SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 37
18. desember 2011 37 Hvenær kemur jólaandinn yfir mann? Við fjölskyldanvorum að velta þessu fyrir okkur um daginn, vorumsammála um það að þegar krakkarnir voru yngrikom jólaandinn yfir okkur á aðfangadagsmorgun þegar við keyrðum út pakka og jólakort til vina og vandamanna. Eða kannski seint á Þorláksmessukvöld þegar við skreyttum jólatréð, æskuvinur minn talaði alltaf um að jólin væru komin þegar hann fann lyktina af eldaðri rjúpu. Einhvern tímann var hann erlendis og fékk enga rjúpu og fann ekki jólaandann, kannski var fjarlægðin við fjölskylduna líka ástæðan. Í tengda- fjölskyldunni minni finnst öllum jólin vera komin þegar fjöl- skyldan hittist og gerir laufabrauð. Eftir að hafa velt þessu tals- vert fyrir mér vissi ég að undanfarin 10 ár kom jólaandinn alltaf yfir mig og innri friður eftir kvöldmat á Þorláksmessu, þeg- ar skötuvertíðin var búin og rjúpusúpan farin að malla í stóra pottinum og þessir tveir dásamlegu ilmar blönduðust saman. Stemmingin þegar krakkarnir okkar, Jón Pétur bróðir minn, Guðni Ásgeirsson, Rúnar Larsen og fleiri starfs- menn sem unnu á Friðrik V í gegnum árin gerðu allt klárt til þess að óska gestum í miðbæ Akureyrar gleðilegra jóla í nafni veitingastaðarins með rjúkandi rjúpusúpu. En hitt er þó ekki síðri siður sem ég er stoltur af, það er að segja skötuát á Þorláksmessu. Þegar ég var að læra voru þetta einstaka sérvitringar sem borð- uðu skötu í bakherbergjum veitingastaða í óþökk annarra viðskiptavina. Núna er enginn maður með mönnum nema að skella sér í skötu og allir veit- ingastaðir eru þétt bókaðir langt fram á kvöld, Úlfar á Þremur frökkum er sennilega fremstur meðal jafningja í að skapa þessa hefð sem yngri fagmenn hafa tekið fagnandi hvort sem um er að ræða fína veitingastaði eða hádegisstaði og á hann þökk skilið fyrir það. Þessi siður er samt ekki eins framandi eins og við höldum, Norðmenn eiga lutfisk sem lyktar mun verr en hann smakkast og þeir gera í því að hann lykti sem mest, ég hef meira að segja heyrt að þeir kjósi að nota löngu frekar en þorsk, þar sem lyktin af henni er kröftugri eftir verkun, rétturinn er borin fram með soðnum kartöflum, mauksoðnum baunum, fleski og lefsubrauði. Svíar eiga surströmming sem er gerjuð niðursoðin síld upp- runnin í Norður-Svíþjóð, niðursuðudósirnar eru iðulega svo þrútnar að best er að opna þær ofan í vatni til að slettist ekki út um allt, lyktin er svo megn að víða er bannað að njóta þessa góðgætis í fjölbýlishúsum, en síldin er svo borin fram með soðn- um kartöflum, sænsku brauði og smjöri. Allir eiga þessir réttir það sameiginlegt að verða enn betri ef drukkin er með þeim snafs af ákavíti, brennivini eða öðrum guðaveigum. Mig langar að hrósa öllum þeim veitingamönnum sem stoltir bera fram skötu á Þorláksmessu og öllu því fólki sem notfærir sér þá í staðinn fyrir að elda skötuna heima með tilheyrandi veseni. Ég er ekki frá því að ég hafi hér í þessum pistli komist að þeirri niðurstöðu að jólaandinn komi yfir okkur Íslendinga með skötunni. Gleðilega eldamennsku yfir hátíðirnar. ’ Einhvern tím- ann var hann erlendis og fékk enga rjúpu og fann ekki jólaandann, kannski var fjar- lægðin við fjölskyld- una líka ástæðan. Matarþankar Friðrik V Núna er enginn maður með mönn- um nema að skella sér í skötu og allir veitingastaðir eru þétt bókaðir langt fram á kvöld. Morgunblaðið/Ernir Margir gleðja vini og ættingja með því að bjóða þeim í skötu á Þorláksmessu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaandinn kemur með skötunni BÓK FYRIR ÞÁ SEM LESA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT!KATTARGLOTTIÐ, fyrsta smásagnasafn Benedikts Jóhannessonar, er komið út. Bókin hefur vakið nokkra athygli enda sést hér ný hlið á Benedikt sem hefur um árabil skrifað greinar í blöð og tímarit. Sögurnar fjórtán eru af ýmsu tagi og eiga nánast það eitt sameiginlegt að vera stuttar. Þó má segja að margar söguhetjur lendi í óþægi- legri aðstöðu sem þær basla við að koma sér útúr með misjöfnum árangri. Á nánast hverri síðu leynist lítil moli sem hægt er að velta fyrir sér og hafa gaman af. Lesendur hafa lýst því að þeir hafi skellt upp úr við lesturinn meðan aðrir kíma í hljóði. Sumar sögurnar hafa sakleysislegt yfirbragð en grunsemdir vakna um að ef til vill búi eitthvað dýpra að baki. Stundum er sögusviðið Reykjavík nútímans, en í öðrum sögum er komið við í Stokkhólmi og New York sem og ókennilegum stöðum sem erfitt er að festa hönd á hvar eru. HEIMUR HF. Borgartún 23, 105 Reykjavík. Sími: 512 7575

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.