Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 11
Sýnishorn Brot af þeim listmunum sem eru til sölu hjá Kaolin gallerí. Brúður 500 brasilískar brúður skornar í tré í Amazon. Hara, sem kemur til starfa í janúar, en sá hefur starfað í Japan, Kali- forníu og Mónakó. Brúður sóttar í frumskóginn Leifur Welding sá um innan- húshönnun á Sushisamba og hann segir útgangspunktinn hafa verið þann að skapa asíska og suðuramer- íska stemningu. „Við Íslendingar vilj- um hafa notalega stemningu þegar við förum út að borða, viljum láta um- vefja okkur hlýju. Þess vegna völdum við að fara þá leið í hönnun hér inni. skera í hann, því annars verður hann að mjöli. Þetta er afskaplega léttur viður og frauðkenndur og við erum með um fimm hundruð trébrúður hangandi í stóru ljósi hér, gerðar sér- staklega fyrir okkur. Ég hafði uppi á brasilískri konu sem býr hér á Ís- landi og hún hafði samband við son sinn sem býr ekki svo langt frá þorp- inu þar sem hægt er að fara með ferju til þessa einstaka svæðis. Hann gekk í málið og þetta tók langan tíma en tókst að lokum. Og við erum mjög ánægð með útkomuna.“Fuglabúr Stemningin er notaleg og fuglabúraljósin gefa hlýlega birtu. Kjöt Þeir eru margskonar kjötréttirnir sem Sushisamba býður upp á. Við ætlum að prófa okk- ur áfram með ís- lenska hrá- efnið og mér líst vel á ís- lenska fisk- inn. Morgunblaðið/Júlíus Namm „Djúsí“ sushi eða „new style“ sushi, sósur og öðruvísi hráefni. Meðal annars eru fimmtíu japönsk fuglabúr sem gegna hlutverki ljósa- stæða yfir borðunum,“ segir Leifur og bætir við að suma hlutina á Sushisamba hafi verið erfitt að nálg- ast. „Mesta ögrunin var að nálgast handgerðu trémunina frá Brasilíu, en ég hafði rekist á slíka hluti fyrir löngu. Staðreyndin er sú að það er tuttugu og tveggja manna ættbálkur lengst inn í Amazon-frumskóginum sem sker út þessa hluti, úr sérstökum við sem einungis er í fjórar vikur á ári í réttu rakastigi til að hægt sé að DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Björk Viggósdóttir mun á morgun klukkan 18 ræða við gesti um sýn- inguna Flugdrekar sem stendur nú yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykja- víkur. Myndmálsheimur Bjarkar er ljóðrænn og táknmyndirnar eru margræðar. Flugdrekar eru eitt af viðfangsefnum hennar, en þeir eiga sér langa sögu og hafa í gegnum ald- irnar spilað fjölbreytt hlutverk. Þeir hafa meðal annars verið notaðir til að senda skilaboð, á mannamótum, íþróttaleikjum og jafnvel til rann- sókna. Björk Viggósdóttir (f. 1982) út- skrifaðist frá Listaháskóla Íslands ár- ið 2006. Hún hefur lagt áherslu á gerð myndbandsverka og innsetn- inga, þar sem hún leikur á ofurnæmi skynfæranna sem kallast á við ímyndunarafl áhorfandans. Listamannsspjall Morgunblaðið/Jim Smart Flug Flugdrekar eiga sér langa sögu. Skilaboð send með flugdreka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.