Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele uppþvottavélar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Guðmundur Felix Grétarsson, sem hygg fara í handaágræðslu í Frakklandi, fékk afhentar rúm- ar þrjár og hálfa milljón króna í gærkvöldi á jólafundi Svalanna, félags flugfreyja og -þjóna. „Þau söfnuðu peningunum með því að halda jóla- markað og með jólakortasölu,“ segir Guð- mundur Felix. Hann hóf fjársöfnun í september og hefur gengið framar vonum. „Ég held að nú séu komnar 33 milljónir,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Kristinn Söfnuðu á fjórðu milljón fyrir handaágræðslu Svölurnar, félag flugfreyja og -þjóna seldu jólakort og héldu markað til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni Stórauknu atvinnuleysi félags- manna Verslunarmannafélags Reykjavíkur var mótmælt í gær- kvöldi með táknrænum hætti þegar hengdir voru upp endurskins- borðar við Kringlumýrarbraut, einn fyrir hvern atvinnulausan fé- laga VR. Um 8,8% félagsmanna, eða 2.465 félagar, voru á atvinnuleysisskrá í september og hefur atvinnuleysið nær fimmfaldast á þremur árum. Auknu atvinnuleysi meðal verslunar- manna mótmælt Morgunblaðið/Golli Mótmæli Félagar í VR hengja upp endur- skinsborða við Kringlumýrarbraut. Fimm skip voru í gær á loðnuveið- um norður af Vestfjörðum; Beitir, Ingunn, Faxi, Börkur og Hákon. Fleiri skip voru á leið á miðin, en lítið var að hafa. „Það var kalda- skítur á mánudag, en í nótt og í dag háir veðrið okkur ekki. Það er bara ekkert að sjá og nú spáir versnandi veðri,“ sagði Leifur Þormóðsson, stýrimaður á Beiti frá Neskaupstað um hádegi í gær. Samkvæmt bráðabirgðatölum á vef Fiskistofu var í gær búið að landa tæplega 8.400 tonnum af loðnu frá því að vertíðin hófst 1. október. Upphafsheimildin á loðnu- vertíðinni er 180 þúsund tonn. aij@mbl.is Lítil veiði var hjá loðnuskipum Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fram á Alþingi, en til stóð að það yrði gert fyrir jól. Þingflokkar stjórnarflokkanna fengu hana í hendur fyrir um viku og hjá þing- flokki Samfylkingarinnar er stefnt að því að afgreiða hana á morgun. Þá á eftir að mæla fyrir tillögunni, hún þarf að fá umsögn hjá um- hverfis- og samgöngunefnd og fara í gegnum þrjár umræður á þingi. „Þetta er viðamikil áætlun,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for- maður umhverfis- og samgöngu- nefndar. „Það verður mikil vinna í kringum hana, en ég get ekki rætt einstaka þætti.“ annalilja@mbl.is Samgönguáætl- unarinnar er beðið Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur segja gjalda- og skatta- hækkanir í borginni undanfarin tvö ár samsvara einum mánaðarlaunum árlega, eða um 300.000 kr. Þessu hafnar meirihlutinn og segir búsetu í Reykjavík mun hagstæðari en í öðr- um stórum sveitarfélögum á landinu. „Við viljum lækka skatta og spara meira í miðlægri stjórnsýslu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún segir það skjóta skökku við að verið sé að fjölga störf- um í stjórnsýslunni í Ráðhúsinu á meðan skattar og gjaldskrár hækki. „Það er sorglegt en Reykvíkingar verða að horfast í augu við það að þessi brandari er löngu hættur að vera fyndinn er og að auki orðinn okkur öllum afar kostnaðarsamur.“ Skatttekjur borgarinnar frá 2010 hafa hækkað um 15%. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að skýringin sé að stærstum hluta flutningur á málefn- um fatlaðra. Þessu hafnar Hanna Birna og segir að flutningurinn skýri í mesta lagi um þriðjung. Dagur segir það ekki rétt að tekjur vegna gjaldskrárhækkana hafi hækkað um tæp 40% frá 2010, eins og sjálfstæðismenn halda fram og segir gjaldtökur í borginni lægri en víða annars staðar. Reynt sé eftir fremsta megni að stilla álögum á borgarbúa í hóf. „Auðvitað þarf að standa undir rekstri borgarinnar með tekjum. En útsvarstillaga Sjálf- stæðisflokksins er gamaldags lýð- skrum sem engin innistæða er fyrir.“ Hanna Birna segir auðvelt að bera gjaldskrána sem tekur gildi um ára- mótin saman við gjaldskrána 2010. „Þetta eru opinberar tölur sem eru gefnar út af fjármálaskrifstofu borg- arinnar. Það geta allir skoðað þær.“ Dýr brandari eða lýðskrum  300.000 króna gjaldahækkun fyrir 5 manna fjölskyldu, segja sjálfstæðismenn  Reynum að stilla álögum í hóf  Þetta er gamaldags lýðskrum, segir Dagur B. Hækkanir » Leikskólagjald fyrir eitt barn hefur hækkað um 3.846 kr. á mánuði. Það eru 42.306 kr. á ári sé miðað við að leik- skólagjöld séu greidd í 11 mán- uði. » Sorphirðugjöld hafa hækkað um 12.600 kr. á ári. » Gjöld til OR hafa hækkað um 55.296, miðað við orkunotkun í 90 fermetra íbúð. » Hér er tekið mið af gjaldskrá 2010 og nýrri gjaldskrá sem tekur gildi um áramótin. Hanna Birna Kristjánsdóttir Dagur B. Eggertsson Aflaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA lá við bryggju í Ak- ureyrarhöfn í frostinu í fyrrakvöld umvafið frostþoku og lét kuldabola lítt á sig fá, annað en mannfólkið. Ekkert lát er á kuldanum en óvenjukalt hefur verið það sem af er aðventu. Veðurstofan spáir um 20°C frosti í dag, með- al annars á Akureyri og í Mývatnssveit. Mikið frost mældist víða í gær, mest var það við Mý- vatn eða 27,3 stig. Í höfuðborginni mældist frost þó ekki yfir fjórum stigum, en á sama tíma var um fimmtán stiga frost á Akureyri. Útlit er fyrir áframhaldandi kuldatíð, ýmsum til ánægju en öðrum til mestu armæðu. Veðurstofa Íslands spáir snjókomu víða um land í há- deginu í dag. Bjart veður verður þó á Vestfjörðum og úr- komulaust og stöku él verða við ströndina. Frost verður 1 til 16 stig, minnst syðst en kaldast í innsveitum norð- anlands. Kaldast verður á Norðurlandi, um fjórtán stiga frost á Akureyri en um tveggja gráða frost verður í há- deginu í Reykjavík. Þá verður hiti við frostmark í Vest- mannaeyjum. Í janúar 2012 verða liðin 94 ár frá því að kaldast varð í Reykjavík og víðar um land frá því að mælingar hófust. Það var Frostaveturinn 1918, þá mældist frost í Reykja- vík mest 24,5°C og fór víða í um 30°C. Mesta frost 21. aldarinnar til þessa er rétt rúm 30°C að því er segir í pistli Trausta Jónssonar á vef Veðurstofunnar. annalilja@mbl.is Kuldaboli áfram í kortunum  Snjókoma víða um land og allt að 16 stiga frost í dag Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Frost Villhelm Þorsteinsson EA við bryggju í frostinu á Akureyri. Þar spáir Veðurstofan 14 stiga frosti í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.