Morgunblaðið - 07.12.2011, Side 9

Morgunblaðið - 07.12.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Egill Ólafsson egol@mbl.is Indverskur fjárfestir, Bala Kamallak- haran, áformar að byggja upp ferða- þjónustu á jörðinni Skálabrekku í Þingvallasveit. Hann eignaðist meiri- hluta í Fasteignafélaginu Skála- brekku, sem á jörðina, fyrir einu ári og hefur síðan undirbúið tillögur um skipulag á jörðinni. Kamallakharan er giftur íslenskri konu og er með íslenskan ríkisborg- ararétt. Hann þurfti því ekki að sækja til innanríkisráðuneytisins um undan- þágu frá lögum um jarðakaup útlend- inga hér á landi. Hallgrímur Hólmsteinsson, einn eigandi Fasteignafélagsins Skála- brekku, segir að salan til Kamallak- haran hafi verið hluti af samkomulagi hans við Landsbankann um skulda- uppgjör. Samkomulagi hafi falið í sér að nýr fjárfestir kæmi að þeim hug- myndum sem uppi voru um fjárfest- ingar á jörðinni. Hallgrímur segist áfram eiga hlut í félaginu sem á jörð- ina en Bala Kamallakharan eigi hins vegar meirihlutann. Undirbúa skipulagstillögu Hallgrímur segir uppbyggingu fyr- irhugaða á þeim hluta landsins sem er óskipulagður, en það er því landi sem er ofan við veg, þ.e. fjær vatninu. Eft- ir sé að fá samþykki skipulagsyfir- valda fyrir framkvæmdum. Áformin hafi verið kynnt bréflega fyrir sveit- arstjórn Bláskógabyggðar. „Hugmyndirnar snúast um upp- byggingu á ferðaþjónustu. Það er öfl- ugur fjárfestir sem að þessu kemur. Hann hefur reynslu og þekkingu á þessu sviði og ég hef trú á að það eigi eftir að nýtast afskaplega vel. Hug- myndir hans og okkar eru að gera þetta í sem bestu samkomulagi við það fólk og náttúruna sem þarna er. Við munum taka fullt tillit til um- hverfissjónarmiða. Þetta verður ekki stórt í sniðum, en metnaðarfullt og til- hlýðilegt á þessum stað.“ Skálabrekka er um 500 hektarar að stærð. Ekki hafa enn verið lagðar fram neinar teikningar eða skipulags- uppdrættir til skipulagsnefndar Blá- skógabyggðar. Hallgrímur segir mál- ið sé enn á frumstigi, en unnið sé að því. Ekki verður gengið endanlega frá skuldauppgjöri milli Landsbanka og Hallgríms fyrr en í maí 2012 og þá verður jörðinni afsalað til nýs félags. Indverskur maður fjár- festir í Þingvallasveit  Ætlar í metn- aðarfulla uppbygg- ingu í ferðaþjónustu Um 500 hektarar » Land Skálabrekku var upp- haflega um þúsund hektarar, en jörðinni var skipt um miðja síðustu öld. Fasteignafélagið Skálabrekka á 50% jarð- arinnar. » Skálabrekka er við Þing- vallavatn, í jaðri þjóðgarðsins á Þingvöllum. Skálabrekka í Þingvallasveit Skálabrekka Kárastaðir Þingvallavegur (36) Heiðarbær Brúsastaðir Selkot Stíflisdalur Þingvellir Vatnskot ArnarfellÞingvallavatn Skógarkot Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef fengið stuðning frá mús- limum, hvítasunnumönnum og hitt Votta Jehóva sem segjast styðja mig þótt þeir séu ekki endilega sammála mér í öllum efnum,“ sagði Bjarni Randver Sigur- vinsson, stunda- kennari í guð- fræði- og trúarbragða- fræðideild Há- skóla Íslands (HÍ). Hann kvaðst vart hafa haft undan að svara símhringinum og bréfum og fylgjast með umræðunni frá því að mál hans vegna kæru Vantrúar komst í hámæli í fjölmiðlum. „Margir þeirra sem hafa stutt mig hvað mest eru guðleysingjar, efahyggjumenn eða yfirlýstir trú- leysingjar. Einstaklingar sem hafa sterka réttlætiskennd og er annt um akademískt frelsi og fagleg akademísk vinnubrögð,“ sagði Bjarni. Hann sagði að stuðningur fjölda háskólakennara hefði verið sér mikils virði. „Þessi stuðningur helgast af því að viðkomandi fræði- menn hafa kynnt sér málið og kom- ist að þeirri niðurstöðu að máls- meðferðinni hafi verið stórlega ábótavant og að ég hafi á engan hátt gerst brotlegur við siðareglur Háskóla Íslands.“ Fram hefur komið að lögfræði- kostnaður Bjarna vegna málsins nemi rúmlega 1,3 milljónum króna. Þar við bætist mikið vinnutap. „Það fór gríðarlegur tími í að verja mig þannig að ég var ekkert í vinnu í á annað ár,“ sagði Bjarni. Hann sagði að háskólinn hefði ekki sett sér stólinn fyrir dyrnar með vinnu meðan deilan vegna kærunn- ar stóð sem hæst. Hann hefur verið stundakennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ og einn- ig eini starfsmaður Trúarbragða- fræðistofu Hugvísindasviðs HÍ. Fjármagn Trúarbragðafræðistofu kláraðist og var ekki var farið í að afla henni meira fjármagns meðan á kærumálinu stóð. En kemur til greina að Bjarni höfði mál gegn HÍ til að fá málskostnað sinn og annað tjón bætt? „Það kemur allt til greina en ég vil reyna að ganga frá þessum mál- um innan háskólans með faglegum hætti, ef þess er nokkur kostur,“ sagði Bjarni. Hann byrjaði aftur að vinna í haust og hefur verið stunda- kennari bæði við HÍ og Háskólann á Bifröst í vetur. Bjarni sagði fjölda einstaklinga hafa stutt sig með margvíslegum hætti. Meðal annars lögðu nokkrir þeirra lið varðandi lögfræðikostnaðinn en sjálfur hefur hann þurft að bera töluverðan hluta kostnaðarins. Hefur fundið víð- tækan stuðning  Mikið vinnutap og lögfræðikostnaður Bjarni Randver Sigurvinsson Af Vantrú.is » Í grein sem birtist á heima- síðu félagsins Vantrúar í gær er því algerlega hafnað að það hafi lagt Bjarna Randver Sigur- vinsson í einelti. » Bjarni er sakaður um að hafa orðið sér úti um þjófstolin gögn af lokuðum spjallvef fé- lagsins og sagt að málið hafi verið kært til lögreglu. » Bjarni og fjölmiðlar eru sak- aðir um að hafa notast við skrumskælda útgáfu af gögn- um af umræðuvefnum. » Fram kemur að Vantrú hafi alltaf verið reiðubúin til sátta í málinu en Bjarni ekki. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Kjóladagar 20% afsláttur af öllum kjólum St. 36-52 Pelsfóðurkápur og -jakkar Þúsundir fjölskyldna þurfa mataraðstoð fyrir jólin. Vörumóttaka alla virka daga kl. 9-17 að Eskihlíð 2-4, 105 Reykjavík. Söfnunarreikningur 546-26-6609 Kt. 660903-2590 Fjölskylduhjálp Íslands Getur þitt fyrirtæki hjálpað fjölskyldum í neyð? S Sæmundurbókaútgáfa Kanill eftir Sigríði í Arnarholti. Ljóð og ævintýri um kynlíf. „En skírlífisbrækurnar runnu niður um lærin og þvældust um fótleggina.“ GLÆSILEG JÓLAHLAÐBORÐ Kalt jólahlaðborð með heitu meðlæti Hátíðarkvöldverður Jólahlaðborð Kalkúnaveisla Hangikjötsveisla JÓLAVEISLUR 2011 „Við erum stolt og glöð að vera í þeirri stöðu að geta umbunað starfsfólki okkar með þessum hætti nú,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóri útgerðarfyrir- tækisins Sam- herja á Akureyri, í tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins fá greidda 300 þúsund króna launa- uppbót nú í desember til viðbótar við umsamda 64 þúsund króna des- emberuppbót. Þá tvöfaldaði Sam- herji jafnframt orlofsuppbót starfs- manna í maí og mun því greiða 360 þúsund krónur á hvern starfsmann umfram kjarasamninga á árinu. Fram kemur í frétt á vefsíðu Samherja að þeir starfsmenn fyr- irtækisins sem njóti þessarar launauppbótar séu um 450 talsins en hún nái til starfsmanna sem unn- ið hafa hjá fyrirtækinu í föstu starfi í ár eða meira. Þeir starfsmenn sem unnið hafa hjá Samherja í 6-12 mánuði fá helming upphæðarinnar. Skaðar sjávarútveginn „Rekstur félagsins hefur gengið vel og starfsmenn hafa skilað af- burða góðu verki,“ er haft eftir Þor- steini. Hann segir að það sé mjög ánægjulegt í ljósi þess að íslenskur sjávarútvegur eigi í mjög harðri samkeppni erlendis. Keppinautar noti neikvæða umræðu hér á landi í garð sjávarútvegarins gegn ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum erlendis og því hafi starfsfólks Samherja þurft að leggja enn harð- ar að sér til þess að verja hagsmuni fyrirtækisins þar. hjorturjg@mbl.is Fá 300 þús- und krónur í uppbót  Samherji umbun- ar starfsfólki sínu Ákveðið hefur verið að fjarlægja Símaskrána 2011 úr verslunum Símans. Egill Einarsson, sem er einnig þekktur sem Gillz, prýðir forsíðuna. Hann og unnusta voru nýverið kærð til lögreglu fyrir að nauðga 18 ára gamalli stúlku. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, segir að í ljósi þessa máls hafi fyrirtækið ákveðið að taka til hliðar símaskrárstanda sem hafi verið í nokkrum Símaversl- unum. Hún bætir við að þetta sé gert af virðingu við alla hlutaðeig- andi. Málið sé harmleikur fyrir alla sem málið varði. Símaskráin fjarlægð úr verslunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.