SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 32
32 18. desember 2011 Ferðalög Ég dáist alltaf jafnmikið að þvíhvað Bretar geta gengið of-boðslega hratt í margmenni.Við erum ekki að tala um neitt venjulegt margmenni, heldur ösina á Oxford-stræti, helstu verslunargötu Lundúnaborgar, tíu dögum fyrir jól. Þetta myndi enda með ósköpum hér heima, í besta falli með slamdansi, í versta falli með blóðsúthellingum. Miðborgin er komin í sparifötin fyrir jólin með tilheyrandi ljósum og skreyt- ingum. Það er eftirmiðdegi á virkum degi en samt verður ekki þverfótað fyrir fólki, menn ætla greinilega að klára jólainnkaupin snemma – eða seint. Veltur á því hvort karl eða kona horfir á málið. Í þessari atrennu ætla ég hvergi inn, bara anda að mér jólaloftinu á hinni víðfrægu götu. Stenst þó ekki mátið þegar komið er að plötu- og kvik- myndaversluninni HMV. Sogast alltaf þar inn. Enda með að kaupa Trivium, Testament og aðra jólalega tónlist. Úti hljóðar ung kona upp yfir sig: „Allt sem ég vil um jólin ert – þú!“ Mér bregður lítið eitt en jafna mig fljótt þeg- ar ég átta mig á því að hún er ekki að tala við mig heldur stúlkuna fyrir aftan mig. Þær fallast í faðma. Á verslunargötunni Queensway, svo- lítið vestar í borginni, er meiri Laug- arvegsstemning. Queensway var fyrsta gatan sem ég kynntist í Lundúnum sem unglingur og fyrir vikið sting ég stund- um þar við stafni. Allt í einu fær ungur ítalskur maður móðursýkiskast. Hljóðar á innsoginu, drekkhlaðinn inn- kaupapokum. Mama mia, spagettí og allt hvaðeina. Áður en hann bugast end- anlega stígur móðir hans af festu inn í atburðarásina. Þau geta tekið á taug- arnar, jólainnkaupin. Undirgrundin er kapítuli út af fyrir sig. Menn lesa bækur og blöð, tala í síma eða djöflast á snertiskjám. Enginn lítur upp, nema skeggjaður sveitamaður ofan af Íslandi. Þegar maður býr á Kjalarnesi er það stórkostleg upplifun að sjá allt þetta fólk. Allir eru í sínum heimi, nema skeggjaði sveitamaðurinn. Hann er í heimi allra hinna – alltént um stund. Hefði samt viljað missa af því þegar al- vörugefinn miðaldra maður borar ótæpilega í nefið. Það er líka handagangur í öskjunni í Westfields, hrikalegri verslunarmiðstöð í Shepherd’s Bush. Fólk er eins og maurar, nema hjá Dior og Gucci, þar inni eru bara nokkrar hræður. Und- arlegt. Nokkru fleiri sitja á kampavíns- barnum fyrir framan og sötra. Í Westfields eru allar þessar helstu búðir, að mér hefur verið kennt. Næst þegar frúin og dóttirin verða með mér í Lundúnum, keyri ég þær rakleitt þangað og sæki þær viku síðar! Dagur er að kvöldi kominn og full ástæða til að hvíla lúin bein á knatt- knæpu, Manchester City er í heimsókn hjá Chelsea á Brúnni. Fyrirvarinn var stuttur og vonlaust að fá miða á leikinn. Sessunautur minn, bláókunnugur Breti, er grjótharður Chelsea-maður og sting- ur sér á bólakaf í leikinn. Klárar úr fjór- um eða fimm krúsum – bara í fyrri hálf- leik. Með hverjum sopanum gerist hann ástleitnari í minn garð. Hann umturnast að vonum þegar Frank Lampard veitir meistaraefnunum frá Manchester náð- arhöggið. Í leikslok er manninum öllum lokið og hann faðmar mig innilega að sér. Minnist þess ekki að hafa haldið upp á Chelsea-sigur með faðmlagi áður. Cheers mate! Regnbogi stingur sér á kaf í gosbrunn á Trafalgar-torgi. Morgunblaðið/Orri Páll Lýðurinn leggur undir sig Oxford-stræti á aðventunni. Verslunargatan er komin í jólabúning. Reuters Jólondon Sjálf heimsborgin Lundúnir var í jólaham í vik- unni og búðarápendur flengdust um eins og þeir ættu lífið að leysa. Þvílík stemning í borginni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Jólatré, gjöf frá Norðmönnum, slagar upp í Nelson flotaforingja á Trafalgar-torgi. Reuters Chelsea-faðmlag, Terry og Lampard. Reuters Ekki vantar íburðinn í Westfields. Morgunblaðið/Orri Páll

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.