SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 41
18. desember 2011 41 LÁRÉTT 1. Hólinn með skaða kaldlyndar. (9) 7. Sú slá fær 50 frá hráefni. (5) 8. Dulin nær að fá tilfelllin (9) 9. Gast egypskt tákn og ryk fundið í ílátum. (9) 10. Stoðvefur í bjálka hjá réttri. (9) 11. Hverfi sorg með hafurtaski. (8) 14. Samning sá þanin án odds út af beiðninni. (12) 17. Mannréttindafrömuður tekur lyf aftur úr hers- ingu. (7) 18. Sært innra með sér fann í brotum trúað. (8) 20. Ómi latneskur hlutur aftur við nýja í ritúali eða svo er sagt. (9) 22. Ógæfan! Taska purpuralituð inniheldur ill- mennsku. (11) 23. Máttugustu missa smá fyrir tvö X. (7) 24. Slyngur fær ennþá yl í einfeldni sinni frá gáfu- manni. (10) 25. Skíta heimspeking út með tónlist. (7) 26. Gef menntamanni einum að borða hjá þeirri sem er ekki yngst. (5) 27. Við vatn má flækjast um taðvellina (10) 28. Heilagt seyði gert úr tré fyrir einn óþekktan fleininn. (12) LÓÐRÉTT 1. Setja stafi á ílát með tungu. (9) 2. Ekki vel hreyft og torsótt. (7) 3. Óbrotin stundi kennslu um sjúkdóm. (9) 4. Giftan finn ruglaðan í skírninni. (10) 5. Rak þetta með flugeldi að sögn (7) 6. Úr þremur áttum kemur lína. (5) 7. Sá sem er einhvern veginn mausaður sér er líka sérsniðinn. (11) 12. Sú með kjaft úr gulli er að sögn að skapa pen- inga. (8) 13. Hvetur tóma með mat. (10) 15. Í kringum hástétt drukkin trúi embættismanni. (12) 16. Bara ungi lendir í eins. (8) 17. Firmað fyrir sjónvarpið. (10) 19. Geirvarta hunds í hári. (10) 21. Pítsa og guð án rólegast snúa við. (8) 24. Það er sens í því að fá krónu með því að renna til. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 18. desember rennur út á hádegi 23. desember. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 25. desember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 11. desember er Sigrún Sighvatsdóttur, Fífuseli 15, Reykjavík. Hún hlýtur að launum bókina Af heilum hug, þar sem Björg Árnadóttir ræðir við hjónin Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna Karlsson. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Tigran Petrosjan hafði þessi orð um stöðu heimsmeistarans í skák á hverjum tíma. Þessi skil- greining hentaði honum ágæt- lega; þegar hann hélt titlinum frá 1963-’69 vann hann sjaldan þau mót sem hann tók þátt í enda lagði hann alltaf aðal- áherslu á að tapa ekki og gaf því frá sér alltof marga hálfa vinn- inga, eins og Bent Larsen orðaði það. Staða heimsmeistarans, Anands, hefur verið til athug- unar eftir tvö stórmót, minn- ingarmótið um Tal á dögunum og London chess classic sem lauk á mánudaginn. Í þessum tveimur mótum vann Anand eina skák, gerði 15 jafntefli og tapaði einni. Hann gat enga skýringu gefið á dauflegri frammistöðu sinni en stutt er í einvígi hans við Boris Gelfand og hefðu ýmsir talið að hægt væri að finna verðugri mót- stöðumenn. „Við erum allir í ræsinu, en sumir okkar eru að horfa á stjörnurnar,“ sagði Oscar Wilde. Anand kom skemmtilega á óvart með þátttöku sinni í „stjörnuþokuspjalli“, hliðar- atburði á London chess class- ic-mótinu sem enski stórmeist- arinn og stærfræðingurinn John Nunn stóð fyrir. Þar sýndu þeir magnaðar myndir sem þeir hafa tekið í gegnum stjörnukíki. Kannski hefur undirbúningur þess verkefnis komið niður á frammistöðu hans við skák- borðið en lokaniðurstaða móts- ins, þar sem þriggja stiga reglan var í gildi, varð þessi: 1. Kramnik 16 stig. 2. Nakam- ura 15 stig. 3. Carlsen 14 stig. 4. Luke McShane 13 stig. 5.-6. Anand og Aronjan 9 stig. 7. Short 6 stig. 8. Howell 4 stig. 9. Adams 3 stig. Slök frammistaða ensku stór- meistaranna vakti mikla athygli en þrír neðstu menn fengu jafn- marga vinninga samanlagt og sigurvegarinn Kramnik sem vann alla Englendinga. Þótt Magnús Carlsen hafi mátt gera sér 3. sætið að góðu treysti hann stöðu sína á toppnum og lagði Nakamura að velli. Í skákinni sem hér fer á eftir neitaði Na- kamura að leggjast í vörn þegar þess þurfti: Magnús Carlsen – Hikaru Na- kamura Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 d6 6. Bb3 a6 7. Rbd2 Ba7 8. Rf1 h6 9. Rg3 0-0 10. 0-0 Be6 11. h3 Dd7 12. Be3 Re7 13. Rh4 Rg6 Eftir 13. … Bxe3 14. fxe3 hefur hvítur sóknarfæri eftir f-línunni og trausta stöðu á f5-reitnum. Það breytist þó ekki þótt svartur stofni nú til uppskipta. 14. Rhf5 Re7 15. Rxe7 Dxe7 16. Bxa7 Hxa7 17. f4 c5 18. Bc2 b5 19. Dd2 Hb7 20. a3 a5 21. Hf2 b4 22. axb4 axb4 23. Haf1 Sjaldan er slæmt að tvöfalda hrókana eftir opnum eða hálf- opnum línum. Hvítur hótar nú 24. fxe5 dxe5 25. Hxf6! gxf6 26. Rh5 o.s.frv. 23. … bxc3 24. bxc3 exf4 25. Hxf4 Rh7 26. d4 cxd4 27. cxd4 Dg5 28. Kh2 Rf6 29. Bd1 Hfb8? Svartur mátti ekki leyfa fórn- ina á f6. Eftir 29. … Rh7 er stað- an í jafnvægi. 30. h4 Dg6 - Sjá stöðumynd - 31. Hxf6! Þessi skiptamunarfórn blasir við. Eftirfylgnin er lærdómsrík, Magnús ræðst hvergi beint að andstæðingnum heldur bætir stöðu hægt og bítandi. 31. … gxf6 32. Df4! Betra en 31. Rh5 sem má svara með 31. … f5. 32. … Hb2? Svartur varð að verja d6- peðið með 32. … Hd8. 33. Bh5! Dg7 34. Bf3 Ha8? Enn var betra að verjast með 34. … Hd8. 35. d5 Bc8 36. Rh5 Df8 37. Rxf6+ Kh8 38. Hc1! Kg7 39. e5 dxe5 40. Rh5 Kh7 41. Be4+ Eftir 41. … Kh8 kemur 42. Dxe5+ og hrókurinn á b2 fellur. Svartur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Fremstur meðal jafningja Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.