Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Lionsklúbbur Húsavíkur og Heil- brigðisstofnun Þingeyinga fara af stað eftir áramót með átak í skimun fyrir ristilkrabbameini meðal íbúa svæðisins. Ætlunin er að verkefnið standi í fimm ár en boðið verður upp á ókeypis ristilspeglun, fyrsta árið fyrir konur og karla fædd árið 1957 og næsta ár, 2013, er komið að þeim sem fæddust 1958 og síðan koll af kolli. Leit að þessu tagi hefur ekki áður far- ið fram hér á landi. Lionsklúbburinn verður fjárhags- legur bakhjarl verkefnisins og að sögn Birgis Þórs Þórðarsonar, for- manns klúbbsins, hefur fjármögnunin verið tryggð. Lionsmenn á Húsavík hafa í mörg ár verið að íhuga verkefni af þessu tagi. „Þetta byrjaði með að við fengum lækni á okkar fund sem greindi okkur frá þessum sjúkdómi og í kjölfarið fórum við að tala um að gaman væri að koma svona forvarnaverkefni á,“ segir Birgir Þór en ristilkrabbamein er lúmskur sjúkdómur og gerir sjald- an boð á undan sér. Að meðaltali greinast 112 einstaklingar á hverju ári með slíkt krabbamein og þetta er með skæðustu sjúkdómum á heims- vísu. Árið 2005 stóð til að koma verkefn- inu á en um það leyti voru uppi áform hjá stjórnvöldum um skimun eftir ristilkrabba. Árið 2007 var samþykkt þingsályktun um að ráðast í skimun eftir sjúkdómnum en það hefur aldrei farið í gang. „Við ákváðum því að fara í gang, í samstarfi við Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga, og viðtökur sam- félagsins hafa verið mjög jákvæðar,“ segir Birgir en fjölmargir aðilar hafa heitið stuðningi, m.a. Norðurþing og Tjörneshreppur, bankar á svæðinu, tryggingafélög, verkalýðshreyfingin og Lyfja. Kostnaður við verkefnið liggur ekki fyrir en hann skiptir millj- ónum. Nýlega voru tekin í notkun fullkomin speglunartæki hjá HÞ, sem keypt voru fyrir gjafafé ýmissa fé- lagasamtaka, einstaklinga og fyrir- tækja á svæðinu. Gæti borgað sig margfalt Verkefnið hefst í janúar nk. Búið er að senda út dreifibréf til allra Þing- eyinga og síðan fá þeir sem fæddir eru 1957, um 60 manns, sérstakt boðsbréf um ristilspeglun. Enginn er þó skikkaður heldur er þetta val- kvætt hjá hverjum og einum. „Ef hægt er að koma í veg fyrir að einn af þessum 60 fái sjúkdóminn á háu stigi þá er þetta búið að borga sig margfalt, þar sem lyfjakostnaður get- ur orðið mjög hár,“ segir Birgir Þór og vonast til að svona verkefni fari af stað víðar um land. Þingeyingar ristilspeglaðir  Lionsklúbbur Húsavíkur og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í sameiginlegt átak  Öllum 55 ára íbú- um svæðisins boðin ristilspeglun eftir áramót  Verkefni til fimm ára og fjármögnun hefur verið tryggð Húsavík Ristilspeglunin mun fara fram á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Lionsklúbburinn hefur safnað fjármagni. Ásgeir Böðvarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á HÞ, fagnar þessu framtaki Lions- klúbbsins á Húsavík, sem sýnt hafi verkefninu áhuga í langan tíma. Stjórnvöld hafi verið að áforma landsátak en það dottið upp fyrir í kjölfar hrunsins. „Svona skimun er býsna góð, þetta er góð rannsókn til að finna krabbamein án mikilla aukaverkana. Hún er ágætlega næm og mjög sértæk,“ segir Ásgeir og tekur undir með Birgi Þór að vonandi verði farið víðar í átak af þessu tagi. Lionsklúbb- urinn hefur áður komið að for- varnarstarfi í heilbrigðismálum. Fyrir ári stóð klúbburinn fyrir átaki í skimun á sykursýki með blóð- sykursmælingum á heilsgæslustöðvum svæðisins. Það tókst mjög vel og verður endurtekið núna 10. desember nk. Fagnar fram- taki Lions LÆKNIR Á HÞ Ásgeir Böðvarsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þeim einstaklingum sem sóttu eftirmeðferð hjá SÁÁ fækkaði eftir að byrjað var að innheimta hjá sjúklingum greiðslur fyrir fæði og húsnæði í henni árið 2009. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi. Hann segir fækkunina þó ekki hafa verið mikla og þakkar hann það styrktarsjóði SÁÁ sem stofn- aður var fyrir þremur árum. Hefur hann verið notaður til þess að greiða fyrir hlut þeirra sjúklinga sem ekki geta greitt fyrir áfengis- og vímuefnameðferð sína. Byrjað að rukka eftir hrun Með þjónustusamningi um eftir- meðferð sem SÁÁ gerði við heil- brigðisráðuneytið fengu samtökin heimild til að innheimta gjald fyrir fæði og meðferð í eftirmeðferð á Vík og Staðarfelli og gjöld vegna göngudeildarmeðferðar. Heimildin var ekki nýtt fyrsta samningsárið en í kjölfar hrunsins neyddist SÁÁ til að rukka fyrir fæðið og hús- næðið árið 2009. Segir Þórarinn að aðalótti SÁÁ við gjaldtökuna hafi verið sá að hún myndi fæla fólk í fjárhagserf- iðleikum frá því að sækja eftirmeð- ferðina. „Aðalkvíði okkar var sá að það yrðu einhverjir sem myndu þá lenda í valþröng og segja sem svo að þeir vildu heldur eyða pening- unum sínum í börn, fjölskyldu eða skuldir,“ segir Þórarinn. Margir séu illa staddir þegar þeir koma í afeitrun eins og gefur að skilja. Fólk sé jafnvel búið að eyða nýútgreiddum örorku- og at- vinnuleysisbótum þegar það kemur og það eigi því enga peninga. Aðrir þurfi að nota fé sitt í nauðsynleg útgjöld fyrir fjölskyldu sína, segir Þórarinn. Starfsmenn byrjuðu að safna Því var styrktarsjóðurinn stofn- aður til að sporna gegn því að nokkur þyrfti að hafna því að fara í meðferð af fjárhagsaðstæðum. Að sögn Þórarins hófst söfnunin þann- ig að starfsmenn SÁÁ gáfu í sjóð- inn af launum sínum. Í framhaldinu fengust svo framlög frá styrktarað- ilum og einstaka stéttarfélögum. Í fyrra voru greiddar níu millj- ónir króna úr sjóðnum en í ár stefnir í að hann styrki sjúklinga SÁÁ um 13,5 milljónir króna. Biðlar SÁÁ nú til landsmanna um að styrkja fátæka alkóhólista í gegnum styrktarsjóðinn. Verða valkröfur í heimabanka sendar út til landsmanna á aldrinum 30-70 ára á næstunni þar sem óskað er eftir 2.000 króna framlagi. Þá verða valkröfur einnig sendar út á fyrirtæki. Gjöld hafa dregið úr aðsókn í eftir- meðferð SÁÁ  Safna í sjóð fyrir fátæka sjúklinga „Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga og félagsþjónusta mættu taka betur við sér“ Þórarinn Tyrfingsson MORKINSKINNA Morkinskinna er mikið konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá þeim konungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga á Stiklarstöðum árið 1030. Ritið mun í öndverðu hafa náð fram að valdatöku Sverris Sigurðarsonar seint á 12. öld, en niðurlagið er glatað. Hér er á ferð elsta rit þar sem saga margra konunga er rakin ítarlega. Morkinskinna er hér í fyrsta sinn gerð aðgengileg íslenskum almenningi, með ítarlegum formála og skýringum. Myndir og kort prýða útgáfuna. Dreifing Við óskum þeim Ármanni Jakobssyni og Þórði Inga Guðjónssyni til hamingju með tilnefninguna. Nánari upplýsingar um heildarútgáfu Íslenzkra fornrita er að finna á www.hib.is HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG HIÐ ÍSLENZKA FORNRITAFÉLAG TVÖ NÝ BINDI ÍSLENZKRA FORNRITA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.