Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Sudoku Frumstig 3 1 4 8 2 5 4 9 3 4 1 7 8 4 2 5 5 1 7 8 7 3 9 2 5 3 4 4 5 9 2 3 7 1 5 6 3 9 3 4 2 3 6 1 1 4 3 9 5 2 7 6 5 9 7 8 7 3 2 1 2 9 8 6 3 8 9 7 2 6 6 1 9 5 7 8 9 6 1 8 6 5 1 9 3 4 2 7 2 4 1 5 7 6 9 3 8 9 7 3 2 8 4 5 1 6 4 3 2 6 1 5 8 7 9 5 9 7 4 2 8 1 6 3 1 8 6 7 3 9 2 4 5 3 5 4 8 6 1 7 9 2 6 2 8 9 4 7 3 5 1 7 1 9 3 5 2 6 8 4 6 2 4 8 1 7 9 5 3 1 7 3 9 5 2 8 6 4 8 9 5 6 3 4 7 1 2 9 8 1 3 2 6 5 4 7 5 6 7 1 4 8 2 3 9 3 4 2 5 7 9 6 8 1 2 3 9 4 6 5 1 7 8 4 5 8 7 9 1 3 2 6 7 1 6 2 8 3 4 9 5 3 2 5 9 1 6 4 8 7 1 6 8 5 4 7 2 9 3 9 4 7 2 8 3 1 5 6 8 3 4 1 2 5 7 6 9 7 5 1 3 6 9 8 4 2 6 9 2 4 7 8 5 3 1 5 1 6 8 3 2 9 7 4 4 8 3 7 9 1 6 2 5 2 7 9 6 5 4 3 1 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 7. desember, 341. dagur ársins 2011 Orð dagsins: En ég mun sakir réttlæt- isins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.) Brasilíski læknirinn Socrates áttisinn þátt í því að gera heims- meistarakeppnina 1982 ógleyman- lega. Socrates fór fyrir einhverju besta landsliði, sem Brasilía hefur átt. Liðið náði að heilla áhorfendur með tækni sinni og yfirburðum, sem þó dugðu ekki til að vinna heims- meistaratitil. Í einum skemmtileg- asta úrslitaleik sögunnar reyndust Ítalir með Paolo Rossi innanborðs ofjarlar þeirra. Talað er um að þetta lið Brasilíu sé besta landslið, sem aldrei varð heimsmeistari. x x x Socrates lést um helgina, aðeins57 ára gamall. Socrates Brasi- leiro Sampaio de Sousa Vieira de Oliveira hét hann fullu nafni. Ferill hans var með óvenjulegasta móti. Hann ákvað að hella sér ekki út í al- þjóðlega knattspyrnu fyrr en 25 ára að aldri þegar hann hafði lokið prófi í læknisfræði. Hann hafði yfirburða- skilning á leiknum og bjó yfir meiri tækni en flestir. Hann var ekki mik- ill á velli, en með óvæntum og út- smognum sendingum gat hann séð við leikmönnum, sem voru meiri að burðum og sterkari en hann. Herfor- ingjastjórn var við völd í Brasilíu þegar hann lék með liðinu Cor- inthians í upphafi níunda áratug- arins. Lýðræði átti ekki upp á pall- borðið hjá stjórnvöldum, en í knattspyrnufélaginu varð til hreyf- ing, sem kenndi sig við lýðræði og lék til sigurs á þeim forsendum. x x x Þegar knattspyrnuferli Socrates-ar lauk settist hann aftur á skólabekk og lauk doktorsprófi í heimspeki. Hann var læknir í bæn- um Ribeirao Preto. „Að vinna er ekki það mikilvægasta, fótbolti er list og í honum á sköpunarkraftur að koma fram,“ sagði Socrates. „Ef Vincent van Gogh og Edgar Degas hefðu vitað þegar þeir gerðu sín verk hvílíka viðurkenningu þeir myndu öðlast hefðu þeir ekki gert þau með sama hætti. Þú verður að hafa gaman af því að búa til listina og ekki hugsa „mun ég vinna“?“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 mögur, 8 veikin, 9 skjálfa, 10 þræta, 11 erf- ingjar, 13 veisla, 15 refsa, 18 lægja, 21 hlemmur, 22 háski, 23 fugls, 24 pretta. Lóðrétt | 2 leyfi, 3 látnar, 4 órétt, 5 fíngerði, 6 hóta, 7 týni, 12 gott eðli, 14 bókstafur, 15 draga, 16 afréttur, 17 gömul, 18 sundfugl, 19 eldstæði, 20 leðju. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 afnám, 4 hoppa, 7 vagns, 8 lesta, 9 alt, 11 garn, 13 hrín, 14 ýkjur, 15 bjór, 17 æfar, 20 hró, 22 aðall, 23 víkur, 24 titra, 25 remma. Lóðrétt: 1 alveg, 2 nógur, 3 mása, 4 holt, 5 posar, 6 akarn, 10 lýjur, 12 nýr, 13 hræ, 15 bjart, 16 ólatt, 18 fákum, 19 rorra, 20 hlúa, 21 óvær. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Öðruvísi þvingun. Norður ♠DG74 ♥D98 ♦ÁK9 ♣964 Vestur Austur ♠109832 ♠ÁK65 ♥-- ♥763 ♦G753 ♦D108 ♣G532 ♣1087 Suður ♠-- ♥ÁKG10542 ♦642 ♣ÁKD Suður spilar 7♥. Þrír litir koma venjulega við sögu í tvöfaldri kastþröng – hvor mótherji um sig valdar einn lit sérstaklega, en báðir þann þriðja sameiginlega. Þvingunin að ofan er af öðrum toga. Útspilið er ♠10. Sagnhafi setur upp ♠G og trompar kóng austurs. Spilar síðan öllum trompunum nema einu og þremur efstu í laufi. Í lokastöðunni á blindur eftir ♠D7 og ♦ÁK. Fari vestur niður á stakt millispil í spaða má fría sjöuna með því að spila út ♠D. Tveir efstu í tígli duga sem innkomur í þá aðgerð. Hendi vestur hins vegar tígli lendir austur í svipuðum vandræðum með þrílitinn í tígli og ♠Á6. Sameiginlegi valdliturinn er tígull, en spaðinn gegnir hlutverki sjálfstæða litarins hjá hvorum um sig - ♠7 er hót- un á vestur, en ♠D á austur. 7. desember 1879 Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn, 68 ára. Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879. 7. desember 1881 Minnisvarði um Jón Sigurðs- son var afhjúpaður á gröf hans í Hólavallagarði í Reykjavík, tveimur árum eftir að hann lést. Varðinn var reistur fyrir samskotafé og var afhjúpaður „í viðurvist mesta fjölmennis af öllum stéttum,“ eins og sagði í Ár- bókum Reykjavíkur. 7. desember 1936 Síld féll úr lofti í Bjarneyjum á Breiðafirði, sennilega af völd- um skýstróks. „Síldarnar voru 25 að tölu,“ sagði Alþýðublað- ið. 7. desember 1970 Íslensk kona fékk nýra úr bróður sínum. Skurðaðgerðin var gerð í London. „Þetta mun vera í fyrsta skipti sem nýrna- flutningur er gerður á Íslend- ingum,“ sagði Morgunblaðið. 7. desember 1994 Bónus bauð tíu mest seldu jólabækurnar með 15% af- slætti. Nokkrum dögum síðar fór afslátturinn í 30% og rætt var um bókastríð. „Bókabúðir eru allar með sama verð, sem mér þykir ósvinna,“ sagði Jó- hannes Jónsson í Bónus í sam- tali við Morgunblaðið. „Bók- menntir eru ekki eins og sykur og hveiti,“ sagði bókaút- gefandi við DV. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Snorri Stefánsson, sviðsstjóri hjá Samkeppnis- stofnun, er þrítugur í dag. Hann segist ekki ætla að standa fyrir miklum fagnaðarlátum í tilefni af- mælisins. „Eftir mikla íhugun þá eiginlega bara nennti ég því ekki. Það eru að koma jól og maður er að hugsa um börnin sín og kaupa jólagjafir. Það hafði einhvern veginn forgang,“ segir Snorri. Hann hafi ekki verið mikið fyrir það að halda upp á afmælið. Yfirleitt hafi hann verið í prófum í skóla á þessum tíma árs. „Ég hef aldrei komist upp á lag með það að halda mikið upp á þetta.“ Einn liður hefur þó verið fastur á afmælisdag- inn og það er að fá sér súkkulaðiköku, segir Snorri. Býst hann við að fjölskyldan kíki í kaffi og köku til að samfagna honum. „Ég aðhyllist kökuát á afmælisdaginn, það er alveg óhætt að segja það,“ segir hann. Snorri segir að erfitt sé að gefa honum gjafir í tilefni dagsins þar sem hann sé svo nægjusamur að hann langi yfirleitt aldrei í neitt. Hann þykist þó hafa rökstuddan grun um að hann fái frábærar gjafir á stórafmælinu í dag. „Mínir nánustu hafa verið mjög dularfullir upp á síðkastið. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi verið að skipuleggja ein- hverjar frábærar gjafir fyrir mig!“ kjartan@mbl.is Snorri Stefánsson er þrítugur í dag Býst við frábærum gjöfum Flóðogfjara 7. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.23 3,4 10.39 1,2 16.41 3,3 22.48 1,0 11.01 15.38 Ísafjörður 0.11 0,6 6.29 1,8 12.49 0,6 18.42 1,7 11.41 15.08 Siglufjörður 2.04 0,3 8.22 1,1 14.38 0,3 20.55 1,0 11.25 14.50 Djúpivogur 1.33 1,8 7.55 0,7 13.48 1,5 19.48 0,5 10.38 14.59 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Farðu varlega í öllum samskiptum við aðra og mundu að ekkert er sem sýnist. Notaðu kvöldið til að endurnýja orku þína. Farðu gætilega í fjármálum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Litlu kraftaverkin halda áfram að ger- ast. Gleymdirðu afmælisdegi eða varstu ótil- litssamur? Þú getur bætt það upp seinna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Einhver er tilbúinn að rétta þér hjálparhönd í dag. Sýndu því tillitssemi og umburðarlyndi. Biðin er vel þess virði. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Aðdáun þín á einhverjum er gagn- kvæm. Láttu ekki undan freistingunni að láta kæruleysisleg orð falla því þau gætu reitt einhvern til reiði. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Eftirtektarsemi þín er með mesta móti núna, ekki síst þegar þú ert innan um fólk sem býr yfir leyndarmáli. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Athygli þín beinist að heimili, fjöl- skyldu og fasteignum á næstu vikum. Gáfu- legt væri af öðrum að bjóða þér í sitt lið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Á næstu vikum muntu hafa mikla þörf fyrir að ferðast og víkka sjóndeilarahring þinn. Leggðu þig fram og sjáðu til þess að skoðanir þínar séu öllum ljósar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ef þú lendir í deilum við for- eldra þína eða aðra ástvini reyndu þá að hugsa áður en þú talar. Með réttu hugarfari er allt mögulegt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Fólk gerir miklar kröfur til þín og þú þarft að gæta þess að fá tíma fyrir sjálf- an þig. Gakktu samt ekki fram af sjálfri/um þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er alltaf auðveldara að sjá hvað fór úrskeiðis eftir að allt er um garð gengið. Einhver gæti hagnast á því að þér yfirsæist eitthvað. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ættir að gera þér glaðan dag með einhverju móti svona bara til þess að vera góður við sjálfan þig. Haltu sambandi við fólkið sem skiptir þig máli. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Notaðu daginn til þess að dytta að á heimilinu og lagfæra það sem er bilað. Reyndu að velja þá úr sem þurfa raunveru- lega á hjálp þinni að halda. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. Dd2 Rbd7 9. O-O-O Hc8 10. f4 Be7 11. Kb1 b5 12. f5 Bc4 13. h3 d5 14. Rxd5 Rxe4 15. De1 Bxd5 16. Hxd5 Dc7 17. c3 Rdf6 18. Hd1 h5 19. Bd3 h4 20. Hg1 Hh5 21. Be2 Hh8 22. Bd3 Hh5 23. Be2 Hh8 24. Rd2 Rg3 25. Bd3 Rd5 26. Bf2 Rf4 27. Rf3 Rxd3 28. Hxd3 Rxf5 29. Rxe5 Hh6 30. Hd7 Db8 31. Ba7 Da8 32. Hf1 He6 33. Hxf5 f6 34. Dxh4 fxe5 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga í Rogaska Slatina í Slóveníu. Stórmeistarinn Sergei Zhigalko (2696) frá Hvíta-Rússlandi hafði hvítt gegn ungverska alþjóðlega meist- aranum Michal Meszaros (2377). 35. Hxe7+! Hxe7 36. Bc5! He6 37. Hf8+ Kd7 38. Hf7+ Kc6 39. b4 e4 40. Ha7 Db8 41. Hxa6+ Kd5 42. Dh5+ De5 43. Dd1+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.