Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Teiknimyndin Artúr bjargarjólunum er sú nýjasta fráteiknimyndadeild Sony,fantavel teiknuð og hröð. Augljóslega er um jólamynd að ræða og ákveðið að fara ekki krúttleg- heitaleiðina heldur leggja áherslu á skemmtun og nýbreytni, þ.e. eins langt og hægt er að fara í frumleg- heitum þegar sögur af bandaríska, spikfeita og síkáta jólasveininum eru annars vegar. Útgangspunktur myndarinnar er hin sígilda spurning um hvernig jóla- sveininum takist að koma gjöfum til allra barna heimsins á einni nóttu. Í myndinni segir af Artúri sem er yngri sonur jólasveinsins en sá eldri, Stef- án, sér um tæknimálin á Norður- pólnum, heimkynnum jólasveinafjöl- skyldunnar og álfanna sem eru henni til aðstoðar. Jólasveinninn er sá 20. í röðinni, starfið hefur gengið frá föður til sonar allt aftur til hins upphaflega jólasveins, Nikulásar hins heilaga og næstur í röðinni er Stefán. Stefán þessi er hins vegar ekki mjög jóla- sveinslegur í háttum, harður foringi sem stýrir afhendingu jólagjafa á að- faranótt jóladags eins og um innrás hers sé að ræða. Álfarnir eru mý- margir og þeir sem færa gjafirnar þrautþjálfaðir líkt og sérsveitarmenn og kunna ýmis ráð til að fara um óséðir. Þeir eru fluttir um í risavöxnu loftfari sem er þeirri náttúru gætt að geta horfið sjónum manna þegar þörf er á. Babb kemur í bátinn þegar ein jólagjöf gleymist og stefnir í að barn á Englandi fái enga gjöf frá jólasvein- inum með tilheyrandi áfalli. Þá kem- ur Artúr til bjargar en hann sér um að lesa öll bréf barna til jólasveinsins og sjá til þess að leikfangaverksmiðja álfanna sinni jólagjafabeiðnum. Stef- án og jólasveinninn segja of seint að bjarga því, búið sé að senda út allar gjafir en Artúr vill ekki gefast upp. Afi hans, jólaafinn, kemur til bjargar og saman halda þeir á gamla, góða sleðanum með hreindýr í taumi í mik- ið næturævintýri. Afinn reynist hins vegar orðinn býsna kalkaður og þeir lenda í Afríku í stað þess að lenda á Englandi. Það reynist þrautin þyngri að komast á áfangastað og Artúr, afi hans og innpökkunarálfur sem er með þeim í för lenda í miklum háska. Allt er þetta mjög hressandi og myndin er vissulega hin besta af- þreying. Hún á sín skondnu augna- blik og margir brandaranna eru stíl- aðir á foreldra, brandarar sem yngstu áhorfendur átta sig engan veginn á, eins og gengur og gerist með svo margar fjölskylduteikni- myndir nú til dags. Hamagangurinn er mikill á köflum, líklega of mikill fyrir allra yngstu bíógestina og kem- ur nokkuð niður á fallegum jólaboð- skap. Hinn sanni andi jólanna verður þó að aðalatriði undir lokin. Aðal- persónan Artúr er ekki mjög litrík, heldur lítilfjörlegur og væminn náungi (enda sonur jólasveinsins) en jólaafinn er hins vegar kostuleg týpa og sprenghlægileg. Þá ættu fullorðnir bíógestir að hafa gaman af sam- skiptum jólasveinsins og eiginkonu hans, þau eru skemmtilega kunn- ugleg, sá gamli úti að aka á meðan konan heldur öllu í röð og reglu. Jóla- fjölskyldan öll er skemmtilega hvers- dagsleg og eitt besta atriði mynd- arinnar sýnir hana dauðþreytta yfir jólamatnum, enginn nennir að spila borðspil nema hinn síkáti jólastrákur Artúr. Artúr bjargar jólunum er ágætis- skemmtun en hefði að mati rýnis mátt vera ögn sætari (af því þetta er nú einu sinni jólamynd) og rólegr og höfða með því frekar til allra yngstu bíógestanna. Tæknivætt svar við sígildri spurningu Hraðsending Artúr þarf að bjarga jólunum, koma pakka á áfangastað á methraða og afi hans dregur fram gamla, góða jólasleðann. Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó og Laugarásbíó Artúr bjargar jólunum bbbmn Leikstjórar: Barry Cook og Sarah Smith. Leikarar í íslenskri talsetningu: Ævar Þór Benediktsson, Arnar Jónsson, Har- ald G. Haraldsson, Hanna María Karls- dóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sveinn Þórir Geirsson, Víðir Guðmunds- son og Agnes Líf Ásmundsdóttir. Bandaríkin, Bretland 2011. 100 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Lifandi og síkvik skóla- oguppeldisumræða hefuraldrei fest rætur hér álandi á sama hátt og á hin- um Norðurlöndunum. Það er einna helst þegar kennarar fara í verkfall, að allir sjá sig knúna til að tjá sig um uppeldis- og skólamál og þá oft með neikvæðum formerkjum. Þetta er auðvitað alveg stórmerkilegt, því að uppeldismál hljóta að vera ein af „stóru“ málunum í lífi okkar allra. Margrét Pála Ólafsdóttir hefur þó gert sitt besta til að halda slíkri um- ræðu á lofti, þó að hún hafi stundum stundað hálfgert eintal, því að fáir virðast tilbúnir til að verja tíma sín- um í að ræða uppeldismál, hvað þá að skrifa um þau. Margrét Pála er kjarnyrt kona og hnyttin og nú hefur hún skrif- að bók um upp- eldi. Sumum ferst vel að tjá sig í ræðu, aðrir eru góðir í að tjá sig skriflega og enn aðrir eru jafnvígir á hvort tveggja. Margrét Pála er ein þeirra síðastnefndu, en hún er ekki síðri rithöfundur en ræðumaður og per- sónulegur stíll hennar og orðfæri kemst vel til skila í bókinni. Bókin skiptist í 12 kafla þar sem m.a. er fjallað um uppeldisarfinn, rekst- urinn á Fjölskyldunni ehf, hegð- unarkennslu og kynjamun. Síðast- nefndi kaflinn er sérlega athyglisverður, en Margrét Pála hefur látið sig stöðu kynjanna miklu varða og hefur verið óhrædd við að gagnrýna ríkjandi hugmyndir um „eðli“ stelpna og stráka. „Fjölmargir gera mismunandi kröfur til stúlkna og drengja. (...) Drengirnir eru nánast friðhelgir og fá margfalt meiri þjónustu á heim- ilinu en hinar ábyrgu „hjálpar- mömmur“. (76-77) Bókin er öðrum þræði fagbók og hjálpartæki fyrir uppalendur, en framsetningin er slík að hún ætti að höfða til miklu stærri hóps, enda er bókin einstaklega skemmtileg af- lestrar. Uppeldishugleiðingar sínar og kenningar kryddar Margrét Pála með bráðfyndnum sögum úr eigin uppvexti, uppeldi eigin barna og barnabarna og ekki síst stór- skemmtilegum atvikum frá áratuga- langri starfsreynslu sinni sem leik- skólakennari. Hún er óhrædd við að gagnrýna ýmis tískufyrirbæri sem hafa skotið upp kollinum í uppeldi undanfarinna ára og þó að í bókinni sé fjallað um uppeldi, þá er hún um svo margt annað. Til dæmis samskipti í sínum víðasta skilningi og hvað okkur þyk- ir skipta máli í lífinu. Margrét Pála minnir okkur líka á að gleyma ekki gleðinni í uppeldinu, sem okkur hættir líklega stundum til í amstri dagsins. Þetta er góð bók fyrir alla sem eru að ala upp börn, líka þá sem hafa einhverntímann verið börn eða langar bara til að vera ögn betri manneskjur. Uppeldi lýkur nefni- lega aldrei og við erum að ala okkur upp sjálf ævina á enda, eins og Margrét Pála bendir á. Skemmtileg bók um stórt mál Morgunblaðið/Ómar Skemmtileg Bók Margrétar Pálu, Uppeldi er ævintýri, er einstaklega skemmtileg aflestrar og fagbók og hjálpartæki fyrir uppalendur. Handbók um uppeldi Uppeldi er ævintýri bbbbn Eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur. Bóka- félagið. 2011. 240 síður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar BLITZ Sýnd kl. 8 -10:15 ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D Sýnd kl. 6 JACK AND JILL Sýnd kl. 8 IMMORTALS 3D Sýnd kl. 8 - 10 BORGRÍKI Sýnd kl. 10:15 HAPPY FEET 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH „HIN FULLKOMNA HELGIDAGASKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN/ US WEEKLY NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT ÞAR SEM LÖGIN TAKA ENDA HEFST RÉTTLÆTIÐ ‚“FERSKASTA OG SKEM- MTILEGASTA JÓLAMYND SÍÐARI ÁRA.“ - MICHAEL RECHTSHAFFEN, HOLLYWOOD REPORTER „SNIÐUG, FYNDIN OG SÆT!“ - KEITH STASKIEWICZ, ENTERTAINMENT WEEKLY HÖRKU SPENNUMYND ÍSLENSKT TAL Sjáðu n ýja Just in Biebe r myndba ndið í þ rívidd á undan m yndinni! -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI 5% ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 6 L BLITZ KL. 8 16 TROPA DE ELITE KL. 5.50 16 JACK AND JILL KL. 8 - 10 L / IMMORTALS 3D KL. 10 16 -A.E.T., MBL -V.J.V., SVARTHOFDI.IS 92% ROTTENTOMATOES ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 - 5.50 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 2D KL. 3.40 - 5.50 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 L BLITZ KL. 8 - 10.10 16 BLITZ LÚXUS KL. 8 - 10.10 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 TROPA DE ELITE KL. 10.20 16 JACK AND JILL KL. 8 - 10.10 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 7 ÞÓR 3D KL. 3.40 - 5.50 L T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 5.50 L ARTHUR CHRISTMAS 3D ÁN TEXTA KL. 5.50 L TROPA DE ELITE KL. 8 - 10.30 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 JACK AND JILL KL. 5.50 - 8 - 10.10 L IN TIME KL. 8 - 10.30 12 ELDFJALL KL. 5.45 L HEFURÐU VELT ÞVÍ FYRIR ÞÉR HVERNIG MAÐUR FER AÐ ÞVÍ AÐ AFHENDA TVO MILLJARÐA GJAFA Á EINNI NÓTTU? Sjáðu nýja myndbandið með JUSTIN BIEBER í þrívídd á undan myndinni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.