SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 10
10 18. desember 2011 Nokkrir knattspyrnumenn vekja alltaf sérstaka athygliþegar þeir sýna trú sína í verki á vellinum. Þetta eru að-allega eða kannski eingöngu leikmenn frá suðlægumlöndum; við, köldu karlarnir hér í norðrinu, förum frek- ar með bænirnar okkar í laumi. Hver hefur ekki tekið eftir því þegar Lionel Messi, besti knatt- sprnumaður heims, myndar kross á brjósti sínu og horfir til himins eftir að hafa skorað? Messi signir sig þegar hann geng- ur inn á völlinn og aftur þegar hann fer út af. Stundum signir hann sig nokkrum sinnum í hverjum leik; það fer eftir því hve oft hann skorar! Þessi siður er algengur á Spáni en Suður-Ameríkumenn þó lík- lega iðnari við kolann í þessu sambandi en aðrir. Skýrasta dæmið þaðan er ungstirnið Javier Hernandez, framherjinn frábæri hjá Manchester United. Hann er heittrúaður kaþólikki. Fyrir hvern einasta leik krýpur Chicharito, eins og hann er kall- aður, á miðlínunni, spennir greipar, lygnir aftur augum og fer með bæn. Samherjum hans fannst þetta undarlegt í byrjun, en segja það hafa vanist fljótt. Sums staðar hafa stuðningsmenn andstæðinganna gert grín að þessu en honum er vitaskuld nokk sama. Hernandez tók upp þennan sið sem ungur drengur heima í Mexíkó, fór með bæn fyrir hvern einasta leik og hefur trú á að það hjálpi sér. Ég hafði fyrir löngu heyrt af því að kapella væri fyrir hendi á Camp Nou, heimavelli Barcelona, áður en ég kom þangað í heimsókn í sumar. Samt var upplifun að sjá hana með eigin augum. Kapellan er á ganginum þar sem leikmenn fara út á völlinn og því auðvelt að biðjast þar fyrir áður en flautað er til leiks. Mér er sagt að margir nýti sér það, bæði heimamenn og gestir. Þeim síðarnefndu veitir yfirleitt ekki af því að biðja guð að hjálpa sér. „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á,“ segir í Lúkasarguðspjalli. Ég tek ofan fyrir mönnum sem eru ekki feimnir við að sýna trú sína í verki, og þá er alveg sama hver guð hvers og eins er. Ég hygg of margir trúi eingöngu á Mammon um þessar mundir. Þeir sömu hugsa örugglega mikið um upphæðir, en líklega ekki þær sömu og Lúkas nefndi. Dýrð sé guði í upphæðum Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Kapellan á Camp Nou kemur í góðar þarfir. Gestirnir þurfa t.d. yfirleitt að biðja guð að hjálpa sér Javier Hernandez er strangtúaður og fer alltaf með bænir fyrir leik. Kapellan á Camp Nou, heimavelli Barcelona. Hún er á ganginum þar sem leikmenn halda frá búningsherbergjunum og út á völlinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 09.00 Vakna. Löng æfing með kirkjukórnum í gærkvöldi svo ég ákvað að lúra aðeins lengur en vanalega. 09.20 Morgunverður með mínum ástkæra. Fæ mér AB- mjólkina mína, appelsínu og lýsið góða. Tónleikadaga reynir maður alltaf að hafa rólega og þeir hafa yfir sér sérstakan blæ, þessi þó öðrum fremur því í kvöld eru Ljósberatónleikar í Akureyrarkirkju. Ljósberasjóð- urinn, minningarsjóður um föður minn [séra Þórhall Hösk- uldsson], er til styrktar bág- stöddum á Akureyri með áherslu á stuðning fyrir jólin. 10.00 Förum í bestu sund- laug á landinu, Akureyrarlaug; ég sit lengi í gufunni til að slaka vel á, opna vel lungun og mýkja raddböndin. 12.00 Þarf að huga að ýms- um praktískum atriðum fyrir kvöldið með organistanum og aðstoðarfólki. Þetta er fjórða ár- ið sem ég hef yfirumsjón með Ljósberatónleikunum í sam- vinnu við organista og kóra kirkjunnar. Svo kíki ég í nót- urnar mínar og fer vel yfir texta. 14.15 Ek frá flugvellinum. Fór þangað að sækja Egil Ólafs- son, Elísabetu Waage hörpu- leikara, Þóri Jóhannsson kontrabassaleikara og Höskuld bróður minn, kynni kvöldsins. Akureyri tók á móti þeim í sínu fegursta jólaskarti. 14.30 Alltaf yndislegt að koma í kirkjuna; það er eins og að koma heim. Mér finnst hvergi betri hljómur, ég þekki hann út og inn. Við Egill æfum það sem við þurfum með Eyþóri organista, Hilmari Erni stjórn- anda og Elísabetu. Því fylgir sér- stök tilhlökkun að æfa Ljós- beralagið 2011, sem Daníel Þorsteinsson samdi sérstaklega fyrir okkur Egil, eldri barnakór Akureyrarkirkju, stúlknakór kirkjunnar og kammersveit. Það er unaðslegt að syngja með Agli, hann er fagmaður fram í fing- urgóma, hlýr og notalegur í samstarfi og glaður að leggja þessu góða málefni lið. Það er mikill heiður að fá hann norður sem sérstakan gest. 16.30 Setjumst inn á Baut- ann til að fá okkur að borða. Sunnlendingarnir fengu sér hvalkjöt og létu vel af því! Söng- konan lét sér hins vegar nægja súpu og salat. 17.00 Þá er að skvera sér í að láta koma upp hárinu og skella á sig andlitinu! Það er margt sem fylgir því að vera söngkona... 18.30 Kem í Akureyrar- kirkju og við æfum með hljóm- sveitinni og kórunum. Rennum yfir samsöngslögin. 19.50 Þá er að drífa sig í kjólinn, stilla hugann, lifa sig inn í tónlistina og þann boðskap og anda sem maður vill færa kirkjugestum. 20.30 Tónleikarnir hefjast. Stemningin yndisleg. Ég er af- skaplega ánægð með þessa stund og þakklát að hafa góða áheyrendur sem fylltu kirkjuna. 22.15 Ég finn fyrir miklu þakklæti í lok tónleikanna. Allt gekk upp, kórarnir dásamlegir, Egill fór á kostum, Óskar vinur minn Pétursson alltaf jafn skemmtilegur og ég var stolt af Eyrúnu Unnarsdóttur mezzó- sópran, dóttur bestu vinkonu minnar, sem var frábær og ég hef fylgst með frá blautu barns- beini. Sólrún Svava 11 ára var yndisleg, kórarnir frábærir og organistar og hljómsveitin skip- uð fagmanni í hverju rúmi. Það eru forréttindi að fá að miðla svona fallegri tónlist og starfa með svona frábæru fólki. Það er mikil vinna á bak við svona tón- leika, allir gefa vinnu sína og mikinn tíma og gera það af mik- illi gleði. Yndislegt að finna það. 22.40 Allir koma saman í safnaðarheimilinu og njóta veit- inga í boði fyrirtækja á Ak- ureyri. 23.20 Höldum nokkur áfram, eigum notalega stund á hótelinu og tökum púlsinn á líf- inu. 02.00 Leggst loks til hvílu og sofna eftir yndislegan dag. Það tekur tíma að ná sér niður eftir tónleika; ég fór nokkrum sinn- um upp á háa c-ið í kvöld og er lengi að ná mér niður í samræmi við það! skapti@mbl.is Dagur í lífi Bjargar Þórhallsdóttur sópransöngkonu Björg Þórhallsdóttir og Egill Ólafsson á Ljósberatónleikunum á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hvergi betri hljómur 1198kr.kg Krónu hamborgarhryggur Norðlen sk gæði – fyrst og fre mst ódýr!

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.