SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 21
Seint verður sagt að Heiðar Helguson tröllríði fjölmiðlum með tilveru sinni. Raunar kemur í ljós að hann hefur ekki farið í viðtal af þessari stærðargráðu síðan hann var hjá Lillestrøm – fyrir tólf árum. „Ég hef farið í einhver fréttaviðtöl og tala alveg við blöðin hér í London og heima biðji þau um það, til dæmis eftir leiki, en ég hef lítið verið í þessum stærri viðtölum. Það er fínt að gera þetta á tíu ára fresti,“ segir hann kíminn. Þess má geta að Heiðar veitir ekki sjónvarpsviðtöl. „Ég sækist ekki eftir sviðsljósinu,“ útskýrir hann, „kýs frekar að láta verkin tala inni á vellinum. Þannig er ég bara gerður. Ég vil líka geta gengið óáreittur um götur og þess vegna kann ég afskaplega vel við mig hérna í London. Borgin er svo stór að maður fellur auðveldlega inn í fjöldann.“ Hann segir tvennt ólíkt að tala við blöð heima og í Englandi. „Heima getur maður gengið að því vísu að það sem maður segir skilar sér á prenti. Hérna þarf maður að passa sig bet- ur, blöðin eru mjög flink að snúa út úr og slíta hluti úr samhengi. Eru alltaf að leita eftir ein- hverju sláandi. Það er engin tilviljun að PR-menn frá klúbbnum eru yfirleitt viðstaddir viðtöl svo þeir geti hlustað á það sem sagt er, verði snúið út úr því síðar.“ Það er til einskis fyrir kynningarfulltrúa QPR að sitja yfir okkur Heiðari – þeir skilja ekki norðlensku. Viðtal á tíu ára fresti menn sem eru núna í sömu sporum og ég var í við upphaf keppnistímabilsins.“ Þarf að ná nítján leikjum Í núgildandi samningi Heiðars við QPR er ákvæði um að nái hann að leika nítján leiki á leiktíðinni verði samningurinn framlengdur um eitt ár. Á dögunum birt- ust fréttir í fjölmiðlum þess efnis að félag- ið vildi bjóða Heiðari nýjan samning þeg- ar í stað en leikmaðurinn kannast ekki við það. „Ég veit ekki hvaðan þær upp- lýsingar koma, enginn hefur rætt við mig. Ég er hins vegar nokkuð bjartsýnn á að ná að uppfylla þetta nítján leikja ákvæði og tryggja mér þannig eitt ár til viðbótar. Lengra hugsar maður ekki í bili.“ Ekki er sjálfgefið að 34 ára gamlir menn, hvað þá framherjar, séu ennþá að spila meðal þeirra bestu í Englandi. Heið- ar er hins vegar í góðu formi og á aug- ljóslega ennþá erindi í úrvalsdeildina. „Það hefur margt breyst á undanförnum fimmtán til tuttugu árum sem hefur gert mönnum kleift að spila lengur. Þar mun- ar líklega mest um bætt mataræði og betri endurhæfingu eftir meiðsli. Ég nýt góðs af hvoru tveggja.“ Spurður hvort líf atvinnumannsins í knattspyrnu sé algjört meinlætalíf hristir Heiðar höfuðið. „Alls ekki. Ég hef að vísu alltaf verið þokkalega skynsamur varð- andi hollt líferni og sennilega bý ég að því núna. Ég hef lært margt af öllum næring- arfræðingunum sem ég hef kynnst á ferl- inum. Það þýðir samt ekki að ég leyfi mér ekki neitt. Í rauninni borða ég hvað sem er – svo lengi sem það er í hófi. Ég ráðlegg til dæmis engum knattspyrnumanni að borða pítsu í hvert mál,“ segir hann kím- inn. Úr einhverju þarf orkan að koma. „Þegar ört er leikið, eins og hér í Englandi um jólin, get ég borðað hvað sem er. Það er gríðarlega mikilvægt að ná að hlaða batteríin milli leikja.“ Örlagaríkur landsleikur Heiðar Helguson fæddist árið 1977. Hann hóf ferilinn kornungur með sínu heima- liði, Dalvík, en gekk til liðs við Þrótt í Reykjavík árið 1996 og lék með liðinu tvö sumur í b-deildinni. Seinna sumarið tryggði Þróttur sér sæti í efstu deild. Þangað fylgdi Heiðar hins vegar félögum sínum ekki, hélt þess í stað í víking til Lillestrøm í Noregi. Heiðar hafði vakið mikla athygli með Þrótti en í minningunni var það einn ákveðinn leikur sem skipti sköpum varð- andi framtíð hans – leikur sem hann átti upprunalega aldrei að spila. „Ísland og Noregur mættust í 21 árs leik þarna um sumarið og ég var ekki valinn í hópinn en þegar Andri Sigþórsson meiddist hringdi Willum [Þór Þórsson, þjálfari Þróttar] í Atla Eðvaldsson, sem þá var með 21 árs liðið, og hálfpartinn skipaði honum að velja mig í staðinn,“ rifjar Heiðar upp. Atli fór að tilmælum Willums og sá ekki eftir því. Heiðar skoraði annað markið og lagði upp hitt í 2:0-sigri. Fjölmennt lið útsendara frá norskum liðum var á vell- inum og í kjölfarið kom tilboðið frá Lil- lestrøm. „Fyrir vikið hef ég alltaf sagt að Willum beri stóra ábyrgð á því að ég fór út í atvinnumennsku. Hann skvísaði mér inn í þennan leik.“ Í Noregi blasti allt annað umhverfi við Heiðari og það tók hann tíma að koma undir sig fótunum. „Það tók mig eig- inlega árið að venjast aðstæðum, ekki síst æfingaálaginu. Það voru mikil viðbrigði að æfa allt í einu tíu sinnum í viku – allan veturinn. Síðan var leikið um helgar.“ Enda þótt Heiðar ætti erfitt uppdráttar hélt þjálfari Lillestrøm tryggð við hann og það skilaði sér á endanum. Hann fann Morgunblaðið/Orri Páll Ormarsson ’ Það hljómar kannski undarlega en það hentar mér á margan hátt betur að spila í úrvalsdeildinni en b-deildinni. Það eru minni slagsmál og yf- irleitt rýmri tími til að jafna sig milli leikja. Það kemur sér vel þegar maður er kominn á þennan aldur. Eitt beittasta vopnið í búri Heiðars Helgusonar er skallatæknin. Enda þótt hann sé ekki með hæstu mönnum á velli á hann auðvelt með að vinna einvígi við mun hærri andstæð- inga í loftinu – og skila tuðrunni í netið. Enginn stekkur auðveldlega norður yfir Heiðar! „Fyrst þú minnist á þetta má ég til með að leiðrétta misskilning. Ég er ekki 1,78 metrar á hæð, eins og allsstaðar kemur fram, heldur 1,82,“ segir hann kíminn. Og hananú! „Annars get ég ekki útskýrt þetta með skallann,“ heldur hann áfram. „Ég hef alltaf get- að hoppað sem nýttist mér líka ágætlega í körfubolta þegar ég var strákur.“ En það er ekki nóg að geta hoppað. „Auðvitað er þetta líka spurning um „tæmingu“ og sem betur fer hef ég alltaf haft hana, mér gengur yfirleitt ágætlega að tímasetja hoppin,“ segir Heiðar og bætir við að hann hafi aldrei æft þessar loftárásir sérstaklega og enginn þjálfari séð ástæðu til að vinna sérstaklega með þær. Sumt er bara eins og það er. Ekki 1,78 – heldur 1,82 Heiðar fagnar marki í lands- leik. Heiðar Helguson lýsti því yfir fyrr á þessu ári að hann væri hættur að leika með ís- lenska landsliðinu. Nokkur umræða hefur orðið um þá ákvörðun hér heima, sér- staklega eftir að Heiðar fór að láta aftur til sín taka í ensku úrvalsdeildinni í haust. Ákvörðunin stendur. „Þessum kafla í mínu lífi er lokið. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari kom hingað til London um daginn og hitti mig að máli eftir leik gegn Tottenham. Við áttum gott spjall og hann skildi afstöðu mína. Ég er orðinn 34 ára og þarf meiri hvíld nú en áður. Eins skemmtilegt og það er að leika fyrir Íslands hönd þýðir það meira leikjaálag og ferða- lögin geta verið lýjandi. Ætli ég að verða einhver ár til viðbótar í atvinnumennsku er þetta skynsamlegt skref.“ Hann segir þetta líka góðan tímapunkt í ljósi þess að ný kyn- slóð sé að taka við kyndlinum í landsliðinu. „Við eigum fullt af leikmönnum á aldrinum 20 til 23 ára sem eru þegar orðnir stálpaðir atvinnumenn og eru að hasla sér völl í liðinu,“ segir Heiðar og nefnir menn eins og Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Gunn- arsson, Kolbein Sigþórsson, Eggert Gunn- þór Jónsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Þessir strákar hafa burði til að vera fasta- menn í landsliðinu næstu tíu árin. Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar knatt- spyrnu og hlakka til að fylgjast með lands- liðinu á komandi árum.“ Spurður hvort hann sé sáttur við sinn fer- il með landsliðinu hugsar Heiðar sig stutt- lega um. „Bæði og,“ svarar hann síðan. „Fyrstu árin fannst mér ég ekki spila eins vel og ég átti að geta. Ég kann enga skýringu á því, þannig var það bara. Undanfarin tvö til þrjú ár hef ég hins vegar verið þokkalega sáttur. Mínir bestu leikir með landsliðinu hafa komið á þeim tíma.“ Hann dregur enga dul á að gengi liðsins hefði mátt vera betra. „Það hafa margir frá- bærir leikmenn verið í landsliðinu á þessum tíma en af einhverjum ástæðum, sem ég kann ekki að skýra, hefur gengið ekki verið nægilega gott. Eitt veit ég þó fyrir víst: Það var ekki vegna þess að menn legðu sig ekki fram.“ Heiðar mun sakna landsliðsins. „Það var meiriháttar gaman að leika með landslið- inu og ég hefði alls ekki viljað missa af þeirri lífsreynslu. Andinn í liðinu hefur verið frábær allan þennan tíma og alltaf jafngaman að hitta strákana. Síðan hef- ur maður auðvitað fengið tæki- færi til að ferðast út um allar trissur – til staða sem maður hefði aldrei komið á annars.“ Morgunblaðið/Golli Hættur í landsliðinu 

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.