Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þúsundir manna efndu í gær til mót-
mæla í miðborg Moskvu, annan dag-
inn í röð, vegna margvíslegra brota,
bæði ofbeldis og talnafalsana, í þing-
kosningunum á sunnudag. Stjórnar-
flokkurinn, Sameinað Rússland, hélt
naumlega meirihluta. Lögreglan í
Moskvu handtók um 250 manns í
gær, þar á meðal Borís Nemtsov,
sem var aðstoðarforsætisráðherra
landsins 1997-1998. Einnig var
þekktur bloggari og andstæðingur
Vladímírs Pútíns forsætisráðherra,
Alexei Navalní, handtekinn og
dæmdur í 15 daga fangelsi.
Um 300 manns voru handtekin á
mánudag er fagnað var fylgistapi
stjórnarliða, spillts flokks „þjófa og
glæpamanna“, hrópaði fólkið. Mörg
þúsund manna liðsauki hermanna
hefur verið sendur til Moskvu til að
vera til taks. Her- og lögreglumenn
voru mun fjölmennari en mótmæl-
endur en einnig voru margir félagar
í ungliðasamtökum Pútíns á staðn-
um.
Alþjóðlegir eftirlitsmenn, þ. á m.
frá Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu, ÖSE, hafa staðfest ásakanir
stjórnarandstæðinga um mikla galla
á kosningunum og Hillary Clinton,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
hvatti Pútín til að láta rannsaka mál-
ið. En utanríkisráðuneytið í Moskvu
sagði ummælin vera „ólíðandi“ og
Dímítrí Medvedev forseti varaði í
gær erlenda aðila við að skipta sér af
stjórnmálum í landinu.
Pútín, sem verður forsetaefni
flokksins í kosningunum í mars á
næsta ári, gerði lítið úr fylgistapinu.
„Já, við töpuðum fylgi og það var
óhjákvæmilegt,“ sagði hann og benti
á að flokkurinn bæri mesta ábyrgð á
ástandinu í landinu. En flokkurinn
væri ekkert spilltari en aðrir.
Fjöldahandtök-
ur í Moskvu
Medvedev varar við afskiptum
erlendra aðila af stjórnmálum Rússa
Reuters
Flokksholl Liðsmenn Sameinaðs Rússlands, flokks Pútíns, á fundi í Kras-
nojarsk í Síberíu í gær. Yfirskrift fundarins var: „Takk fyrir stuðninginn.“
Gerð verður til-
raun í mars í
fangelsi í Pohang
í S-Kóreu með
vélmenni til að
minnka álagið á
fangaverði, að
sögn L.A. Times.
Tækin eru sögð
geta varað við of-
beldi af hálfu
fanga en einnig
séu þau fær um að taka eftir merkj-
um um slæmt sálarástand sem geti
valdið sjálfsvígstilraun. Sem stend-
ur er verið að fínpússa útlit tækj-
anna sem eru á fjórum hjólum, gera
þau manneskjulegri. Tilraunin mun
kosta sem svarar nær 100 millj-
ónum króna. kjon@mbl.is
Vélmenni til að-
stoðar fangavörðum
Væntanlegur
fangavörður.
SUÐUR-KÓREA
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Talíbanar í Afganistan sendu í gær
frá sér yfirlýsingu þar sem þeir for-
dæmdu tvö sjálfsvígstilræði við
helgiskrín sjíta í Kabúl og Mazar-i-
Sharif. Minnst 58 manns létu lífið í
árásunum og yfir 150 særðust.
Sjíta-múslímar héldu í gær Ashura-
daginn hátíðlegan en hann markar
lok 10 daga hátíðar.
Fjöldi fólks kom saman í helgi-
dómum sjíta víða um landið í tilefni
dagsins og söng harmljóð til að
minnast píslarvotts sjíta, Hussein
Alis. Um er að ræða mannskæðustu
árásina í Kabúl í þrjú ár, meðal
fórnarlambanna var fjöldi kvenna
og barna. Engin samtök höfðu í
gær lýst tilræðinu á hendur sér.
Flestir Afganar eru súnní-músl-
ímar, eins og þorri múslíma í heim-
inum en sjíta-múslímar eru einkum
fjölmennir meðal þjóðarbrots
Hazara í Afganistan. Þeir sættu
ofsóknum í valdatíð talíbana og
máttu ekki halda upp á Ashura en
yfirleitt hefur verið lítið um átök
milli trúarhópanna. Nú óttast
menn að breyting verði þar á þótt
ekki sé ljóst hvað veldur henni.
Hamid Karzai, forseti Afganist-
ans, var staddur í Bonn í Þýska-
landi þar sem framtíð Afganist-
ans var til umfjöllunar á
alþjóðlegri ráðstefnu á vegum
Atlantshafsbandalagsins. Hétu
þátttökuríkin í Bonn að veita
áfram aðstoð. En gert er ráð fyrir
að nær allt erlent herlið verði á
brott 2014 og aðstoð við verkefni
á sviði valdeflingar kvenna og öfl-
ugri fjölmiðlunar hefur þegar
dregist saman.
Reuters
Skelfing Fólk á flótta frá sprengjustaðnum í Kabúl, nokkrum sekúndum eftir tilræði sjálfsmorðingjans í gær.
Óttast að tilræði séu
upphaf trúarátaka
Hátt í 60 sjítar í Afganistan féllu í sjálfsvígsárásum
Helg hátíð sjíta
» Á Ashura-hátíðinni minnast
sjítar, sem eru einkum fjöl-
mennir i Íran og Írak, barna-
barns Múhameðs spámanns,
Hussein Alis.
» Ali féll í orrustunni um Kar-
bala í Írak á tíunda degi muh-
arram-mánaðar á sjöundu öld.
» Margir berja sig til blóðs
með svipum og keðjum til að
heiðra píslarvottinn.
Stjórnarandstæðingar telja sig
hafa unnið hálfan sigur á
sunnudag: flokkur Pútíns náði
ekki meirihluta atkvæða, þrátt
fyrir víðtækt og gróft svindl.
Bloggarar segja net, spjall-
síður og smáskilaboð ráða úr-
slitum, nú sé hægt að berjast
með nýjum aðferðum og fylkja
liði. Einokun fjölmiðla, sem nær
allir eru á bandi Pútíns, virki
ekki. „Fésbókarbyltingin“ var
heiti er sjónvarpsstöðin Dozhd,
sem aðallega er rekin á netinu,
kallaði mótmælin á mánudag.
Geta nú fylkt
liði á netinu
„FÉSBÓKARBYLTING“?
Vandamálin vegna evrunnar hafa
dregið mjög úr áhuga Svía á að
taka upp sameiginlega gjaldmið-
ilinn. Kannanastofnunin SKOP
spurði kjósendur í nóvember og
nær 90% eru nú andvíg evrunni,
segir í frétt AFP.
„Stuðningur við evruna hefur
verið að minnka undanfarin tvö
ár,“ sagði Örjan Hultåker, grein-
andi hjá SKOP. „Eitthvað mjög
dramatískt þarf að gerast ef Svíar
eiga að samþykkja einhvern tíma
evruna. Líklega er ekki nóg að hún
verði stöðugur gjaldmiðill.“
Svíar gengu í Evrópusambandið
1995 og samþykktu þá ákvæði um
að taka síðar upp evru. Danir og
Bretar fengu hins vegar und-
anþágu. kjon@mbl.is
SVÍÞJÓÐ
Um 90% vilja ekki
taka upp evru
Gagnaver á Íslandi:
Tækifæri til framtíðar
Málstofa í Háskólanum í Reykjavík,
föstudaginn 9. desember kl. 9-11.
Við pallborð sitja auk
fyrirlesara:
Ómar Benediktsson,
framkvæmdastjóri Farice
Þórður Hilmarsson, forstöðu-
maður Invest in Iceland
Magnús Orri Schram,
þingmaður Samfylkingarinnar
Helgi Þór Ingason, dósent
við Háskólann í Reykjavík
Gestur Gestsson,
forstjóri Skýrr
Fundarstjóri er Magnús
Bjarnason, framkvæmda-
stjóri markaðs- og viðskipta-
þróunar hjá Landsvirkjun.
Málstofan fer fram í stofu
M209.
Aðgangur ókeypis, allir
velkomnir.
Markmið opinna funda
Landsvirkjunar er að stuðla
að gagnsærri og faglegri
umræðu um málefni tengd
starfsemi fyrirtækisins.
Landsvirkjun, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík,
efnir til málstofu og pallborðsumræðna um framtíð
gagnaversiðnaðar á Íslandi.
Gagnaversiðnaður á Íslandi: Möguleikar
og markaðstækifæri
Halldór Sigurðsson, Jr. partner hjá McKinsey
Data Centers: Iceland’s Game to Win or Lose
Isaac Kato, CFO hjá Verne Global
Gagnaversiðnaður á Íslandi: Framtíðarsýn
og aðgerðaáætlun
Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun