Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 www.gjofsemgefur.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 30 22 Vigdís Hauksdóttir greindi fráþví á þingi í gær að til stæði að fresta gildistöku laga um upptökur á ríkisstjórnarfundum. Sagði hún að þetta hefði komið fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og að ástæðan sem væri gefin væri sú að lögin hefðu verið ófullkomin.    Vigdís sagði þettaeiga við um fjölda annarra mála sem kæmu úr stjórnarráðinu um þessar mundir, að þau væru illa unnin og að þingið þyrfti að stunda lagabætur í stað þess að sinna brýnum málum á borð við endurreisn atvinnulífs og heim- ila landsins.    Formaður nefndarinnar, Val-gerður Bjarnadóttir, brást illa við athugasemdum Vigdísar og sagði það alrangt að hið ónothæfa frumvarp hefði orðið til í stjórn- arráðinu, það hefði verið skrifað af þinginu sjálfu.    Auðvitað er mikill léttir að klúðr-ið sé þingsins, en ekki stjórn- arráðsins. Hins vegar læðist líklega sá grunur að einhverjum að þetta sé eitthvað málum blandið.    Hvernig stendur á því að frestaþarf máli, sem sagt var svo mikilvægt, um tæpt ár vegna smá- vægilegra galla?    Er ekki hægt að lagfæra gallanameð hraði svo að almenningur geti sem fyrst fengið að njóta um- ræðna á ríkisstjórnarfundum?    Eða getur verið að umræður þarséu með þeim hætti þessi miss- erin að heppilegra sé að taka lang- an tíma í lagabæturnar? Vigdís Hauksdóttir Upptökur í uppnámi STAKSTEINAR Valgerður Bjarnadóttir Veður víða um heim 6.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík -2 skýjað Akureyri -14 skýjað Kirkjubæjarkl. -4 skýjað Vestmannaeyjar -1 alskýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn -2 skýjað Ósló -2 snjóél Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki 2 heiðskírt Lúxemborg 3 skýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 5 skúrir Glasgow 1 slydda London 7 heiðskírt París 7 skýjað Amsterdam 3 slydda Hamborg 2 skúrir Berlín 5 skýjað Vín 5 skúrir Moskva 0 skýjað Algarve 18 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg -11 skýjað Montreal 2 snjóél New York 15 alskýjað Chicago 2 alskýjað Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:01 15:38 ÍSAFJÖRÐUR 11:41 15:08 SIGLUFJÖRÐUR 11:25 14:50 DJÚPIVOGUR 10:38 14:59 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að skotárás á bíl í Bryggjuhverfinu Reykjavík 18. nóvember síðastliðinn. Gæslu- varðhaldið er til 8. desember. Maðurinn var handtekinn á föstudag og er talinn vera for- sprakki mótorhjólaklúbbsins Out- laws. Tveir aðrir eru í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur m.a. fram að lögreglan gerði hús- leit á heimili mannsins á föstudag og fann þar afsagaða haglabyssu og haglaskot. Við rannsókn tækni- deildar lögreglu kom í ljós að skot- hylkin voru áþekk þeim sem fund- ust á vettvangi. annalilja@mbl.is Áfram í varðhaldi vegna skotárásar í Bryggjuhverfinu Morgunblaðið/Júlíus Gæsluvarðhald Úrskurður Héraðdóms Reykjavíkur var staðfestur í gær. „Hjáseta fulltrúa framsókn- armanna snýst því hvorki um Sig- urð A. Magnússon né aðra ein- staklinga heldur snýr eingöngu að forgangsröðun fjármuna.“ Þetta segir í yfirlýsingu Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokks, vegna ákvörð- unar Alþingis um að fjölga lista- mönnum sem þiggja heiðurslaun. Í yfirlýsingunni segir að ákvörð- un allsherjar- og menntamála- nefndar að fjölga listamönnum er þiggja heiðurslaun hafi enga efn- islega umræðu fengið í nefndinni og fulltrúi framsóknarmanna í nefndinni hafi ákveðið að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um málið með tilvísan til niðurskurðar á fjár- lögum. Bent er á að árin 2010 og 2011 var ákveðið að fjölga ekki í hópi þeirra er fá heiðurslaun, m.a. vegna niðurskurðar á fjárlögum. Hjáseta snýst ekki um einstaklinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.