Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 ✝ Jón SigurðurHjálmarsson var fæddur á Grímsstöðum í Svartárdal í Lýt- ingstaðahreppi hinn 30. september árið 1921. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. nóv- ember 2011. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Hjálmars Jóhannessonar. Jón var næstyngstur ellefu barna þeirra Grímsstaðahjóna, sem á fót komust, en tólfta barn- ið dó kornungt. Þegar Jón var tæplega tveggja ára missti hann föður sinn, en Hjálmar lést hinn 12. júlí 1923 langt um aldur fram aðeins 47 ára að aldri. Við fráfall hans var heimilið leyst upp og börnunum kom- ið, að þeirrar tíðar hætti, í vist og fóst- ur eftir aldri, á bæj- um þar í sveitinni. Var Jón þá tekinn í fóstur af fyrrum nágrönnum for- eldra sinna í Öldu- hrygg þar í daln- um, Stefáni Rósantssyni og móður hans Stefaníu Guðmundsdóttur, sem þá bjuggu í Sölvanesi. Þegar Jón var 18 ára flutti fjölskyldan að Gilhaga, og varð heimili hans þar upp frá því. Jón Sigurður var jarðsunginn í kyrrþey að eigin ósk, frá Goð- dælakirkju laugardaginn 26. nóvember 2011. Þá ertu farinn, elsku kallinn minn, eftir erfiða baráttu. En þú varst örugglega hvíldinni feginn úr því sem komið var. Margs er að minnast, minningarnar eru margar og góðar. Ég hef oft dáðst að þolinmæði þinni, þegar þú brasaðir með mig í fjárhúsin í öllum veðrum. Stundum sá ég lítið fram fyrir mig, þú varst með luktina í annarri hendinni til að lýsa okkur og mig stutt- stíga í hinni. Skít-myrkfælna alltaf spyrjandi eftir stjörnum á himninum, stjörnuhrapinu og fleiru. „Þá var sko myrkur.“ Alltaf þurfti ég að fara með, mig minnir að þú hafir kallað mig ferða-rófu. Ljúfar eru minn- ingarnar þegar voraði og við fór- um að fara til ánna eins og við kölluðum það. Það var að fara og huga að ánum eftir að þeim var sleppt út í hagann á vorin. Það þurfti að athuga hvort allt væri í lagi, hve margar væru bornar, og að sjálfsögðu fórum við ríð- andi. Þá var oft metingur hvort fyndi fleiri bornar og hve marg- ar væru tvílembdar. Ekki má gleyma öllum rekstrunum og réttunum, vor og haust. Ég hef alltaf sagt að það eru forréttindi að hafa alist upp í sveit og hefur það orðið mér gott veganesti. Ég má nú til með að minnast á heldur skrítið ferðalag þegar ég var nokkurra ára, við fórum í afmæli Guðmundar á Lýtings- stöðum en ekki vildi betur til þegar líða tók á kvöldið en það skall á stórhríð. Haldið var nú heim á leið en á Breiðaflóanum komst bíllinn ekki lengra og hef- ur örugglega bleytt sig og fór ekki í gang. Nú voru góð ráð dýr! Var nú tekin sú ákvörðun að labba stystu leið heim í Gil- haga. (Það er yfir flóann). Ég var sett í strigapoka, því ekki gat ég gengið í þessu veðri, og að sjálfsögðu setti Nonni mig á bakið og bar mig heim. Aldrei neitt mál! Þér fannst alltaf óþarfi þegar var verið að færa þér brauð og hlúa að þér. Oftar en ekki stakkstu einhverju smot- teríi að þeim sem með manni voru, eins og þú kallaðir það. Þú varst einstakur karakter sem lýsti sér best síðasta tímann sem við gátum verið saman, en við höldum áfram seinna. Þú hafðir lúmska trú á einhverju meira eftir þetta líf. Að lokum vil ég þakka þér fyrir alla góðu stundirnar, hjálp- ina og það sem þú kenndir mér. Það verður mér alltaf gott vega- nesti. Oft er ég búin að nýta mér það. Eins og þú sagðir oft „Bless, bless“. Þín, Margrét. Jón Sigurður Hjálmarsson Sumir standa til hliðar á dansiballinu á meðan aðrir dansa göt á skóna sína. Ég þarf ekki að segja þeim sem hafa hitt Árna Magnússon hvaða hópi hann tilheyrði, hann var dansari. Árni Magnússon var maður sem kom við alla sem kynntust hon- um. Hann fyllti hvaða herbergi sem hann kom í. Með innilegu brosi sínu og blíðri hendi á öxl þinni lét hann þig vita að þú varst í „félaginu“, félaginu hans, og að þú værir ævilangur félagi. Eins og skipstjórinn sem hann var gekk hann um á þilfari lífsins og sagði þér sögur, sem lifnuðu við með innsæi hans og blíðum Árni Magnússon ✝ Árni Magn-ússon fæddist í Reykjavík 25. des- ember 1937. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi 17. nóvember 2011. Árni var jarð- sunginn frá Sel- tjarnarneskirkju 24. nóvember 2011. húmor. Hann skildi að Guð skrifar mik- ið af gamanleik og þar sem Guð skilaði ekki góðum loka- hnykk á söguna sá Árni til þess að svo yrði. Eins og sagan af manninum sem nótt eina tók að „láni“ Volkswagen og klessukeyrði. Eftir leit í Vest- mannaeyjum fann lögreglan loks bílinn. Einu vísbendingarnar voru afar grannt bil á milli stýris og sætis. Ég man að Árni sagði með miklum stæl: „Það var bara einn maður sem gat komið til greina á allri eyjunni“ – kunningi hans sem hann kallaði Flísina. Ég hló þar til ég grét. Ég áttaði mig á að jafnvel þótt „Flísin“ hefði stolið bílnum og skemmt fann Árni húmor í gjörðum fólks og honum þótti vænt um gallana, því þeir voru mannlegir. Ég mun sakna hans á hverj- um degi. Hann var meira en tengdafaðir minn, hann var vin- ur minn. Hann mun ekki gleym- ast því ég mun segja sögur af honum og hann mun halda áfram að vera með mér, fjölskyldu minni og vinum. Við Bandaríkja- menn segjum stundum „hann lét aldrei sannleikann koma í veg fyrir góða sögu“, en þegar kem- ur að Árna Magnússyni mun ég ekki þurfa að ýkja eitt einasta orð, því að hann var svo sann- arlega stærri en lífið sjálft. Daniel Marston. Við kveðjum þig elsku afi með orðum úr Spámanninum, eftir Kahlil Gibran. „Og kona ein tók til máls og sagði: Segðu okkur frá þjáningunni. Hann sagði: Þjáningin er fæðing- arhríðir skilningsins. Eins og kjarni verður að sprengja utan af sér skelina, til þess að blóm hans vaxi upp í ljósið, eins hljótið þið að kynnast þjáning- unni. Og ef þið sæjuð hin daglegu kraftaverk lífsins, yrði þjáningin ykkur undursamleg engu síður en gleðin. Og árstíðaskipti sálarinnar yrðu ykkur eðlilega eins og sáning og uppskera, þolgóð munuð þið þreyja vetur þján- inganna. Sjálf hafið þið úthlutað ykkur miklu af þjáningu ykkar. Hún er hið beizka meðal, sem læknirinn í mann- inum gefur við sjúkdómum hans. Treystið því lækninum og drekkið meðal hans æðrulaust. Þótt hönd hans sé þung og hörð, er henni stjórn- að af mildi hins óséða, og bikarinn, sem hann færir ykkur, brennir var- irnar, en er þó gerður úr leirnum, sem Guð hefur vætt með helgum tárum sínum.“ Hvíl í friði. Hlédís Maren Guðmunds- dóttir og Magnús Jökull Guðmundsson. Árni varð strax hluti af fjöl- skyldunni okkar um leið og hann brosti þessu brosi! Á bak við þetta innilega bros var risastórt, blítt hjarta. Okkur öllum þótti svo vænt um hann. Það er mikil blessun að hafa kynnst honum og átt með honum tíma, þótt sá tími hafi aðeins varað í sjö ár. Við erum sorgmædd yfir að það var ekki lengur. Það er blessun að vita að við munum sjá hann aftur og það gefur okkur frið í sorginni. Með ást, f.h. Marston-fjölskyldunnar, Pam og Bob. ✝ Magnús Gunn-laugsson fædd- ist á Langeyri í Súðavík 16. sept- ember 1923. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 28. nóvember 2011. Foreldrar: Sam- úela Sigrún Jóns- dóttir, f. 31.7. 1891, d. 12.9. 1965 og Gunnlaugur Ein- arsson, f. 22.7. 1891, d. 2.2. 1936. Systkini: Hálfbróðir sammæðra, Pálmi Sveinn Sveinsson, f. 28.9. 1914, d. 17.6. 1992. Alsystkini: Guðmundur Einar, f. 8.6. 1917, d. 23.1. 1996, Jón Hjaltalín, f. 8.6. 1917, d. 8.7. 1988 og Salóme, f. 28.9. 1930. Hinn 24.12. 1945 kvæntist Magnús Ólöfu Steinunni Ein- arsdóttur, f. 30.7. 1925. For- eldrar hennar voru Helga Mar- grét Jónsdóttir, f. 14.5. 1894 í Mosdal í Önundarfirði, d. 17.1. 1973 og Einar Eyjólfsson, f. 16.12. 1880 að Tröð í Súðavík, d. 5.5. 1976. Börn Magnúsar og Klimenko, f. 5.5. 1973. Barn þeirra er Agneta Ýr, f. 17.10. 2006. Þau skildu 2009. 4) Svan- hvít, f. 18.11. 1954. Hún giftist 1981 Sveini Gísla Eiríkssyni, f. 4.12. 1955, d. 11.7. 1992. Börn þeirra eru Daði, f. 3.4. 1981 og Una Guðlaug, f. 8.5. 1985. Hún giftist 2000 Hjalta Jóni Sveins- syni, f. 5.3. 1953. Barn þeirra er Jóhanna Lan, f. 25.3. 2001. Þau skildu 2005. 5) Ægir, f. 15.2. 1958. Hann kvæntist 1981 Önnu Sigríði Bragadóttur. Börn þeirra eru: Valur, f. 28.9. 1984, Bragi, f. 12.11. 1989 og Alda, f. 1.8. 2000. Magnús ólst upp á Súðavík, og stundaði sjómennsku á sínum yngri árum. Hann lærði neta- gerð hjá Pétri Njarðvík, Græna- garði, og vann svo við það alla tíð síðan. Lengst af vann hann hjá útgerð Jóns Gíslasonar í Hafn- arfirði en seinustu árin vann hann hjá Útgerðarfélaginu Barð- anum í Kópavogi. Þau Magnús og Ólöf hófu sinn búskap á Ísa- firði 1945 og bjuggu þar til 1956 er þau fluttu til Hafnarfjarðar. Þau byggðu sér hús að Fögruk- inn 22 og bjuggu þar í 54 ár, eða þar til nú í september, er þau fluttu í Mörkina í Reykjavík. Útför Magnúsar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. desembet 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Ólafar Steinunnar: 1) Sigrún, f. 3.6. 1946, d. 21.9. 2006. Hún giftist 1968 Jóni Eðvarðssyni, f. 25.4. 1946, d. 23.12. 1982. Börn þeirra eru: Harpa, f. 20.3. 1970 og Andrea, f. 18.6. 1972. Þau skildu 1979. Sigrún giftist 1982 Páli Sig- urðssyni. Þau skildu 1988. 2) Gunnlaugur, f. 22.1. 1949. Hann er kvæntur Valdísi Jónu Sveinbjörnsdóttur, f. 1.2. 1948. Börn þeirra eru: Ólöf, f. 4.11. 1976, Elfa, f. 28.3. 1982 og Magnús Þór, f. 6.5. 1987. Fyrir átti Valdís, Sveinbjörn Ragnar Árnason, f. 1.6. 1967 og Hilmar Þór Árnason, f. 3.11. 1972. 3) Helgi Grétar, f. 14.5. 1950. Hann kvæntist 1974 Sigríði Jón- asdóttur, f. 10.6. 1947. Barn þeirra er Magnús, f. 16.9. 1973. Fyrir átti Sigríður, Jóhönnu Valdimarsdóttir og Önnu Valdi- marsdóttir. Þau skildu 1987. Hann kvæntist 2001 Nadezdu Elsku afi. Nú hefur þú kvatt okkur. Við systurnar minnumst þín með mik- illi hlýju. Fyrstu minningar okkar af þér eru úr Fögrukinninni. Þú í leik við okkur, í boltaleik, í búð- arleik í tréstiganum, að spila, segja sögur. Ávallt með opinn faðm. Þar getum við þakkað fyrir leiðarvísinn þinn um það að vænt- umþykja er besta gjöfin. Þú varst viðutan eins og sannur prófessor og gerðir bara grín að því, enda léttlyndur húmoristi. Það voru ófáar aukaferðirnar sem fara þurfti „alla leið inn í Reykja- vík“ að sækja lesgleraugu sem gleymst höfðu eftir heimsókn. Þykjumst við sumir hverjir af- komendur þínir hafa fengið þessa náðargáfu (viðutanhátt) í vöggu- gjöf og hefur þessi eiginleiki þinn fengið nafnið „Súðarvíkurgenið“! Þú eltir ekki hjörðina í flatskjá- kaupum eða öðrum nýjungum eins nýtinn og þú varst og brást þar ekki út af vananum frekar en vanalega. Takk, afi, fyrir að minna okkur á að lífsgæðakapphlaupið er ekki aðalmálið í lífinu. Oft baðst þú okkur að spila fyr- ir þig á fiðluna eða píanóið, brostir og dillaðir þér í takt. Það hvatti okkur áfram í tónlistinni að upp- lifa slíkan áhuga. Þú söngst fyrir okkur og seinna fyrir börnin okk- ar. Nærvera þín var þægileg og hafði góð áhrif á þá sem í kringum þig voru. Hvíl í friði, elsku afi. Harpa og Andrea. Það er dýrmætt að fá tækifæri til þess að kynnast afa sínum sem fullorðin manneskja. Vissulega á ég góðar bernskuminningar um afa Magga sem glaður stundaði viðskipti í búðinni-undir-stigan- um, og keypti þar sitt eigið dag- blað af kátum barnabörnum. Afa Magga sem stofnaði með mér Eggjabandalagið – hann borðaði bara hvíturnar af heilsufars- ástæðum og ég bara rauðurnar því ég var matvönd. Þessar minn- ingar eru nátengdar húsinu í Fög- rukinn, sem ég lít í raun á sem æskuheimili þrátt fyrir að hafa aldrei búið þar. Sama hvað bú- ferlaflutningum og öðrum uppá- komum lífsins leið var það fastur punktur í tilverunni. Þar var hægt var að ganga að því vísu að næla mætti sér í harðfisk úr frystinum og súkkulaðibita eftir kvöldmat- inn. Það var svo þegar ég fór að venja komur mínar í kinnina góðu á háskólaárunum að ég kynntist öðrum hliðum á afa mínum. Í gamalli stílabók leyndust textar og vísur sem sýndu hann í nýju ljósi, og settu ýmislegt í nýtt sam- hengi. Sér í lagi vísur skrifaðar með notalega gamalkunnri rit- hönd á litla miða sem fylgdu af- mæliskortum æskunnar. Miðana á ég enn í fórum mínum og gleðst jafnan þegar ég rekst á þá. Elsku afi, hvíldu í friði. Hluti af þér lifir áfram í mér. Það er góð tilfinning. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr) Una Guðlaug Sveinsdóttir. „Mikið eigum við fallegt land,“ sagði Magnús oftar en ég hef tölu á. Hann kunni þá list að skoða liti fjallanna, birtu himinsins og ekki síst að horfa á hafið. Vestfirskar rætur – fjöll, firðir, himinn og haf – voru alla tíð sterkar í lífi hans og viðhorfum. Fjallið hans var Kofri. Álftafjörðurinn bernskan. Hafið færði björg í bú en hrifsaði líka freklega til sín. Himinninn var víðáttan og fjarlægðin, þar bjó hið óþekkta. Ég kýs að sækja kveðjuorð mín í Heimsljós. Vestfirðir eru sögu- svið bókarinnar og Magnús mat verk Halldór Laxness mikils, jafnt róttækan efniviðinn og ljóð- rænan stílinn. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum þar búa ekki fram- ar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. (Halldór Laxness) Hvíl í friði. Anna. Magnús Gunnlaugsson Páll Heiðar Jóns- son hafði afgerandi áhrif á áhuga minn á Ríkisútvarpinu þegar hann var með vikulega þætti sína í byrjun áttunda áratugarins þar sem fjallað var um það helsta sem fram hafði komið í fjölmiðl- um liðinnar viku. Þátturinn var óvenjulegur og nýstárlegur enda var Páll Heiðar þá nýlega fluttur til landsins eftir dvöl í Bretlandi, þar sem hann tileinkaði sér það nýjasta í útvarpsmennskunni hjá BBC og flutti með sér heim. Mig óraði ekki fyrir því á þeim árum að Páll Heiðar ætti eftir að verða helsti leiðbeinandi minn og kennari í útvarpsmennskunni. Fyrst á dagskrárgerðarnám- skeiði í Ríkisútvarpinu og síðar í þættinum Morgunpóstinum. Ég hefði ekki getað fengið betri kennara. Páll Heiðar, sem var af- skaplega fágaður og kurteis mað- ur, var gríðarlegur vinnuþjarkur. Hann undirbjó þættina af kost- gæfni og mætti fyrstur manna fyrir allar aldir til að skrifa hand- ritið að Morgunpóstinum. Þegar ég kom á staðinn upp úr klukkan sex sat Páll við ritvélina sína, barði lyklaborðið af miklum móð og reykti pípu í sífellu, þannig að Páll Heiðar Jónsson ✝ Páll HeiðarJónsson fædd- ist í Vík í Mýrdal 16. febrúar 1934. Hann andaðist á Borgarspítalanum 12. nóvember 2011. Útför Páls Heið- ars fór fram frá Dómkirkjunni 24. nóvember 2011. reykjarský mynd- aðist í kringum hann. Hann leit annað slagið upp og horfði á okkur hin yfir gleraugun ef hann vildi ræða við okkur um þáttinn. Stundum féllu hár- fínar athugasemdir sem báru vitni gam- ansemi í breskum stíl og þá brosti okkar maður í kampinn. Hand- ritið var alltaf tilbúið á réttum tíma. Nákvæmt og allir liðir tímasettir. Sjálfur vann Páll pistla um bæði innlend og erlend málefni. Fór á vettvang og hljóð- ritaði viðtöl með umhverfishljóð- um á bak við. Hann var líka einkar smekkvís í vali á tónlist og var klassíkin þar í fyrirrúmi. Hann var jafnvígur á allt í gerð eins útvarpsþáttar. Páll Heiðar lét vinnuna og margvísleg samskipti vegna hennar ganga fyrir og það kann að hafa bitnað á hans persónu- lega lífi, sem var ekki alltaf dans á rósum. Ekki lét hann það bitna á nemendum sínum, svo mikið er víst. Hann var hlýr og þolinmóð- ur kennari. Með vinnubrögðum sínum kenndi hann mér að fjöl- miðlafólk þarf að vera heiðarlegt, vandvirkt, nákvæmt og taka fyrir allar hliðar máls þannig að rétt mynd fáist. Gott hjartalag eins og hann hafði sjálfur spillir svo ekki fyrir. Það er missir að slík- um manni, en mestur er missir fjölskyldu hans sem ég votta innilega samúð við fráfall hans. Erna Indriðadóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORVALDAR BERGMANNS BJÖRNSSONAR, Holtagerði 56, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og alúð. Erna Jónsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.