SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Síða 25

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Síða 25
18. desember 2011 25 geðhvörfin, 150 blaðsíður, og hugsa mér að gefa hana út á næsta ári. Það var svolítið óhugnanlegt að skrifa um þetta. Oft er ég á miklu hugarflugi þegar ég skrifa, en ég ákvað að skrifa raunsæislega um geðhvörfin og í réttri tímaröð. Segja söguna frá upphafi til enda. Ég læt alkóhólismann fljóta með því ég er óvirkur alkóhólisti og þegar ég var í maníu og drakk með, þá var það eins og að hella olíu á eld.“ Geðhvarfasjúkdómur Elísabetar hófst upp úr árinu 1979, þegar faðir hennar, Jökull Jakobsson leikskáld, lést. „Ég varð geðveik frekar en að syrgja. Ég var alin upp við alkóhólisma og þar var sorgin ekki öruggur staður til að vera á; þegar maður er sorgmæddur þarf að láta leiða sig eða faðma en svo einfalda hluti er ekki hægt að gera í alkóhól- ísku umhverfi. Svo er þetta líka ættgengt. Ég hef alltaf verið að skrifa um tilfinningar, vinna úr þessu, en við verðum að fá að sýna tilfinningar til að þurfa ekki að drekka, þurfa ekki að vera geðveik, fá kvíðaröskun. Svo er líka hægt að gefa tilfinningum of mikið vægi. Ég hélt alltaf að ég væri svo hrædd við höfnun karlmanns, í rauninni er ég hræddari við tóman ísskáp. Geðhvörfin byrjuðu þegar pabbi dó og þrjátíu árum seinna, þegar ég var að útskrifast úr Listaháskóla Íslands, þá stóð ég þar á sviðinu, sonur minn var viðstaddur, tengda- dóttir mín og litla barnabarnið mitt, en ég skynjaði bara að pabbi væri í salnum og að hann væri stoltur af mér. Hvaða bull var það? Þá skildi ég hvað ég var enn föst í honum – og því jarðaði ég hann skömmu síðar í Ameríku. Ég var þar með hunda stráksins míns og þeir rótuðu upp holu, ég tók upp köngul, sagði við sjálfa mig að þetta væri pabbi og setti hann ofan í holuna. Svo setti ég laufblöð yfir og sagði: Nú ert þú, pabbi, bæði grafinn í Fossvoginum og hér.“ Elísabet skellir upp úr. „Þetta var persónuleg athöfn sem enginn vissi af nema ég og hundarnir. Ég var svo lengi föst í sorg- inni.“ Eki satt að ljóðabækur seljist ekki Nú ætlar Elísabet að drífa hundana út í gönguferð, áður en hún heldur í Melabúðina þar sem hún stendur þessa dagana síðdegis og selur nýju bókina sína. „Ég hef í átta eða tíu ár selt fyrir utan búðir en hef ílengst við Melabúðina. Fyrstu bókina seldi ég í fyrirtækjum og fór þá að kynnast þjóðfélaginu, svo hef ég gengið í hús og selt bækur alls staðar. Selt konunni við hliðina á mér í Þjóðleik- húsinu og fólki í Akraborginni. Ég þurfti einfaldlega að koma bókunum á framfæri, því ég þurfti að vinna fyrir börnunum mínum; það var ekkert flóknara. Ég komst að því að það er ekki satt að ljóðabækur seljist ekki, því fólk hefur verið veikt í að kaupa ljóð. Fólk segist vera með ljóðabækur á náttborðinu, að það elski ljóð. Samt er skáldsagan yfirþyrmandi hér á Íslandi og ég var sjálf með þá hugmynd um tíma að það væri ekkert svo merkilegt að skrifa ljóð, maður yrði að skrifa þykka skáldsögu. En nú er ég stolt af öllum mínum bókum sem hafa þetta fína kven- lega útlit.“ En Melabúðin er hennar staður. „Já, fólk segir við mig þar að jólin séu ekki komin fyrr en ég er komin þangað að selja. Maður kemst ekki lengra í skáldskapnum en að ná að slá út jólasveininn,“ segir hún og hlær. eða dauða. Ég velti fyrir mér hvort það væri nógu smart, hvort þetta væri einhver ný útgáfa af Skólaljóðunum – en svona var þetta …“ Elísabet orti um ána og kirkjuna, línurnar í Ófeigsfirði, hrafn og lóu. En líka þrjú ljóð um ball, svona er Fyrsta ljóð um ballið: Þetta byrjaði allt á ballinu hann kyssti mig og ég kyssti hann svo var ballið búið og ég orðin ólétt. „Já, ég fór á sveitaball þarna þegar ég var sextán og varð ólétt. Svo sneri ég aftur með strákinn minn þegar hann var orðinn sextán ára, jafngamall og þegar ég kom þangað fyrst, en þá fannst mér ég verða að bjarga lífi hans og fór með hann norður, og svo liðu enn sextán ár þangað til ég kom til kattanna. Ég uppgötvaði fyrir norðan að tíminn er blekking. Ég fór þar í erfidrykkju og hitti karla sem voru orðnir gráhærðir og hrukkóttir en samt sætir, en ég hugsaði að ég hefði verið þarna á balli í gær að dansa við þetta fólk. Tíminn er blekk- ing sem kemur á nóttunni meðan við sofum og litar hár okkar grátt og strikar hrukkur á okkur. Við bútum tímann niður í mínútur og sekúndur og við eldumst en að einhverju leyti er þessi skynjun blekking, það er annar tími og tím- arnir eru margir. Ég sá tímann fyrir mér flissandi bak við hurð, að ég héldi að ég hefði komið þangað fyrir þrjátíu ár- um en í raun hafi það verið í gær!“ Hún segir að eitt þema í nýju bókinni sé því tíminn en annað gleymskan. „Það sem er gleymt er samt munað á einhvern hátt. Ég segi að gleymskan sé minningabanki skáldskaparins. Það er eins og það sem gleymist sé samt geymt einhvers staðar og verði ljóð. Mér finnst ég alltaf hafa verið að skrifa um innilokun, hvernig fólk bregst við innilokun, en nú finnst mér að ann- ar kafli sé að byrja og þar eru gleymskan og minningin þemu að takast á við. Það er líka freistandi að skrifa um sakleysið.“ Verðum að fá að sýna tilfinningar Talið berst að því að Elísabet er með geðhvarfasjúkdóm sem hún hefur haldið niðri í tólf ár með lyfjum og réttum lífsstíl. „Þetta er lífshættulegur sjúkdómur og ég var næstum dáin úr honum,“ segir hún. „Nú er ég búin að skrifa bók um þarna undir grænni torfu. Hver sendi mig – var það skáld- skapargyðjan? Kannski var mér ætlað að ljúka því sem ég byrjaði á árið 1974. Ég upplifi þessa bók sem nýja byrjun vegna þess að ég lauk loksins því sem ég byrjaði á 1974.“ Sextán ára gömul fór Elísabet norður á Strandir og segist hafa verið að elta strák. „Það var eins og að passa ketti, engin ástæða þannig lagað, en þegar sextán ára stelpa er í tengslum við fjöll og haf og býr hjá gömlum manni sem er tenging við tímann, Kristni á Dröngum, það er merkilegt. Nú var ég aftur komin norður og þar var kyrrð og ró, og þessi tenging við náttúruna. Ég uppgötvaði að ég hafði verið reið og viljað komast út fyrir heiminn, eins langt burt og hægt væri. Ég vildi komast almennilega að heiman, á eitt- hvert jaðarsvæði, en þarna var ég að passa kettina og fór að yrkja ljóð. Ef ég hefði séð þessa jólakúlu dingla þar,“ segir hún og bendir á skraut í glugganum, „þá hefði sprottið fram ljóð. Fugl mátti ekki fljúga eða selur synda án þess að komið væri ljóð. Og þetta voru allt náttúruljóð, ekkert um kynlíf . Kristín Thors kaupir nýju bókina af Elísabetu í Melabúðinni. „Mér finnst magnað að standa hérna,“ segir skáldið. Morgunblaðið/Einar Falur ’ Ég hef alltaf verið að skrifa um tilfinningar, vinna úr þessu, en við verðum að fá að sýna tilfinn- ingar til að þurfa ekki að drekka, þurfa ekki að vera geðveik, fá kvíðaröskun.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.