SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 20
20 18. desember 2011 Kunnuglegt andlit birtist innanum öll ungmennin í matsaln-um á æfingasvæði QueensPark Rangers í Lundúnum. Heiðar Helguson nikkar kumpánlega til mín og gefur mér merki um að koma af- síðis, þar sem er meira næði. Það er gauragangur í salnum, unglingaliðið að gúffa í sig hádegismatnum með tilheyr- andi gjálfri. Fyrir utan er varaliðið að keppa við Tottenham. Nýbúið að bera aumingja Kieron Dyer af velli. Enn og aft- ur. Fátt er um aðalliðsmenn á svæðinu, æfingu er lokið og menn farnir að heim- sækja skólana í borginni, eins og tíðkast fyrir jólin. Heiðar varð að vísu eftir hjá sjúkraþjálfara enda allt kapp lagt á að gera hann leikfæran fyrir helgina. Smá- vægileg meiðsli í nára komu í veg fyrir að Dalvíkingurinn spilaði gegn Liverpool um síðustu helgi – og það stórsá á sókn- arleik Rangers. Heiðar er afslappaður í æfingagallanum og strigaskóm eftir að sjúkraþjálfarinn sleppir honum í mínar hendur. Það er þriðjudagur og beint liggur við að spyrja hann fyrst um heilsufarið þegar við höf- um komið okkur fyrir í afdrepi inn af matsalnum. „Ég verð klár í slaginn um helgina, þetta var ekkert alvarlegt,“ segir hann ákveðinn þegar fimm dagar eru til stefnu. Góður félagsskapur Andstæðingurinn í hádeginu dag, sunnu- dag, er Manchester United, meistararnir sjálfir, og finni Heiðar netmöskvana slær hann met hjá félaginu. Enginn leikmaður QPR hefur skorað í fimm leikjum í röð á heimavelli í úrvalsdeildinni. Heiðar jafn- aði met Les Ferdinands í síðasta leiknum á Loftus Road, gegn West Bromwich Al- bion. Ferdinand er einn af dáðustu son- um QPR frá upphafi vega og Heiðar er stoltur af því að deila metinu með hon- um. „Það er ekki amalegur félagsskap- ur,“ segir hann brosandi. Metið verður honum þó ekki efst í huga þegar flautað verður til leiks í dag. „Ég mun reyna að skora í þessum leik, eins og öllum öðrum leikjum sem ég spila, burt- séð frá þessu meti. Auðvitað yrði gaman að slá það en aðalatriðið er að hjálpa lið- inu að ná í þrjú stig.“ Heiðar átti drjúgan þátt í að tryggja QPR sæti meðal hinna bestu á síðustu leiktíð – í fyrsta sinn í fimmtán ár. Gerði 13 mörk í 34 deildarleikjum. Eftir að knattspyrnustjórinn, Neil Warnock, fór hamförum á leikmannamarkaði í sumar gerði hann sér aftur á móti fulla grein fyrir því að hlutverk hans hjá félaginu hafði breyst. „Þegar ég skrifaði undir nýjan samning til eins árs síðasta sumar vissi ég alveg út í hvað ég var að fara. Stjórinn keypti einhverja ellefu eða tólf nýja leikmenn, þeirra á meðal framherj- ana Jay Bothroyd og DJ Campbell, og sagði mér beint út að ég yrði ekki fyrsta val. Ég myndi þó örugglega fá eitthvað að spila. Ég sætti mig við þessa skilmála enda hef ég verið í þessum sporum áður og veit að hlutirnir geta verið fljótir að breytast.“ Orð að sönnu. Þess má geta að Campbell fékk gamla númerið hans Heiðars, 9. Hann hefur að mestu verið frá vegna meiðsla. Minni slagsmál Að því kom að Heiðar fékk sitt tækifæri um miðjan október. Hann tók því opnum örmum og hefur ekki litið um öxl síðan. Er langmarkahæsti leikmaður félagsins, með sex mörk í níu leikjum. Þar af hefur hann aðeins byrjað inn á í sjö. „Þetta hef- ur gengið mjög vel að undanförnu. Það hljómar kannski undarlega en það hentar mér á margan hátt betur að spila í úrvals- deildinni en b-deildinni. Það eru minni slagsmál og yfirleitt rýmri tími til að jafna sig milli leikja. Það kemur sér vel þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Heiðar sem hélt upp á 34 ára afmæli sitt í sumar. Síðasta úrvalsdeildarfélagið sem Heiðar lék með var Bolton, frá 2007 til 2009, en þar fékk hann afar fá tækifæri eftir að knattspyrnustjórinn sem keypti hann, Sammy Lee, var látinn taka pokann sinn. Spurður hvort hann hafi átt von á því að ferli hans í úrvalsdeildinni væri lokið þegar hann yfirgaf Bolton hugsar Heiðar sig stundarkorn um. „Maður heldur alltaf í vonina en satt best að segja átti ég ekkert frekar von á því að leika aftur í úrvals- deildinni.“ Enda þótt Heiðar hafi fest sig í sessi í liði QPR í augnablikinu er ekkert sjálf- gefið í hinum harða heimi atvinnu- mennskunnar. „Ég veit að það er klisja en ég get ekki leyft mér að hugsa lengra en um næsta leik. Meðan ég stend mig vel og held áfram að skora fæ ég væntanlega að spila en um leið og ég gef eftir eru aðrir tilbúnir að koma í minn stað. Þeir leik- Einhverjir héldu að Heiðari Helgusyni hefði ver- ið skolað með baðvatninu niður um deildir í Eng- landi. Öðru nær. Dalvíkingurinn virðist eiga jafnmörg líf og kötturinn og um þessar mundir er hann einn heitasti miðherjinn í úrvalsdeildinni, 34 ára gamall. Hefur gert 6 mörk í 7 leikjum. Þökk sé vinnusemi og ódrepandi baráttuanda. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Heiðar Helguson afslapp- aður í matsalnum á æf- ingasvæði QPR í vikunni. Seiglan holdi klædd Heiðar hefur leikið með ógrynni manna í ensku knattspyrnunni. Hann segir þá eins mis- jafna og þeir eru margir. „Mest eru þetta kunningjasambönd sem slitna þegar menn skipta um félag. Ég hef samt eignast nokkra góða vini í gegnum boltann sem ég er í góðu sam- bandi við og verð örugglega áfram.“ Hann á auðveldast með að vingast við Bretana og Írana. „Ég kann best við þá, lífsstíl- inn, húmorinn og þess háttar. Það er til dæmis erfiðara að nálgast Suður-Evrópumenn.“ Þá halda íslensku leikmennirnir í Englandi vel hópinn. „Ég er í miklu sambandi við bæði Hemma [Hermann Hreiðarsson] og Ívar [Ingimarsson] en þeir komu hingað út á svipuðum tíma og ég. Meðan ég bjó uppi í Manchester var ég líka í góðu sambandi við Jóa Kalla [Jó- hannes Karl Guðjónsson]. Við hittumst oft og spilum golf. Maður verður að vera búinn að ná góðum tökum á því þegar maður hættir í fótboltanum, í einhverju þarf maður að geta keppt!“ Kann best við Bretana og Írana

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.