar reka saman og selja listmuni sína í Kaolin og þau fögnuðu eins árs afmæli síðastliðinn föstudag með opnu húsi og hringdu inn jólin með sínum hætti, buðu upp á afmælis- kaffi og Kaolinköku. Listamennirnir sem standa að baki Kaolin eru: Arnlaug Borgþórsdóttir, Ása Tryggvadóttir, Bjarni Sig- urðsson, Gegga Helga Birgisdóttir, Jóna Thors – Steinar og mósaik, Kolbrún Sigurðardóttir KolSi, Íris Rós Söring og Þórdís Baldursdóttir. Þó svo að þau reki galleríið saman þá eru þau öll með vinnustofur, hvert á sínum stað. Þeim finnst gaman að vera með ýmsar uppákomur í Kaolin, t.d hafa þau verið með súpudaga og þeir sem keyptu sér skál fengu súpu og brauð í nýju skálarnar sínar. Átta keramikerar saman á einum stað Kaolin gallerí fagnar eins árs afmæli Morgunblaðið/Sigurgeir S. Keramikerar Hér eru þær kampakátar, sex af þeim átta sem reka saman Kaolin gallerí. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Kirstín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er bara hamingja, í matog notalegheitum. Það erbara svoleiðis,“ segir Nunosem er einn af þeim fimm sem eiga og reka Sushisamba, nýjan veitingastað í Ingólfsstræti. „Matur- inn sem við bjóðum upp á byggist á þeirri matarhefð sem varð til í byrjun síðustu aldar þegar þúsundir Japana fluttust til Suður-Ameríku. Brasilía og Perú eru þau lönd sem við horfum helst til og við bjóðum upp á Ceviche, sem eru kaldir réttir með hráu kjöti, bragðmikið Anticuchos á spjótum, suðrænar steikur og sushi sem við köllum „djúsí“ sushi eða „new style“ sushi, en það byggist mikið á því að blanda saman öðruvísi hráefnum en venjan er og með því koma allskonar sósur. Við erum einnig með fjöl- marga smárétti, til dæmis taquitos, hrefnu Tataki og vatnsmelónufr- anskar, svo fátt eitt sé nefnt.“ Reynslubolti frá Köben Aðalmeistarinn í eldhúsinu er Eyþór Mar matreislumeistari og einn sushi-kokkurinn er Ari Alexand- er, einn af virtustu sushi-kokkum landsins. Einn af þremur aðal sushi- kokkum staðarins er Carlos Oliveira, portúgalskur sushi-kokkur sem hef- ur starfað í Kaupmannahöfn í árarað- ir á Sticks and Sushi, Umami og Custum House. „Vinur minn vinnur hér og hann lét mig vita að hér vant- aði sushi-kokk og mig langaði að prófa að flytja til Íslands. Svo ég sló til. Þetta verður spennandi, við ætl- um að prófa okkur áfram með ís- lenska hráefnið og mér líst vel á ís- lenska fiskinn. En vissulega þurfum við að flytja inn sumar tegundir, eins og túnfiskinn,“ segir Oliveira sem hlakkar til að vinna með japanska sushi-meistaranum Schinichiro Matarhamingja frá Japan og S-Ameríku Hún er notaleg stemningin inni á nýja veitingastaðnum Sushisamba þar sem eru meðal annars fuglabúr frá Japan og 500 handgerðar brúður frá Brasilíu. Morgunblaðið/Kristinn Meistari Kokkurinn Carlos Oliveira með mjög svo girnilega Surf & turf rúllu sem inniheldur nautalund, humar tempura, avókadó, chili mayo. Vefsíðan shutterbean.com er full af fallegum matarmyndum og krútt- legum hlutum. Höfundur síðunnar er hún Tracy – eða Shutterbean eins og hún kýs að kalla sig. Hún segist á síð- unni ætíð hafa haft mikinn áhuga á öllu sem húslegt er, þá sérstaklega mat og matargerð og hafi fjölskyldu hennar jafnvel þótt sá áhugi óeðli- lega mikill þegar hún var á unglings- árunum. Nú er Tracy hins vegar á þrí- tugsaldri og leyfir þessum áhuga að blómstra sem aldrei fyrr. Matarmyndirnar hennar Tracy eru veisla fyrir augað og uppskriftir fylgja. Meðal þeirra má nefna upp- skriftir að girnilegum kókos- og lím- ónustöngum, peruböku og pasta með sveppum og graskeri. Á síðunni má líka sjá alls konar fallega hluti fyrir heimilið og lista í léttum dúr. Til að mynda yfir það hvernig forðast megi vandræðalegar samræður í jólaboði. Vefsíðan www.shutterbean.com Kókos Tracy gefur uppskrift að girnilegum kókos- og límónustöngum. Blómstrandi mataráhugi Nú er sannarlega rétti tíminn fyrir dágott jólabíómyndamaraþon. Enda fátt eins freistandi í þessum kulda að skríða upp í sófa eftir skóla eða vinnu og horfa á eitthvað skemmtilegt. Christmas Vacation um Griswold fjöl- skylduna er t.d. alltaf jafn skemmti- leg og svo má ekki gleyma Love Actu- ally og The Santa Clause. Bara til að nefna örfáar. Nú eru líka nokkrar jóla- legar myndir í bíó. Hjem til jul er ein þeirra en í kvikmyndinni eru sagðar nokkrar litlar sögur af ólíku fólki. Ljúf og mannleg mynd sem minnir mann á að samkennd og kærleikur skiptir mestu máli á þessum árstíma. Endilega… … horfið á jólabíómyndir Morgunblaðið/Golli Úrval Nú er að velja uppáhalds jólamynd sína. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Gjafavörur Ostabúðarinnar f yr ir sælkerann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.