SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Page 6

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Page 6
6 18. desember 2011 Franska þjóðin er ýmsu vön en það vakti mikla hneykslan þegar virt kona úr yfirstétt, lögfræðing- urinn Isabelle Coutant-Peyre, gift- ist sjálfum Sjakalanum, eftir að hún hóf störf sem verjandi hans. Þetta var í ágúst árið 2001. „Margir vina minna héldu að ég væri orðin galin. En þeir vita að ég er það ekki, svo ástæðan hlýt- ur að vera einhver önnur,“ sagði hún. Coutant-Peyre er 58 ára, fjór- um árum yngri en Sjakalinn. „Hjónabandið er táknrænt,“ sagði hún þá. „Við vildum lýsa því yfir að við elskum hvort annað það sem við eigum eftir ólifað. Við urðum ástfangin, eins og milljónir annarra í heiminum. Svo einfalt er það.“ Margir klóra sér þó enn í höfðinu yfir ráðahagnum. Coutant-Peyre var alin upp hjá vellauðugum föður, viðskiptajöfri, eftir að foreldrar hennar skildu þegar stúlkan var níu ára. Hún nam í kaþólskum heimavist- arskóla áður en leiðin lá í laga- nám í París. Hjónin hafa vitanlega aldrei búið saman, og gera aldrei. „Hann er fullkominn eiginmaður. Hann lætur mig alltaf vera á nótt- unni!“ sagði Coutant-Peyre í létt- um dúr, spurð um hjónalífið. Lögfræðingur Sjakalans féll fyrir honum Isabelle Coutant-Peyre, lögfræðingur og eiginkona Sjakalans, mætir í réttarsalinn í vikunni áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Reuters I lich Ramírez Sánchez frá Venesúela var lengisá hryðjuverkamaður heims sem var hvaðákafast eftirlýstur en hefur setið á bak við lásog slá í París síðan 1997. Þá var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi og í vikunni var höggvið í sama knérunn og öðrum fangelsisdómi til lífstíðar bætt við þann fyrri. Því er ljóst að hann strýkur ekki um frjálst höfuð framar. Ramírez þessi, jafnan kallaður Carlos og oft Sjak- alinn, kom fyrst fram á sjónarsviðið laust fyrir jólin 1975 þegar hann fór fyrir flokki hryðjuverkamanna sem tóku olíumálaráðherra OPEC, hagsmuna- samtaka olíuframleiðsluríkja, í gíslingu þar sem þeir voru á fundi í Vínarborg. Þrír lágu í valnum eftir þá árás. Næstu ár á eftir skildi Sjakalinn eftir sig blóðuga slóð víða vegna sprengjuárása, og því hefur verið haldið fram að hann beri ábyrgð á dauða allt að 2.000 manna. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði hann að „aðeins“ um 200 manns, innan við 10%, hefðu verið saklausir vegfarendur. Ákafur marxisti Ramírez fæddist í Venesúela 1949. Hann varð mikill marxisti eins og faðir hans, gekk snemma í æsku- lýðshreyfingu kommúnista í heimalandinu og var sendur til náms í Moskvu seint á áttunda áratugn- um. Árið 1970 fór hann til Beirút í Líbanon og gerðist sjálfboðaliði í palestínsku frelsissamtökunum PFLP. Hann hefur haldið því fram að alla tíð hafi hann verið að berjast fyrir frjálsri Palestínu. Sumir draga það í efa og telja hann einfaldlega kaldrifjaðan morðingja sem hafi gert hvað er fyrir peninga. Fyrri lífstíðardóminn hlaut Carlos fyrir morð á tveimur frönskum lögregluþjónum og einum óbreyttum borgara árið 1975 en nú vegna sprengju- árása þar í landi nokkrum árum síðar, sem urðu fleirum að bana. Margir hafa beðið þess lengi að hann yrði dæmdur. Réttarhöldin nú stóðu í sex vikur. Carlos talaði í fimm klukkustundir áður en dómur var kveðinn upp, las þá sundurlaust úr skjölum sínum, sagði réttarhöldin klúður og líkti þeim við lélega grín- mynd. Hann fullyrti að ekkert tengdi hann við þær árásir sem hann var sakaður um. „Ég skammast mín ekki fyrir neitt,“ sagði Ramírez. „Lengi lifi byltingin! Guð er mestur.“ Fyrsta eiginkona Carlosar, hin þýska Magdalena Kopp, sendi frá sér bók árið 2007 þar sem hún lýsti árum þeirra saman. Kopp kynntist Carlosi 1976 þegar hún fór til Suð- ur-Jemen, í hópi vinstrisinnaðra ungmenna, sem vildu berjast fyrir frelsi Palestínu. Þau Carlos urðu ástfangin en Kopp sagði síðar að hún hefði í raun lotið algjörri stjórn hans. Parið bjó víða í arabaheiminum og í Austur- Evrópu. Carlos átti marga vini sem þurftu á starfs- kröftum hans að halda. Hann var t.d. bæði í Líb- anon og Sýrlandi um tíma og þá er hann sagður hafa búið í Austur-Berlín þar sem leynilögreglan Stasi á að hafa útvegað honum húsnæði og fjölda starfsmanna. Sögur um tengsl hans við önnur kommúnistaríki virðast hafa átt við rök að styðjast. Carlos skyldi síðar við Kopp. Hún sneri heim til bæjarins Ulm í Þýskalandi 1995. Hann var handtek- inn tveimur árum síðar og hefur verið á bak við lás og slá síðan. Sjakalinn enn í lífstíðarfangelsi Ljóst að Ramírez Sánchez mun aldrei um frjálst höfuð strjúka Þekktasta myndin af Sjakalanum og sú eina sem birtist af honum árum saman. Hún prýddi forsíðu bókar um hann á íslensku sem kom út 1977. Mynd fransks teiknara af Sjakalanum í réttarsalnum. Hún birtist í Parísarblaðinu Le Figaro í vikunni. Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ilich Ramíres Sánches fædd- ist 12. október 1949 í Vene- súela. Foringi í palestínsku frelsissamtökunum PFLP hóf að nefna hann Carlos þegar hann gekk til liðs við sam- tökin árið 1970. Fjölmiðlar tóku síðar upp á því að kalla hann Sjakalann í höfuðið á persónu í skáldsögu Freder- ick Forsyth, Dagur Sjakalans. Carlos eða Sjakalinn Matarsendingar til útlanda Láttu okkur sjá um alla fyrirhöfnina – útvega vottorð, pakka og senda. Evrópa: 19. desember USA og Kanada: 19. desember Önnur lönd: 19. desember Síðustu dagar til að senda jólamat til útlanda fyrir jól KL AS SÍS KT Á JÓLUNUM B R E G ST A L D R E I M E Ð N Ó AT Ú N I www.noatun.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.