SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 45
18. desember 2011 45 Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar ÞÁ OG NÚ 22.9.-31.12. 2011 SAFNBÚÐ JÓLAGJÖF LISTUNNANDANS. Verið velkomin! SÚPUBARINN 2. hæð. Góðar súpur, brauð og salat á boðstólum. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn- ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Jólin koma! 12.-24. desember, daglega kl. 11: Heimsókn jólasveinanna Laugardaginn 17. desember kl. 13: The Icelandic Yule - an illustrated presentation in English Terry Gunnell þjóðfræðingur kynnir íslenska jólasiði á ensku Jólasýningin Sérkenni sveinanna. Gömul jólatré og jólakort Jólaratleikurinn Hvar er jólakötturinn? Jólavörur í safnbúð. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum 29. október–30. desember 2011 Samræmi Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson Hamskipti Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Slorpungar og strýpuþörungar Lifandi slorpungar og steingervingar eru til sýnis. Opið mán.-fim. kl. 10-19, fös. 11-17 og lau. 13-17. Ókeypis aðgangur. Náttúrufræðistofa Kópavogs Hamraborg 6a www.natkop.is Af fingrum fram 11. nóv. - 12. jan. 2012 Veggteppi og landslagsmyndir þæfðar í ull eftir Snjólaugu Guðmundsdóttur vefnaðarkennara. Opið: mán. - fös. kl 13 - 18 lau. kl. 11 - 14 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.gallerigersemi.is Sími 552 6060 HLUTIRNIR OKKAR (9.6.2011 – 4.3.2012) HVÍT JÓL (28.10.2011 – 15.1.2012) KÆRLEIKSKÚLUR OG JÓLAÓRÓAR (6.12.2011-6.1.2012) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Borgarnesi Eitt af því sem læristsnemma í bókmennta-blaðamennsku er aðopna helst ekki bók sem höfundur kemur með fyrr en hann er farinn. Hættan er nefnilega sú að maður rekist á villu á fyrstu síðunni sem maður lítur og þá fer spjallið út um þúfur, ekki síst ef maður kjánast til að segja viðkomandi frá vill- unni. Þetta er vissulega sagt í hálfkæringi, en hefur þó komið fyrir oftar en einu sinni og einu sinni er of oft. Nú þegar sér fyrir endann á jólabókaflóðinu gefst lokst tími til að lesa þær bækur sem ég hef látið bíða á meðan ég gæddi mér á íslensk- um kræs- ingum. Ein af þeim bókum er ný bók japanska rithöf- undarins Harukis Mura- kamis, 1Q84. Þegar ég opnaði bókina til að lesa hana rakst ég nefnilega á villu á fyrstu síðu, og ekki einu sinni heldur tvisvar. Bókin hefst þar sem söguhetj- an, Aomame, er stödd í leigubíl og Sinfóníetta Leoš Janáceks hljómar í útvarpi bifreiðarinnar. Fyrst þegar nafn tónskáldsins birtist er það rétt stafsett upp á tékknesku og einnig þegar það birtist öðru sinni, en síðan birt- ist það tvisvar á síðunni með rangri stafsetningu. Málið er að c-ið í nafni tónskáldsins er með því sem lýsa má sem öfugu v of- an á sér að tékkneskum rithætti. Í prentun á bókinni hafði þetta hinsvegar misfarist og „hatt- urinn“ var á undan c-inu, en ekki ofan á því. Víst er þetta smávægileg villa og svo smávægileg að það er eiginlega ekki orð á því hafandi, eða hvað? Því er öðru nær, þessi villa fékk svo á mig að ég strandaði í lestrinum komst ekki lengra en niður í miðja fyrstu síðu og eftir það beið bókin uppi í hillu og ég gaf henni illt auga öðru hvoru – ef tvær villur eru á fyrstu síðunni, hverju gat ég þá búist við á hin- um 924? Harvill Secker-útgáfan var svo með sömu villurnar, en það varð mér til bjargar að búið var að leiðrétta villurnar í annarri prentun bókarinnar. Vand- ræða- villur ’ Ef tvær villur eru á fyrstu síð- unni, hverju get ég þá bú- ist við á hin- um 924? Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is H ugsaðu þér tölu mun vera fyrsta bók höfundarins, Johns Verdons. Hér er á ferð slungin glæpasaga. Lög- regluforingi, sem sestur er í helgan stein, heyrir frá göml- um skólabróður, sem borist hafa hótunarbréf. Skólabróð- irinn er fullur skelfingar yfir því að bréfritari, sem skrifar í bundnu máli, virðist geta lesið hugsanir hans. Hann er beð- inn um að hugsa sér tölu frá einum upp í þúsund og þegar hann opnar umslag í umslag- inu kemur í ljós að þar er tal- an, sem hann hugsaði sér. Dave Gurney nefnist lög- regluforinginn og hefur getið sér orð fyrir að hafa hendur í hári hrottalegra raðmorðingja. Höfundur þreytist ekki á að láta dásama hæfni Gurneys með einum eða öðrum hætti, en þessi nákvæma og hugvit- sama söguhetja er þó ekki laus við þráhyggju og vandamál. Og þykir lofið reyndar óþægi- legt. Í þessu máli er hann þó rek- inn á gat. Maðurinn á bak við hótanirnar skilur eftir sig ýmsar vísbendingar í blóði drifinni slóð og ráðgáturnar hlaðast upp án þess að botn fáist í málið og óhugnaðurinn vex. Verdon tekst vel til að byggja upp spennu og sagan er full af óvæntum vendingum og uppákomum. Kona Gurneys, Madeleine, leikur stórt hlut- verk. Hún hefur fengið sig fullsadda á lögreglustörfum eiginmannsins og líst ekki á blikuna þegar hann dregst inn í þetta mál, en á engu að síður með innsæi sínu þátt í að leysa málið. Inn í söguna blandast síðan óhæfir lögregluforingjar og hrokafullir, metnaðarfullir saksóknarar og ráðvilltir lög- regluþjónar. Sagan er út- hugsuð, en verður þó aldrei þunglamaleg, og þýðing Nönnu B. Þórsdóttur er hnökralaus þótt hún lendi í vandræðum með orðaleiki á nokkrum stöðum og verði að grípa til neðanmálsgreina. Gurney er áhugaverður per- sónuleiki og hefur Verdon þegar skrifað um hann annan reyfara. Atburðarásin í bók Verdons stigmagnast jafnt og þétt. Bókin höfðar jafnt til þeirra, sem njóta spennu, sem aðdá- enda ráðgáta. Sú tilfinning vaknaði á köflum að höfund- urinn hefði gaman af að leika sér að lesandanum og leiða hann á villigötur. Hugsaðu þér tölu er tilvalin fyrir þá, sem eru orðnir langþreyttir á fyrirsjáanlegum reyfurum. Lesandinn afvegaleiddur Bækur Hugsaðu þér tölu bbbmn Eftir John Verdon. Útgefandi Vaka Helgafell, 2011. John Verdon hefur gaman af að leika lesandann á villigötur. Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.