Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 ✝ Jón Jósefssonfæddist á Ak- ureyri 16. apríl 1942. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 24. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Jósef Hart- mann Sigurðsson frá Akureyri, f. 15. apríl 1910, d. 28. febrúar 2007 og Sveinbjörg Ágústa Jónsdóttir frá Norðfirði, f. 28. ágúst 1920, d. 12. febrúar 2009. Systur Jóns eru 1) Anna Guðrún Jósefsdóttir, f. 11. mars 1948. 2) Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, f. 28. september 1959. Eiginmaður hennar er Guðjón Hilmarsson og börn þeirra eru Anna Björg, f. 1989 og Bjarni Geir, f. 1993. Jón kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Kristínu Gísladóttur, f. 22. júlí 1939, þann 31. október 1970. Foreldrar Kristínar voru Gísli Eiríksson, f. 30. júlí 1906, d. 26. september 1982 og Emilía Þor- geirsdóttir, f. 18. maí 1904, d. 24. desember 1965. Jón og Kristín eignuðust fjögur börn. Þau eru 1) Brynja Hrönn, f. 15. júní 1973. 2) Hildur Edda, f. 20. janúar 1975. 3) Sverrir Már, f. 14. september 1980. 4) Gunnar Hrafn, f. 9. júní 1986. Maki Hildar er Bragi H. Smith, f. 14. sept- ember 1972. Synir þeirra eru a) Helgi Hrannar, f. 20. febrúar 2003. b) Brynjar Orri, f. 2. október 2006. Jón ólst upp fyrstu 5 árin á Ak- ureyri þar til foreldrar hans fluttu til Reykjavíkur. Jón hóf ungur störf í Landsbankanum en árið 1962 hélt hann til Tulsa, Okla- homa, til að læra flugvirkjun. Hann starfaði fyrstu árin sem flugvirki hjá Loftleiðum en fór síðan yfir til Flugfélags Íslands og Flugleiða. Hann starfaði víða um heim sem flugvirki á vegum Flug- leiða. Hann lét af störfum sökum aldurs 2009. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 7. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdaföður mínum samfylgdina og ljúf og góð kynni. Hann var hæglátur og fór ekki mikinn en ég fann að hann vildi allt fyrir okkur gera. Traustur og handlaginn, ávallt hægt að leita til hans og ég verð að viðurkenna að ég notfærði mér óspart hæfileika hans til bíla- viðgerða. Hann hafði yndi af að ferðast, ferðaðist mikið starfa sinna vegna og hafði enda heim- sótt flestar heimsálfur og margar þeirra oftar en einu sinni. Hér inn- anlands fórum við í skemmtileg ferðalög og sumarbústaðaferðir saman. Mig tók sárt að hann skyldi veikjast svo skömmu eftir starfslok þegar sá tími kom að njóta ávaxta starfa sinna. Það var aðdáunarvert hvað hann tók veik- indunum af miklu æðruleysi, hafði óbilandi trú á að hann gæti náð sér og sterkan vilja til að komast aftur á fætur. Verðug áminning til okkar hinna um að njóta þeirra stunda sem okkur eru gefnar. Missirinn er sár en minningarnar góðar. Hafðu kæra þökk fyrir allt og allt. Bragi Smith. Kær bróðir er látinn. Við systkinin áttum mörg sam- töl síðustu vikurnar. Í upphafi var mikið rætt um líðandi stund og framtíðina. En smátt og smátt breyttust samtölin og fortíðin átti hug okkar allan. Ég var smástelpa þegar Jón bróðir fór til Bandaríkjanna að læra flugvirkjun. Á meðan hann var í námi sendi hann heim það dót sem þá var nýtt í verslunum vestan hafs, Barbie og Ken, ung- linga og smábörn og ekki bara dúkkurnar heldur fatnað og fylgi- hluti, húsgögn og fleira. Eins fékk ég stóra dúkku og risastóran bangsa og ég trúði því að hann hefði setið í flugstjórasætinu á leiðinni til landsins. Eitt af áhugamálum Jóns var módelsmíð. Það var spennandi að fylgjast með þessum litlu hlutum verða að flugvélum. Ég vildi fá að gera eins og hann en þessir litlu hlutir voru viðkvæmir fyrir litla barnsfingur sem stundum tóku of fast á módelum og brutu. En mikið var hann góður og tillitssamur, tók fram límtúpuna og lagaði. Ég man líka hvað mér þóttu MAD blöðin hans flott og stundum finnst mér ekki svo langt síðan ég fletti þeim. Það var fleira sem mér þótti spennandi, m.a. allar hljómplöt- urnar hans. Ég stalst stundum í að spila þær og sum lög eru mér minnisstæðari en önnur. Aldrei man ég eftir því að hann hafi orðið mér reiður eða skammað mig, hann sagði kannski að ég ætti ekki að spila plöturnar en í framhaldi af því leiðbeindi hann mér og sagði mér hvað nálin á plötuspilaranum væri viðkvæm og hvernig ég ætti að meðhöndla plötuspilarann og plöturnar. Ef til vill vissi hann að ég myndi ekki láta sautján ára ald- ursmun stoppa mig frá því að gera eins og hann. Ég man þegar hann kynntist Kristínu konu sinni, sem þá var flugfreyja, hversu gaman var að hlusta á þau þegar þau komu í heimsókn til mömmu og pabba. Þá voru sagðar sögur af ferðalögum, ein heimsborg í dag og önnur á morgun. Mér fannst ótrúlega ósanngjarnt að þurfa að fara að sofa þegar þau voru í heimsókn hjá foreldrum okkar og missti þá af ferðasögunum. Á þessum tíma svaf ég í borðstofunni og smá ljós- týra barst inn til mín. Ég gerði margar tilraunir til að sannfæra foreldra mína um að ég gæti bara ekki sofið út af birtunni en að sjálf- sögðu var ég bara forvitin. Þegar Jón lá á líknardeildinni í Kópavogi fékk hann heimskort og fór að merkja þá staði sem hann hafði komið til í starfi og í fríi. Hann setti litaðan prjón í kortið fyrir hvern stað. Hann náði ekki alveg að klára, prjónarnir 50 klár- uðust fyrr. Ég sat hjá honum og hann sagði mér sögur, þar sem húmor og hættur komu við sögu. Í október kom Jón tvær helgar í röð í heimsókn til mín í sumarbú- stað. Hann var mjög veikur en af þrjósku þá vildi hann koma og fjöl- skyldan lagðist á eitt til að þessar heimsóknir gætu orðið að veru- leika. Þessar stundir eru ómetan- legar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Minning þín mun lifa. Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir. Jón bróðir er farinn. Reyndar töluvert fyrr en hann hafði hugs- að sér. Hann gerði allt sem hann megnaði til að fá að vera lengur hér með okkur en varð að lokum að láta í minni pokann. En hand- an þessa heims bíður okkar ann- ar heimur og þar taka á móti hon- um ástvinir sem á undan eru farnir. Þessa síðustu mánuði hafa minningar hrannast upp og margs er að minnast. Mig langar að kveðja þig með þessu ljóði. Við hittumst síðar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kæri bróðir, minning þín lifir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Anna Guðrún Jósefsdóttir Við hittumst fyrst í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar fyrir nærri 60 árum. Þá var ég nýflutt- ur í Austurbæinn og þekkti þar engan. Ég var svo heppinn að sitja hjá Jóni strax frá fyrsta degi og urðum við vinir og hélst sú vin- átta alla tíð. Á unglingsárunum var margt gert, við nutum þess að hjóla og var þá oft farið niður á flugvöll og vélarnar skoðaðar þar. Ekki grunaði okkur þá hvað það mundi þýða fyrir okkur seinna meir. Og þó – þegar Vic- ker Viscount flugvélarnar komu hingað í maí 1957 hlupum við frá Gaggó Aust og út á flugvöll. Það var í fyrsta skipti sem við tölum um að gaman væri að vinna við flugvélar. Við völdum það starf seinna og urðum báðir flugvirkj- ar. Þetta sama ár var líka Sputnik skotið á loft og má segja að það ár hafi grunnurinn verið lagður að þeirri tækniþróun sem nú er alls- ráðandi. Var þetta uppspretta mikilla umræðu um framtíð flug- tækninnar. Jón Jósefsson var alla tíð vel inni í þeirri þróun og var alltaf gaman að tala við hann um flugvélar, sérstaklega nýjar upp- finningar í þeim geira. Ég kveð góðan vin og félaga með söknuði og bið guð að styrkja Kristínu og fjölskyldu. Minningar um góðar stundir í leik og starfi með Jóni verða mér alltaf mikils virði. Hartvig Ingólfsson. Jón Jósefsson ✝ ÞórhildurJónsdóttir var fædd í Reykjavík þann 7. des. 1944. Hún lést á Land- spítalanum þann 26. nóv. 2011. Eftirlifandi eig- inmaður hennar er Victor Jacobsen, f. 22.5. 1942. Börn þeirra eru: Að- alheiður Jacobsen , f. 2. júní 1965. Hún er gift tvo syni, Victor Ingva, f. 1995 og Geir Örn, f. 2006. Foreldrar Þórhildar voru Agnes Péturs- dóttir, fædd á Akureyri, f. 24.6. 1923, dáin 17.7. 1984 og Jón Guðjónsson, rafvirkja- meistari fæddur í Reykjavík, 20.2.1922. Systikini Þorhildar eru Guðjón Jónsson, f. 6.4. 1947 kvæntur Þuríði Erlends- dóttur, f. 11.11. 1947 þau eiga einn son; Sigríður Jónsdóttir, f. 27.12. 1955, hún á tvo syni, og Anna María Jónsdóttir, f. 3.11. 1959, gift Ísleifi Karls- syni, f. 14.9. 1958, þau eiga tvö börn. Útför Þórhildar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 7. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Sigurði Erni Sig- urðssyni, f. 24. júlí 1961. Þau eiga fjögur börn, Huldu, f. 1987, Þórhildi f. 1993, Agnesi, f. 2001 og Sigurð Örn f. 2006. Jón Kristján Jacobsen, f. 26. des. 1966. Hann er í sambúð með Katrínu Ingvadótt- ur, f. 27. okt. 1972. Þau eiga Elsku fallega frænka mín, þá er víst komið að kveðjustund að sinni, sem þó er svo ótímabært og svo sárt. Þegar ég hugsa til baka þá á ég svo endalaust margar fal- legar og skemmtilegar minning- ar um þig sem ég get ornað mér við. Þú varst einhvern veginn alltaf glöð, alltaf jákvæð og og alltaf svo skemmtilegt að vera í kringum þig. Það fylgdi þér ávallt einhver ferskleiki og æv- intýri og þegar ég var lítil stelpa í sveitinni þá beið ég alltaf spennt eftir að þú kæmir í heimsókn því ég var alveg dolfallin yfir þér, þessari glæsilegu frænku minni, og gleðinni sem fylgdi þér. Ég er þakklát fyrir stundirnar okkar saman sem samt voru svo allt of fáar. Ég minnist þín með ást og hlýju og söknuði. Tíminn þinn hér hjá okkur var svo alltof, alltof stuttur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Nú ertu komin á betri stað þar sem þú þarft ekki lengur að þjást. Það hefur örugglega verið tekið vel á móti þér þegar þú birtist hinum megin þar sem Agnes amma, pabbi og brósi minn hafa tekið þér fagnandi. Takk fyrir allt, elsku Þórhildur mín, heimurinn er fátækari án þín. Elsku Vikki, Aðalheiður, Nonni og aðrir aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra, megi Guð vernda ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Steinunn Ásg. Frímanns- dóttir (Steina frænka). Þórhildur Jónsdóttir • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Kær bróðir minn og móðurbróðir okkar, ERLINGUR GUNNARSSON, áður Snæfelli, Borgarvegi 19, Njarðvík, lést á dvalarheimilinu Felli, Reykjavík aðfaranótt föstudagsins 2. desember. Bryndís Gunnarsdóttir Rondeau, Dóróthea Herdís Jóhannsdóttir, Oddný Halldórsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐJÓNA JÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Sturlu-Reykjum, lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi fimmtudaginn 1. desember. Útför verður frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. desember kl. 11.00. Jóhannes Kristleifsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Aldís Eiríksdóttir, Snorri Kristleifsson, Vilborg Pétursdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT LÁRUSDÓTTIR, Skútustöðum, lést laugardaginn 3. desember. Höskuldur Þráinsson, Sigríður Magnúsdóttir, Baldvin Kristinn Baldvinsson, Sólveig Þráinsdóttir, Steinþór Þráinsson, Hjörtur Þráinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, bróðir og mágur, SÆVAR LÍNDAL JÓNSSON stýrimaður, Asparfelli 4, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 9. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Eva Sævarsdóttir, Unnur Huld Sævarsdóttir, Hafdís Líndal Jónsdóttir, Marinó Sigurpálsson, Jón Líndal Bóasson, Sigrún Karlsdóttir, Sæþór Líndal Jónsson, Halla Hallgrímsdóttir, Sædís Líndal Jónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Höskuldur Bjarnason, afabörnin og langafabarn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR RAGNARSSON, Stóragerði 26, sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum miðvikudaginn 30. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 9. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Hulda Haraldsdóttir, Pétur Hans Baldursson, Ragnar Haraldsson, Birna Garðarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir, amma, langamma og langa- langamma, HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, andaðist á dvalarheimilinu Lundi sunnu- daginn 4. desember. Hún verður jarðsungin frá Oddakirkju laugar- daginn 10. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Lund á Hellu, reiknings- númer 0308-13-300709. Fyrir hönd aðstandenda, Lúðvík Vignir Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.