Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Í Jarðnæði eftir Oddnýju EiriÆvarsdóttur er lýst hálf-gerðri pílagrímsferð ungrarkonu með bróður sínum og unnusta um Ísland og Evrópu. Hún leitar festu, en á sama tíma frelsis. Hún vill næði, en líka sprellfjörugt félagslíf. Á ferðalaginu rekst hún á ýmsa kynlega kvisti, fer á slóðir Wordsworth, kynnist sjoppu- drottningu í Hveragerði, sýnir mikla frænd- rækni og eftir bú- setu á ýmsum stöðum telur hún sig að lokum hafa fundið það búsetufyrirkomulag sem henni hentar. „Bæ í anda fjórtándu aldarinnar inni á öræfum, með gufu- baði og prentsmiðju þar sem prent- aðar verða árstíðaminningar og líka endurfædd almanök.“(209) Sjálfsæviskrif Þórbergs Þórð- arsonar koma einna helst upp í hug- ann við lestur Jarðnæðis. Yfir skrif- unum svífur sama einlægnin og hnyttnin, andinn svolítið barnslegur þannig að minnir nokkuð á Ofvitann. Oddný er algerlega laus við allt sem heitir tilgerð, textinn er sannur og meitlaður og gríðarlega fyndinn á köflum. Hér er engu ofaukið og einskis vant og í heildina er þetta einlæg og bráðskemmtileg bók, sneisafull af skemmtilegum pæl- ingum og fallegum setningum. „Ég held að heimilið eigi ekki að vera staður sem maður þarf að yf- irgefa vilji maður upplifa eitthvað í samhljómi við innsta kjarna sinn. Heimilið ætti að vera staður tilrauna og uppgötvana, staður næðis til að þroska það eðlasta í hverri veru í fín- stillingu við þrá og leit hinna. Líka staður hvíldar.“ (81) Hver á Ísland og hver á að eiga Ís- land er meðal spurninga sem Oddný veltir upp. „Þegar fréttist um daginn að einhver moldríkur Kínverji ætlaði sér að kaupa upp alla jörðina hérna þá hringdi hann í mig og sagðist ekki hefði trúað því að maður færi með vísu Fjallaskáldsins með svo mikilli innlifun: Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. (...) Einkaeign á risastóru landi virðist vera tíma- skekkja. (...) Skýringin sem gefin er á þessum Íslandsáhuga Kínverjans er íslensk lopapeysa sem prjónuð var á hann fyrir þrjátíu árum.“ (171- 172) Bókarkápan er einstaklega falleg, hreint listaverk. Hún smellpassar við bókina og gæti eiginlega ekki verið utan á neinni annarri bók. Fal- leg kápa utan um fallega bók. Einlæg og hnyttin Skáldsaga Jarðnæði bbbbn Eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. Bjartur. 2011. 210 síður ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Golli Oddný Eir „Hér er engu ofaukið og einskis vant og í heildina er þetta einlæg og bráðskemmtileg bók, sneisafull af skemmtilegum pælingum …“ Milli línanna í skrifumVilhjálms Hjálm-arssonar frá Brekku íMjóafirði er ljúfur blær. Bækur höfundarins eru jafn- an með sama svipmótinu; milli lína má lesa að höfundur hefur gaman af því að segja frá átthögum sínum og honum finnst vænt um samferðafólk sitt. Öll vötn fjalla til Dýrafjarðar, segir í fornum bókum og í sömu merkingu má segja að allar leiðir liggi í Mjóafjörð. Þangað lágu nítján fjallvegir; hver úr sinni átt. Og öllum fylgja þeim sögur og ævintýri frá ýmsum tímum; allt frá 19. öld fram á þá 21. „Og ég sá 1934 móta fyrir reiðgötum og troðningum á stöku stað .... Öðru sinni fór ég á Gagnheiði til Seyð- isfjarðar. Það var á föstudaginn langa 1962,“ segir Vilhjálmur á einum stað í bókinni – og vitna þessi tvö ártöl um þá frábæru sögulegu yfirsýn sem hann hefur eftir langa ævi. Góður rithöfundur er alltaf að draga að sér efni með reynslu sinni. Sumar frásagnir í bókinni verða sömuleiðis til að snerta lesandann; svo sem lítil saga af því þegar smalamenn í Mjóafirði fundu í efstu heiðarbrúnum bein stúlku sem orðið hafði úti um það bil hundrað árum fyrr. En áður en til greftrunar kom þóttust ýmsir sjá svipi á sveimi og gefur það frá- sögninni þá dulúð sem svona atvik- um fylgir jafnan. Í síðari hluta bókarinnar fjallar Vilhjálmur um ýmsa sveitunga sína; einkum konur í Mjóafirði. Frásagnirnar eru snotrar; sér- staklega þar sem hann fjallar um afasystur sína Guðrúnu Hjálm- arsdóttur sem ól allan sinn aldur á Brekku. Segir höfundurinn frænku sína ekki hafa borðið kala í garð sinnar samtíðar enda þótt hún sigldi ekki fullum seglum í gegnum lífið. „Stundum brá hún sér í skessulíki við mikinn fögnuð,“ seg- ir Vilhjálmur um þessa barngóðu frænku sína – í bók sem hér eru gefin góð meðmæli. Tungutak höf- undarins er sérstakt og stíllinn öðruvísi en gjarnan sést í dag – sem er skemmtileg tilbreyting. Öll- um sem unna þjóðlegum fróðleik er fengur í þessari bók. Fjör og manndómur bbbnn Eftir Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku. Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík 2011. 263 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Vilhjálmur Hjálmarsson „Öllum sem unna þjóðlegum fróðleik er fengur í þessari bók.“ Góður þjóðlegur fróðleikur Heimsljós (Stóra sviðið) Mán 26/12 kl. 19:30 Frums. Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Mið 28/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Fim 29/12 kl. 19:30 3.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Frumsýnt annan í jólum 2011 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Fös 9/12 kl. 19:30 30.s. Lau 10/12 kl. 19:30 31.s. Feykilega skemmtileg leikhúsupplifun! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 10/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 14:30 Lau 10/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 14:30 Lau 17/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 14:30 Aðventuævintýri Þjóðleikhússins sjöunda leikárið í röð! Hreinsun (Stóra sviðið) Lau 10/12 kl. 19:30 13.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 15.sýn Fös 6/1 kl. 19:30 17.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 14.sýn Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn Atriði í sýningunni geta vakið óhug. Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Mið 28/12 kl. 13:30 Frums. Fös 30/12 kl. 13:30 4.sýn Sun 8/1 kl. 15:00 7.sýn Fim 29/12 kl. 13:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 15:00 5.sýn Fim 29/12 kl. 15:00 3.sýn Sun 8/1 kl. 13:30 6.sýn Hjartnæm og fjörmikil sýning Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 10/12 kl. 22:00 Síðustu sýningar! On Misunderstanding (Kassinn) Mið 28/12 kl. 19:30 Frums. Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 3.sýn Frumsýnt 28.desember Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar FÖS 25/11 L AU 26/11 FÖS 02 /12 FÖS 09/12 L AU 10/12 FÖS 30/12 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 NÝ SÝNING Ö Gjafakort – tilvalið í jólapakkann Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 10/12 kl. 14:00 25.k Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Sun 11/12 kl. 14:00 26.k Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 29/1 kl. 14:00 Lau 17/12 kl. 14:00 aukas Lau 14/1 kl. 14:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið) Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Sun 8/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 20:00 Sun 11/12 kl. 20:00 12.k Fim 12/1 kl. 20:00 Fös 27/1 kl. 20:00 Fös 16/12 kl. 20:00 13.k Fim 19/1 kl. 20:00 Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 9/12 kl. 19:00 Fös 30/12 kl. 20:00 Fös 13/1 kl. 19:00 Lau 10/12 kl. 19:00 Lau 7/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Gyllti drekinn (Nýja sviðið) Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Sun 11/12 kl. 20:00 Fös 16/12 kl. 20:00 Lau 10/12 kl. 20:00 Fim 15/12 kl. 20:00 5 leikara, 17 hlutverk og banvæn tannpína. sýningum lýkur fyrir jól Elsku barn (Nýja Sviðið) Fös 9/12 kl. 20:00 5.k Lau 17/12 kl. 20:00 aukas Hlaut 7 Grímutilnefningar á síðasta leikári. Aðeins þessar sýningar Jesús litli (Litla svið) Mið 7/12 kl. 20:00 7.k Sun 11/12 kl. 20:00 9.k Fös 16/12 kl. 20:00 Fim 8/12 kl. 20:00 8.k Mið 14/12 kl. 20:00 Sun 18/12 kl. 20:00 Sun 11/12 kl. 17:00 aukas Fim 15/12 kl. 20:00 Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010. Aðeins sýnt fram að jólum Sinfóníuhljómsveit Íslands Örfá sæti laus Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » 528 5050 Stjórnandi: Hannu Lintu Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 1, Sinfónía nr. 2 og Sinfónía nr. 3, Eroica Beethoven-hringurinn I Mið. 7.12. kl. 19:30 Beethoven-hringurinn II Fös. 9.12. kl. 19:30 Stjórnandi: Hannu Lintu Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 4, Sinfónía nr. 5, Örlagasinfónían Árni Heimir Ingólsfsson kynnir efnisskrá tónleikana í tali og tónum. Frítt inn og allir velkomnir. Tónleikakynning í Eldborg - Fim. 7.12 og 9.12 kl. 18.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.