Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Atvinnuauglýsingar Sveitarfélagið Ölfus Íþróttakennari Grunnskólinn í Þorlákshöfn óskar eftir að ráða íþróttakennara í tímabundið starf til loka skólaársins. Um er að ræða heila stöðu frá 1. janúar 2012. Laun eru skv. kjarasamningi K.Í. Allar nánari upplýsingar veitir Halldór Sigurðsson skólastjóri. Síminn er 480 3850 eða: halldor@olfus.is. Upplýsingar um skólastarfið eru einnig á heimasíðu skólans: http://skolinn.olfus.is Umsóknum skal skilað fyrir 15. desember nk. til skólastjóra. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Skólastjóri. Félagslíf I.O.O.F.7.192120771/2 E.K.  HELGAFELL 6011120719 IV/V  GLITNIR 6011120719 I I.O.O.F. 919212078  0* Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20:00. Allir hjartanlega velkomnir. Nei við bæn Ræðumaður: Ragnar Gunnarsson. Annað efni: Fréttir frá Eþíópíu. Basarinn opinn 11-16 alla laugardaga fram að jólum. Vantar fólk til að selja jólakort og pappír í Kringlunni. Raðauglýsingar Elsku pabbi minn, þín er sárt saknað og það verður erfitt að takast á við lífið án þín en ég er ánægð að hafa fengið að hafa þig í lífi mínu. Minning- arnar hverfa þó aldrei og mun ég ávallt varðveita þær í hjarta mínu. Takk fyrir að hafa verið mér góð- ur faðir og tekið mig inn í líf þitt. Þú komst alltaf fram við mig sem eigin dóttur og það sýnir hversu stórt hjarta þú hafðir. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim Þórir Karl Jónasson ✝ Þórir Karl Jón-asson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1969. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 8. nóv- ember 2011. Útför Þóris Karls fór fram frá Grafarvogskirkju 17. nóvember 2011. til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram muni bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elska þig pabbi minn. Þín dóttir, Tinna Margrét. Sigríður Marín Einarsdóttir ✝ Sigríður MarínEinarsdóttir fæddist á Brekku, Ingjaldssandi, 4. október 1921. Hún andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 27. október 2011. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey 4. nóvember 2011. þetta væri til á riti í dag. Þegar ég varð eldri og eignaðist son minn, Ólaf Rún- ar, varstu mér ómetanleg hjálp. Þú hjálpaðir mér svo oft þegar hann var veikur og áður en hann fór á leikskóla til að ég gæti mætt í vinnu. Þegar hann byrjaði í Melaskólanum tókst þú á móti honum og oftar en ekki komu vinir hans líka heim til þín á Tómasarhagann. Þú naust þess að dekra við son minn, takk fyrir það mamma mín. Þú elsk- aðir líka barnabörnin mín og átt- ir með þeim Óla og Evu Huld og foreldrum þeirra öll jól. Þær kölluðu þig alltaf ömmu-sí og eiga ótal góðar minningar um þig. Ég hugsa til þín á hverjum degi og sakna þín mjög mikið. Guð geymi þig og verndi. Þín dóttir, Guðlaug. Elsku mamma. Mig langar að þakka þér fyrir svo margt. Ég naut þeirra forréttinda að þú varst alltaf til staðar heima. Það var svo gott að koma úr skól- anum og geta sagt þér hvernig dagurinn var. Stundum straukstu tárin og huggaðir mig eða hlóst með mér. Þú saumaðir líka svo falleg föt á mig fram eftir aldri að unun var að sjá. Takk elsku mamma fyrir all- ar sögurnar sem þú sagðir, skemmtilegast var að heyra sögurnar sem þú bjóst til sjálf, margar voru meira að segja framhaldssögur. Gaman væri ef Svana frænka mín er gengin á vit feðranna, sennilega fegin að vera loksins frjáls og geta hlaup- ið um á nýjan leik því það átti ekki við hana Svönu mína að vera bundin í fjötra, svo lífsglöð og kát kona. Minningar mínar um Svönu lúta allar að gleði og kátínu, hún kom alltaf í heimsókn til okkar í Kringlumýrina þegar hún var á Akureyri og aldrei man ég eftir Svana Sigríður Jónsdóttir ✝ Svana SigríðurJónsdóttir fæddist á Kvíabekk í Ólafsfirði 1. sept- ember 1921. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hornbrekku 15. nóvember 2011. Útför Svönu fór fram frá Ólafs- fjarðarkirkju 26. nóvember 2011. henni öðruvísi en talandi og hlæjandi, það var Svana. Svana og Sigur- finnur voru í mín- um huga eitt og ég held að þau hafi verið ástfangin allt lífið, þau elskuðu Kleifarnar og húsið sitt Sólheima og vildu hvergi annars staðar vera og þar bjó Sigurfinnur allt þar til yfir lauk. Svönu þakka ég allar góðar viðtökur, gleði og kátínu. Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum Svönu samúð okkar og trúum því að Svana og Sigurfinnur séu nú saman á ný í Sólheimum. Með kærri kveðju til ykkar. Kolbrún Ingólfsdóttir. Í litlu samfélagi er nándin mikil og samheldnin sterk. Þeg- ar ég kom fyrst á Kleifarnar fann ég sterka strauma af sög- unni og lífi fólksins. Fegurð fjallanna og fjörðurinn gerði þetta að sameiginlegri heild. Nú hefur síðasti aldni ábúandi á Kleifum kvatt þetta jarðneska líf, hún Svana húsfreyja í Sól- heimum. Svana og Sigurfinnur móður- bróðir Óla míns áttu heima í Sól- heimum öll sín búskaparár og var húsfreyjan sístarfandi og margir áttu gott skjól hjá Svönu og frænda. Þegar ég kynnist Svönu fann ég hve lífsreynd kona hún var, mörg reynslan var henni erfið en hún var alltaf bjartsýn og já- kvæð. Afskaplega stolt af sínum afkomendum og það gladdi hana mikið af hafa ömmustelpurnar sínar í kringum sig. Ásta var hennar stoð og stytta og góðir kærleikar með þeim. Einlægni og hlýja voru ein- kennandi fyrir Svönu og fagnaði hún okkur innilega þegar Óli minn kom í heimsókn með fjöl- skyldu sína á Kleifarnar. Í Sól- heima var notalegt að koma, setjast með þeim hjónum við eldhúsborðið og skiptast á frétt- um og rifja upp gamlar minn- ingar. Svana var okkur greiðvikin og væn í sumarheimsóknum okkar á Kleifarnar og átti Jóna okkar alveg sérstakt samband við Svönu. Hvað ungur nemur gam- all temur. Góðar og skemmtilegar minn- ingar eru frá samverustundun- um í Árgerði þar sem sagan var gædd lífi á eftirminnilegan hátt. Söngur var Svönu hjartans mál, naut hún þess einlæglega að syngja með kirkjukórnum. Svana var í essinu sínu þegar Kleifamótin voru haldin. Opið hús hjá henni; gestir og vinir nutu þess að hittast og heilsast og enginn fór svangur frá Svönu enda rjómatertur og annað góð- gæti á borðum. Komið er að kveðjustund kæra Svana, hjartans þakkir fyrir mig og mína. Einlægar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Þín vinkona, Elín Jakobsdóttir, Keflavík. Í keðju traustrar vináttu og félagsskapar sem varað hefur nær 30 ár er nú höggvið skarð. Upphaflega lágu leiðir okkar og Friðriks saman gegnum Ro- und Table nr. 6. Í þeim góða fé- lagsskap eru einkunnarorðin „Tileinka – Aðlaga – Bæta“ höfð að leiðarljósi. Við sem nutum þess að kynnast Friðriki og vera honum samferða skynjuðum fljótt að hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir að vinna samkvæmt þessum orðum. Hann var góður félagi og einn af þeim sem ekki kunna að segja nei eða „þetta er ekki hægt“. Verkefnum sem honum voru falin í tengslum við félagsskapinn var ekki slegið á frest, heldur unnin fljótt og vel. Hann var formaður Round Table starfsárið 1986-1987. Í því félagi hætta menn sjálkrafa er 40 ára Friðrik Axel Þorsteinsson ✝ Friðrik AxelÞorsteinsson fæddist 23. nóv- ember 1947. Hann lést á blóðlækn- ingadeild 11G á Landspítalanum 19. nóvember 2011. Útför Friðriks fór fram frá Bú- staðakirkju 25. nóvember 2011. aldri er náð. En við stofnuðum þá bara annan klúbb fyrir okkur eldri með- limi, sem heitir Eðal 6. Þar var Friðrik forseti starfsárið 1994-1995 og svo aftur starfs- árið 2008-2009. Það er notalegt að ylja sér við endurminn- ingar, finna fyrir og minnast þægilegrar nærveru Friðriks sem einkenndist af glettni, hlýju og einlægni. Þrátt fyrir erfið veikindi hélt hann þessum eiginleikum fram á hinstu stund. Við sem hér erum horfum á eftir góðum dreng og einstökum vini með sorg og söknuð í brjósti, meðan þau sem handan tilveru okkar standa opna arma sína er hann birtist. Það eru forréttindi að hafa átt samleið með jafnheilsteyptri persónu. Samleið í trausti og vin- áttu í næri 30 ár. Vin okkar og traustan hlekk í klúbbnum okk- ar, Friðrik Axel Þorsteinsson, kveðjum við með söknuði. Helgu og öllum ástvinum hans sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. Eðal 6 félaga, Viðar H. Eiríksson. Kæra tengdamóðir. Það var 26. júlí 1964 sem fund- um okkar bar fyrst saman. Ég knúði hikandi dyra í Glerárskóg- um. Dálítil stund leið að enginn kom til dyra, en um það bil sem ég var að ganga burt þá opn- uðust dyrnar og þú komst fram í anddyrið. Þú horfðir á mig svolít- ið fjarræn, með sambland af for- vitni og spurn í svipnum. En út- geislun þín lýsti svo mikilli hlýju og kærleika að mér hvarf öll feimni og hik við að spyrja eftir dóttur þinni, sem ég var kominn til að hitta. „Er Kristrún heima?“ spurði ég svolítið hik- andi. „Nei, þær systurnar eru farnar vestur í Saurbæ, það er eitthvert íþróttamót þar.“ „Jæja, er það?“ svaraði ég dauflega og bjóst til að kveðja. Þá komstu út á hlaðið, straukst hárlokk frá enninu sem hafði fallið fram. „Þú ferð áfram og yfir Svínadalinn, svo þegar þú kemur að kaup- félaginu á Skriðulandi, þá beygir þú til vinstri, þar sérð þú kirkj- una á hólnum. Mótið er þar hjá,“ Eðvaldína Magney Kristjánsdóttir ✝ EðvaldínaMagney Krist- jánsdóttir fæddist á Hríshóli í Barða- strandarsýslu 8. ágúst 1913. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. nóv- ember 2011. Eðvaldína var jarðsungin frá Hvammskirkju í Dölum 26. nóv- ember 2011. sagðir þú og bentir í áttina áfram vestur. Síðan hef ég oft hugsað um, hvað það var sem fékk þig til að vísa þess- um ókunnuga, hálf- vandræðalega manni svo greiðlega veginn til dóttur þinnar. Voru það örlaga- og gæfudísir mínar sem þarna létu til sín taka, samfara kær- leika þínum að koma þeim til hjálpar sem hnugginn var? Síðan eru liðin rúm 47 ár sem ég hef notið umhyggju þinnar og elsku eins og allir sem af þér höfðu kynni. Koma mér oft í hug þær hlýju móttökur, þegar þú og tengdafaðir minn voruð komin til dyranna í Glerárskógum, þegar komið var í hlað. Brosin ykkar, hlýju handtökin, faðmlögin og innilega gleðin yfir að fá fólkið ykkar í heimsókn. Eins var um- hyggjan, því ekki leið á löngu þar til sagt var: „Komið nú upp og fáið ykkur eitthvað.“ Brást þá ekki að góðgæti var á borðum. Það er ótal margt í þessa veru sem býr í minningunni en efst er þar innilegt þakklæti fyrir að hafa átt þess kost öll þessi ár, að sitja við nægtabrunn þinn fullan af elsku þinni, kærleika og um- hyggju sem umvefur minninguna um þig. Þú hefur nú, kæra tengda- móðir, haldið í kjölfar dóttur þinnar að nýju upphafi og ég kveð. Viðar G. Waage. Guðni Ólafsson föðurbróðir minn er látinn á 96. aldursári. Hann var stór hluti af mínu lífi, á margan hátt. Á fyrstu árum æv- innar var hann mér einskonar föðurímynd, þar sem ég dvaldi langdvölum á heimili þeirra, hans og Finnu, með ömmu, afa og systkinahópnum, sem mér fannst ég alltaf vera hluti af, enda skyld- leikinn mikill. Feður okkar voru bræður og mæðurnar systur. Guðni Ólafsson ✝ Guðni Ólafssonfæddist á Suð- ureyri við Súg- andafjörð 1. apríl 1916. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 18. nóv- ember 2011. Útför Guðna fór fram í Digra- neskirkju 30. nóv- ember 2011. Seinni árin var Guðni mér ímynd hins heilbrigða lífs, með jafnaðargeði sínu, jákvæðni og heilsusamlegum lífsháttum. Mér fannst alltaf gott að koma til þeirra í heimsóknir, enda var mér var alltaf tekið eins og týndi sonurinn væri kominn heim. Það voru móttökur sem seint verður fullþakkað fyrir og tæpast nokkurn tímann til jafnað. Það er því með söknuði, sem ég kveð Guðna frænda minn og erfitt þykir mér að vera fjarri nú við útför hans. Samfylgdin var ljúf og gefandi fyrir mig og mína. Afkomendum Guðna sendi ég samúðarkveðjur. Sigmar Páll Ólafsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.