Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Epic Rain, skipuð Jó- hannesi Birgi Pálmasyni, Braga Ei- ríki Jónssyni og Steve Sampling (Stefáni Ólafssyni) kom fram á tón- listarhátíðinni Les Rencontres Transmusicales í Rennes í Frakk- landi, 3. desember sl. Uppselt var á tónleikana, um þúsund manns í saln- um og sagði Jóhannes blaðamanni í gær að það væri mesti fjöldi sem Epic Rain hefði leikið fyrir. Hann fagnaði þrítugsafmæli á tónleikadegi og sagði ekki amalegt að koma fram á þeim degi á jafnmikilvægri hátíð. Tónlistarmenn framtíðarinnar Hátíðin er ein sú stærsta og virt- asta í Frakklandi og af íslenskum tónlistarmönnum sem komið hafa fram á henni má nefna Sykurmolana og Björk. Á henni koma jafnan fram efnilegir og lítt þekktir tónlist- armenn hvaðanæva úr heiminum sem líklegir þykja til afreka og há- tíðina sækja árlega um 30 þúsund gestir. Fjölmiðlar í Evrópu fylgjast grannt með hátíðinni sem og fólk sem starfar í tónlistargeiranum. Af þekktum hljómsveitum og tónlist- armönnum sem komið hafa fram á hátíðinni má nefna Lenny Kravitz, Cypress Hill og Prodigy. Epic Rain var með fyrstu hljóm- sveitum sem bókaðar voru á hátíðina en stofnendur hennar og stjórn- endur, hjónin Jean-Louis Brossard og Béatrice Macé, sáu tónleika með hljómsveitinni á Iceland Airwaves í haust og buðu henni í kjölfarið á há- tíðina. Tónleikarnir á hátíðinni í Rennes eru þeir fyrstu sem hljóm- sveitin heldur í Frakklandi en hún er með umboðsmenn þar í landi. Jákvæð umfjöllun Farið er fögrum orðum um tón- leika Epic Rain á bloggsíðu vefjar fyrirtækisins Ricard S. A. Live Mu- sic en það hefur um langt skeið stað- ið fyrir umfangsmiklum tónleikum sem um 6,7 milljónir manna hafa sótt. Segir í umfjölluninni að Epic Rain sé ein mesta uppgötvun hátíð- arinnar, flytjendur gæddir persónu- töfrum og blanda söngs og beitts rímnaflæðis hafi virkað vel hjá hljómsveitinni. Epic Rain var í upphafi sólóverk- efni Jóhannesar en hann segir það hafa þróast yfir í að vera hljómsveit og þá sjö til átta manna þegar mest er. Jóhannes segir kostnaðarsamt fyrir svo fjölmenna hljómsveit að fara utan og því hafi aðeins þrír farið á hátíðina í Rennes. Ljósmynd/Thelma Jóhannesdóttir Afmæli Epic Rain á Les Rencontres Transmusicales í Rennes 3. desember. Epic Rain talin mikil uppgötvun  Kom fram á tónlistarhátíðinni Les Rencontres Transmusicales í Rennes Tónlistarvefurinn gogoyoko, hljómsveitin Mammút og Hressing- arskálinn halda veislu á morgun, 8. desember, kl. 22 með tónleikahaldi. Mammút hefur farið víða um Evr- ópu á árinu og leikið á ýmsum stöð- um sem og verið iðin við tónleika- hald hér á landi. Mammút var sigurhljómsveit Músíktilrauna árið 2004 og hafði þá aðeins starfað í þrjá mánuði. Fyrsta plata hennar, Mammút, kom út tveimur árum síðar og önnur plata hennar, Karkari, fyrir þremur ár- um. Aðgangur er ókeypis að veisl- unni. Gogoyoko, Mammút og Hressó halda veislu Öflug Katrína Mogensen í Mammút. - US WEEKLY HHHH - OK HHHHH - THE SUN HHHH MÖGNUÐ GAMANMYND MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 - 10:10 2D 16 TRESPASS kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 9:20 2D VIP THEHELP kl. 8 2D L THEHELP kl. 6 2D VIP TOWERHEIST kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 5:40 - 10:45 2D 16 / ÁLFABAKKA AGOODOLDFASHIONEDORGY kl. 5:30 - 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 2D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl.5:30-8-10:40 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:30 2D 16 THE IDES OF MARCH kl. 8 2D 14 A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 10:20 2D 16 TRESPASS kl. 10:20 2D 16 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 2D 12 THEHELP kl. 7:30 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI Handel´s RODELINDA Ópera endurflutt kl. 6 L TRESPASS kl. 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 - 10:30 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:20 2D 16 THEHELP kl. 5:10 2D L A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 2D 16 TRESPASS kl. 10:20 2D 16 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 2D 12 SEEKINGJUSTICE kl. 10:20 2D 16 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG SÝND Í ÁLFABAKKA SEEKING SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI EN FYRRI MYNDIN!“ „HIN FULLKOMNA HELGIDAGASKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHH FRÁBÆR GAMANMYND MEÐ JASON SUDEIKIS ÚR HALL PASS OG HORRIBLE BOSSES SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK 7. DES kl.18:00 endurflutt lausir miðar www.operubio.is Rodelinda Händel Renée Fleming Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heilsu og hreyfingu þriðjudaginn 3. janúar 2012. MEÐAL EFNIS: Hreyfing og líkamsrækt. Vinsælar æfingar. Íþróttafatnaður. Ný og spennandi námskeið. Bætt mataræði . Heilsusamlegar uppskriftir. Andleg vellíðan. Bætt heilsa. Ráð næringarráðgjafa. Jurtir og heilsa. Hollir safar. Bækur um heilsurækt. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Heilsa & hreyfing SÉRBLAÐ Heilsa & hreyfing Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífstíl og taka nýja stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.