Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Íformála bókar sinnar Veiði-sögur segir Bubbi Morteinsað bókin sé „... létt spjall umveiði, ekkert annað, og á ekki að vera neitt annað“. Hér finnst mér Bubbi hógvær. Hann hefur skrifað einlæga bók um sjálfan sig. Og sannarlega er bókin létt spjall um veiði, en hún er líka annað og meira. Enda eru allar góðar veiði- sögur beinagrind þar sem hlust- andinn verður að bæta við eigin hugmyndum. Veiði- sögur Bubba er þroskasaga dellu- karls í veiði og hann tekur lesandann með sér til veiða, gefur af sjálfum sér og deilir með honum reynslu sinni, hugleiðingum og sögum. Bubbi er í heimspekilegum pæl- ingum og eins og margir veiðimenn veltir hann upp spurningunni „Hvers vegna veiði ég?“ Hann setur fram hugleiðingar sínar með skipu- lögðum hætti og nefnir m.a. barátt- una við fiskinn, umhverfið, ána, fé- lagsskapinn og fleira. Í svarinu sleppir hann að nefna það sem hann á öðrum stað í bókinni nefnir, eins og í framhjáhlaupi, hvað saga veiðistað- anna skipti miklu máli. Það er til ein- hver staður á milli rökheimsins, til- finninga og þess sem verður. Það er þess vegna oft þannig að veiðimenn geta ekkert útskýrt fyrir öðrum af hverju þeir veiða, þeir vita það varla sjálfir, þeir halda bara til veiða. Og, af því að veiði er þroskaför þá er möguleiki á því að Bubbi sökkvi sér næst ofan í sögu veiðistaða. Þannig er ástríðuveiði, hún vindur sífellt uppá sig og kallar fram áhuga hjá hverjum veiðimanni á umhverfi sínu. Eins er það með stærð fiska og fjölda. Þegar Bubbi byrjar í laxveiði skiptir fjöldi fiska sem hann landar og drepur mestu máli. Síðar verður hann græjukall. Hjól, stangir og flugur skipta meira máli. Þyngd fiska fer að skipta máli. Bubbi vill hafa þá stóra. Honum finnst t.d. Norðurá ekkert sérstök fyrr en hann sjálfur veiðir þar stóra fiska, þá hækkar áin í áliti hjá honum. Og svo kemur að því að hann fer að sleppa þeim fiskum sem hann veiðir. Og hann gefur undir fótinn með að næsta stig verði að ekki skipti máli hvað fiskurinn er stór heldur að þú hafir fengið hann til að taka. Það sé málið. Og Bubbi gefur sig stemmingunni og tilfinningum á vald í lýsingum. Sumt lýsir ákafa hans, eins og orða- lagið „lax eftir lax tekur fluguna“. Annað hughrifum sem hann verður fyrir við árbakkann, t.d. þegar hann horfir á tjaldshjón með unga í flug- þjálfun. Og svo þegar hann lýsir þeim augnablikum þegar hann verð- ur að halda niðri í sér andanum svo ærandi hávaðinn af eigin and- ardrætti fæli ekki burt allan fisk. Þetta skilja allir veiðimenn. En Bubbi er líka EGÓ. Það er vottur af hneykslun á þeim sem ekki eru á sama stað og hann í veiði- þroska. Þeim sem veiða á beitu og þeim sem veiða í gullfiskabúri. Og hann þolir illa þá sem eiga það til að væta kverkarnar með lífsins vatni. Þetta er ekki fyrir Bubba. Hann hnýtir líka í bændur fyrir að vilja há- marka arð sinn af ánni. Hér á hann sitthvað ólært um hvað við erum mismunandi. Maður kynnist öðru fólki vel við veiðar. Ég veit ekki hvort það er til- viljun að sagan af eiginkonu Bubba veiða maríulax er í bókinni, en mér finnst hún vera fallegasta sagan. Ef ég hefði verið viðstaddur þá athöfn hefði sú hugsun farið í gegnum haus- inn á mér að í þessari manneskju er eitthvað svo yndislega gott. Mig grunar að hún sé sá stærsti sem Bubbi hefur krækt í. Frágangur bókarinnar er að- standendum hennar til mikils sóma. Hér er ekkert of eða van. Bækur eiga að vera fallegar. Og þetta er fal- leg bók. Útlit, sem var í höndum Jóns Ásgeirs Hreinssonar, og mynd- ir Einars Fals Ingólfssonar gera þessa bók mjög eigulega. Auk þess gefa myndir úr fjölskyldualbúmi höfundar persónulega skírskotun. Í þessari bók hefur Bubba Mort- hens tekist að skrifa góða bók um veiði sem óhætt er að mæla með. Bubba finnst gaman að segja frá og hann er góður sögumaður. Sögurnar eru hnitmiðaðar og halda athygli les- andans. Mér kæmi ekki á óvart að þessi bók yrði í nokkrum jólapökk- um. Þroskasaga veiðimanns Ljósmynd/Einar Falur Bubbi veiðir í Aðaldal „Bubba finnst gaman að segja frá og hann er góður sögumaður. Sögurnar eru hnitmiðaðar og halda athygli lesandans.“ Veiðisögur bbbbn Eftir Bubba Morthens. Einar Falur Ingólfsson tók ljósmyndir. Salka, 2011. 159 bls. SÖLVI ÓLAFSSON BÆKUR Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er mjög stoltur yfir því hversu mikill metnaður hefur verið settur í þessa útgáfu af hálfu Senu,“ segir Björgvin Halldórsson söngvari um safnkassann Gullvagninn sem kom- inn er út. Í kassanum er að finna tæplega 90 lög á fjórum geislaplöt- um auk DVD-disks með upptöku af afmælistónleikum Björgvins frá því í vor sem leið. Á löngum ferli sínum, sem hófst árið 1967, hefur Björgvin sungið hátt í þúsund lög eftir bæði sjálfan sig og aðra sem ratað hafa inn á 53 plötur. Aðspurður viðurkennir Björgvin að valið á lögunum fyrir Gullvagninn hafi verið erfitt enda úrvalið mikið og því hafi verið gott að fá þá Eið Arnarsson og Höskuld Þór Hösk- uldsson til liðs við sig. „Við fórum þá leið að þematengja diskana,“ segir Björgvin, en fyrsti diskurinn er helg- aður söngvaranum Björgvini, sá næsti dúettum sem hann hefur sung- ið, þriðji diskurinn gefur mynd af þeim fjölmörgu hljómsveitum sem Björgvin hefur verið í og á síðasta disknum er lagahöfundurinn í for- grunni. Plata með frumsömdu efni væntanleg jafnvel á næsta ári „Það hefði hæglega verið hægt að setja saman fleiri þematengda diska, t.d. einvörðungu með jólalögum, ætt- jarðarlögum, barnalögum, ást- arlögum, sjómannalögum eða trúar- legum lögum,“ segir Björgvin og tekur fram að sig langi reyndar til að gefa út plötu með úrvali af þeim gospel-lögum sem hann hafi sungið í áranna rás. Aðspurður segir hann allt efni í Gullvagninum vera áður út- gefið hérlendis nema lagið Casanova Jones sem gefið var út á tveggja laga plötu undir merkjum Hot Ice í Bret- landi, en hljómsveitin var auk Björg- vins skipuð Magnúsi Þór Sigmunds- syni og Shady Owens. „Auk þess eru á DVD-disknum lög sem ég hef ekki áður flutt opinberlega,“ segir Björg- vin. „Ég hef í gegnum tíðina fyrst og fremst litið á mig sem söngvara og framleiðanda. Ég hef samt alltaf ver- ið að setja saman lög og mætti kannski gera meira af því,“ segir Björgvin og tekur fram að hann hafi reyndar ávallt verið duglegur að taka upp eigin lög án þess þó að gefa þau út, enn sem komið er. „Það er stefnan að gefa út plötu einvörðungu með eigin efni, kannski á næsta ári.“ Spurður hvað sé framundan hjá sér segist Björgvin vera að vinna að þremur plötum, ýmist sem söngvari eða framleiðandi. Ekkert jafnast á við sveitaball „Svo eru ýmis önnur verkefni á teikniborðinu og bara spurning í hvaða röð maður tekur þau. Mig langar á næsta ári til að fara um landið og spila eins og maður gerði í gamla daga, bæði hefðbundna tón- leika og kannski stöku sveitaball enda er missir að sveitaböllunum því þetta er sá vettvangur sem margir af mínum félögum og samtíðarmönnum spruttu upp úr, enda jafnast ekkert á við gott sveitaball eins og segir í texta Ómars Ragnarssonar.“ Ekki er hægt að sleppa Björgvini án þess að inna hann eftir því hvern hann telji galdurinn á bak við rúm- lega fjörutíu ára farsælan tónlistar- feril vera. „Ég held að ástin á tónlist- inni haldi manni gangandi. Auðvitað þroskast röddin með aldrinum og fer sínar eigin leiðir. Þá er bara að reyna að fylgja henni og fara vel með hana,“ segir Björgvin og tekur fram að það sé hins vegar ekkert laun- ungarmál að hann hafi alltaf haft mikið yndi af því að syngja. „Það jafnast ekkert á við það að koma fram þegar allt heppnast með fullan sal af fólki sem líkar það sem maður er að gera. Það er topp- urinn. Lifandi flutn- ingurinn er svo sérstakur, gerist bara einu sinni og aldrei eins aftur. Það er þetta töfra- augnablik sem maður lifir fyrir.“ Ást á tónlistinni er drifkrafturinn  Gullvagninn nefnist nýútkominn safnkassi með flutningi Björgvins Halldórssonar í gegnum tíðina  Björgvin hefur sungið hátt í þúsund lög sem komið hafa út á 53 plötum á árunum 1969-2011 Sviðsljósið Ein þeirra fjölmörgu hljómsveita sem Björgvin Halldórsson hefur sungið með er Brimkló. Aðrar þekktar hljómsveitir eru Flowers, Ævintýri, Hljómar, Change, HLH flokkurinn og Hjartagosarnir. Aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag á Gull- vagninum segir Björgvin ómögulegt fyrir sig að gera upp á milli þeirra. „Öll lögin í þessum kassa eru í uppáhaldi og mér mjög kær, því ég bind sterkar minningar úr eigin lífi við þau. Þegar ég heyri lögin þá man ég hvenær lögin voru hljóðrituð og hvað var að gerast í lífi mínu á þeim tímapunkti.“ Vekja minningar ÓMÖGULEGT AÐ GERA UPP Á MILLI LAGANNA Björgvin Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.