SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 34
34 18. desember 2011 Kjartan Ólafsson, fyrrverandiframkvæmdastjóri Sósíal-istaflokksins og ritstjóriÞjóðviljans, gerir í Morg- unblaðinu 11. desember 2011 ýmsar at- hugasemdir við bók mína, Íslenska kommúnista 1918-1998. Ekki eru þær þó um neitt, sem ég hafi beinlínis missagt, heldur um hitt, hvernig túlka skuli heimildir og líta á liðna tíð. Kommúnistaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn Kjartan viðurkennir, að tveir for- ystumenn íslenskra sósíalista, þeir Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósepsson, hafi alla tíð viljað náin tengsl við Ráðstjórn- arríkin. Þetta „gefur ekki til kynna“, segir Kjartan hins vegar, „að þeir hafi verið „erindrekar erlends valds“ eins og nýlega var fullyrt, enda verður hvergi séð að þeir hafi verið líklegir til að ganga erinda Sov- étríkjanna gegn íslenskum hags- munum.“ Ekki verður um það deilt, að gamli kommúnista- flokkurinn (1930- 1938) rak erindi erlends valds, enda var hann deild í Komintern, Alþjóðasambandi kommúnista, og laut reglum þess. Engar heimildir hafa fundist um, að flokkurinn hafi fengið undanþágur frá þeim verk- efnum, sem byltingarflokkur skyldi sinna. En ég skal hér nefna nokkur dæmi þess, að forystumenn Sósíalistaflokksins (1938-1968) hafi í erindrekstri fyrir hina alþjóðlegu kommúnistahreyfingu gengið gegn íslenskum hagsmunum. Gengu gegn íslenskum hagsmunum Í stríðsbyrjun upplýsti blað sósíalista, Þjóðviljinn, sem var þá undir ritstjórn Einars Olgeirssonar, um strangleynilegt samkomulag Breta og Íslendinga um viðskipti, sem tók mið af hafnbanni Breta á Þýskalandi Hitlers. Þetta var stórhættulegt íslenskum hagsmunum: Með því egndu sósíalistar Þjóðverja til árása á íslenska skipaflotann og til hefndarráðstafana að stríði loknu. Sósí- alistar fylgdu þá þeirri línu frá Moskvu, að stríðið væri aðeins stríð tveggja jafn- vondra auðvaldsríkja og Chamberlain engu betri en Hitler. Þá höfðu Stalín og Hitler skipt með sér Mið- og Austur- Evrópu. Annað dæmi er, að Þjóðviljinn ham- aðist gegn breska hernámsliðinu, svo að sumum forystumönnum Sósíal- istaflokksins þótti nóg um, til dæmis Áka Jakobssyni. Börðust Einar Olgeirs- son og aðrir sósíalistar fyrir því vorið 1941, að fiskflutningum til Bretlands yrði hætt, en þeir voru lífsnauðsynlegir Bret- um, sem þá stóðu nær einir síns liðs gegn Hitler, en einnig mikilvægir Ís- landi. Einnig reyndu sósíalistar að efna til illinda milli breska herliðsins hér og íslenskra verkamanna. Þeir hvöttu breska hermenn jafnvel til að óhlýðnast fyrirmælum yfirmanna sinna. Þriðja dæmið er, þegar Einar Olgeirs- son hafði tal af sendimanni ráðstjórn- arinnar í Reykjavík í ársbyrjun 1947 og lagði til, að ekki yrði sam- ið um viðskipti milli Ís- lands og Ráðstjórnarríkj- anna, enda gæti það orðið til að fella þáverandi rík- isstjórn, sem Sósíal- istaflokkurinn var í and- stöðu við. Fjórða dæmið er, þegar sósíalistar börðust harka- lega gegn því, að Íslend- ingar fengju aðild að Mars- hall-áætlun Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja, sem var mikilvæg til að auðvelda milliríkja- viðskipti, jafnframt því sem Bandaríkjastjórn lagði fram stórfé til fram- kvæmda á Íslandi. Fimmta dæmið er, þegar þingmenn Sósíal- istaflokksins fengust ekki 1961 til að mótmæla kjarnorkuvopnatilraunum Moskvumanna í Norður-Íshafi, en veru- leg hætta var talin stafa af þessum til- raunum. Fylgdu línunni frá Moskvu Ég kann aðeins eitt dæmi um það, að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki farið eftir línunni frá Moskvu: Hann var ófáanlegur til að fordæma þá valdaflokka komm- únista, sem fallið höfðu í ónáð í Moskvu, til dæmis hinn júgóslavneska, albanska og kínverska, en allir héldu þeir uppi grimmilegri harðstjórn. Má segja, að þar hafi Sósíalistaflokkurinn verið komm- únískari en sjálfur móðurflokkurinn í Moskvu. Síðan má bæta við sjötta dæminu að Sósíalistaflokknum gengnum: Alþýðu- bandalagsmenn héldu því iðulega fram á níunda áratug, eftir að Kremlverjar höfðu stóraukið vígbúnað sinn í Evrópu, að í Keflavík væri árásar- og kjarn- orkustöð. Með því egndu þeir Kreml- verja í raun gegn Íslandi svipað og sósí- alistar höfðu egnt Þjóðverja í stríðsbyrjun. Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu 1968 hættu flestir talsmenn Alþýðubandalags- ins að verja Kremlverja opinberlega. En eins og Kjartan Ólafsson rifjar sjálfur upp, tóku þeir þá sumir til bragðs að leggja Kremlverja að jöfnu við Banda- ríkjastjórn, svipað og sósíalistar höfðu gert í upphafi stríðs, þegar þeir töldu engan mun á Hitler og Chamberlain. Slík misnotk- un jafnaðarmerkisins er ekki aðeins röng sögulega, heldur líka siðferðilega. Jafnframt börðust sömu menn jafnan gegn hags- munum Vesturveldanna á alþjóðavettvangi. Enn frem- ur má minna á ofsafengin skrif Magnúsar Kjart- anssonar, ritstjóra Þjóðvilj- ans, til stuðnings komm- únistum í Víetnam og Kambódíu. Hvor er trúverðugri: Einar eða Kjartan? Kjartan Ólafsson telur, að ekki eigi að taka mark á skýrslu 1972 frá aust- urþýskum sendimanni, sem skrifaði það upp eftir Einari Olgeirssyni, að ýmsir nafngreindir forystumenn Al- þýðubandalagsins, þar á meðal Svavar Gestsson, vildu endurnýja tengsl við Ráðstjórnarríkin og önnur ríki Varsjár- bandalagsins, sem slitnað hefðu 1968. Vissulega sagði Einar Olgeirsson ekki alltaf satt. Hann fullyrti til dæmis í blaðaviðtölum 1979, að íslenskir komm- únistar hefðu aldrei tekið við fé frá Moskvu, eins og Þór Whitehead hafði þá skýrt frá í bók. Í ótal skjölum frá Moskvu kemur hins vegar fram, að Einar tók sjálfur oft við fé þaðan. En ef hæpið er að treysta Einari Ol- geirssyni þegar árið 1972, eins og Kjartan Ólafsson segir, hvað má þá segja um tveggja binda minningar, sem skráðar voru eftir honum 1980 og 1983? Hér læt ég nægja að benda á, að deilan er ekki á milli mín og Kjartans Ólafssonar, heldur á milli Einars Olgeirssonar og Kjartans. Í þeirri deilu hef ég ekkert dómsvald og því tilgangslaust að reka hana gegn mér í Morgunblaðinu. Afstaða Svavars Gestssonar Þótt Alþýðubandalagið sliti opinberlega tengsl við Ráðstjórnarríkin og önnur ríki Varsjárbandalagsins 1968, héldu ýmsir forystumenn þess, þar á meðal formaður þess 1977-1980, Lúðvík Jósepsson, góðu sambandi við valdhafa þessara ríkja, eins og Kjartan Ólafsson viðurkennir. Getur Kjartan trútt um talað, þar eð hann var einmitt varaformaður Alþýðubandalags- ins í formannstíð Lúðvíks. Kjartan Ólafsson telur hins vegar, að formaður flokksins 1980-1987, Svavar Gestsson, hafi ólíkt Lúðvík ekki viljað endurnýja tengslin við Varsjár- bandalagsríkin. Heimsókn hans til Moskvu 1981, sem ég nefni í bók minni, hafi verið kurteisisheimsókn. En Kjart- an getur þess ekki, sem fram kemur í bók minni, að þetta var samkvæmt skjölum í Moskvu flokksboð undir yf- irskini opinberrar heimsóknar. Mið- stjórn kommúnistaflokks Ráðstjórn- arríkjanna ákvað 29. ágúst 1980 að bjóða Svavari austur, og þekktist hann boðið. Hvernig kemur það heim og saman við fullyrðingu Kjartans um andstöðu Svavars við endurnýjuð tengsl austur fyrir? Skyldi Einar Olgeirsson vera trúverðugri heimildarmaður um afstöðu Svavars en Kjartan vill vera láta? Kjartan segir líka, að Svavar Gestsson hafi hætt námi í marxískum fræðum í Austur-Þýskalandi vorið 1968 vegna óánægju með stjórnarfar þar. En hvers vegna kemur allt annað fram í aust- urþýskum skjölum, eins og ég rek í bók minni? Og hvers vegna sagðist Svavar í sjónvarpsviðtali 1995 hafa forðum verið í Humboldt-háskólanum, þegar sann- leikurinn var sá, að hann var í æðsta flokksskóla miðstjórnar austurþýska kommúnistaflokksins? Meira máli skipti þó, að Svavar Gests- son hafði eftir 1968 tengsl við ýmsa valdaflokka kommúnista, til dæmis kommúnistaflokk Rúmeníu. Lét Svavar meira að segja þá von í ljós opinberlega, að einræðisherrann alræmdi, Nicolae Ceausescu, yrði til að sameina hina al- þjóðlegu kommúnistahreyfingu. Svavar hafði ekki áhyggjur af hinum kúguðu, heldur af sundrungu í röðum kúg- aranna. 1989 sagði friðarsinninn Svavar Gestsson á samkomu, að helst vildi hann fara suður til Afríku eða Níkaragva til að „berjast með félögunum“. Og 1998 þekktist Svavar heimboð kúb- verska kommúnistaflokksins ásamt fleiri áhrifamönnum í Alþýðubandalag- inu. Þá voru Kúba og Norður-Kórea einu hreinræktuðu kommúnistaríkin eftir í heiminum. Talið er, að um 30 þúsund manns hafi beinlínis týnt lífi af völdum kúbverskra kommúnista, tug- þúsundir manna hafa þar setið í fangelsi Erindrekar erlends valds Óslitinn þráður: Brynjólfur Bjarnason, formaður Kommúnistaflokks Íslands 1930-1938, Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins 1939-1968, og Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins 1977-1980. Myndin er tekin á landsfundi Alþýðubandalagsins. Svar við athuga- semdum Kjartans Ólafssonar Hannes Hólmsteinn Gissurarson Svavar Gestsson hafði tals- verð samskipti við komm- únistaflokka Rúmeníu og Kúbu eftir 1968, síðast haustið 1998, er hann fór í boðsferð til Kúbu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.