Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 36
Ljósmyndari/Þórarinn Svavarsson Salka Valka Það er stutt í tilfinningarnar hjá Láru og Loga. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það má með sanni segja að uppfærsla Ungmennafélagsins Dagrenningar í Lundarreykjadal á Sölku Völku Hall- dórs Laxness sé tilfinningaþrungin. Áhorfendur bæði hlæja og gráta til skiptis en á sviðinu logar raunveru- legt og ófalsað ástarbál. Það vill nefnilega þannig til að leikararnir sem túlka kvenhetjuna sjálfa og ást- ina hennar, Arnald Björnsson, á unga aldri eru sjálf harðtrúlofuð. Lára Lárusdóttir og Logi Sig- urðsson eru 19 ára gömul og búin að vera vinir frá því í fimmta bekk í grunnskóla og á föstu í fimm ár. Þau hafa því þroskast og dafnað saman og það hefur ekki skemmt fyrir að eiga sameiginlegt áhugamál. „Við höfum bæði mikinn áhuga á leiklist en upphaflega ætlaði Logi bara að taka þátt í sýningunni,“ segir Lára, „svo píndi hann mig til þess að koma með á æfingu og mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég ákvað að halda áfram“, bætir hún við. Lára segir að þeir séu ófáir úr sveitinni sem taka þátt í sýningunni en leikhópurinn hefur verið við æf- ingar frá því í haust og segir Lára verkefnið hafa verið mikið ævintýri. Hún hafði sjálf ekki lesið Sölku Völku áður en hún var valin í hlutverk henn- ar en hefur augljóslega mikið álit á stúlkunni. „Salka Valka er alveg einstök. Hún er mjög ákveðin manneskja og vill ná sínu fram en þessi kynferð- islega áreitni sem hún verður fyrir mótar hana og það er erfitt að setja sig í hennar spor,“ segir Lára. Það að hún og Logi hafi getað haldið áfram að æfa heima hafi komið sér vel. Bæði stefndu á leiklistarnám en Logi stundar nú nám í búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og hef- ur hendur sínar fullar við að sinna þrjátíu rollum sem hann hefur eign- ast. Lára hins vegar heldur fast í gamla drauminn. „Já, ég var nú bara í gær að fylla út umsókn í leiklist- ardeild Listaháskólans,“ segir hún og hlær. „Maður verður alla vega að prófa.“ Ósvikið ástarbál í uppfærslu Ungmennafélagsins Dagrenningar í Lundarrreykjadal Salka Valka og Arnaldur ung og ástfangin MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Deitar kvennagull en drekkur ekki 2. Reknir eftir fyllirí í flugvél 3. Ætlar að vera ógiftur… 4. Siv skammaði Vigdísi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds mun í kvöld kl. 20 halda tónleika á Farfuglaheimilinu, Vesturgötu 17. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð- inni Live in the lobby og er ókeypis inn á tónleika hennar. Ólafur Arnalds leikur á Farfuglaheimilinu  Leikritið The Heart of Robin Hood sem leikstýrt er af Gísla Erni Garð- arssyni og sýnt í Stratford-Upon Avon í Bretlandi fær fullt hús stiga hjá leik- húsrýni London Evening Standard. Verkið hefur einnig hlotið lofsamlega dóma í dagblöð- unum Guardian, Telegraph, Daily Mail og Times og á vefnum Whatson- stage. Hrói Gísla Arnar fær fullt hús stiga SPÁ KL. 12.00 Í DAG Allhvöss norðaustanátt og snjókoma suð- austantil. Annars talsvert hægari vindur og sums staðar él, einkum við ströndina. Frost yfirleitt 1 til 15 stig, mildast syðst. VEÐUR Eftir þrettán marka ósigur gegn firnasterku liði Nor- egs þarf Ísland að ná í minnst eitt stig og helst tvö gegn Þjóðverjum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Brasilíu í kvöld. Riðill Ís- lands er sá mest spenn- andi í keppninni og Þjóð- verjar unnu afar nauman sigur á neðsta liðinu, Kín- verjum, 23:22 seint í gær- kvöld. »1-3 Ísland þarf stig gegn Þýskalandi Chelsea er komið í 16 liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Valencia í gærkvöld, 3:0, á Stamford Bridge. Marseille frá Frakklandi og Zenit St. Pét- ursborg eru líka komin áfram en úrslitin um fjögur síðustu sætin ráðast í kvöld. »2 Chelsea komst áfram á sannfærandi hátt Aron Kristjánsson úr Haukum var í gær útnefndur besti þjálfarinn á fyrsta þriðjungi Íslandsmóts karla í handbolta og Bjarki Már Elísson úr HK besti leikmaðurinn. „Mér fannst ég þurfa að herða agann og metn- aðinn,“ segir Aron í viðtali í Morg- unblaðinu í dag en hann kom aftur til Hauka í sumar eftir að hafa þjálfað í Þýskalandi. »4 Aron þurfti að herða agann og metnaðinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Uppfærsla Ungmennafélagsins Dagrenningar á Sölku Völku byggist á leikgerð Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar frá 1982 en leikstjóri er Jakob S. Jónsson. Sýningar fara fram í félagsheimilinu í Brautartungu en salurinn tekur um hundrað manns í sæti og var sviðið sérstaklega smíðað fyrir uppsetninguna. Lára segir sýningarnar hafa verið vel sóttar en alls eru tíu sýningar áætlaðar, sú síðasta 11. desember næstkomandi. Lára segir þó aldrei að vita nema sýningum verði bætt við, gefi aðsóknin tilefni til. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu sýningarinnar og á salka- valka.is. Sýna á sérsmíðuðu sviði SÝNINGAR Á SÖLKU VÖLKU VEL SÓTTAR  Mugison og hljómsveit hans hafa ákveðið að halda auka- tónleika í Hörpu 22. desember kl. 22 vegna mikils áhuga á tón- leikum sem hefj- ast kl. 19.30 sama dag. Ókeypis verður á hvora tveggju tónleikanna og hægt verður að tryggja sér miða á þá frá kl. 12 í dag á harpa.is. Mugison með ókeypis aukatónleika Á fimmtudag Norðan og norðaustan 5-15 m/s, hvassast við norð- ur- og austurströndina. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, annars él. Frost 5 til 18 stig, kaldast í innsveitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.