SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 40
40 18. desember 2011 Ég hef opinberlega gefist upp fyrir leti og ofáti. Sófinn góði og smákökur hafa náð yfirhöndinni. Jólasukkið mikla Um leið og aðventan fyllir miggleði og spenningi fyrir jólunumfyllist ég alveg óstjórnlegri leti.Ég næ kannski að þrífa eina gluggakistu og ryksuga hálfa stofuna. Svo bara get ég ekki meira. Nú veit ég að sem barnlaus manneskja hef ég ekki „rétt“ á því að kvarta. Ég get jú bara fleygt mér í sófann og lagt mig þegar ég vil. Sem ég og geri æ oftar þessa dagana. Því um leið og jólaljósin lýsa um huga og sál virðist lík- aminn bara vilja lyppast niður og sofa. Ræktin líka. Hún er ein- hvers staðar aftarlega á forgangslistanum. Ég veit ég á að hreyfa mig núna þar sem ég borða jafnmikið og verðandi tvíburamóðir en nei. Ég bara nenni því ekki. Sorry allt duglega fólk sem rífur sig upp í ræktina í myrkrinu klukkan sjö. Gæti samt hugs- anlega komist í heimsmetabækur fyrir að vera fyrsta konan til að ljúka spinningtíma sofandi! Ég veit alveg að það er miklu hollara fyrir hjartað, æðarnar og allan pakkann að hreyfa sig. Líka að mataræðið skiptir einna mestu máli upp á það að ætla sér að passa í einhver föt eftir jólin. En þetta leiðinda vesen er bara svo fjarri mér á þessum árstíma. Jú, jú það er fínt að fara út að ganga og synda. Liðka sig aðeins og líka njóta þess að fara í heita pott- inn. En mér finnst bara alveg nóg að vera dugleg hina 11 mánuðina á árinu. Nú vil ég bara fá að vera í minni jólafitun í friði. Já og hana nú. Einhverjir eru nú sjálfsagt farnir að svitna við þennan lestur. Er konan alveg óð? Kannski fæ bara ég sent boð í detox og frítt á átaksnámskeið. Hvað um það. Ég held bara áfram að boða minn nautnaboðskap. Maður lifir bara einu sinni. Það er á hreinu. Nema maður trúi á endurholdgun, þá fer maður í nokkra hringi. Ég nenni því ekki að sjá eftir öllum smákökunum, mince pies, jólaöli og öðru gúmmelaði sem ég hefði getað borðað hérna í denn. Eða verða amma sem bakar bara jólahrökkbrauð ofan í barna- börnin. Á meðan afi borðar smá- kökur í laumi úti í bílskúr. Að lokum Dagur xxxx í aðventu: Sígarettur: 0 Áfengi: Slatti, aðallega rauðvín og bjór. Matur: Smákökur, jólaöl, laufabrauð, jólabrauð, kakó, jólaboð með gröfnum nautavöðva, reyktri önd, kalkún, hamborg- arhrygg, kartöflusalati og mörgu öðru góð- gæti á borðum. Hreyfing: Sundferð og hlaup með jóla- gjafapoka. Ó ég elska aðventu og jól! Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is ’ Ræktin líka. Hún er einhvers staðar aft- arlega á forgangslist- anum. Ég veit ég á að hreyfa mig núna þar sem ég borða jafnmikið og verðandi tví- buramóðir en nei. Lífsstíll Jæja, þá er bara vika til jóla og tími til kominn að fara yfir tékklistann. Ertu ekki örugg- lega búinn að þessu öllu sam- an? Ef ekki þá hefurðu viku í viðbót til þess. 1. Kaupa jólagjafir og jafnvel pakka þeim inn ef þú ætlar virki- lega að hafa tímann fyrir þér. 2. Fara á skemmtilega jóla- tónleika með fallegri jólatónlist. Sitja og hlusta og leyfa sér að slappa af í dá- litla stund. 3. Redda ser- íu í gluggann og veiða slatta af jólaskrauti upp úr geymslunni. 4. Kaupa hell- ing af kertum, mundu eftir ilm- kertum með góðri jólalykt. 5. Fara í jólaklippinguna og jafnvel jólanuddið sem þú ákvaðst að gefa sjálfri/sjálfum þér í jóla- gjöf. 6. Horfa á glás af skemmtilegum jólamyndum, drekka jólaöl og syngja jólalög í sturtunni. 7. Senda jóla- kort til fjöl- skyldu og vina með fallegum jólakveðjum. 8. Fara í gott jólapartí. Drekka aðeins of mikið af jólaglöggi. Spila, hlæja og skemmta sér vel. 9. Ákveða jólamatinn og byrja að viða að sér hráefni til að ekk- ert klikki á aðfangadagskvöld. 10. Brosa og hlæja – það eru að koma jól! Jólakistan Rauður er almennt talinn hinn eini, sanni jólalitur. Það er skemmtilegt að klæða sig í það minnsta í eitthvað rautt á að- fangadagskvöld og yfir jólin. Strákarnir geta smellt á sig rauðu bindi og stelp- urnar farið í rauðar sokkabuxur. Rauðar skyrtur eru líka hugmynd fyrir karl- kynið og fallega rautt skart eða klút- ur getur verið fallegt við svarta sparikjólinn. Enda er sá litur jú einna vinsælastur í sparifötum hér á Fróni og því um að gera að lífga dálítið upp á hann með rauðu yfir hátíðarnar. Rautt naglalakk er líka tilvalið. Leikkonan Gillian Anderson glæsi- leg í kjól sem væri flottur um jólin. Reuters Rautt, rautt, rautt Tónleikar, út að borða, jólaglögg, jólaglögg og aðeins meira jóla- glögg. Ég trúi eiginlega ekki að ég sé ekki búin að drekka neitt jólaglögg á aðventunni. Ég nefnilega elska jólaglögg. Það er eitthvað svo kósí og ja segjum bara menning- arlegt við að fá sér glögg í fal- lega krús. Nema maður drekki yfir sig af því eins og Íslendingar áttu til á fyrstu glöggárunum. Það er ekkert menning- arlegt við það að gubba jólaglöggi í leigubílinn og yfir sig allan. Nei jólaglöggsdrykkja skal stunduð í hófi í góðra vina hópi. Best er að hafa með piparkökur og eftir að hafa búið í Englandi finnst mér heldur ekki mega vanta mince pies. Þau fást í „bresku nýlenduvöruversluninni“ Salt og pipar. Það þykir mér afar gott því annars er ég ekki viss um að jólin kæmu barasta. Það er ekkert flókið að búa til jólaglögg en mikilvægt er að gleyma ekki möndluflög- unum. Þessa helgina ætla ég að búa til mitt heimatilbúna jólaglögg og bjóða góðum hópi fólks heim. Það verður spilað og kjaftað og dreypt á jólaglöggi. Er það jú ekki einmitt menningarlega orðið yfir slíka iðju? Lögg af glögg

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.