Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVERSU STÓRIR? ÞAÐ ERU VÍST MJÖG STÓRIR FISKAR Í ÞESSU VATNI KALLI, ÉG ER BÚIN AÐ FINNA LEIÐ FYRIR OKKUR AÐ VINNA VIÐ SEGJUM ANDSTÆÐINGUM OKKAR AÐ ÞEIR EIGI AÐ MÆTA ANNAÐ OG ÞEGAR ÞEIR MÆTA EKKI Á RÉTTAN STAÐ ÞÁ VINNUM VIÐ ÁN ÞESS AÐ ÞURFA AÐ SPILA LEIKINN ER ÞETTA EKKI GÓÐ HUGMYND? ÉG SKIL EKKI FYRIRLIÐA SEM NEITA AÐ NOTA GÓÐAR HUGMYNDIR HELGA, HVAÐ VERÐUR Í MATINN? FYRST ÞAÐ ER BRÚÐKAUPSAFMÆLIÐ OKKAR ÞÁ GRUNAÐI MIG AÐ ÞIG LANGAÐI AÐ BJÓÐA MÉR ÚT AÐ BORÐA ÚPSSSSSS! HVAÐ SEGIR ÞÚ ENERGIZER KANÍNA? HVERNIG LÍÐUR ÞÉR? ÉG ÞYRFTI AÐ RÓA MIG NIÐUR OG GEFA MÉR TÍMA TIL AÐ SLAKA Á OG NJÓTA LÍFSINS MÉR FINNST EINS OG ÞAÐ SÉ PRESSA Á MÉR AÐ HALDA ÁFRAM OG ÁFRAM... STUNDUM VILDI ÉG AÐ ÉG GÆTI BARA HALDIÐ ÁFRAM OG ÁFRAM EINU SINNI SMAKKAÐ - GETUR EKKI HÆTT! MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ TIL AÐ BÚA EITTHVAÐ TIL MEÐ HÖNDUNUM... KANNSKI TRÉSMÍÐAR? ÞÚ ÞYRFTIR AÐ GETA MÆLT HLUTI NÁKVÆMLEGA ÞÁ KANNSKI FREKAR ARKITEKT AF HVERJU ERTU BRYNJAÐUR? ÞAÐ ER SVOLÍTIÐ SEM ÉG ÞARF AÐ GERA OG ÞÚ ERT FYRIR MÉR! ÉG HELD AÐ ÉG ÆTTI AÐ SKIPTA UM ATVINNU HVAÐ ANNAÐ MYNDIR ÞÚ VILJA GERA? Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Postulín kl. 9, vatns- leikfimi kl. 10.50, útskurður, postulín og Grandabíó kl. 13. Oddný Eir Ævarsdóttir les úr bók sinni Jarðnæði kl. 14. Ingólfur Steinsson og dætur: Segið það móður minni, lög við ljóð Davíð Stefánssonar frá Fagraskógi kl. 14.30. Árskógar 4 | Handavinna, smíði og út- skurður kl. 9, heilsugæsla kl. 10, söng- stund kl. 11, tölvunámskeið kl. 13 og brids kl. 13.30. Boðinn | Vatnsleikfimi lokaðir hópar kl. 9.15. Bónusrúta kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist, handavinna. Breiðholtskirkja | Jólasöngvar með Þor- valdi Halldórssyni kl. 13.30. Súkkulaði og smákökur á eftir. Bústaðakirkja | Handavinna, spil og fönd- ur. Herdís Egilsdóttir les úr bók sinni: Sól- armegin. Kaffiveitingar. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, vefn- aður kl. 9. Jólakúlur mánaðarins. Félag eldri borgara, Reykjavík | FEB í samstarfi við Göngu-Hrólfa gengur um Goðahverfið í dag kl. 10. Mæting við Óðins- götu 7, Norræna félagið Leiðsögn veita arkitektarnir Pétur Ármannsson og Þor- valdur S. Þorvaldsson. Kaffi hjá Norræna félaginu. Söngvaka kl 14. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Fræðslufundur Glóðar kl. 20, íþróttamaður Glóðar 2011 kynntur. Leiðb. í handav. til kl. 15, botsía kl. 9.15/10.30, glerlist kl. 9.30/13, félagsvist kl. 13, söngur kl. 15, viðtalst. FEBK kl. 15, bobb kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulín/kvennabrids kl. 13, Íslendingas. kl. 16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10/11, vatnsleikfimi kl. 12.15/14.15, brids/bútasaumur kl. 13. Síðasti dagur miðasölu á jólahlaðborð FEBG, kl. 13.30, verð kr. 5.500, ekki greiðslukort. Félagsstarf eldri borgara Seltjarn- arnesi | Gler kl. 9, mósaík kl. 9, botsía kl. 10 íþróttahúsi, kaffispjall í krók 10.30, handav. kl. 13, vatnsleikfimi kl. 18.30, kyrrðarstund í kirkju kl. 12. Aðventukvöld Selkórsins í Félagsheimilinu kl. 20. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Þorvaldur Jónsson með harmonikkuna kl. 10, Sigurður Már stjórnar fjöldasöng, dansi og leikfimiæfingum. Spilasalur frá hádegi. Furugerði 1, félagsstarf | Fastir liðir eins og venjulega. Jón Páll Ingibergsson opnar sýningu á málverkum og útskurði kl. 14.30. Sýningin verður opin til og með 9. des. frá kl. 13-17. Glóðin | Fræðslunefnd Íþróttafélagsins Glóðar efnir til fræðslufundar um kín- versku hreyfiíþróttina Qi gong í Gjábakka Kóp. í kvöld kl. 20. Björn Bjarnason, fv. ráð- herra, er gestur kvöldsins og kynnir íþrótt- ina. Grensáskirkja | Samverustund í safn- aðarheimilinu kl. 14. Hraunbær 105 | Handavinna/tréskurður kl. 9, brids kl. 13, tímapant. á hárgreiðslust. í síma 8946856. Hraunsel | Pútt kl. 10, línudans kl. 11, handavinna og glerbræðsla kl. 13, bingó kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16. Bókmennta- klúbbur næst 11. janúar. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30, vinnustofa frá kl. 9 hjá Sigrúnu, sam- verustund kl. 10.30, lestur og spjall. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50, framsagnarhópur Soffíu kl. 10/13, jóla- kortagerð kl. 13, gáfumannakaffi kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar kl. 15.30. Jólafræðslufundur í Gjábakka kl. 20. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun fimmtudag er keila í Öskjuhlíð kl. 10. Lista- smiðjan e.h. með tréútskurð og postulíns- málun. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Upplestur kl. 11. Hjúkrunarfr. kl. 10-1. Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Setustofa/myndmennt kl. 9, spænska kl. 9.15/10.45, Bónus kl. 12.10, vinnustofa/tréskurður kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band og handavinna kl. 9, morgunmessa kl. 10.15, verslunarferð kl. 12.20, upplestur kl. 12.30, dans fyrir alla kl. 14. Friðrik Steingrímsson las bragPéturs Stefánssonar um frost á Fróni í Vísnahorninu í gær og orti: Úrvalsljóðin úr þér streyma andi jóla tekur völd, yrkir flott og ætlar heima allsgáður að ver’í kvöld. Pétur svaraði jafnaldra sínum: Galvösk sækir ellin á, illa málin þróast, er það furða að ég þá aðeins fari að róast. Friðrik tók undir það: Allt er horfið æskugrobb óðum minnkar hraðinn, kokhreysti og karlagrobb komin eru í staðinn. Hjálmar Freysteinsson bætti við: Stundin færist nær og nær, nú er ekki á góðu von. Pétur verður elliær eins og Friðrik Steingrímsson. Umsjónarmaður átti fertugs- afmæli í gær, sem væri svo sem ekki í frásögur færandi, ef honum hefðu ekki borist kveðjur í bundnu máli. Hallmundur Kristinsson orti: Þú getur þá lexíu lært og lagt hana trúnað á að oftast sé fertugum fært fimmtugsaldri að ná! Þá Jón Ingvar Jónsson: Pétur hrósa happi má, hann mun ef það rætast spár verða fimmtugsaldri á um það bil í tíu ár. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af aldri og kokhreysti Hugvekja Er Guð til? Sumir trúa að svo sé, aðrir vilja út- rýma honum, í það minnsta að það sé alls ekki á hann minnst. Í bókinni Endastöðin í þýðingu Gyrðis Elías- sonar, sem fjallar um síðasta æviár Leo Tol- stojs, kemst skáldið að eftirfarandi nið- urstöðu: „Guð er hin eilífa heild og af henni er hver mannvera ör- lítill hluti. Við erum staðfesting hins guð- lega í tíma, rúmi og efni.“ Sé þetta rétt er sérhvert mannsbarn hluti af Guði, líka þeir vantrúarmenn, sem berjast gegn honum. Í bókinni Samræður við Guð (fyrsta bók bls. 56) segir Guð, sem talar í gegnum Neal Donald Walsch og skilgreinir sig einnig sem heild: „Ég hef sent ykkur hvern kennarann á fætur öðrum en þið deyðið þá.“ Kannski eru það aðferðirnar við að jafna skoðanaágreining sem skipta máli. Það er að betra væri að spara fúkyrðin og ofsóknirnar. Ása- trúarmenn virðast geta lifað í sátt við kristnina, enda margt fallegt í þeim trúar- brögðum, t.d. það að tilbiðja (þakka fyrir) jörðina, sólina og regn- ið. Nýlega fundust merki um að Stone- henge (forsöguleg steinminnismerki) á Bretlandi hefðu upp- haflega verið bæna- staður sóldýrkenda. Þó að ég sé ekki alltaf sátt við Gamla testamentið get ég ekki fundið neitt í kenningum Krists (Nýja testamentinu), sem gæti skaðað börn, en fyndist börnum frek- ar stafa hætta af því að þekkja ekki kenningar hans. Trúarbrögð og trú- leysi má alltaf misnota af mönnum. Þuríður Guðmundsdóttir. Velvakandi Ást er… … að óska þess að þú gætir sagt honum allt sem þú lést ósagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.