SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 43
18. desember 2011 43 langt komin. Heilu svæðin á eftir að skrá. Sveitarfélögin kosta oftast skráninguna í sambandi við aðalskipulag og því miður hafa mjög fáir sýnt áhuga á upplýsing- unum til að vinna með þær áfram, sem er synd.“ Við lestur bókarinnar má sjá að sjónum er meira beint að ákveðnum svæðum en öðrum; til að mynda koma svæði í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, Reykjadalur, Að- aldalur og Mývatnssveit mikið við sögu, á meðan til dæmis Snæfellsnes er ekki eins áberandi. Er það vegna þess að forn- leifaskráning er mislangt á veg komin á þessum svæðum? „Það er hluti af skýringunni. Svo er mín persónulega sýn líka áberandi í bók- inni. Í þessari vinnu safnar maður í sarp- inn. Á sumum svæðum landsins hef ég gengið um allt, nánast um hverja jörð. Það situr í huganum. En það er rétt að hvergi á landinu hafa verið gerðar jafn miklar fornleifarannsóknir á afmörkuðu svæði og í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar hefur verið unnið tiltölulega vel að forn- leifaskráningu á sumum svæðum og svo hafa töluvert stór alþjóðleg uppgraft- arverkefni verið í gangi en þau eiga rætur að rekja til fornleifauppgraftar á Hof- stöðum í Mývatnssveit sem vatt upp á sig. Nýtt svið opnast í landslaginu Birna segist hafa byrjað að vinna á þess- um vettvangi árið 1999. Þá var hún send út með GPS tæki, blað og blýant, að skrá mannvistarleifar. „Mér hefur alltaf þótt það ótrúlega sterk upplifun að vera úti að ganga og teikna upp rústir,“ segir hún. „Það ættu allir að fá að upplifa þessa til- finningu, þegar nýtt svið í landslaginu opnast.“ Birna segir tilviljun hafa ráðið því að hún fór út í fornleifafræði. „Mig langaði bara til að vinna úti en eftir fyrsta daginn var ég heilluð og fannst ég ótrúlega heppin; mig grunaði ekki að til væri svona frábær vinna. Ég hef alltaf verið meira í skráningu en uppgreftri en þetta eru mjög ólík fyrirbæri. Ég er heilluð af hinu sögulega samhengi í landslaginu.“ Hún er því sífellt að leita með augunum í landi sem getur falið leyndardóma eins og rústir, grjótgarða og mógrafir. „Já, alltaf að horfa og líta í kringum mig. Það getur verið hættulegt þegar maður er akandi úti á vegum,“ segir hún og brosir. Hún segir líka ánægjulegt að finna minjar og ekki bara í uppgröftum. „Það er ótrúlega gaman að finna fallega gripi en líka þegar maður er úti í nátt- úrunni að skrá minjar. Áður en maður fer á staðina aflar maður venjulega upplýs- inga, úr örnefnaskrám, jarðabókum og slíku, og veit þá nokkurnveginn á hverju maður á von. En það kemur oft fyrir að gengið sé fram á minjar sem hvergi er getið um í heimildum og enginn virðist hafa vitað af. Þannig hef ég til dæmis nokkrum sinnum gengið fram á á skála með víkingaaldarlagi sem enginn virðist hafa vitað af og hvergi er getið um. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og ágætis dæmi um að fortíðin er ekki jafn vel þekkt og margir vilja vera láta.“ ’ Það kemur oft fyrir að gengið sé fram á minjar sem hvergi er getið um í heimildum og enginn virðist hafa vitað af. Birna Lárusdóttir, höfundur bókarinnar Mannvist – Sýnisbók íslenskra fornleifa. Hún er hér við bæjarhólinn á Siglunesi við mynni Siglu- fjarðar. Hóllinn er stór, alls 70 - 80 metrar í þvermál og víðast hver um tveggja metra þykkur. Hæsti hluti bæjarhólsins heitir Öskuhóll. Ljósmynd/Ramona Harrison Kumlbúi í Hringsdal í Arnarfirði. Hann var með alvæpni, sverð til vinstri handar, skjöld við hægri hlið og spjót að auki. Maðurinn var 35 til 40 ára þegar hann lést. Ljósmynd/Hilmar Einarsson Rústir húsa og túngarðs í Húshólma í Ög- mundarhrauni. Árið 1511 kaffærði hraun flest hús og mannvirki þarna en tóftirnar sem uppúr standa eru reistar fyrir árið 871. Ljósmynd/Ómar Smári Ármannsson Túngarður á Neðra-Hálsi í Kjós. Lítil rétt er sambyggð honum innanverðum. Ljósmynd/Birna Lárusdóttir Djúp gata í helluhrauni vestan við Hlíð- arvatn í Selvogi, köllið Alfaraleið. Ljósmynd/Birna Lárusdóttir Í réttri birtu má úr lofti sjá tvöfaldan túngarð við Víkingavatn í Kelduhverfi, en honum hefur verið skipt upp í gerði, hugsanlega til ræktunar. Garðarnir eru órannsakaðir en líklega fornir. Ljósmynd/Árni Einarsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.