SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 42
42 18. desember 2011 Eins og lesendur vita mæta veleru jólin á næsta leiti. Mörgokkar gera eitt og annað í tilefnijólanna. Sum þrífa eldhússkáp- ana, önnur skreyta og enn önnur búa eitthvað til svo aðrir geti notið. Þegar líð- ur á desembermánuð eru mörg okkar oft spurð að því hvort við séum búin að öllu. Sjálf hef ég hingað til ekki alveg vitað hvernig ég á að svara þeirri spurningu. Ég hef hins vegar lengi vitað að mér eldri konur eru viskubrunnur og meðal annars vegna þeirra nýt ég alls þess sem ég nýt í dag. Ef það væri ekki fyrir for- mæður mínar má gera ráð fyrir að margt í menningu okkar hefði glatast. Það voru þær sem ólu upp börn, sögðu þeim sögur og kvæði sem við teljum til helstu ger- sema okkar í dag. Þessar sögur og kvæði hafa orðið yngra fólki endalaus upp- spretta nýrra hugmynda og listaverka. Þannig má segja að formæður okkar hafi veitt okkur ótæmandi brunn nýrra hug- mynda með því að færa þekkingu frá einni kynslóð til annarrar. En það eru ekki bara formæður okkar aftan úr grárri fortíð sem veita okkur innblástur. Nýlega gaf tónlistarkonan Lay Low út geisladisk þar sem hún hefur samið lög við ljóð íslenskra kvenna. Þannig hefur hún nýtt tungumálið, orð kvennanna, til frjórrar sköpunar. Svona getur máttur tungumálsins verið mikill og innblásinn. Og svona getur ein kona kveikt í annarri konu með frábærri út- komu. Um daginn var ég svo heppin að fá að hitta merkilega konu á níræðisaldri. Konan heitir Berit Ås og er norsk bar- áttukona. Hún hefur tekið virkan þátt í norskum stjórnmálum og barist fyrir réttindum kvenna. Þegar við unga fólkið spurðum hvaða ráð hún gæti gefið okkur í baráttunni fyrir betri heimi hvatti hún okkur til að gefa okkur öll í baráttuna. Til þess að gera það þyrftum við að hugsa, tala saman og framkvæma. Berit taldi að til að ná því markmiði gætum við ekki látið húsverkin halda fyrir okkur vöku eða taka frá okkur dýrmæta orku. Til að hugsa þurfum við á tungumálinu að halda. Til að tala saman þurfum við á tungumálinu að halda. Til að koma hugs- un í framkvæmd þurfum við að móta hugsunina og til þess er tungumálið gott tæki. Og til að hugsun okkar sé skýr er gott að vera ekki úrvinda eftir klósett- þrif. Sjálf er ég sannfærð um að heimurinn yrði betri ef fólk vandaði sig meira þegar það notar tungumálið. Að það gerði sér grein fyrir því að tungumálið hefur áhrif, bæði til góðs og ills. Því miður er enn nokkuð langt í land að öll geri sér skýra grein fyrir þessum áhrifamætti tungu- málsins og ég er sannfærð um að orku minni, hugsun og framkvæmd er vel var- ið í að skrifa þennan pistil og mun því halda baráttunni ótrauð áfram. Spurn- ingunni hvort ég sé búin að öllu verður því svarað neitandi, þá væri heimurinn líka fullkominn og engin úldin viðhorf í garð kvenna fyndust neins staðar. Hvað með þig? Ert þú búin að öllu? Ertu búin að öllu? ’ Sjálf er ég sannfærð um að heimurinn yrði betri ef fólk vandaði sig meira þegar það notar tungumálið. Að það gerði sér grein fyrir því að tungumálið hefur áhrif, bæði til góðs og ills. Tungutak Halldóra Björt Ewen hew@mh.is Málið El ín Es th er Ég ætla að vera hjá þér um jólin bara. Já, það. Nei, þarf þess ekki. Öllu? Jæja Pedró, ertu búinn að öllu fyrir jólin? Já, þú veist; þrífa, baka, kaupa gjafir og góðan mat? Nú? Af hverju? … Ha? Á undanförnum árum hafarannsóknir á íslenskum forn-leifum stóraukist; bæði hefuruppgröftum fjölgað og tugir þúsunda allrahanda minjastaða verið rannsakaðir á yfirborði við forn- leifaskráningu. Í hugum margra fást fornleifafræðingar við að leita á sögu- slóðum Íslendingasagna að týndum minjum sem staðfesta frásagnir söguald- ar en það er liðin tíð. Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur byrjaði að fást við fagið fyrir tólf árum og segist strax hafa heillast af heimi fornra minja. Frá árinu 2008 hefur hún unnið að þessu viða- mikla, forvitnilega og vel myndskreytta riti, þar sem hún kynnir heim fornleifa og fornleifarannsókna fyrir lesendum. Í skrifum Birnu, og átta annarra höfunda sem koma að verkinu, kynnumst við minjum af ýmsum aldri og gerðum: bæj- arstæðum, kumlum, smalakofum, sam- gönguleiðum, huldufólksbústöðum og manngerðum hellum, svo einhver dæmi séu nefnd. „Markmiðið var að skrifa bók um fornleifar fyrir almenning; að gera eitt- hvað af þeim upplýsingum sem við búum yfir aðgengilegt,“ segir Birna. Hún bætir við að strax þegar hún byrjaði í faginu hafi hún komist að því að fólk hafi bæði þröngar og fast mótaðar hugmyndir um fornleifar og fornleifafræði, og hafi í raun ekki haft forsendur til að halda neitt ann- að. „Hugmyndin var að víkka sjóndeild- arhring lesenda og opna leið inn í menn- ingarlandslagið í heild frekar en að einblína á fáeina merkilega minjastaði. Í bókinni er byrjað heima við bæi og á kirkjum og greftrunarstöðum, svo er haldið út á tún og þá fjær bæjum, í úthaga og óbyggðir.“ Birna segir það vera skilgreint í þjóðminjalögum hvað eru fornleifar en það eru öll mannvirki og mann- virkjaleifar sem eru eldri en hundrað ára. „Ýmislegt sem ekki er manngert flokkast líka undir fornleifar, eins og gamlar göt- ur, huldufólksbústaðir og vöð á ám. Mó- grafir eru dæmi um fornleifar sem eru ekki mannvirki, þótt þær séu mann- gerðar,“ segir hún. Varðandi að mann- virki teljist til fornleifa þegar þau verða aldargömul, má nefna að kápumynd bókarinnar hefur vakið talsverða athygli. Hún sýnir einskonar leiksvið eða pall fyrir framan áhorfandasvæði í grasi gró- inni brekku. Þetta er íþróttavöllur Íþróttasambandsins Skarphéðins í Þjórs- ártúni, sem var reistur fyrir sléttum 100 árum með handkvíslum, ristuspöðum og stunguskóflum. Hann er því glænýjar fornleifar, frá og með árinu í ár. „Sumir verða fyrir vonbrigðum þegar þeir átta sig á því hvað þetta eru ungar minjar,“ segir Birna. „Þessi ljósmynd kemur fólki á óvart og vekur fólk til umhugsunar um að fornleifar geta verið stórmerkilegar þótt þær séu ekki alltaf mjög gamlar. Mamma fór til dæmis þarna á íþrótta- leiki.“ Leggur áherslu á alþýðumenningu Birna segir það gamla en rótgróna afstöðu að fólk vilji lesa í fornleifar út frá Íslend- ingasögunum. „Það er samt ekki nýtt að fræðimenn hafi áhuga á alþýðumenn- ingu, eins og ég legg áherslu á í bókinni. Kristján Eldjárn hafði til að mynda áhuga á alþýðumenningunni og gróf í kotbýli. Hinsvegar vill það sitja fast í huga sumra stjórnmálamanna og almennings að sumir staðir séu merkilegri en aðrir, til dæmis frægir sögustaðir og miðstöðvar valds og stjórnsýslu.“ En Birnu finnst það ekki. „Nei, alls ekki. Það hefði samt ekki verið mögulegt að skrifa bók sem þessa fyrr en nú á allra síðustu árum og þá fyrst og fremst vegna fornleifaskráningarinnar sem bókin byggir svo mikið á. Það eru ekki nema um tveir áratugir síðan hún hófst að einhverju ráði. Fornleifaskrán- ingin er grundvöllur þekkingarinnar sem birtist í bókinni.“ Þessi skráning á fornum minjum er hinsvegar mislangt á veg komin. „Já, það er gríðarlega mikill munur á því milli sveitarfélaga hvað skráningin er Heillast af hinu sögulega samhengi Fornar leifar má finna á ólíklegustu stöðum um land allt, enda er talið að fornleifastaðir á Íslandi séu að minnsta kosti 130.000. Í veglegri bók, Mannvist – Sýnisbók íslenskra fornleifa, fjallar Birna Lárusdóttir um þennan fortíðarheim. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.