SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 2
2 18. desember 2011 Við mælum með 17. & 18. desember Popup-verzlun stendur fyrir stórglæsilegum jólamarkaði á milli klukkan 12 og 18 í Hörpu um helgina. Þetta er markaður íslenskra hönnuða og verður í boði fjölbreytt úrval af vönd- uðum vörum fyrir jólapakkann. Síðasti markaður í Hörpu var vel heppnaður og því var ákveðið að halda annan í þessu fallega húsi. Morgunblaðið/Ómar Jólamarkaði í Hörpunni 4 Ójafn leikur við Ísrael Ryiad Al-Maliki segir tuttugu ár engu hafa skilað. 14 Með kveðju frá Íslandi Það hefur verið ótrúleg gróska í hönnun hérlendis að undanförnu og ætti enginn að fara í jólaköttinn í ár. Teknar eru fyrir flíkur sem hlýja og fegra, hlutir sem ilma og gripir sem prýða. 18 Það mynduðust snemma tengsl … Á dögunum kom út bókin Grímsá og Tunguá og fjallar um tvær perlur íslenskra laxveiðiáa. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson. 28 Mikilvægt að kona verði biskup Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir ræðir í viðtali um nýja bók, prests- starfið, sálgæslu og tímann þegar hún var prestur Kvennaathvarfsins. 34 Erindrekar erlends valds Hannes Hólmsteinn Gissurarson svarar at- hugasemdum Kjartans Ólafssonar við bók- ina Íslenskir kommúnistar. 36 Leikhús, söfn og konungshylli Kafli úr bókinni Ingibjörg eftir Margréti Gunnarsdóttur. Lesbók 42 Heillast af hinu sögulega … Fornar leifar má finna á ólíklegustu stöðum um land allt, enda er talið að fornleifastaðir á Íslandi séu að minnsta kosti 130.000. 47 Íslenskir fuglar Fyrir stuttu gaf Crymogea út bók með teikningum Benedikts Gröndals af íslenskum fuglum með skýringum hans. 32 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók ljósmyndari Reuters af Heiðari Helgusyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Ég heiti Elísabet Jökulsdóttir,“ segir höf-undurinn og ávarpar gesti í eldhúsinuheima. Móðir hennar Jóhanna Kristjóns-dóttir stenst ekki mátið: „Það kemur á óvart!“ „Þetta datt upp úr mér,“ útskýrir Elísabet bros- andi og heldur áfram tölunni: „Þetta er fjölmennasta partí sem hefur verið haldið hér.“ Garpur sonur hennar maldar í móinn: „... sem þú veist um.“ Elísabet hefur boðið fjölskyldu og vinum heim til sín í bakhúsið við Framnesveg, þar sem skrifað er á gluggann: „Mundu draumana.“ Tilefnið er 20 ára höfundarafmæli Elísabetar, sem hefur gefið út 18 bækur á því tímabili, þar á meðal Kattahirðinn í Tré- kyllisvík nú fyrir jólin, eins og fram kemur í viðtali Einars Fals Ingólfssonar við hana í Sunnudagsmogg- anum í dag. En þennan laugardag í desember veitti hún verð- laun þeim sem hafa stutt hana dyggilegast í gegnum tíðina. Snoturlega var gengið frá verðlaununum í litlar ferðatöskur og þegar hún lýsti tildrögunum, þá var sem heiminum væri pakkað í ljóð. En þannig er þessi fjölskylda. Eins og þegar Unnur systir hennar hvatti hana til að setja punktinn og senda verkið í prentun. Þá var bankað á Framnes- veginum og þegar Elísabet opnaði dyrnar var henni afhent skeyti. Í því stóð ekkert nema punktur. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Fyrst bað Elísabet um orðið í eldhúsinu og þar var þröng á þingi. Morgunblaðið/ Pétur Blöndal Punkturinn yfir i-ið Svo kynnti hún verðlaunin í betri stofunni. Og Alda Unnardóttir lék undurfallega á fiðlu. Hér má sjá Rooney Mara á frum- sýningunni á Karlar sem hata konur í New York í vikunni. Hún leikur hinn framtakssama tölvusnilling Lisbeth Salander en Daniel Craig er í hlutverki blaðamannsins Mikaels Blom- kvist. Myndin verður frumsýnd hérlendis á miðvikudaginn. Veröld Hin nýja Salander 18. desember Það verður ítölsk veisla á jólatónleikum Kamm- ersveitar Reykjavíkur kl. 17 í Norðurljósasal Hörpu. Gestir Kammersveitarinnar eru semb- alleikarinn Claudio Ribeiro og blokkflautuleikarinn Inês d‘A- vena, sem hafa vakið athygli í barokkheiminum á und- anförnum árum. 19. desember Jólaperlur í Iðnó með Ís- lenska söng- listahópnum, Sardas strengjakvartett og Peter Tompkins óbóleikara. Uppselt er á tónleikana á sunnudags- kvöld en ennþá er laust á mánu- dagskvöldið kl. 20. 38 Reuters Ármúla 38 | Sími 588 5011 Verð frá kr. 1990.- Kimmidoll á Íslandi Ai „Femininity“ My spirit is unique and diverse

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.