Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Í vetrarskrúða Gullfoss er vinsælt myndefni, ekki síst þegar hann er í klakaböndum. Mjög kalt var á landinu í gær, einkum á Norðurlandi. Mest frost mældist við Mývatn, eða 27,3 stig. Rax Það hefur verið yfirlýst markmið velferðarráðherra að bæta eigi aðgengi íbúa lands- byggðarinnar að sérfræðilækn- isþjónustu. Þetta hefur margoft komið fram í gögnum frá ráðu- neytinu og viðræðum ráðherra við lækna. Því kom það veru- lega á óvart í vikunni að heyra fréttir af því að leggja ætti Sjúkrahús Vestmannaeyja nið- ur. Eins og kunnugt er eru sam- göngur milli lands og Eyja ótryggar og þess vegna hefur verið sérstaklega mik- ilvægt fyrir íbúa Vestmannaeyja að þar sé rekið sjúkrahús sem getur sinnt allflestum bráðatilfellum. Fram til þessa hafa verið starfandi á sjúkrahúsinu skurðlæknir, svæf- ingalæknir og lyflæknir sem hafa tryggt nauðsynlega bráðaþjónustu fyrir íbúa Vest- mannaeyja ásamt heilsugæslulæknum á staðnum. Nú hefur ráðuneytið sett fram kröfu um 40 milljóna króna niðurskurð á sjúkrahúsið í viðbót við niðurskurð fyrri ára. Ljóst er að ómögulegt verður fyrir sjúkrahúsið að standa við þennan niðurskurð nema með af- drifaríkri skerðingu á þjónustu við íbúana. Mannekla og landflótti hrjáir nú heil- brigðisþjónustuna í landinu. Alvarlegastur er vandinn líklega á landsbyggðinni en þar vofir einnig yfir hálfopinber stefna stjórn- valda um að gera róttækar breytingar á skipan heilbrigðisþjónustunnar í þá veru að í framtíðinni verði aðeins tvö deildaskipt sjúkrahús starfandi í landinu, Landspítalinn í Reykjavík og Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Þegar þessu er síðan fylgt eftir með miskunnarlausum niðurskurði þá eru skilaboðin skýr til þeirra sem gætu verið að hug- leiða það að flytja til landsins og sérlega að starfa utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þessi stefna virðist vera í hróplegu ósamræmi við það yf- irlýsta markmið velferð- arráðherra að jafna aðgengi landsbyggðarfólks að sér- fræðilæknisþjónustu. Eina leið- in til að tryggja nauðsynlega sérfræðilæknisþjónustu við íbúa á landsbyggðinni er að þar sé aðstaða til þess að sinna henni og tækifæri fyrir sérfræðilækna að starfa í stærstu sérgrein- unum, lyflækningum og skurðlækningum. Samgöngur á Íslandi eru víða það ótrygg- ar að allt tal um að hafa aðeins tvo spítala í landinu gengur ekki upp. Bættar sam- göngur munu vafalaust leiða til þess að ein- hver samþjöppun geti orðið í sjúkra- húsþjónustunni á landsbyggðinni en sú þróun tekur tíma og skynsamlegt er að rasa ekki um ráð fram í þessum efnum. Ráða- menn verða að átta sig á þessum stað- reyndum og vinda ofan af óraunhæfum nið- urskurði. Eftir Stein Jónsson » Samgöngur á Íslandi eru víða það ótryggar að allt tal um að hafa aðeins tvo spítala í landinu gengur ekki upp. Steinn Jónsson Höfundur er læknir og á sæti í stjórn Læknafélags Íslands. Verður Sjúkrahús Vest- mannaeyja lagt niður? „Meðal bóka sem út koma nú fyrir jólin er að finna bók eftir Óla Björn Kárason blaðamann, sem hann nefnir „Síðasta vörnin“ og á þá við stofnunina sem ég starfa við, Hæstarétt Íslands. Í bókinni fjallar höfundur um at- burði í stjórnmálum og viðskipta- lífi þjóðarinnar síðustu árin fyrir hin þungu áföll sem skullu á haustið 2008 og ræðir um hvort dómar Hæstaréttar frá þessum tíma hafi átt þátt í að skapa skil- yrði fyrir þeirri háttsemi í bankarekstri og viðskiptum sem leiddi til þessara áfalla. Hann gagnrýnir meðal annars úttektina sem birtist í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir að þar skuli ekkert vera fjallað um starfsemi dómstólanna. Þá telur höfundur pott brotinn í aðferðum við að skipa nýja dómara í Hæstarétt, einkum að því leyti að rétturinn sjálfur hafi of mikil áhrif á und- irbúning skipunar. Hann veltir fyrir sér skýringum á því að lögfræðingar, einkum lögmenn og fræðimenn í lögfræði, skuli ekki meira og oftar gagn- rýna dóma réttarins á málefnalegan hátt. Gerir hann því skóna að lögmennirnir haldi að sér höndum þar sem þeir óttist að koma sér illa við sitjandi dómara vegna mála sinna við réttinn í framtíðinni. Fræðimennirnir hyggist margir reyna að verða dómarar sjálf- ir síðar og vilji ekki styggja starfandi dóm- ara, sem hafi svo mikil áhrif við val milli um- sækjenda um dómarastöður. Í bókinni er að finna fleira góðmeti sem varðar starfsemi réttarins, meðal annars um aðferðir við samningu dóma, starfsálag á dómurum og kjör þeirra. Hvassasta efni bók- arinnar er þó vafalaust gagnrýni á einstakar dómsniðurstöður á umliðnum árum og álykt- anir höfundar um að þær hafi átt sinn þátt í að skapa þá lausung í fjármála- lífinu sem flestir telja að valdið hafi áföllunum haustið 2008. Bók Óla Björns er afar at- hyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Ég tel ekki við hæfi að lýsa skoðunum mínum á ein- stökum efnisatriðum sem þar er fjallað um. Ég læt það hins vegar eftir mér að fagna því að svona bók skuli vera skrifuð. Hæstiréttur er stofnun sem fer með afar þýðingarmikið þjóð- félagsvald. Við sem þar störf- um þörfnumst ekki síður en handhafar ríkisvalds á öðrum sviðum þess aðhalds sem felst í málefnalegri gagnrýni á störf okkar. Það er að mörgu leyti styrkur fyrir bókina að höfundur hennar skuli ekki vera lögfræðingur. Skipulag og starfsemi dómstóla er ekki einkamál lögfræðinga. Um- fjöllun um þetta efni á brýnt erindi við al- menning. Það er líka hætta á að lögfræði- menntaðir menn missi stundum sjónar á meginatriðum sem þetta varða, þar sem þeir vilja oft verða uppteknir af því að velta fyrir sér smærri tæknilegum atriðum í dómsýsl- unni fremur en að fjalla um stóru myndina sem Óli Björn virðir fyrir sér. Þeir sjá þá ekki skóginn fyrir trjánum. Bók um „síðustu vörnina“ Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Jón Steinar Gunnlaugsson »Hæstiréttur er stofnun sem fer með afar þýðingarmikið þjóðfélagsvald. Við sem þar störfum þörfnumst ekki síður en handhafar ríkisvalds á öðr- um sviðum þess aðhalds sem felst í málefnalegri gagnrýni á störf okkar. Höfundur er dómari við Hæstarétt Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.