SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 18
18 18. desember 2011 Einhvern tímann þegar Snorriheitinn Hallgrímsson prófessorhafði verið í Grímsá og veittlítið varð honum að orði að Grímsá væri „treg eins og drottningu bæri að vera“. Mér hefur ekki reynst Grímsá vera tregari en aðrar ár og hef þó veitt víða. En ég tek undir með Snorra, að Grímsá er sannkölluð drottning. Mér hefur alltaf fundist hún vera drottning íslenskra laxveiðiáa. Þar veiddi ég minn fyrsta lax, barn að aldri, og í engri á hef ég veitt eins mikið eða jafn- lengi. Það mynduðust snemma tengsl við Grímsá sem eru varanleg þótt ég veiði því miður lítið í ánni í seinni tíð.“ Sá sem hér segir frá er Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Íslands, en hann fór að veiða í Grímsá með föður sínum, Hermanni Jónassyni, fyrr- verandi forsætisráðherra, á árunum fyrir síðari heims- styrjöld. Veiddu þeir feðgar ásamt fleir- um á svokölluðum Hestsveiðum og tóku auk þess Laxfoss á leigu, en Reykholts- kirkja átti hann. Steingrímur veiddi í Grímsá í ein 25 ár alls og hefur séð og reynt margt á bökkum hennar. Hann var fyrst spurður hvernig þetta bar til. „Faðir minn var forsætisráðherra og vildi ekki vera leigutaki árinnar, en hann var í hópi nokkurra sem slógu sig saman, en leigutakinn var Björn E. Árnason endurskoðandi. Faðir minn veiddi aðallega með Valtý Blöndal bankastjóra og Skúla Guðjónssyni, pró- fessor í Árósum. Þannig var, að ánni var skipt upp meðal eigenda samkvæmt meðalveiðitölum fimm ára í senn og með því móti fengu félagarnir fimmtíu daga af níutíu á þessum tilteknu svæðum, svo skiptu þeir með sér dögum og seldu einnig nokkuð.“ Allt laust við kapphlaup um tíma Manstu eftir fyrstu ferðunum? „Já, já, hvort ég man. Ég var eitthvað um tíu ára gamall, á árunum 1936 til 1938, og ég veiddi fljótt fyrsta laxinn minn. Ég fékk þarna fyrstu stöngina mína, faðir minn var að minnka við sig og rétti mér 16 feta Milward-stöng og á þetta var settur maðkur, enda þýddi lítið fyrir mig að eiga við flugu með slíkum tækjum. Svo vorum við pabbi einn dag- inn fyrir ofan brúna hjá Fossatúni, hann var í rennunum þar fyrir ofan, en ég fékk að fara niður á klapp- irnar við Hörgshyl og renna þar í hyldjúpan stokkinn. Þar liggur stundum lax og fyrir kemur að menn fá þar einhverja veiði. Svo tók faðir minn allt í einu eftir því að ég var horfinn af klettunum og fylltist hann þá kvíða og fór að svipast um eftir mér. Hann fann mig þá fyrir neðan brúna, lax hafði tekið og ég varð að fara á eftir honum niður fyrir. Ég var rétt nýbúinn að drasla laxinum á land þegar föður minn bar að. Þetta var góður lax, ein 7-8 pund. Því miður á ég ekki þessa stöng lengur, en geymi hins vegar vel aðra fjórtán feta sem tók við af þeirri sextán feta. En eftir þetta fór vegur minn vaxandi, ég fékk oft að dorga í ná- munda við karlana og fékk stundum veiði.“ Oft heyrir maður talað um að dvöl við veiði í Grímsá hafi verið sér- staklega afslappandi og heimilisleg, staðfestir þú þetta? „Já, það geri ég. Þetta var allt saman gersamlega laust við kapphlaup um tíma, veiðistaði og afla sem nú tíðkast því miður allt of víða. Ég var þarna fyrst um sinn aðallega með föður mínum, prófessor Skúla og Valtý bankastjóra eins og ég sagði áðan. Ég get lýst venjum þeirra í nokkuð stuttu máli. Skúli var af- ar árrisull, fór venjulega á fætur klukkan fimm á morgnana og þar sem ég svaf venjulega frammi í sófa vaknaði ég við Skúla og fór þá gjarnan á stjá með hon- um. Við röltum yfirleitt í rólegheitum niður í Lambaklettsfljót eða Laxfoss. Það var unun að vera með Skúla, hann var mikill fluguveiðimaður og segja má að ég hafi ekki síður lært mín veiðivísindi af honum en föður mínum þótt ég hafi verið minna með honum og nefndi hann fyrstan einungis vegna þess að hann fór jafnan fyrst á fætur. Þá var Skúli afar næmur á náttúruna, fagurt umhverfið og ána sjálfa. Oft fór svo, að Skúli settist á klettinn fyrir framan Laxfoss og fór með vísur. Hann var hagyrðingur góður og margar af vísunum runnu fullgerðar upp úr honum á staðnum. Næstur á kreik fór faðir minn, yfirleitt milli sjö og átta. Hann var frábær veiði- félagi og fimur veiðimaður, sérstaklega næmur á ána og umhverfið og mikill náttúruskoðandi. Síðastur á fætur fór Valtýr, eða svona um klukkan tíu að jafnaði. Hann var allt önnur veiðimann- gerð. Hann rölti venjulega upp í Svarta- stokk, settist þar á litla syllu úti í hólm- anum og dorgaði. Fékk sinn lax og rölti þá til baka og lagði sig aftur. Hann tók það afar rólega og sagði að pabbi og Skúli myndu drepa sig á öllum látunum, en samt höguðu örlögin því þannig að hann fór þeirra fyrstur. Valtýr reyndi og oft í Kerunum fyrir ofan Myrkhyl, lærði á þau og fékk þar oft veiði … Mikil og eftirminnileg glíma Ég dró fjölmarga laxa úr Laxfossi, en einn sem ég missti þar er sérstaklega minnisstæður eins og svo oft vill verða með þessa sem maður nær ekki á land. Ég var með Blue Charm númer 6 og það kom mikill lax á hjá mér. Miklu minni en sá sem sonur minn glímdi við á Heimaflötinni að vísu, en fiskur í kring- um tuttugu pund þó. Og afar sterkur. Hann tók fljótlega strikið yfir og niður með klöppinni og ég mátti vaða yfir strenginn fyrir neðan Laxfoss til að standa skikkanlega að vígi. Laxinn braust upp eftir á ný og þá mátti ég ösla sömu leið til baka. Alls óð ég illvæðan og stórgrýttan strenginn fjórum sinnum og þeir skemmtu sér konunglega Vil- hjálmur Lúðvíksson og Stefán Jónsson, sem sátu uppi á klettum og fylgdust með. Ég var orðinn holdvotur. Loksins fannst mér að hlutirnir væru farnir að ganga upp hjá mér, laxinn var kominn á stóru flötina við klettinn og aðstaðan því batnandi. En svo tók ég eftir því allt í einu, að stór lax var alltaf að stökkva úti í strengnum og í hvert skipti kippti í línuna hjá mér. Samt var þessi fiskur hvergi nærri þeim stað þar sem línan mín lá ofan í vatnið og ég taldi minn lax vera. Þetta var þó augljóslega einn og sami fiskurinn og aftur mátti ég vaða út og djúpt. Er ég nálgaðist festuna tókst mér að greina gaddavírsflækju sem línan lá undir. Var hún strengþanin þar og laxinn að ólmast úti í streng. Mér tókst að lokum að smeygja stönginni undir gaddavírinn, en á meðan var línan slök og þegar búið er að þreyta lax lengi er venjulega farið að losna um fluguna. Enda losnaði hann af fljótlega eftir að jarðsamband var komið á milli okkar aftur. Þetta var mikil og eftirminnileg glíma, ein af þeim sem ekki gleymast og ylja í minningunni.“ Það mynduðust snemma tengsl við Grímsá sem eru varanleg Á dögunum kom út bókin Grímsá og Tunguá og fjallar um þær perlur íslenskra laxveiðiáa. Rit- stjóri bókarinnar er Guðmundur Guðjónsson, en Einar Falur Ingólfsson hefur tekið fjölda ljós- mynda sem prýða bókina. Hér birtist kafli úr bókinni, en um er að ræða viðtal sem tekið var við Steingrím Hermannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra Íslands, árið 1987, í tilefni þess að hann veiddi í Grímsá um árabil. Veiðimaður þreytir lax vestan við Laxfoss. Yfir fossinum gnæfir veiðihúsið kunna sem Ernest Schwiebert teiknaði. Við hlið hússins fannst Steingrími fossinn verða eins og flúð. Ljósmynd/Einar Falur Veiðimaður kastar flugu sinni á Oddstaðafljót, einn gjöfulasta veiðistað Grímsár rétt fyrir neðan ármótin við Tunguá. Dökki flekkurinn efst í hylnum er væn laxatorfa. Ljósmynd/Einar Falur Steingrímur Hermannsson með glæsilegan afla við Lambaklettsfljót.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.