SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 16
16 18. desember 2011 Þessi léttleikandi silkichiffon-kjóll er úr smiðju Shadow Creatures. Hann er úr þremur lögum af silki, sem eru í þremur ólíkum bleikum litatónum. Gaman er að segja frá því að Unnur og Emilía sem lentu í topp þrjú í Dans, dans, dans klæddust einmitt hönnun Shadow Creatures. Hann kostar 54.900 krónur og er til sölu í Kiosk. Léttleikandi skuggaverur Sonja Bent hefur getið sér gott orð sem hönnuður prjónaflíkna á konur og menn. Hér má sjá stutta slaufupeysu frá henni sem er bæði kvenleg og klæðileg í sniðinu. Hún er úr 100% merinoull og kostar 33.000 krónur. Fæst í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. Kvenlegt og klæðilegt Hár úr hala er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri en nú hafa þau hannað snagarekka úr áli sem heita Hani, krummi, hundur, svín og Hestur, mús, tittlingur. Snagarnir, sem fást í þremur litum, eru myndræn tilvitnun í hina gömlu, góðu vísu um þessi dýr. Snagarnir fást í Epal og kostar Hani, krummi, hundur svín 12.900 kr. og Hestur, mús, tittlingur 11.600 kr. Ævintýralegir snagar Haustlína Kormáks & Skjaldar 2011 samanstendur af vestum, buxum, jökkum, prjónavestum og handhnýttum ullarslaufum. Bresk ull og bóm- ull, íslensk ull og íslenskt lambaleður, sem sútað er af sútunarverksmiðj- unni á Sauðárkróki, eru efnin sem notast er við en línan er framleidd á Ís- landi af Lillý Alettu klæðskera. Í rannsóknarvinnunni var skotveiðifatnaður skoðaður og ákveðin gróf veiðistemmning er yfir lín- unni, þó svo að hún sé færð úr veiðifatnaði yfir í fínni fatnað. Fötin eru aðsniðin, línurnar skarpar. Yfirhönnuður Kormáks & Skjaldar er Guð- mundur Jörundsson. Vestin eru á 25.500 kr., buxurnar á 25.500 kr., jakkarnir á 98.000 kr. og slaufurnar á 6.900 kr. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Viðrar vel til veiði DEMO-loftljósið er hönnun Dagnýjar Elsu Einarsdóttur og Magnúsar Ólafssonar og sækir innblástur til sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar. Það er fáanlegt í ýmsum litum en einnig ólitað. Efniviðurinn er furugrind, furus- pónn og messinghringir en perufesting er úr málmi. Perustæðið er hefðbundið og því úr harðplasti og fyrir hámark 60 vatta peru. Snúran er tauklædd og fáanleg í mörgum litum, bæði einföld eða vafin. DEMO-loftljósið er handgert ef frá er talin hefðbundin vélavinna og fæst í Epal. Ljós með fortíðarþrá

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.