Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 16
Fyrstu tíu mánuði ársins voru flutt- ar út vörur fyrir 512,6 milljarða króna en inn fyrir 423,1 milljarð. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, sem nam 89,5 millj- örðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 98,2 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuðurinn var því tæpum 8,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður, að því er fram kom í frétt á vef Hag- stofu Íslands í gær. Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 52,7 milljarða króna og inn fyrir 44,6 milljarða króna. Vöruskiptin í október voru því hag- stæð um 8 milljarða króna. Í októ- ber 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 11,6 milljarða króna. Sjávarafurðir 40% útflutnings Fyrstu tíu mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruútflutnings 55,8 milljörðum eða 12,2% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 40,2% alls út- flutnings og var verðmæti þeirra 13,2% meira en á sama tíma árið áð- ur. Útfluttar iðnaðarvörur voru 54,7% alls útflutnings og var verð- mæti þeirra 10,6% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls. Afgangur vöruskipta var 90 milljarðar Sundahöfn Verðmæti útflutnings frá Íslandi var 56 milljörðum meira fyrstu 10 mánuði ársins en á sama tíma árið áður, sem jafngildir 12,2%. Morgunblaðið/Golli 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Stuttar fréttir ... ● Velta gjaldeyris á millibankamarkaði hélt áfram að aukast í nóvember en hún nam 15.194 milljörðum króna í mán- uðinum, samkvæmt því sem kemur fram í greiningu IFS í gær. Veltan jókst um 42,6% frá mán- uðinum á undan og hefur aukist jafnt og þétt frá áramótum. Veltan á milli- bankamarkaði með krónur jókst einnig nokkuð í nóvember en hún nam 40 milljörðum króna í mánuðinum. Veltan jókst um 42,6% ● Raungengi ís- lensku krónunnar lækkaði um 0,5% á milli október og nóvember síðast- liðins á mælikvarða hlutfallslegs verð- lags. Þetta er í fyrsta sinn í hálft ár sem raungengið hefur lækkað á þennan mælikvarða á milli mánaða en frá því síðastliðið vor hefur raungengið ýmist hækkað eða staðið í stað. Lækkunin nú er bæði tilkomin vegna lækkunar á nafngengi krónunnar og þróunar verðlags. Krónan veiktist lít- illega eða um 0,2% í nóvember síðast- liðnum frá fyrri mánuði. Raungengi krónunnar lækkaði um 0,5% Krónan Lækkaði milli mánaða. ● Fyrirtækið eBay hækkaði um 4,1% á hlutabréfamörkuðum í fyrradag sem líklega má rekja til væntinga um góða jólasölu. Þetta kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar, frá því í gær. Þar kemur jafnframt fram að eBay hafi heldur fært sig frá uppboðsfyr- irkomulaginu, sem það er þekkt fyrir, og aukið áherslu á að kaup gangi fljótt fyrir sig. Samkvæmt ChannelAdvisor jókst salan um 18% í nóvember 2011 á milli ára. Sala eBay jókst um 18% í nóvembermánuði ríkisfjármálum sjálfseyðandi og grafi undan hagvaxtarhorfum á meðal að- ildarríkja myntbandalagsins. Ákvörðun S&P gæti jafnframt haft þýðingarmikil áhrif á getu björgunar- sjóðs Evrópusambandsins til að veita skuldsettustu ríkjum myntbandalags- ins tímabundið fjárhagslegt skjól með því að kaupa af þeim ríkisskuldabréf. Ef þau sex ríki evrusvæðisins sem eru með AAA-lánshæfiseinkunn – Þýska- land, Frakkland, Austurríki, Holland, Finnland og Lúxemborg – verða lækkuð um lánshæfisflokk af S&P, þá er ljóst að fjárfestar munu í vaxandi mæli forðast skuldabréf sjóðsins sem aftur yrði til þess að auka enn á fjár- mögnunarvanda verst stöddu evru- ríkjanna. Tröllvaxið verkefni Stefnusmiðir myntbandalagsins eru því á milli steins og sleggju um þessar mundir: takist ráðamönnum annars vegar ekki að kynna til sögunnar áætl- un sem miðar að því að grynnka á ósjálfbærri skuldastöðu einstakra evruríkja, leiðir það til lægri lánshæfiseinkunnar, en hins vegar mun niðurstaðan verða sú hin sama, ef harkaleg niðurskurðaráform draga verulega úr hagvexti. Verkefnið er vægast sagt tröllaukið – og erfitt að sjá hvernig hægt verður að forðast ríkisgjaldþrot bregðist Evrópski seðlabankinn ekki við með stórtæk- um uppkaupum á ríkisskuldabréfum. Enn sem komið er virðast ráða- menn evrusvæðisins hins vegar ekki ætla að snúa af settum kúrs. Á sama tíma mun skuldakreppan á evrusvæð- inu haldast í hendur við aðþrengda fjármögnunarstöðu stærstu banka evrusvæðisins. Nánast óhugsandi er að þeir geti fjármagnað sig einir og óstuddir á meðan skuldakreppan heldur áfram að herja á evrusvæðið. Að sama skapi gerir hin mikla fjár- mögnunarþörf þeirra það að verkum að ómögulegt er að ráðast í marktæk- ar niðurfellingar á skuldum jaðarríkja myntbandalagsins – nokkuð sem Þýskaland má ekki heyra á minnst, þar sem slík leið myndi fela í sér meiriháttar kostnað fyrir þýska ríkið. Án þeirra blasir ríkisgjaldþrot eins eða fleiri evruríkja við með tilheyr- andi efnahagslegum hamförum fyrir álfuna. Það eru engir góðir kostir eftir í stöðunni. Á milli steins og sleggju Reuters Skammgóður vermir Samkomulag leiðtoga Frakklands og Þýskalands um ríkisfjármálabandalag fékk dræmar viðtökur frá S&P.  Allt evrusvæðið sett á athugunarlista  Engir góðir valkostir í stöðunni FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ákvörðun bandaríska matsfyrirtæk- isins Standard & Poor’s að setja láns- hæfiseinkunnir allra evruríkjanna á athugunarlista – og hugsanlega lækka þær innan 90 daga – hefði ekki átt að koma evrópskum ráðamönnum í opna skjöldu. Hún sendir skýr skilaboð til stefnusmiða evrusvæðisins um að þörf er á umfangsmeiri aðgerðum eigi að takast að afstýra hrinu gjaldþrota á evrusvæðinu. Tímasetning S&P var því líkast til engin tilviljun – kom aðeins nokkrum andartökum eftir að leiðtogar Frakk- lands og Þýskalands tilkynntu áform sín um stöðugleikasáttmála á sterum fyrir evrusvæðið þar sem aðildarríki verða beitt sjálfkrafa refsiaðgerðum nemi halli í ríkisrekstri meira en 3% af landsframleiðslu. Í tillögum Merkel og Sarkozys um ríkisfjármálabandalag á evrusvæðinu var ekki boðið upp á neina lausn á þeim bráðavanda sem steðjar að Ítal- íu og Spáni – og mögulega fleiri evru- ríkjum. Á þetta er einmitt bent í rök- stuðningi S&P. Matsfyrirtækið færir fyrir því rök að samfara niðursveiflu í efnahagslífinu séu umbætur sem miði fyrst og fremst að því að auka aðhald í Viðvörun S&P » Sex evruríki gætu misst AAA-lánshæfiseinkunn sína. » Ráðamenn á evrusvæðinu eru í þröngri stöðu: verða að grynnka á ríkisskuldum en á sama tíma viðhalda vexti. » Skuldakreppan mun hald- ast í hendur við aðþrengda stöðu evrópskra fjár- málastofnana. Kauphöllin hefur áminnt N1 hf. op- inberlega og sektað félagið um 1,5 milljónir króna þar sem það er talið hafa gerst brotlegt við reglur Kaup- hallarinnar. Kauphöllin telur ámælisvert að N1 hafi ekki birt ársreikning sinn innan þeirra tímamarka sem reglur Kaup- hallarinnar kveða á um og þá sér- staklega í ljósi þess að samtímis fóru fram viðræður við kröfuhafa um upp- gjör á skuldum. Höfðu ekki aðgang að nýjustu upplýsingum Þar sem upplýsingarnar höfðu ekki verið gerðar opinberar höfðu mark- aðsaðilar ekki aðgang að nýjustu fjár- hagstölum útgefanda þegar eigendum skuldabréfanna var ætlað að taka af- stöðu til tilboðs N1 um uppgjör á skuldum. N1 var útgefandi skuldabréfa sem voru í viðskiptum í Kauphöllinni til 26. maí 2011, þegar skuldabréfaflokkur N1 var á lokagjalddaga. Hinn 5. apríl sl. birti N1 opinberlega tilkynningu þar sem fram kom að þess væri að vænta að vinnu við fjárhagslega end- urskipulagningu myndi ljúka formlega á miðju ári. Enn fremur kom fram að útgáfa ársreiknings vegna rekstr- arársins 2010 myndi frestast til loka maí 2011 af þessum sökum. N1 sektað um 1,5 millj- ónir króna  Kauphöllin segir N1 brotlegt við reglur Ófyrirsjáanlegt viðskiptaumhverfi sökum óskýrra leikreglna og oft og tíðum matskenndrar ákvörðunartöku stjórnvalda er helsta ástæða þess að erlendir fjárfestar óttast að ráðast í beina erlenda fjárfestingu á Íslandi. Um þetta voru allir fyrirlesarar sammála á morgunverðarfundi Við- skiptaráðs og Íslandsstofu um áhrif beinnar erlendrar fjárfestingar á end- urreisn íslensks hagkerfis og efna- hagsþróun til framtíðar í gærmorgun. Í opnunarávarpi sínu sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, mikil- vægt að Ísland kæmist út úr því mats- kennda umhverfi sem ríkti um þessar mundir þegar kæmi að erlendri fjár- festingu. Það væri ekki boðlegt að búa við það ástand að í hvert skipti sem erlendir fjárfestar sýndu áhuga á Ís- landi skapaðist uppnám í sam- félaginu. Að sögn Katrínar er nauð- synlegt að búa til umhverfi sem gerir erlendum fjárfestum kleift að átta sig á með skýrum hætti hvers konar leikreglur bíði þeirra þegar þeir fjárfesta á Íslandi. Hún bætti því jafnframt við að það væri skýrt kveðið á um það í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar að stefna bæri að því að auka beina erlenda fjárfestingu á Ís- landi. Samkeppni um erlenda fjárfestingu Fram kom í máli Aðalsteins Leifs- sonar, formanns starfshóps um til- lögugerð að stefnu stjórnvalda varð- andi erlenda fjárfestingu, að öll ríki væru um þessar mundir að keppa að því að reyna að laða til sín erlenda fjárfestingu – ekki síst lítil og opin hagkerfi. Starfshópur iðnaðarráð- herra leggur til að nefnd um erlenda fjárfestingu verði lögð niður og lög um erlenda fjárfestingu í atvinnu- rekstri verði numin úr gildi. hordur@mbl.is Óskýrar leikreglur fæla erlenda fjárfesta frá  Iðnaðarráðherra segir ástandið sem hér ríkir óboðlegt Katrín Júlíusdóttir                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +,/-,0 ++.-, 1+-022 13-/.4 +2-/12 +1,-5+ +-/1/, +,5-/, +/,-4, ++,-45 +,.-1, ++2-+5 1+-55 13-.0 +2-/2, +1,-22 +-/030 +,/-+0 +/4-51 1+/-4215 ++4-11 +,.-20 ++2-5, 1+-/30 13-.4+ +2-.14 +14-+0 +-/05, +,/-., +/4-,. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.