SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 23
18. desember 2011 23 Þegar Heiðar kom fyrst fram á sjón- arsviðið í íslenskri knattspyrnu var hann Sigurjónsson. Átján ára gamall tók hann hins vegar ákvörðun um að kenna sig framvegis við móður sína, Helgu Matt- híasdóttur frá Dalvík. „Mamma átti skilið að ég kenndi mig við hana. Hún hefur alla tíð stutt geysilega vel við bakið á mér og var óþreytandi við að skutla mér og sækja á æfingar þegar ég var yngri. Ég er stoltur af því að kenna mig við hana.“ Eiginkona Heiðars er Eik Gísladóttir. Þau kynntust meðan hann lék með Þrótti í Reykjavík og fluttu saman til Noregs þegar Heiðar réð sig til starfa hjá Lillest- røm. Heiðar og Eik eiga þrjá syni, Aron Dag, tólf ára; Óliver tíu ára og Ómar Þór fjög- urra ára. Synirnir eru allir farnir að æfa knattspyrnu með hverfisliðum í Lund- únum en líklega er ruglingslegt að tala um eplið og eikina í þessu tilviki! „Sá elsti er senter og miðjumaður en sá næstelsti er frammi – fer helst ekki aftur fyrir miðju,“ upplýsir Heiðar hlæj- andi. Hvaðan í ósköpunum hefur hann það? „Ekki frá mér,“ flýtir Heiðar sér að segja, „ég var alltaf á miðjunni í yngri flokk- unum heima á Dalvík.“ Hann skellir upp úr. Heiðar varast að setja pressu á dreng- ina sína en hafi þeir áhugann og getuna til að gerast knattspyrnumenn mun hann styðja þá með ráðum og dáð. „Frum- kvæðið verður að koma frá þeim, ég myndi aldrei ýta þeim út í eitthvað sem þeir ekki vilja sjálfir. Verði þeir ekki knattspyrnumenn geta þeir alltaf farið í lækninn. Einhver þarf að hugsa um slitinn skrokkinn á mér!“ Heiðar segir mestan tíma utan boltans fara í fjölskylduna og er þakklátur fyrir að vera í starfi sem tryggir honum rúman tíma með sínum nánustu. Oft nær hann til að mynda að skutla sonum sínum og sækja þá á æfingar. Og horfa á þá æfa og spila. Það munar um minna. Heiðar ásamt eiginkonu sinni, Eik Gísladóttur, og yngsta syninum, Ómari Þór. Kennir sig stoltur við móður sína Ómar Þór, Óliver og Aron Dagur í skólabúningunum í London. Þeir hafa alltaf búið erlendis. fyrst lánaður og síðan seldur til QPR sem raunar lánaði hann aftur til Watford um tíma. Vegnaði honum vel hjá sínu gamla félagi. Margir héldu að dagar Heiðars hjá QPR væru taldir en Neil Warnock, sem tók við stjórnartaumunum á Loftus Road vorið 2010, hafði aðrar hugmyndir. Gaf honum annað tækifæri hjá félaginu í fyrra. Skrokkurinn hangir saman Heiðar tekur sér stuttan umhugsunarfrest þegar hann er spurður hvað hann vonist til að geta spilað knattspyrnu lengi í við- bót. „Það er ómögulegt að segja,“ segir hann síðan. „Skrokkurinn hangir saman eins og er en maður veit aldrei hvenær hann gefur sig. Meiðsli hafa mikið að segja. Fari þau að plaga mann dregur það úr viljanum. Margir gefast upp þegar hraðinn minnkar en ég hafði aldrei neinn hraða til að missa þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því.“ Hann glottir. Sem fyrr segir stefnir Heiðar að því að tryggja sér samning við QPR út næsta tímabil en eftir það er hann opinn fyrir öllu. Asía er í tísku, líka Bandaríkin og Heiðar útilokar alls ekki framandi slóðir. „Komi freistandi tilboð myndi maður örugglega skoða það. Fjölskyldan er alltaf opin fyrir nýjum ævintýrum. Annar kostur væri að taka slaginn í einhvern tíma hér í neðri deildum.“ Spurður hvort til greina komi að ljúka ferlinum heima, jafnvel í efstu deild, þar sem hann hefur aldrei leikið, segir Heiðar það ekki markmið í sjálfu sér. „Ég útiloka ekkert en á þessum tímapunkti finnst mér ólíklegt að ég komi til með að spila aftur heima. Taki ég tvö til þrjú ár í neðri deildunum hér verð ég örugglega orðinn of þreyttur til þess. Maður verður að geta gengið í framtíðinni!“ Það breytir ekki því að fjölskyldan hyggst setjast að á Íslandi eftir að knatt- spyrnuferli Heiðars lýkur. „Eins og stað- an er núna er það alla vega stefnan.“ Ætli Dalvík verði jafnvel fyrir valinu? „Nei, það verður örugglega Reykjavík. Mamma er flutt suður fyrir nokkrum ár- um og konan mín er líka þaðan.“ Framtíðin óljós En hvað tekur við? „Ég hef ekki hugmynd um það,“ svarar Heiðar og hlær. „Kannski held ég áfram að vinna við fótbolta, kannski fer ég að gera eitthvað allt annað. Ég hef ekki gert upp við mig ennþá hvort ég hafi áhuga á þjálfun en færi ég út í hana yrði það sennilega í yngri flokkum. Ég hef meiri áhuga á barna- og unglingastarfi en að þjálfa fullorðna leikmenn. Reynsla mín og sambönd hér í Englandi ættu að geta nýst ágætlega á þeim vettvangi. Ég þekki einn eða tvo í fótboltanum hérna úti.“ Mál er til komið að kveðja Heiðar Helguson. Áður en ég yfirgef æf- ingasvæðið, sem Chelsea hafði til umráða áður, upplýsir hann mig hins vegar um að liðið muni ekki æfa þar miklu lengur, nýi eigandinn, Tony Fernandes, hafi fest kaup á nýju æfingasvæði. Nýr eigandi, nýir leikmenn, nýtt æf- ingasvæði – gamall ólseigur Dalvíkingur. Framtíðin er björt hjá Queens Park Rang- ers. Heiðar gefur aldrei þumlung eftir. Hér rennir hann sér í Matt Oakley, varnarmann Southamp- ton, í leik með Watford fyrir nokkrum árum. Heiðar lék alls um 200 leiki fyrir Watford. Reuters jafnan á honum á hliðarlínunni enda eins og sjálft lífið sé í húfi þegar leikur er í gangi. „Stjórinn er búinn að vera lengi í þessu, kominn á sjötugsaldur en samt er ástríðan svo sannarlega ennþá fyrir hendi. Hann leggur ekki aftur munninn á hliðarlínunni. Warnock er mjög hreinskiptinn stjóri, lætur menn heyra það líki honum ekki það sem þeir eru að gera – en er líka fyrstur til að hrósa mönnum standi þeir sig vel.“ Síðustu ár hafa verið hálfgerð rússíban- areið fyrir QPR. Félagið lenti í fjárhags- vanda og eignarhaldið fór á flot. Formúlu eitt-frömuðirnir Bernie Ecclestone og Flav- io Briatore eignuðust það árið 2007 og ýmsir fleiri komu að málum, þeirra á meðal milljarðamæringurinn Lakshmi Mittal. Lítið fé var þó lagt til leikmannakaupa og raunar komst ekki skriður á þau mál fyrr en malas- íski kaupsýslumaðurinn Tony Fernandes eignaðist ráðandi hlut í QPR í sumar. Hann opnaði budduna upp á gátt og er víst hvergi nærri hættur. Neil Warnock knattspyrnustjóri QPR í ess- inu sínu á Anfield Road um síðustu helgi. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.